Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 10:02 Það hefur líklega farið framhjá fáum að verkföll standa nú yfir í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum eftir árangurslausar samningaviðræður. Verkföll í nokkrum framhaldsskólum eru einnig í bígerð samkvæmt fréttum. Eðli málsins samkvæmt fara fréttamiðlar á stúfana og fjalla um verkföllin frá hinum ýmsu hliðum. Ég hef séð viðtöl við forsvarsfólk sveitarfélaganna, forsvarsfólk Kennarasambandsins, forsætisráðherra, menntamálaráðherra, kennara í verkfalli, nemendur í verkfalli og örugglega einhverja fleiri sem ég man ekki í augnablikinu. Það hefur líka farið mikið fyrir viðtölum við forsjáraðila nemenda í verkfalli, talað um hvað þetta komi illa við fjölskyldulífið, hvað þetta sé erfitt og mikið púsl, hvernig sumarfrísdagar eru að klárast og ömmur og afar að ferðast milli landshluta til að passa. Í öllu þessu fréttafargani er þó einn vinkill sem mér hefur fundist lítið fara fyrir. Það virðist nefnilega gleymast í allri þessari umræðu að mjög margir kennarar eru líka foreldrar sem þurfa samhliða kjarabaráttunni að koma eigin börnum fyrir vegna verkfalla. Ólíkt mörgum öðrum stéttum geta kennarar ekki nýtt sumarfrísdaga að vetri þar sem tímabil sumarfrísins er nánast meitlað í stein. Þeir kennarar sem þurfa að taka sér leyfi til að vera heima með börnum í verkfalli þurfa að taka það launalaust. Ekki nóg með það heldur virkar kerfið þannig að ef kennari tekur launalaust leyfi á skólaárinu þá skerðast sumarlaunin. Kennarinn er því ekki bara að tapa tekjum yfir veturinn heldur líka sumarið og engin leið að vinna það upp að sumri þar sem skólar eru lokaðir. Ég þekki persónulega nokkra kennara sem standa í nákvæmlega þessum sporum núna. Engan þeirra hef ég þó heyrt hallmæla kennurum barna sinna því við sem erum í þessari baráttu skiljum hvert annað og styðjum hvert annað. Það yljar hjartanu að lesa og heyra athugasemdir frá forsjáraðilum sem ekki eru kennarar en lýsa samt yfir fullum stuðningi við baráttuna, án þess að setja neina fyrirvara. Ég skil alveg fólk sem berst fyrir menntun barnanna sinna en kennarar eru ekki bara að berjast fyrir menntun sinna barna heldur allra barna! Það væri alveg gott að sjá fólk beina pirringnum að þeim sem ekki hafa staðið við sitt, ríki og sveitarfélögum! Að ekki sé minnst á að sveitarfélögin eru daglega að brjóta á rétti þessara barna með því að hafa ekki menntaða kennara við störf í skólunum sem þau reka. Ég hef ekki séð neinar kærur á hendur sveitarfélögunum fyrir slíkt frá nýstofnuðum félögum foreldra og þó er það bundið í lög. Hafnarfjarðarbær gengur reyndar svo langt í nýrri auglýsingu að telja tvítugt fólk með hreint sakavottorð nægja til að sinna kennslu, ég veit ekki alveg hvort ég vil nota orðið metnaðarleysi eða ósvífni nema kannski bara hvort tveggja sé. Þó auglýsingin hafi verið tekin úr birtingu núna stendur hugsunin á bakvið hana eftir. Eitt sem ég hef líka áhyggjur af er þreytan sem ég skynja hjá kollegum mínum (og sjálfri mér). Fyrst þegar við fórum af stað var það meira reiði og pirringur en núna er þreytan að taka yfir. Málið með reiðina er að hún rýkur upp og svo rýkur hún út. Þreytan hins vegar sígur á, hægt og bítandi, þar til fólk getur ekki meira. Fólk hættir að vera reitt og pirrað og verður bara þreytt. Þreytt á því að fá yfir sig alls konar ósmekklegar gusur í kommentakerfum, þreytt á því að þurfa sífellt að verja starfið sitt, þreytt á því að þurfa endalaust að útskýra að við erum ekki alltaf í fríi, þreytt á því að þurfa að vinna heima á kvöldin, þreytt á því að fá sífellt ný verkefni án þess að fá þær bjargir sem þarf til að leysa þau, þreytt á því að bíða eftir að margra ára loforð verði efnd. Á endanum verður fólk svo þreytt á þessu öllu að það mun einfaldlega hvorki hafa þrek né löngun í að verja sig lengur og einfaldlega segja upp og fagmenntað skólafólk mun hverfa til annarra starfa. Hafnarfjörður er þegar byrjaður að undirbúa slíkan flótta, vilja ríkið og önnur sveitarfélög í alvörunni fylgja þeim á þeirri vegferð? Höfundur er kennslukona í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur líklega farið framhjá fáum að verkföll standa nú yfir í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum eftir árangurslausar samningaviðræður. Verkföll í nokkrum framhaldsskólum eru einnig í bígerð samkvæmt fréttum. Eðli málsins samkvæmt fara fréttamiðlar á stúfana og fjalla um verkföllin frá hinum ýmsu hliðum. Ég hef séð viðtöl við forsvarsfólk sveitarfélaganna, forsvarsfólk Kennarasambandsins, forsætisráðherra, menntamálaráðherra, kennara í verkfalli, nemendur í verkfalli og örugglega einhverja fleiri sem ég man ekki í augnablikinu. Það hefur líka farið mikið fyrir viðtölum við forsjáraðila nemenda í verkfalli, talað um hvað þetta komi illa við fjölskyldulífið, hvað þetta sé erfitt og mikið púsl, hvernig sumarfrísdagar eru að klárast og ömmur og afar að ferðast milli landshluta til að passa. Í öllu þessu fréttafargani er þó einn vinkill sem mér hefur fundist lítið fara fyrir. Það virðist nefnilega gleymast í allri þessari umræðu að mjög margir kennarar eru líka foreldrar sem þurfa samhliða kjarabaráttunni að koma eigin börnum fyrir vegna verkfalla. Ólíkt mörgum öðrum stéttum geta kennarar ekki nýtt sumarfrísdaga að vetri þar sem tímabil sumarfrísins er nánast meitlað í stein. Þeir kennarar sem þurfa að taka sér leyfi til að vera heima með börnum í verkfalli þurfa að taka það launalaust. Ekki nóg með það heldur virkar kerfið þannig að ef kennari tekur launalaust leyfi á skólaárinu þá skerðast sumarlaunin. Kennarinn er því ekki bara að tapa tekjum yfir veturinn heldur líka sumarið og engin leið að vinna það upp að sumri þar sem skólar eru lokaðir. Ég þekki persónulega nokkra kennara sem standa í nákvæmlega þessum sporum núna. Engan þeirra hef ég þó heyrt hallmæla kennurum barna sinna því við sem erum í þessari baráttu skiljum hvert annað og styðjum hvert annað. Það yljar hjartanu að lesa og heyra athugasemdir frá forsjáraðilum sem ekki eru kennarar en lýsa samt yfir fullum stuðningi við baráttuna, án þess að setja neina fyrirvara. Ég skil alveg fólk sem berst fyrir menntun barnanna sinna en kennarar eru ekki bara að berjast fyrir menntun sinna barna heldur allra barna! Það væri alveg gott að sjá fólk beina pirringnum að þeim sem ekki hafa staðið við sitt, ríki og sveitarfélögum! Að ekki sé minnst á að sveitarfélögin eru daglega að brjóta á rétti þessara barna með því að hafa ekki menntaða kennara við störf í skólunum sem þau reka. Ég hef ekki séð neinar kærur á hendur sveitarfélögunum fyrir slíkt frá nýstofnuðum félögum foreldra og þó er það bundið í lög. Hafnarfjarðarbær gengur reyndar svo langt í nýrri auglýsingu að telja tvítugt fólk með hreint sakavottorð nægja til að sinna kennslu, ég veit ekki alveg hvort ég vil nota orðið metnaðarleysi eða ósvífni nema kannski bara hvort tveggja sé. Þó auglýsingin hafi verið tekin úr birtingu núna stendur hugsunin á bakvið hana eftir. Eitt sem ég hef líka áhyggjur af er þreytan sem ég skynja hjá kollegum mínum (og sjálfri mér). Fyrst þegar við fórum af stað var það meira reiði og pirringur en núna er þreytan að taka yfir. Málið með reiðina er að hún rýkur upp og svo rýkur hún út. Þreytan hins vegar sígur á, hægt og bítandi, þar til fólk getur ekki meira. Fólk hættir að vera reitt og pirrað og verður bara þreytt. Þreytt á því að fá yfir sig alls konar ósmekklegar gusur í kommentakerfum, þreytt á því að þurfa sífellt að verja starfið sitt, þreytt á því að þurfa endalaust að útskýra að við erum ekki alltaf í fríi, þreytt á því að þurfa að vinna heima á kvöldin, þreytt á því að fá sífellt ný verkefni án þess að fá þær bjargir sem þarf til að leysa þau, þreytt á því að bíða eftir að margra ára loforð verði efnd. Á endanum verður fólk svo þreytt á þessu öllu að það mun einfaldlega hvorki hafa þrek né löngun í að verja sig lengur og einfaldlega segja upp og fagmenntað skólafólk mun hverfa til annarra starfa. Hafnarfjörður er þegar byrjaður að undirbúa slíkan flótta, vilja ríkið og önnur sveitarfélög í alvörunni fylgja þeim á þeirri vegferð? Höfundur er kennslukona í grunnskóla.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun