Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar 5. febrúar 2025 10:30 Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi rafbíla á Íslandi undanfarin ár. Í upphafi rafvæðingar nutu rafbílar bæði ívilnana við innkaup og rekstur. Nú eru breyttir tímar enda hefur hröð þróun rafbíla skilað fjölbreyttara úrvali, lægra verði og meiri drægni. Í dag eru ríflega 55 þúsund bifreiðar í umferð sem hægt er að stinga í samband. Nú er staðan þannig að rafbílar njóta engra ívilnana umfram bensín- og dísilbíla þegar kemur að rekstri. Með öðrum orðum þá borga rafbílar sambærileg gjöld og aðrir bílar með nýtilkomnu kílómetragjaldi og samræmingu bifreiðagjalda. Kílómetragjald Kílómetragjald var sett á árið 2024 sem tryggja á að rafbílar borgi sambærileg gjöld og bensín- og dísilbílar fyrir rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Kílómetragjaldið hefur auðvitað aukið rekstrarkostnað rafbíla. Mikilvægt er að árétta að þrátt fyrir það er rekstrarkostnaður rafbíla áfram mun ódýrari en fyrir sambærilegan bensínbíl. Tökum einfalt dæmi þar sem rekstrarkostnaður sambærilegs raf- og bensínbíls er borinn saman. Viðhaldskostnaður er að jafnaði mun minni fyrir rafbíla en bensínbíla en til einföldunar tökum við þann lið út enda nokkuð óreglulegur. Smurolíuskiptum höldum við þó inni þar sem það er reglulegt skylduviðhald sem kostar um 20 þúsund krónur í hvert skipti á 10-20 þúsund km fresti. Samanburður Í eftirfarandi dæmi eyðir bensínbíllinn 7 L/100km en rafbíllinn 18 kWst/100 km. Lítraverð á bensíni er haft 300 kr/L og raforkuverð 20 kr/kWst. Gert er ráð fyrir að 10% af hleðslum rafbíls sé í gegnum hraðhleðslustöðvar þar sem verðið er þrisvar sinnum hærra. Eins og sjá má á myndinni, sýnir þetta einstaka dæmi að rekstrarkostnaður rafbíls er talsvert lægri. Margir telja að hagkvæmni rafbíla byggi á því að raforka sá mun ódýrari en olía. Sannleikurinn er hins vegar sá, að lágur orkukostnaður rafbíla byggir fyrst og fremst á þeirri staðreynd að þeir eru miklu orkunýtnari. Rafbílar þurfa einfaldlega um þrisvar sinnum minni orku til að aka sömu vegalengd og sambærilegir bensínbílar. Munurinn á rekstrarkostnaði, í þessu dæmi, er: Bensínbílar eyða mismiklu og því getur stakt dæmi gefið óljósa heildamynd. Til glöggvunar má sjá hvernig mismunandi eyðslugildi koma út fyrir sömu forsendur. Eins og sjá má er rekstrarkostnaður rafbíls hagstæðari en bensínbíls þrátt fyrir að borga sambærileg opinber gjöld. Ef um væri að ræða nýja tegund bensínbíla sem byði upp á jafn lágan rekstrarkostnað, og hér er sýnt, þá myndu allir velja þessa nýju tegund umfram þá gömlu. Er það þá innkaupaverðið á rafbílum sem er hindrun? Eru rafbílar ekki miklu dýrari í innkaupum? Ef kaupverð rafbíla er borið saman við sambærilega bensín- og dísilbíla þá kemur í ljós að í mjög mörgum flokkum bifreiða eru rafbílar á sambærilegu verði eða jafnvel ódýrari en samskonar olíudrifnir bílar. Ef lesendur bera saman kaupverð bifreiða hjá ótal bílaumboðum landsins þá kemur nefnilega oftar en ekki í ljós að rafbílar eru ekki miklu dýrari eins og margir halda. Það er kannski í flokki allra minnstu bílanna sem erfitt er að finna sambærilega rafbíla en það breytist líklega á næstu misserum. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi rafbíla á Íslandi undanfarin ár. Í upphafi rafvæðingar nutu rafbílar bæði ívilnana við innkaup og rekstur. Nú eru breyttir tímar enda hefur hröð þróun rafbíla skilað fjölbreyttara úrvali, lægra verði og meiri drægni. Í dag eru ríflega 55 þúsund bifreiðar í umferð sem hægt er að stinga í samband. Nú er staðan þannig að rafbílar njóta engra ívilnana umfram bensín- og dísilbíla þegar kemur að rekstri. Með öðrum orðum þá borga rafbílar sambærileg gjöld og aðrir bílar með nýtilkomnu kílómetragjaldi og samræmingu bifreiðagjalda. Kílómetragjald Kílómetragjald var sett á árið 2024 sem tryggja á að rafbílar borgi sambærileg gjöld og bensín- og dísilbílar fyrir rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Kílómetragjaldið hefur auðvitað aukið rekstrarkostnað rafbíla. Mikilvægt er að árétta að þrátt fyrir það er rekstrarkostnaður rafbíla áfram mun ódýrari en fyrir sambærilegan bensínbíl. Tökum einfalt dæmi þar sem rekstrarkostnaður sambærilegs raf- og bensínbíls er borinn saman. Viðhaldskostnaður er að jafnaði mun minni fyrir rafbíla en bensínbíla en til einföldunar tökum við þann lið út enda nokkuð óreglulegur. Smurolíuskiptum höldum við þó inni þar sem það er reglulegt skylduviðhald sem kostar um 20 þúsund krónur í hvert skipti á 10-20 þúsund km fresti. Samanburður Í eftirfarandi dæmi eyðir bensínbíllinn 7 L/100km en rafbíllinn 18 kWst/100 km. Lítraverð á bensíni er haft 300 kr/L og raforkuverð 20 kr/kWst. Gert er ráð fyrir að 10% af hleðslum rafbíls sé í gegnum hraðhleðslustöðvar þar sem verðið er þrisvar sinnum hærra. Eins og sjá má á myndinni, sýnir þetta einstaka dæmi að rekstrarkostnaður rafbíls er talsvert lægri. Margir telja að hagkvæmni rafbíla byggi á því að raforka sá mun ódýrari en olía. Sannleikurinn er hins vegar sá, að lágur orkukostnaður rafbíla byggir fyrst og fremst á þeirri staðreynd að þeir eru miklu orkunýtnari. Rafbílar þurfa einfaldlega um þrisvar sinnum minni orku til að aka sömu vegalengd og sambærilegir bensínbílar. Munurinn á rekstrarkostnaði, í þessu dæmi, er: Bensínbílar eyða mismiklu og því getur stakt dæmi gefið óljósa heildamynd. Til glöggvunar má sjá hvernig mismunandi eyðslugildi koma út fyrir sömu forsendur. Eins og sjá má er rekstrarkostnaður rafbíls hagstæðari en bensínbíls þrátt fyrir að borga sambærileg opinber gjöld. Ef um væri að ræða nýja tegund bensínbíla sem byði upp á jafn lágan rekstrarkostnað, og hér er sýnt, þá myndu allir velja þessa nýju tegund umfram þá gömlu. Er það þá innkaupaverðið á rafbílum sem er hindrun? Eru rafbílar ekki miklu dýrari í innkaupum? Ef kaupverð rafbíla er borið saman við sambærilega bensín- og dísilbíla þá kemur í ljós að í mjög mörgum flokkum bifreiða eru rafbílar á sambærilegu verði eða jafnvel ódýrari en samskonar olíudrifnir bílar. Ef lesendur bera saman kaupverð bifreiða hjá ótal bílaumboðum landsins þá kemur nefnilega oftar en ekki í ljós að rafbílar eru ekki miklu dýrari eins og margir halda. Það er kannski í flokki allra minnstu bílanna sem erfitt er að finna sambærilega rafbíla en það breytist líklega á næstu misserum. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun