Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar 5. febrúar 2025 10:30 Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi rafbíla á Íslandi undanfarin ár. Í upphafi rafvæðingar nutu rafbílar bæði ívilnana við innkaup og rekstur. Nú eru breyttir tímar enda hefur hröð þróun rafbíla skilað fjölbreyttara úrvali, lægra verði og meiri drægni. Í dag eru ríflega 55 þúsund bifreiðar í umferð sem hægt er að stinga í samband. Nú er staðan þannig að rafbílar njóta engra ívilnana umfram bensín- og dísilbíla þegar kemur að rekstri. Með öðrum orðum þá borga rafbílar sambærileg gjöld og aðrir bílar með nýtilkomnu kílómetragjaldi og samræmingu bifreiðagjalda. Kílómetragjald Kílómetragjald var sett á árið 2024 sem tryggja á að rafbílar borgi sambærileg gjöld og bensín- og dísilbílar fyrir rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Kílómetragjaldið hefur auðvitað aukið rekstrarkostnað rafbíla. Mikilvægt er að árétta að þrátt fyrir það er rekstrarkostnaður rafbíla áfram mun ódýrari en fyrir sambærilegan bensínbíl. Tökum einfalt dæmi þar sem rekstrarkostnaður sambærilegs raf- og bensínbíls er borinn saman. Viðhaldskostnaður er að jafnaði mun minni fyrir rafbíla en bensínbíla en til einföldunar tökum við þann lið út enda nokkuð óreglulegur. Smurolíuskiptum höldum við þó inni þar sem það er reglulegt skylduviðhald sem kostar um 20 þúsund krónur í hvert skipti á 10-20 þúsund km fresti. Samanburður Í eftirfarandi dæmi eyðir bensínbíllinn 7 L/100km en rafbíllinn 18 kWst/100 km. Lítraverð á bensíni er haft 300 kr/L og raforkuverð 20 kr/kWst. Gert er ráð fyrir að 10% af hleðslum rafbíls sé í gegnum hraðhleðslustöðvar þar sem verðið er þrisvar sinnum hærra. Eins og sjá má á myndinni, sýnir þetta einstaka dæmi að rekstrarkostnaður rafbíls er talsvert lægri. Margir telja að hagkvæmni rafbíla byggi á því að raforka sá mun ódýrari en olía. Sannleikurinn er hins vegar sá, að lágur orkukostnaður rafbíla byggir fyrst og fremst á þeirri staðreynd að þeir eru miklu orkunýtnari. Rafbílar þurfa einfaldlega um þrisvar sinnum minni orku til að aka sömu vegalengd og sambærilegir bensínbílar. Munurinn á rekstrarkostnaði, í þessu dæmi, er: Bensínbílar eyða mismiklu og því getur stakt dæmi gefið óljósa heildamynd. Til glöggvunar má sjá hvernig mismunandi eyðslugildi koma út fyrir sömu forsendur. Eins og sjá má er rekstrarkostnaður rafbíls hagstæðari en bensínbíls þrátt fyrir að borga sambærileg opinber gjöld. Ef um væri að ræða nýja tegund bensínbíla sem byði upp á jafn lágan rekstrarkostnað, og hér er sýnt, þá myndu allir velja þessa nýju tegund umfram þá gömlu. Er það þá innkaupaverðið á rafbílum sem er hindrun? Eru rafbílar ekki miklu dýrari í innkaupum? Ef kaupverð rafbíla er borið saman við sambærilega bensín- og dísilbíla þá kemur í ljós að í mjög mörgum flokkum bifreiða eru rafbílar á sambærilegu verði eða jafnvel ódýrari en samskonar olíudrifnir bílar. Ef lesendur bera saman kaupverð bifreiða hjá ótal bílaumboðum landsins þá kemur nefnilega oftar en ekki í ljós að rafbílar eru ekki miklu dýrari eins og margir halda. Það er kannski í flokki allra minnstu bílanna sem erfitt er að finna sambærilega rafbíla en það breytist líklega á næstu misserum. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi rafbíla á Íslandi undanfarin ár. Í upphafi rafvæðingar nutu rafbílar bæði ívilnana við innkaup og rekstur. Nú eru breyttir tímar enda hefur hröð þróun rafbíla skilað fjölbreyttara úrvali, lægra verði og meiri drægni. Í dag eru ríflega 55 þúsund bifreiðar í umferð sem hægt er að stinga í samband. Nú er staðan þannig að rafbílar njóta engra ívilnana umfram bensín- og dísilbíla þegar kemur að rekstri. Með öðrum orðum þá borga rafbílar sambærileg gjöld og aðrir bílar með nýtilkomnu kílómetragjaldi og samræmingu bifreiðagjalda. Kílómetragjald Kílómetragjald var sett á árið 2024 sem tryggja á að rafbílar borgi sambærileg gjöld og bensín- og dísilbílar fyrir rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Kílómetragjaldið hefur auðvitað aukið rekstrarkostnað rafbíla. Mikilvægt er að árétta að þrátt fyrir það er rekstrarkostnaður rafbíla áfram mun ódýrari en fyrir sambærilegan bensínbíl. Tökum einfalt dæmi þar sem rekstrarkostnaður sambærilegs raf- og bensínbíls er borinn saman. Viðhaldskostnaður er að jafnaði mun minni fyrir rafbíla en bensínbíla en til einföldunar tökum við þann lið út enda nokkuð óreglulegur. Smurolíuskiptum höldum við þó inni þar sem það er reglulegt skylduviðhald sem kostar um 20 þúsund krónur í hvert skipti á 10-20 þúsund km fresti. Samanburður Í eftirfarandi dæmi eyðir bensínbíllinn 7 L/100km en rafbíllinn 18 kWst/100 km. Lítraverð á bensíni er haft 300 kr/L og raforkuverð 20 kr/kWst. Gert er ráð fyrir að 10% af hleðslum rafbíls sé í gegnum hraðhleðslustöðvar þar sem verðið er þrisvar sinnum hærra. Eins og sjá má á myndinni, sýnir þetta einstaka dæmi að rekstrarkostnaður rafbíls er talsvert lægri. Margir telja að hagkvæmni rafbíla byggi á því að raforka sá mun ódýrari en olía. Sannleikurinn er hins vegar sá, að lágur orkukostnaður rafbíla byggir fyrst og fremst á þeirri staðreynd að þeir eru miklu orkunýtnari. Rafbílar þurfa einfaldlega um þrisvar sinnum minni orku til að aka sömu vegalengd og sambærilegir bensínbílar. Munurinn á rekstrarkostnaði, í þessu dæmi, er: Bensínbílar eyða mismiklu og því getur stakt dæmi gefið óljósa heildamynd. Til glöggvunar má sjá hvernig mismunandi eyðslugildi koma út fyrir sömu forsendur. Eins og sjá má er rekstrarkostnaður rafbíls hagstæðari en bensínbíls þrátt fyrir að borga sambærileg opinber gjöld. Ef um væri að ræða nýja tegund bensínbíla sem byði upp á jafn lágan rekstrarkostnað, og hér er sýnt, þá myndu allir velja þessa nýju tegund umfram þá gömlu. Er það þá innkaupaverðið á rafbílum sem er hindrun? Eru rafbílar ekki miklu dýrari í innkaupum? Ef kaupverð rafbíla er borið saman við sambærilega bensín- og dísilbíla þá kemur í ljós að í mjög mörgum flokkum bifreiða eru rafbílar á sambærilegu verði eða jafnvel ódýrari en samskonar olíudrifnir bílar. Ef lesendur bera saman kaupverð bifreiða hjá ótal bílaumboðum landsins þá kemur nefnilega oftar en ekki í ljós að rafbílar eru ekki miklu dýrari eins og margir halda. Það er kannski í flokki allra minnstu bílanna sem erfitt er að finna sambærilega rafbíla en það breytist líklega á næstu misserum. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun