Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 8. febrúar 2025 15:03 Allt í einu þar sem ég sit hér ein og er að hugsa um blessaðan flugvöllinn, þið vitið þennan þarna í Reykjavíkinni, sá ég lausnina á þessu öllu og vá þetta á sko eftir að spara þjóðina hellings af peningum. Staðreyndir í málinu (mýtur) og "lausnir og eða Ávinningur" 1. Ef flugvöllurinn verður færður þá hættir fólk að nota hann því það er ekki hagkvæmt og gengur ekki upp Lausn/ávinningur: nú ef það er málið þá lokum við honum bara og þurfum ekkert að byggja annan, sparar fullt af pening. 2. Veikt fólk utan að landi sem notar flugið til að sækja læknisþjónustu, flýgur fram og til baka sama dag, getur það ekki lengur. Lausn/ávinningur: það verður þá bara að flytja til Reykjavíkur enda nóg af íbúðum þar, og við spörum helling því við þurfum ekki lengur að borga niður ferðakostnað fyrir þau, 3. Þeir sem eru svo vitlausir að veikjast alvarlega eða slasa sig út á landi fá bara líknandi meðferð, enda tækist ekki að koma því á spítala í tæka tíð því það væri búið að loka flugvellinum. Lausn/ávinningur: Við spörum talsvert þar sem við þurfum ekki að lækna fólkið og það þarf ekki að leggjast inn á spítala, þá höfum við nóg pláss á spítalanum og það sparast allur sá peningur sem færi í læknisaðstoð og umönnun. 4. Það er mikið álag á aðstandendum að fylgja veikum eða slösuðum ástvin á spítala, þeir hafa áhyggjur af hvort hann lifi af, muni ná sér og hvernig framtíðin verði. Lausn/ávinningur: Ef ástvinurinn fær bara að deyja strax þá spörum við aðstandendum allt álagið og þeir geta bara byrjað að syrgja strax. 5. Það væri svo gott fyrir umhverfið og loftlagsmarkmiðin að loka þessum mengandi flugvelli. Lausn/ávinningur: Í stað þess að fljúga þarf fólk nú að keyra á stóru Bensín/Dísil bílunum sínum 400 til 650 km aðra leið og eru svo að menga á götum Reykjavíkur þegar þangað er komið. Einn persónulegur bara fyrir mig, fyrirgefið mér sjálfhverfnina. Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann þegar hann slasaðist þegar hann var unglingur, ef ég hefði mist hann þá ætti ég ekki ömmustelpu né langömmu stráka. Hugsið ykkur hvað ég hefði sparað mikinn pening og væri alveg frjáls alein í heiminum. Já eins og þið sjáið þá er hellings sparnaður í þessu og fórnarkostnaðurinn lítill, hverjum er ekki sama um þetta landsbyggðar pakk hvort eð er. Hvers vegna vill það búa þar sem engin þjónusta er, eltandi rolluskjátur sem menga helling og slasa sig svo bara við það, miklu betra að búa í Reykjavík þar sem öll þjónusta er og hægt að kaupa matinn í Bónus og ef fólk vill endilega fara út á land nú þá er flugvöllur þar líka, HA! nei hann verður farin enda þarf ekki innanlandsflug ef engin býr lengur út á landi. Sniðugt ekki satt. OG við gætum gróðursett tré í Öskjuhlíðinni til minningar um alla þá sem var fórnað fyrir nokkur tré og fyrirhugað byggingarland, enda veitir ekki af að byggja meira ef allir af landsbyggðinni sem þurfa læknismeðferð þurfa að flytja til Reykjavíkur því flugvellinum var lokað.. Höfundur er kaldhæðin flugvallar og mannvinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Allt í einu þar sem ég sit hér ein og er að hugsa um blessaðan flugvöllinn, þið vitið þennan þarna í Reykjavíkinni, sá ég lausnina á þessu öllu og vá þetta á sko eftir að spara þjóðina hellings af peningum. Staðreyndir í málinu (mýtur) og "lausnir og eða Ávinningur" 1. Ef flugvöllurinn verður færður þá hættir fólk að nota hann því það er ekki hagkvæmt og gengur ekki upp Lausn/ávinningur: nú ef það er málið þá lokum við honum bara og þurfum ekkert að byggja annan, sparar fullt af pening. 2. Veikt fólk utan að landi sem notar flugið til að sækja læknisþjónustu, flýgur fram og til baka sama dag, getur það ekki lengur. Lausn/ávinningur: það verður þá bara að flytja til Reykjavíkur enda nóg af íbúðum þar, og við spörum helling því við þurfum ekki lengur að borga niður ferðakostnað fyrir þau, 3. Þeir sem eru svo vitlausir að veikjast alvarlega eða slasa sig út á landi fá bara líknandi meðferð, enda tækist ekki að koma því á spítala í tæka tíð því það væri búið að loka flugvellinum. Lausn/ávinningur: Við spörum talsvert þar sem við þurfum ekki að lækna fólkið og það þarf ekki að leggjast inn á spítala, þá höfum við nóg pláss á spítalanum og það sparast allur sá peningur sem færi í læknisaðstoð og umönnun. 4. Það er mikið álag á aðstandendum að fylgja veikum eða slösuðum ástvin á spítala, þeir hafa áhyggjur af hvort hann lifi af, muni ná sér og hvernig framtíðin verði. Lausn/ávinningur: Ef ástvinurinn fær bara að deyja strax þá spörum við aðstandendum allt álagið og þeir geta bara byrjað að syrgja strax. 5. Það væri svo gott fyrir umhverfið og loftlagsmarkmiðin að loka þessum mengandi flugvelli. Lausn/ávinningur: Í stað þess að fljúga þarf fólk nú að keyra á stóru Bensín/Dísil bílunum sínum 400 til 650 km aðra leið og eru svo að menga á götum Reykjavíkur þegar þangað er komið. Einn persónulegur bara fyrir mig, fyrirgefið mér sjálfhverfnina. Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann þegar hann slasaðist þegar hann var unglingur, ef ég hefði mist hann þá ætti ég ekki ömmustelpu né langömmu stráka. Hugsið ykkur hvað ég hefði sparað mikinn pening og væri alveg frjáls alein í heiminum. Já eins og þið sjáið þá er hellings sparnaður í þessu og fórnarkostnaðurinn lítill, hverjum er ekki sama um þetta landsbyggðar pakk hvort eð er. Hvers vegna vill það búa þar sem engin þjónusta er, eltandi rolluskjátur sem menga helling og slasa sig svo bara við það, miklu betra að búa í Reykjavík þar sem öll þjónusta er og hægt að kaupa matinn í Bónus og ef fólk vill endilega fara út á land nú þá er flugvöllur þar líka, HA! nei hann verður farin enda þarf ekki innanlandsflug ef engin býr lengur út á landi. Sniðugt ekki satt. OG við gætum gróðursett tré í Öskjuhlíðinni til minningar um alla þá sem var fórnað fyrir nokkur tré og fyrirhugað byggingarland, enda veitir ekki af að byggja meira ef allir af landsbyggðinni sem þurfa læknismeðferð þurfa að flytja til Reykjavíkur því flugvellinum var lokað.. Höfundur er kaldhæðin flugvallar og mannvinur.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun