Neytendastofa hjólar í hlaupara Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2025 14:01 Mari og Sigurjón Ernir hafa fengið skammir í hattinn frá Neytendastofu. Vísir Neytendastofa hefur slegið á putta fjögurra áhrifavalda sem auglýstu ýmsar útivistarvörur án þess að merkja auglýsingarnar sem slíkar. Meðal þeirra eru ofurhlaupararnir Mari Jaersk og Sigurjón Ernir Sturluson. Í tilkynningu á vef Neytendastofu segir að stofnunin hafi tekið þátt í samræmdri skoðun neytendayfirvalda í Evrópu á því hvort rétt væri staðið að merkingum auglýsinga á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hafi nú tekið ákvarðanir í fimm málum tengdum skoðuninni. Aðeins fjórar slíkar er að finna á vef stofnunarinnar. Í þessum ákvörðunum sé fjallað um færslur á samfélagsmiðlum sem Neytendastofa hafi talið vera auglýsingar án þess að það fram kæmi nægilega skýrt fram. Hlauparar, leiðsögumaður og áhrifavaldur Á vef stofnunarinnar segir að ákvarðanirnar hafi verið teknar í málum Mari Jaersk, Sigurjóns Ernis Sturlusonar, Matteo Meucci og Kyönu Sue Powers. Í máli Kyönu beindi stofnunin ákvörðun sinni að Kröftum media ehf., fyrirtækis í hennar eigu. Mari og Sigurjón Ernir hafa um árabil verið meðal fremstu ofurhlaupara landsins. Matteo er ítalskur jökla- og fjallaleiðsögumaður og Kyana er bandarískur áhrifavaldur sem vakið hefur talsverða athygli fyrir umfjöllun sína um útivist og ferðamennsku á Íslandi. Margvíslegar færslur Í öllum ákvörðunum segir að málin lúti að margvíslegum samfélagsmiðlafærslum sem Neytendastofa hafi orðið vör við á Instagram- og Tiktok-síðum fólksins í tilefni samræmdrar skoðunar neytendayfirvalda í Evrópu á duldum auglýsingum á samfélagsmiðlum. Nánar tiltekið væri um að ræða samfélagsmiðlafærslur þar sem ýmis fyrirtæki væru merkt án þess að gerð væri grein fyrir að um auglýsingu væri að ræða. Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu leggi bann við birtingu auglýsinga sé ekki tekið fram að um auglýsingar sé að ræða. Peningagreiðslur ekki skilyrði Í ákvörðununum segir að lögin taki til allrar atvinnustarfsemi án tillits til þess hvort um einstakling eða fyrirtæki er að ræða, óháð stærð fylgjendahóps á samfélagsmiðlum og án tillits til þeirrar vöru, þjónustu eða réttinda sem sýslað er með gegn endurgjaldi. Umfjöllun sem birt er á samfélagsmiðlum gegn endurgjaldi, hvort sem er í formi mynda, myndbanda eða texta séu ein tegund markaðssetningar og falli undir gildissvið laganna. Endurgjald í þessum skilningi geti verið í ýmsu formi, svo sem gjafir, vöruskipti, hlutfall af hagnaði sölu eða fjárgreiðslu. Ekki skipti máli hvort gjafir hafi verið sendar óumbeðnar eða að umfjöllun um vöru eða þjónustu lýsi persónulegri skoðun viðkomandi. Mega búast við sektum láti þau ekki af háttsemi sinni Í ákvörðununum segir að Neytendastofa telji að í fjölda samfélagsmiðlafærslna þar sem fyrirtæki, vörur þeirra eða þjónusta eru kynnt hafi ekki verið gerð grein fyrir því með fullnægjandi hætti að um auglýsingu hafi verið að ræða eða að endurgjald hafi komið fyrir umræddar samfélagsmiðlafærslur. Þá telji Neytendastofa að það hafi ekki áhrif á niðurstöður stofnunarinnar hvort að samfélagsmiðlafærslurnar hafi verið birtar að eigin frumkvæði. Það hvort færsla skuli merkt byggir á hlutlægum mælikvörðum á borð við viðskiptasamböndum viðkomandi við fyrirtæki það sem auglýst er fyrir og sem fjallað er um, óháð því hvort viðkomandi deilir raunverulegri skoðun sinni á vörunni eða ekki, enda ekki hægt að ganga úr skugga um að viðskiptatengsl hafi ekki áhrif á umfjöllunina Þannig hafi fólkið með villandi viðskiptaháttum brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Neytendastofa telji nauðsynlegt að banna fólkinu að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. „Verði ekki farið að banninu má búast við að tekin verði ákvörðun um sekt.“ Samfélagsmiðlar Neytendur Hlaup Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Í tilkynningu á vef Neytendastofu segir að stofnunin hafi tekið þátt í samræmdri skoðun neytendayfirvalda í Evrópu á því hvort rétt væri staðið að merkingum auglýsinga á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hafi nú tekið ákvarðanir í fimm málum tengdum skoðuninni. Aðeins fjórar slíkar er að finna á vef stofnunarinnar. Í þessum ákvörðunum sé fjallað um færslur á samfélagsmiðlum sem Neytendastofa hafi talið vera auglýsingar án þess að það fram kæmi nægilega skýrt fram. Hlauparar, leiðsögumaður og áhrifavaldur Á vef stofnunarinnar segir að ákvarðanirnar hafi verið teknar í málum Mari Jaersk, Sigurjóns Ernis Sturlusonar, Matteo Meucci og Kyönu Sue Powers. Í máli Kyönu beindi stofnunin ákvörðun sinni að Kröftum media ehf., fyrirtækis í hennar eigu. Mari og Sigurjón Ernir hafa um árabil verið meðal fremstu ofurhlaupara landsins. Matteo er ítalskur jökla- og fjallaleiðsögumaður og Kyana er bandarískur áhrifavaldur sem vakið hefur talsverða athygli fyrir umfjöllun sína um útivist og ferðamennsku á Íslandi. Margvíslegar færslur Í öllum ákvörðunum segir að málin lúti að margvíslegum samfélagsmiðlafærslum sem Neytendastofa hafi orðið vör við á Instagram- og Tiktok-síðum fólksins í tilefni samræmdrar skoðunar neytendayfirvalda í Evrópu á duldum auglýsingum á samfélagsmiðlum. Nánar tiltekið væri um að ræða samfélagsmiðlafærslur þar sem ýmis fyrirtæki væru merkt án þess að gerð væri grein fyrir að um auglýsingu væri að ræða. Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu leggi bann við birtingu auglýsinga sé ekki tekið fram að um auglýsingar sé að ræða. Peningagreiðslur ekki skilyrði Í ákvörðununum segir að lögin taki til allrar atvinnustarfsemi án tillits til þess hvort um einstakling eða fyrirtæki er að ræða, óháð stærð fylgjendahóps á samfélagsmiðlum og án tillits til þeirrar vöru, þjónustu eða réttinda sem sýslað er með gegn endurgjaldi. Umfjöllun sem birt er á samfélagsmiðlum gegn endurgjaldi, hvort sem er í formi mynda, myndbanda eða texta séu ein tegund markaðssetningar og falli undir gildissvið laganna. Endurgjald í þessum skilningi geti verið í ýmsu formi, svo sem gjafir, vöruskipti, hlutfall af hagnaði sölu eða fjárgreiðslu. Ekki skipti máli hvort gjafir hafi verið sendar óumbeðnar eða að umfjöllun um vöru eða þjónustu lýsi persónulegri skoðun viðkomandi. Mega búast við sektum láti þau ekki af háttsemi sinni Í ákvörðununum segir að Neytendastofa telji að í fjölda samfélagsmiðlafærslna þar sem fyrirtæki, vörur þeirra eða þjónusta eru kynnt hafi ekki verið gerð grein fyrir því með fullnægjandi hætti að um auglýsingu hafi verið að ræða eða að endurgjald hafi komið fyrir umræddar samfélagsmiðlafærslur. Þá telji Neytendastofa að það hafi ekki áhrif á niðurstöður stofnunarinnar hvort að samfélagsmiðlafærslurnar hafi verið birtar að eigin frumkvæði. Það hvort færsla skuli merkt byggir á hlutlægum mælikvörðum á borð við viðskiptasamböndum viðkomandi við fyrirtæki það sem auglýst er fyrir og sem fjallað er um, óháð því hvort viðkomandi deilir raunverulegri skoðun sinni á vörunni eða ekki, enda ekki hægt að ganga úr skugga um að viðskiptatengsl hafi ekki áhrif á umfjöllunina Þannig hafi fólkið með villandi viðskiptaháttum brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Neytendastofa telji nauðsynlegt að banna fólkinu að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. „Verði ekki farið að banninu má búast við að tekin verði ákvörðun um sekt.“
Samfélagsmiðlar Neytendur Hlaup Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira