Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar 10. febrúar 2025 12:02 Ein af megináherslum meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar á kjörtímabilinu er að tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, þar með talið að fjölga félagslegu. Í þessari grein vil ég fara yfir hvernig þróun og staða á félagslegu leiguhúsnæði hefur verið og er í Hveragerði. Hvers vegna félagslegt leiguhúsnæði? Mikilvægur mælikvarði á gæði rekstrar og þjónustu sveitarfélags er hvernig staðið er að velferðarþjónustu. Einn hluti hennar er hvernig sveitarfélag nær að mæta þörfum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Félagslegt leiguhúsnæði er húsnæði sem sveitarfélög reka og leigja út til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna sem ekki hafa kost á almennri leigu á markaði eða húsnæðiskaupum. Markmiðið er að tryggja að allir hafi öruggt og viðeigandi húsnæði, óháð efnahag þeirra. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að sveitarfélög skuli tryggja að nægilegt framboð sé af félagslegu leiguhúsnæði. Fækkun á félagslegu leiguhúsnæði Árið 2003 átti Hveragerðisbær níu félagslegar leiguíbúðir eða 4,8 á hverja 1.000 íbúa. Félagslegum leiguíbúðum fór hratt fækkandi næstu árin og árið 2014 var svo komið að sveitarfélagið átti aðeins tvær félagslegar íbúðir eða 0,9 á hverja 1.000 íbúa. Frá og með árinu 2017 skánaði þessi staða lítillega og við lok síðasta kjörtímabils árið 2022 voru íbúðirnar orðnar sex talsins eða 2 íbúðir á hverja 1.000 íbúa. Þá hafði félagslegum íbúðum fækkað um 58% á tæpum tveimur áratugum ef litið er til þróunar íbúafjölda í bænum. Til samanburðar má geta þess að félagslegt leiguhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar var árið 2022 16,2 á hverja 1.000 íbúa og 5,3 í nágrannasveitarfélaginu Árborg. En hvers vegna var félagslegu húsnæði fækkað á þessu tímabili, þrátt fyrir að öllum hafi verið ljóst að þörfin fyrir slíkt húsnæði væri enn til staðar? Engar skýringar liggja fyrir í opinberum gögnum né frá þeim sem stýrðu bænum á þessu tímabili. Kannski spáði Guðrún Helgadóttir, þingmaður, rétt um þróun þessara mála þegar hún ræddi félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga á Alþingi árið 1991 og sagði: „Ætli það verði nú ekki eins og oft áður að velferðarmál fjölskyldnanna víki þegar gerðar eru fjárhagsáætlanir fyrir vegalagningu og öðru slíku sem oft virðist vera í forgrunni á áhugamálasviði stjórnmálamanna?“ Nýtt uppbyggingarskeið Vegna skorts á fjárfestingu í þessum málaflokki undanfarin 15–20 ár mun það taka tíma að vinna upp þann halla sem hefur myndast. Á síðasta ári samþykkti núverandi meirihluti að fjárfesta í félagslegri leiguíbúð, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sátu hjá við afgreiðsluna. Staðan í byrjun árs 2025 er að 20 eru á biðlista í Hveragerði eftir félagslegu leiguhúsnæði. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 og 2026 er stefnt að frekari kaupum á íbúðum, þannig að þær verði samtals níu árið 2026. Það eru jafnmargar félagslegar íbúðir og voru í eigu Hveragerðisbæjar árið 2003. Árið 2025 verður hlutfall félagslegra leiguíbúða í Hveragerði 2,4 íbúðir á hverja 1.000 íbúa en var 4,8 árið 2003. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að hefði sveitarfélagið haldið hlutfalli félagslegra leiguíbúða óbreyttu frá 2003, þyrfti það nú að eiga 16–17 slíkar íbúðir og gæti því mætt miklu betur þeirri þörf sem er til staðar. Frelsi til athafna og mikilvægi húsnæðisöryggis Ein af grunnstoðum lýðræðissamfélagsins er frelsi einstaklingsins til athafna og gjörða. En slíkt frelsi verður marklaust ef félagslegt réttlæti og grundvallarþjónusta eru ekki tryggð. Þegar skorið er niður í grunnstoðum velferðarkerfisins, svo sem í félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélaga, eru þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda settir í afar viðkvæma stöðu, og þeir hafa síður tækifæri til að koma undir sig fótum og lifa með reisn. Þannig getur skortur á húsnæðisöryggi, ásamt öðrum þáttum velferðarinnar, takmarkað raunverulegt frelsi einstaklings, jafnvel þótt formlegt frelsi sé til staðar. Þau sem kalla á frelsi en styðja samtímis aðgerðir sem veikja velferðarþjónustu, eins og með fækkun félagslegra leiguíbúða, missa sjónar á kjarna raunverulegs frelsis. Húsnæðisöryggi, rétt eins og aðrar stoðir velferðarkerfisins, er ekki einungis spurning um félagslega þjónustu – það snýst um frelsi. Frelsi til að lifa öruggu og stöðugu lífi, taka þátt í samfélaginu og nýta hæfileika sína til fulls til jafns á við aðra. Það er því mikilvægt að bæjaryfirvöld í Hveragerði haldi áfram að fjölga félagslegu leiguhúsnæði til að tryggja tekjulitlum einstaklingum og fjölskyldum öruggt og viðunandi húsnæði. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njörður Sigurðsson Hveragerði Félagsmál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ein af megináherslum meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar á kjörtímabilinu er að tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, þar með talið að fjölga félagslegu. Í þessari grein vil ég fara yfir hvernig þróun og staða á félagslegu leiguhúsnæði hefur verið og er í Hveragerði. Hvers vegna félagslegt leiguhúsnæði? Mikilvægur mælikvarði á gæði rekstrar og þjónustu sveitarfélags er hvernig staðið er að velferðarþjónustu. Einn hluti hennar er hvernig sveitarfélag nær að mæta þörfum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Félagslegt leiguhúsnæði er húsnæði sem sveitarfélög reka og leigja út til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna sem ekki hafa kost á almennri leigu á markaði eða húsnæðiskaupum. Markmiðið er að tryggja að allir hafi öruggt og viðeigandi húsnæði, óháð efnahag þeirra. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að sveitarfélög skuli tryggja að nægilegt framboð sé af félagslegu leiguhúsnæði. Fækkun á félagslegu leiguhúsnæði Árið 2003 átti Hveragerðisbær níu félagslegar leiguíbúðir eða 4,8 á hverja 1.000 íbúa. Félagslegum leiguíbúðum fór hratt fækkandi næstu árin og árið 2014 var svo komið að sveitarfélagið átti aðeins tvær félagslegar íbúðir eða 0,9 á hverja 1.000 íbúa. Frá og með árinu 2017 skánaði þessi staða lítillega og við lok síðasta kjörtímabils árið 2022 voru íbúðirnar orðnar sex talsins eða 2 íbúðir á hverja 1.000 íbúa. Þá hafði félagslegum íbúðum fækkað um 58% á tæpum tveimur áratugum ef litið er til þróunar íbúafjölda í bænum. Til samanburðar má geta þess að félagslegt leiguhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar var árið 2022 16,2 á hverja 1.000 íbúa og 5,3 í nágrannasveitarfélaginu Árborg. En hvers vegna var félagslegu húsnæði fækkað á þessu tímabili, þrátt fyrir að öllum hafi verið ljóst að þörfin fyrir slíkt húsnæði væri enn til staðar? Engar skýringar liggja fyrir í opinberum gögnum né frá þeim sem stýrðu bænum á þessu tímabili. Kannski spáði Guðrún Helgadóttir, þingmaður, rétt um þróun þessara mála þegar hún ræddi félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga á Alþingi árið 1991 og sagði: „Ætli það verði nú ekki eins og oft áður að velferðarmál fjölskyldnanna víki þegar gerðar eru fjárhagsáætlanir fyrir vegalagningu og öðru slíku sem oft virðist vera í forgrunni á áhugamálasviði stjórnmálamanna?“ Nýtt uppbyggingarskeið Vegna skorts á fjárfestingu í þessum málaflokki undanfarin 15–20 ár mun það taka tíma að vinna upp þann halla sem hefur myndast. Á síðasta ári samþykkti núverandi meirihluti að fjárfesta í félagslegri leiguíbúð, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sátu hjá við afgreiðsluna. Staðan í byrjun árs 2025 er að 20 eru á biðlista í Hveragerði eftir félagslegu leiguhúsnæði. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 og 2026 er stefnt að frekari kaupum á íbúðum, þannig að þær verði samtals níu árið 2026. Það eru jafnmargar félagslegar íbúðir og voru í eigu Hveragerðisbæjar árið 2003. Árið 2025 verður hlutfall félagslegra leiguíbúða í Hveragerði 2,4 íbúðir á hverja 1.000 íbúa en var 4,8 árið 2003. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að hefði sveitarfélagið haldið hlutfalli félagslegra leiguíbúða óbreyttu frá 2003, þyrfti það nú að eiga 16–17 slíkar íbúðir og gæti því mætt miklu betur þeirri þörf sem er til staðar. Frelsi til athafna og mikilvægi húsnæðisöryggis Ein af grunnstoðum lýðræðissamfélagsins er frelsi einstaklingsins til athafna og gjörða. En slíkt frelsi verður marklaust ef félagslegt réttlæti og grundvallarþjónusta eru ekki tryggð. Þegar skorið er niður í grunnstoðum velferðarkerfisins, svo sem í félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélaga, eru þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda settir í afar viðkvæma stöðu, og þeir hafa síður tækifæri til að koma undir sig fótum og lifa með reisn. Þannig getur skortur á húsnæðisöryggi, ásamt öðrum þáttum velferðarinnar, takmarkað raunverulegt frelsi einstaklings, jafnvel þótt formlegt frelsi sé til staðar. Þau sem kalla á frelsi en styðja samtímis aðgerðir sem veikja velferðarþjónustu, eins og með fækkun félagslegra leiguíbúða, missa sjónar á kjarna raunverulegs frelsis. Húsnæðisöryggi, rétt eins og aðrar stoðir velferðarkerfisins, er ekki einungis spurning um félagslega þjónustu – það snýst um frelsi. Frelsi til að lifa öruggu og stöðugu lífi, taka þátt í samfélaginu og nýta hæfileika sína til fulls til jafns á við aðra. Það er því mikilvægt að bæjaryfirvöld í Hveragerði haldi áfram að fjölga félagslegu leiguhúsnæði til að tryggja tekjulitlum einstaklingum og fjölskyldum öruggt og viðunandi húsnæði. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun