Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:30 Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra. Þetta getur verið að fara í sund, spila við fjölskyldu eða vini, að hreyfa sig og æfa íþróttir, að spila á hljóðfæri eða hlusta á tónlist, að teikna eða mála myndir og svo mætti lengi telja. Að hugsa um stórar tilvistarlegar spurningar er okkur líka hollt. Hver er tilgangur lífsins? Er einhver fyrirframgefinn tilgangur eða þarf ég að finna hann sjálf/ur/t? Hvernig á ég að lifa lífinu mínu? Hvernig á ég að koma fram við aðra? Slíkar siðferðilegar hugmyndir eru að finna í öllum trúarbrögðum. Það er samt ekki þannig að við þurfum endilega trúarbrögð til að velta þessu fyrir okkur. Við getum vel velt þessu fyrir okkur án þess að vísa til einhvers æðri máttar eða guðs. En ef lestur biblíunnar og ferðir í kirkju auka þessar pælingar ætti það að vera flestum hollt. Fréttir af ungum drengjum að lesa biblíuna getur samt verið tvíeggja sverð. Biblían er samansafn ótal ólíkra rita sem skrifuð eru á nokkur hundruð ára tímabili. Gamla testamentið sem eru rit skrifuð fyrir fæðingu Krists og Nýja testamentið eftir fæðingu hans og ætti að mestu að bera kjarna boðskap hans og dæmisögur því tengdar. Það voru samt bara karlar (postular) sem skrifuðu þetta niður sem lifðu í harðsvíruðu feðraveldi og líklegt að túlkun þeirra hafi slæðst þar inn. Enda er margt fordómafullt í biblíunni, gagnvart konum og samkynhneigðum sem dæmi. Þetta eru hugmyndir sem fasisminn og kvenhatarar samtímans reyna að leggja áherslu á. Ef drengirnir velja að lesa þessa fordómafullu texta biblíunnar veit það ekki á gott. Annar drengurinn í fréttum vikunnar var ekki viss um jafnrétti kynja sem dæmi og vísaði til biblínnar. Margir sértrúarsöfnuðir upphefja slíka texta og þeir eru í raun í andstöðu við kærleiksboðskap Jesú Krists. Ég held t.d. að Jesú hafi hvergi fordæmt kynlíf fyrir giftingu eins og einn drengurinn lagði svo mikla áherslu á. Ekki að það sé neitt slæmt að fara sér hægt í að byrja að stunda kynlíf en um það snýst ekki kjarni boðskapar Jesú. Nú reynir á prestana okkar, biskupinn og kirkjuna að leggja áherslu á kærleiksboðskapinn í prédikunum sínum. Þessi boðskapur er kjarni lúterskrar kirkju sem er þjóðkirkjan okkar. Þeir þurfa líka að vanda sig við túlkun á textum úr gamla testamentinu sem tala gegn þessum boðskap. Sjálf hef ég sungið ótal messur í gegnum tíðina og hlítt á margar predikanir og hef fulla trú á flestum prestum kirkjunnar okkar. Nú reynir líka á foreldra og jafnvel skóla. Á skólinn að fjalla um þessi málefni? Við veltum a.m.k. fyrir okkur tilgangi lífsins í heimspekinni sem ég kenni á framhaldsskólastiginu og að sjálfsögðu ýmsum siðferðilegum málefnum. Skólinn á auðvitað ekki að vera með trúboð eða upphefja ein trúarbrögð yfir önnur. En við þurfum alls ekki trúarbrögð til að fjalla um góð gildi eða tilvistralegar spurningar. Þar kemur heimspekin sterk inn. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra. Þetta getur verið að fara í sund, spila við fjölskyldu eða vini, að hreyfa sig og æfa íþróttir, að spila á hljóðfæri eða hlusta á tónlist, að teikna eða mála myndir og svo mætti lengi telja. Að hugsa um stórar tilvistarlegar spurningar er okkur líka hollt. Hver er tilgangur lífsins? Er einhver fyrirframgefinn tilgangur eða þarf ég að finna hann sjálf/ur/t? Hvernig á ég að lifa lífinu mínu? Hvernig á ég að koma fram við aðra? Slíkar siðferðilegar hugmyndir eru að finna í öllum trúarbrögðum. Það er samt ekki þannig að við þurfum endilega trúarbrögð til að velta þessu fyrir okkur. Við getum vel velt þessu fyrir okkur án þess að vísa til einhvers æðri máttar eða guðs. En ef lestur biblíunnar og ferðir í kirkju auka þessar pælingar ætti það að vera flestum hollt. Fréttir af ungum drengjum að lesa biblíuna getur samt verið tvíeggja sverð. Biblían er samansafn ótal ólíkra rita sem skrifuð eru á nokkur hundruð ára tímabili. Gamla testamentið sem eru rit skrifuð fyrir fæðingu Krists og Nýja testamentið eftir fæðingu hans og ætti að mestu að bera kjarna boðskap hans og dæmisögur því tengdar. Það voru samt bara karlar (postular) sem skrifuðu þetta niður sem lifðu í harðsvíruðu feðraveldi og líklegt að túlkun þeirra hafi slæðst þar inn. Enda er margt fordómafullt í biblíunni, gagnvart konum og samkynhneigðum sem dæmi. Þetta eru hugmyndir sem fasisminn og kvenhatarar samtímans reyna að leggja áherslu á. Ef drengirnir velja að lesa þessa fordómafullu texta biblíunnar veit það ekki á gott. Annar drengurinn í fréttum vikunnar var ekki viss um jafnrétti kynja sem dæmi og vísaði til biblínnar. Margir sértrúarsöfnuðir upphefja slíka texta og þeir eru í raun í andstöðu við kærleiksboðskap Jesú Krists. Ég held t.d. að Jesú hafi hvergi fordæmt kynlíf fyrir giftingu eins og einn drengurinn lagði svo mikla áherslu á. Ekki að það sé neitt slæmt að fara sér hægt í að byrja að stunda kynlíf en um það snýst ekki kjarni boðskapar Jesú. Nú reynir á prestana okkar, biskupinn og kirkjuna að leggja áherslu á kærleiksboðskapinn í prédikunum sínum. Þessi boðskapur er kjarni lúterskrar kirkju sem er þjóðkirkjan okkar. Þeir þurfa líka að vanda sig við túlkun á textum úr gamla testamentinu sem tala gegn þessum boðskap. Sjálf hef ég sungið ótal messur í gegnum tíðina og hlítt á margar predikanir og hef fulla trú á flestum prestum kirkjunnar okkar. Nú reynir líka á foreldra og jafnvel skóla. Á skólinn að fjalla um þessi málefni? Við veltum a.m.k. fyrir okkur tilgangi lífsins í heimspekinni sem ég kenni á framhaldsskólastiginu og að sjálfsögðu ýmsum siðferðilegum málefnum. Skólinn á auðvitað ekki að vera með trúboð eða upphefja ein trúarbrögð yfir önnur. En við þurfum alls ekki trúarbrögð til að fjalla um góð gildi eða tilvistralegar spurningar. Þar kemur heimspekin sterk inn. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun