Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson og Hulda Björk Finnsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 07:30 Farsældarvika stendur nú yfir í öllum hverfum Reykjavíkur. Tilgangur hennar er að auka þekkingu og vitund foreldra og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi um farsældarlögin sem verið er að innleiða um allt land. Í tilefni farsældarvikunnar fengum við þrjár fjölskyldur í Reykjavík til liðs við okkur og báðum þær að segja frá reynslu sinni af samþættri farsældarþjónustu við börn þeirra. Eitt foreldranna er Katrín Brynja Björgvinsdóttir, móðir tveggja drengja sem hafa þurft á margvíslegum stuðningi að halda í gegnum sína skólagöngu. Katrín segir báðum sonum sínum líða betur eftir að til samþættingar þjónustu kom. Þetta gleður okkur sem vinnum að innleiðingu farsældarlaganna og hvetur okkur til að halda ótrauð áfram. Hér er hægt að horfa á frásagnir foreldranna Katrínar, Birnu og Viktors. Samþætt þjónusta – hvað þýðir það? Að börnum og fjölskyldum þeirra sé veitt samþætt þjónusta þýðir einfaldlega að þau fái greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Það getur verið tímafrekt og krefjandi fyrir foreldra að halda utan um upplýsingar um barnið sitt og deila þeim áfram til réttra aðila á réttum tíma. Tilgangurinn með samþættri þjónustu er að tengiliður barnsins taki við þessu verkefni. Ef foreldrar eða barn óska eftir samþættri þjónustu gefa þau leyfi fyrir því að þjónustuveitendur tali saman og deili upplýsingum sem gætu hjálpað barninu, í samráði við foreldra. Þjónustan er stigskipt eftir umfangi þjónustunnar og ræðst ábyrgð á hlutverki þjónustuveitenda eftir því. Ef barnið og fjölskyldan þarf umfangsmeiri þjónustu tekur málstjóri á miðstöðvum borgarinnar við ábyrgð þjónustunnar, veitir ráðgjöf, tryggir mat á þjónustuþörf barnsins og stýrir stuðningsteymi og gerð stuðningsáætlunar. Ef þörf er á þjónustu þriðja þjónustustigs barnaverndar heldur málstjóri þar utan um stuðningsteymi. Málstjóri hugar ávallt að því hvað sé barninu og fjölskyldunni fyrir bestu. Í stuðningsteymi sitja foreldrar, barnið hafi það aldur og þroska til og viðeigandi þjónustuveitendur. Dæmi um þjónustuveitendur sem gætu átt sæti í stuðningsteymi eru leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, starfsfólk úr íþrótta- og tómstundastarfi, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta og barnavernd. Nánari upplýsingar um farsæld barna hjá Reykjavíkurborg. Fylgstu með, bregstu við og komdu á samstarfi Þau sem starfa með börnum ættu alltaf að hafa leiðarljós farsældarlaganna á bakvið eyrað – fylgstu með, bregstu við og komdu á samstarfi. Með því móti er hægt að tryggja að börn og fjölskyldur falli ekki á milli kerfa og verði ekki send á milli ólíkra þjónustuveitenda án viðeigandi stuðnings og leiðsagnar. Í nærumhverfi allra barna, hvort sem er í skólum eða frístundamiðstöðvum, eru tengiliðir farsældar til staðar. Tengiliðir farsældar eru starfsfólk mismundandi þjónustuveitanda eftir æviskeiðum barns, á heilsugæslu, leik-, grunn-, og framhaldsskólum og á miðstöðvum borgarinnar fyrir 16–18 ára börn utan skóla.Hlutverk þeirra er að vísa barni eða forsjáraðilum á viðeigandi þjónustu hjá ólíkum þjónustuveitendum og aðstoða þau við að rata í gegnum kerfið, innan og utan skóla barnsins. Ef foreldrar í Reykjavík óska eftir beiðni um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns er það gert í gegnum Mínar síður Reykjavíkurborgar. Börn geta einnig fyllt út sams konar beiðni á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Fyrsta skrefið að tala við tengilið farsældar Starfsfólki sem vinnur með og fyrir börn ber að vinna saman að farsæld þeirra. Það er mat greinarhöfunda að mikill vilji sé meðal þjónustuveitenda um allt land til að taka höndum saman og bæta og færa þjónustuna nær börnunum eins og lögin kveða á um. Innleiðing laganna er nú að hefja sitt fjórða ár og eru þjónustuveitendur Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og ríkisins í óða önn við að aðlaga verklag sitt og gera þjónustuna aðgengilegri í takt við farsældarlögin og þarfir barna. Það getur oft reynst erfitt fyrir forsjáraðila og börn að vita hvert leita eigi eftir aðstoð við hæfi. Fyrsta skrefið þeirra sem þarfnast ráðlegginga eða þjónustu, tengt, námi, hegðun, líðan eða félagslegum aðstæðum, ætti að vera að tala við tengilið farsældar í sínu nærumhverfi. Við leyfum okkur að ljúka þessari grein með orðum móðurinnar Katrínar Brynju, sem deildi því hvaða breytingar samþættingin hafði í för með sér fyrir hennar barn: „Yngri strákurinn minn er á allt öðrum stað heldur en hann var áður af því að hann hefur fengið alla þá þjónustu sem hann hefur þurft á að halda. Hann er miklu glaðari og honum líður mun betur. Eldri strákurinn hefur líka fengið fullt af þjónustu og við erum ennþá að vinna í því að að tína saman rétta þjónustu fyrir hann. En hann er samt á allt öðrum stað heldur en áður en við byrjuðum í samþættingunni.“ Upplýsingar um farsældina, fræðsluefni, myndbönd og fleira má finna á www.farsaeldbarna.is Höfundar eru verkefnastjórar farsældar barna hjá Reykjavíkurborg. Tengd skjöl PlakatPDF26.4MBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Farsældarvika stendur nú yfir í öllum hverfum Reykjavíkur. Tilgangur hennar er að auka þekkingu og vitund foreldra og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi um farsældarlögin sem verið er að innleiða um allt land. Í tilefni farsældarvikunnar fengum við þrjár fjölskyldur í Reykjavík til liðs við okkur og báðum þær að segja frá reynslu sinni af samþættri farsældarþjónustu við börn þeirra. Eitt foreldranna er Katrín Brynja Björgvinsdóttir, móðir tveggja drengja sem hafa þurft á margvíslegum stuðningi að halda í gegnum sína skólagöngu. Katrín segir báðum sonum sínum líða betur eftir að til samþættingar þjónustu kom. Þetta gleður okkur sem vinnum að innleiðingu farsældarlaganna og hvetur okkur til að halda ótrauð áfram. Hér er hægt að horfa á frásagnir foreldranna Katrínar, Birnu og Viktors. Samþætt þjónusta – hvað þýðir það? Að börnum og fjölskyldum þeirra sé veitt samþætt þjónusta þýðir einfaldlega að þau fái greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Það getur verið tímafrekt og krefjandi fyrir foreldra að halda utan um upplýsingar um barnið sitt og deila þeim áfram til réttra aðila á réttum tíma. Tilgangurinn með samþættri þjónustu er að tengiliður barnsins taki við þessu verkefni. Ef foreldrar eða barn óska eftir samþættri þjónustu gefa þau leyfi fyrir því að þjónustuveitendur tali saman og deili upplýsingum sem gætu hjálpað barninu, í samráði við foreldra. Þjónustan er stigskipt eftir umfangi þjónustunnar og ræðst ábyrgð á hlutverki þjónustuveitenda eftir því. Ef barnið og fjölskyldan þarf umfangsmeiri þjónustu tekur málstjóri á miðstöðvum borgarinnar við ábyrgð þjónustunnar, veitir ráðgjöf, tryggir mat á þjónustuþörf barnsins og stýrir stuðningsteymi og gerð stuðningsáætlunar. Ef þörf er á þjónustu þriðja þjónustustigs barnaverndar heldur málstjóri þar utan um stuðningsteymi. Málstjóri hugar ávallt að því hvað sé barninu og fjölskyldunni fyrir bestu. Í stuðningsteymi sitja foreldrar, barnið hafi það aldur og þroska til og viðeigandi þjónustuveitendur. Dæmi um þjónustuveitendur sem gætu átt sæti í stuðningsteymi eru leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, starfsfólk úr íþrótta- og tómstundastarfi, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta og barnavernd. Nánari upplýsingar um farsæld barna hjá Reykjavíkurborg. Fylgstu með, bregstu við og komdu á samstarfi Þau sem starfa með börnum ættu alltaf að hafa leiðarljós farsældarlaganna á bakvið eyrað – fylgstu með, bregstu við og komdu á samstarfi. Með því móti er hægt að tryggja að börn og fjölskyldur falli ekki á milli kerfa og verði ekki send á milli ólíkra þjónustuveitenda án viðeigandi stuðnings og leiðsagnar. Í nærumhverfi allra barna, hvort sem er í skólum eða frístundamiðstöðvum, eru tengiliðir farsældar til staðar. Tengiliðir farsældar eru starfsfólk mismundandi þjónustuveitanda eftir æviskeiðum barns, á heilsugæslu, leik-, grunn-, og framhaldsskólum og á miðstöðvum borgarinnar fyrir 16–18 ára börn utan skóla.Hlutverk þeirra er að vísa barni eða forsjáraðilum á viðeigandi þjónustu hjá ólíkum þjónustuveitendum og aðstoða þau við að rata í gegnum kerfið, innan og utan skóla barnsins. Ef foreldrar í Reykjavík óska eftir beiðni um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns er það gert í gegnum Mínar síður Reykjavíkurborgar. Börn geta einnig fyllt út sams konar beiðni á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Fyrsta skrefið að tala við tengilið farsældar Starfsfólki sem vinnur með og fyrir börn ber að vinna saman að farsæld þeirra. Það er mat greinarhöfunda að mikill vilji sé meðal þjónustuveitenda um allt land til að taka höndum saman og bæta og færa þjónustuna nær börnunum eins og lögin kveða á um. Innleiðing laganna er nú að hefja sitt fjórða ár og eru þjónustuveitendur Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og ríkisins í óða önn við að aðlaga verklag sitt og gera þjónustuna aðgengilegri í takt við farsældarlögin og þarfir barna. Það getur oft reynst erfitt fyrir forsjáraðila og börn að vita hvert leita eigi eftir aðstoð við hæfi. Fyrsta skrefið þeirra sem þarfnast ráðlegginga eða þjónustu, tengt, námi, hegðun, líðan eða félagslegum aðstæðum, ætti að vera að tala við tengilið farsældar í sínu nærumhverfi. Við leyfum okkur að ljúka þessari grein með orðum móðurinnar Katrínar Brynju, sem deildi því hvaða breytingar samþættingin hafði í för með sér fyrir hennar barn: „Yngri strákurinn minn er á allt öðrum stað heldur en hann var áður af því að hann hefur fengið alla þá þjónustu sem hann hefur þurft á að halda. Hann er miklu glaðari og honum líður mun betur. Eldri strákurinn hefur líka fengið fullt af þjónustu og við erum ennþá að vinna í því að að tína saman rétta þjónustu fyrir hann. En hann er samt á allt öðrum stað heldur en áður en við byrjuðum í samþættingunni.“ Upplýsingar um farsældina, fræðsluefni, myndbönd og fleira má finna á www.farsaeldbarna.is Höfundar eru verkefnastjórar farsældar barna hjá Reykjavíkurborg. Tengd skjöl PlakatPDF26.4MBSækja skjal
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun