Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar 10. febrúar 2025 07:33 Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. Leikskólarnir fjórir voru þeir einu sem völdust í fyrstu hrinu verkfallsins, en hún stóð í fimm vikur. Þegar verkföllin hófust aftur nú í byrjun febrúar bættist sjötta vikan við hjá börnunum í þessum leikskólum og sú sjöunda hefði verið að byrja ef Félagsdómur hefði fallist á þessa sérstöku kröfu Kennarasambandsins. Kennarasambandið mátti vita að annað hvort yrðu öll verkföllin dæmd lögmæt eða ólögmæt. Þessi tilraun til að undanskilja verkföllin í leikskólunum fjórum er því ekkert annað en hefnaraðgerð gegn foreldrunum sem fóru í mál við Kennarasambandið og Félag leikskólakennara þar sem þau töldu verkföllin ólögleg. Héraðsdómur vísaði málinu frá og taldi að Félagsdómur ætti frekar að skera úr um lögmætið. Sem hann hefur nú gert, verkföllin eru ólögmæt. Foreldrarnir höfðu því rétt fyrir sér. Forsvarsmenn kennara fóru í mikla fýlu út af þessari málssókn og átöldu foreldra fyrir að vera að skipta sér af kjarabaráttu þeirra. Með því að reyna að undanskilja leikskóla barna þessara foreldra í ákvörðun Félagsdóms afhjúpar kennaraforystan smásálarlegan hefndarhug sem henni er ekki sæmandi. Ef Kennarasambandinu hefði orðið að ósk sinni um að halda áfram verkföllum í leikskólunum fjórum, þá væri staðan sú að þeir væru einir í verkföllum, ásamt leikskólanum í Snæfellsbæ. Þá væru 3% leikskólabarna að byrja sjöundu viku verkfalla í þeim tilgangi að knýja á um kjarabætur fyrir alla leikskólakennara, grunnskólakennara og framhaldsskólakennara landsins. Hvernig getur forystufólk kennara horft í augun á foreldrum og viðsemjendum sínum og haldið því fram að eitthvað geti réttlætt þessa lítilmótlegu en þó misheppnuðu tilraun til að refsa foreldrunum fyrir að standa með börnum sínum? Höfundur er afi leikskólabarns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. Leikskólarnir fjórir voru þeir einu sem völdust í fyrstu hrinu verkfallsins, en hún stóð í fimm vikur. Þegar verkföllin hófust aftur nú í byrjun febrúar bættist sjötta vikan við hjá börnunum í þessum leikskólum og sú sjöunda hefði verið að byrja ef Félagsdómur hefði fallist á þessa sérstöku kröfu Kennarasambandsins. Kennarasambandið mátti vita að annað hvort yrðu öll verkföllin dæmd lögmæt eða ólögmæt. Þessi tilraun til að undanskilja verkföllin í leikskólunum fjórum er því ekkert annað en hefnaraðgerð gegn foreldrunum sem fóru í mál við Kennarasambandið og Félag leikskólakennara þar sem þau töldu verkföllin ólögleg. Héraðsdómur vísaði málinu frá og taldi að Félagsdómur ætti frekar að skera úr um lögmætið. Sem hann hefur nú gert, verkföllin eru ólögmæt. Foreldrarnir höfðu því rétt fyrir sér. Forsvarsmenn kennara fóru í mikla fýlu út af þessari málssókn og átöldu foreldra fyrir að vera að skipta sér af kjarabaráttu þeirra. Með því að reyna að undanskilja leikskóla barna þessara foreldra í ákvörðun Félagsdóms afhjúpar kennaraforystan smásálarlegan hefndarhug sem henni er ekki sæmandi. Ef Kennarasambandinu hefði orðið að ósk sinni um að halda áfram verkföllum í leikskólunum fjórum, þá væri staðan sú að þeir væru einir í verkföllum, ásamt leikskólanum í Snæfellsbæ. Þá væru 3% leikskólabarna að byrja sjöundu viku verkfalla í þeim tilgangi að knýja á um kjarabætur fyrir alla leikskólakennara, grunnskólakennara og framhaldsskólakennara landsins. Hvernig getur forystufólk kennara horft í augun á foreldrum og viðsemjendum sínum og haldið því fram að eitthvað geti réttlætt þessa lítilmótlegu en þó misheppnuðu tilraun til að refsa foreldrunum fyrir að standa með börnum sínum? Höfundur er afi leikskólabarns
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun