Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:30 Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra. Þetta getur verið að fara í sund, spila við fjölskyldu eða vini, að hreyfa sig og æfa íþróttir, að spila á hljóðfæri eða hlusta á tónlist, að teikna eða mála myndir og svo mætti lengi telja. Að hugsa um stórar tilvistarlegar spurningar er okkur líka hollt. Hver er tilgangur lífsins? Er einhver fyrirframgefinn tilgangur eða þarf ég að finna hann sjálf/ur/t? Hvernig á ég að lifa lífinu mínu? Hvernig á ég að koma fram við aðra? Slíkar siðferðilegar hugmyndir eru að finna í öllum trúarbrögðum. Það er samt ekki þannig að við þurfum endilega trúarbrögð til að velta þessu fyrir okkur. Við getum vel velt þessu fyrir okkur án þess að vísa til einhvers æðri máttar eða guðs. En ef lestur biblíunnar og ferðir í kirkju auka þessar pælingar ætti það að vera flestum hollt. Fréttir af ungum drengjum að lesa biblíuna getur samt verið tvíeggja sverð. Biblían er samansafn ótal ólíkra rita sem skrifuð eru á nokkur hundruð ára tímabili. Gamla testamentið sem eru rit skrifuð fyrir fæðingu Krists og Nýja testamentið eftir fæðingu hans og ætti að mestu að bera kjarna boðskap hans og dæmisögur því tengdar. Það voru samt bara karlar (postular) sem skrifuðu þetta niður sem lifðu í harðsvíruðu feðraveldi og líklegt að túlkun þeirra hafi slæðst þar inn. Enda er margt fordómafullt í biblíunni, gagnvart konum og samkynhneigðum sem dæmi. Þetta eru hugmyndir sem fasisminn og kvenhatarar samtímans reyna að leggja áherslu á. Ef drengirnir velja að lesa þessa fordómafullu texta biblíunnar veit það ekki á gott. Annar drengurinn í fréttum vikunnar var ekki viss um jafnrétti kynja sem dæmi og vísaði til biblínnar. Margir sértrúarsöfnuðir upphefja slíka texta og þeir eru í raun í andstöðu við kærleiksboðskap Jesú Krists. Ég held t.d. að Jesú hafi hvergi fordæmt kynlíf fyrir giftingu eins og einn drengurinn lagði svo mikla áherslu á. Ekki að það sé neitt slæmt að fara sér hægt í að byrja að stunda kynlíf en um það snýst ekki kjarni boðskapar Jesú. Nú reynir á prestana okkar, biskupinn og kirkjuna að leggja áherslu á kærleiksboðskapinn í prédikunum sínum. Þessi boðskapur er kjarni lúterskrar kirkju sem er þjóðkirkjan okkar. Þeir þurfa líka að vanda sig við túlkun á textum úr gamla testamentinu sem tala gegn þessum boðskap. Sjálf hef ég sungið ótal messur í gegnum tíðina og hlítt á margar predikanir og hef fulla trú á flestum prestum kirkjunnar okkar. Nú reynir líka á foreldra og jafnvel skóla. Á skólinn að fjalla um þessi málefni? Við veltum a.m.k. fyrir okkur tilgangi lífsins í heimspekinni sem ég kenni á framhaldsskólastiginu og að sjálfsögðu ýmsum siðferðilegum málefnum. Skólinn á auðvitað ekki að vera með trúboð eða upphefja ein trúarbrögð yfir önnur. En við þurfum alls ekki trúarbrögð til að fjalla um góð gildi eða tilvistralegar spurningar. Þar kemur heimspekin sterk inn. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra. Þetta getur verið að fara í sund, spila við fjölskyldu eða vini, að hreyfa sig og æfa íþróttir, að spila á hljóðfæri eða hlusta á tónlist, að teikna eða mála myndir og svo mætti lengi telja. Að hugsa um stórar tilvistarlegar spurningar er okkur líka hollt. Hver er tilgangur lífsins? Er einhver fyrirframgefinn tilgangur eða þarf ég að finna hann sjálf/ur/t? Hvernig á ég að lifa lífinu mínu? Hvernig á ég að koma fram við aðra? Slíkar siðferðilegar hugmyndir eru að finna í öllum trúarbrögðum. Það er samt ekki þannig að við þurfum endilega trúarbrögð til að velta þessu fyrir okkur. Við getum vel velt þessu fyrir okkur án þess að vísa til einhvers æðri máttar eða guðs. En ef lestur biblíunnar og ferðir í kirkju auka þessar pælingar ætti það að vera flestum hollt. Fréttir af ungum drengjum að lesa biblíuna getur samt verið tvíeggja sverð. Biblían er samansafn ótal ólíkra rita sem skrifuð eru á nokkur hundruð ára tímabili. Gamla testamentið sem eru rit skrifuð fyrir fæðingu Krists og Nýja testamentið eftir fæðingu hans og ætti að mestu að bera kjarna boðskap hans og dæmisögur því tengdar. Það voru samt bara karlar (postular) sem skrifuðu þetta niður sem lifðu í harðsvíruðu feðraveldi og líklegt að túlkun þeirra hafi slæðst þar inn. Enda er margt fordómafullt í biblíunni, gagnvart konum og samkynhneigðum sem dæmi. Þetta eru hugmyndir sem fasisminn og kvenhatarar samtímans reyna að leggja áherslu á. Ef drengirnir velja að lesa þessa fordómafullu texta biblíunnar veit það ekki á gott. Annar drengurinn í fréttum vikunnar var ekki viss um jafnrétti kynja sem dæmi og vísaði til biblínnar. Margir sértrúarsöfnuðir upphefja slíka texta og þeir eru í raun í andstöðu við kærleiksboðskap Jesú Krists. Ég held t.d. að Jesú hafi hvergi fordæmt kynlíf fyrir giftingu eins og einn drengurinn lagði svo mikla áherslu á. Ekki að það sé neitt slæmt að fara sér hægt í að byrja að stunda kynlíf en um það snýst ekki kjarni boðskapar Jesú. Nú reynir á prestana okkar, biskupinn og kirkjuna að leggja áherslu á kærleiksboðskapinn í prédikunum sínum. Þessi boðskapur er kjarni lúterskrar kirkju sem er þjóðkirkjan okkar. Þeir þurfa líka að vanda sig við túlkun á textum úr gamla testamentinu sem tala gegn þessum boðskap. Sjálf hef ég sungið ótal messur í gegnum tíðina og hlítt á margar predikanir og hef fulla trú á flestum prestum kirkjunnar okkar. Nú reynir líka á foreldra og jafnvel skóla. Á skólinn að fjalla um þessi málefni? Við veltum a.m.k. fyrir okkur tilgangi lífsins í heimspekinni sem ég kenni á framhaldsskólastiginu og að sjálfsögðu ýmsum siðferðilegum málefnum. Skólinn á auðvitað ekki að vera með trúboð eða upphefja ein trúarbrögð yfir önnur. En við þurfum alls ekki trúarbrögð til að fjalla um góð gildi eða tilvistralegar spurningar. Þar kemur heimspekin sterk inn. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun