Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar 3. febrúar 2025 11:02 Einn þekktasti bloggari landsins er án efa Þórður Snær Júlíusson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Vöktu bloggfærslur hans verðskuldaða athygli í aðdraganda nýliðinna Alþingiskosninga, en nú hefur hann birt sína eina ótrúlegustu bloggfærslu hingað til undir titlinum „Af meintum boðflennum og tilfinningalegum herbergjum.“ á nýrri bloggsíðu sinni sem ber nafnið Kjarnyrt, sem er örlítið kaldhæðnisleg nafngift þar sem færslan er allt annað en kjarnyrt, heldur náði hann einhvern veginn að teygja hana í tæplega 2000 orð. Hin meinta hnignun fjölmiðla Þórður eyðir bróðurparti greinarinnar í að barma sér yfir meintri hnignun fjölmiðla en fer svo réttilega yfir mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og hlutverk þeirra að veita stjórnvöldum aðhald. Hann er hins vegar ekki fyrr búinn að sleppa orðinu þegar hann byrjar að kvarta sáran yfir því að tilteknir fjölmiðlar séu óheiðarlegir og annarlegar hvatir liggi að baki frétta þeirra sem koma ríkisstjórninni illa. Kemur þessi afstaða Þórðar reyndar ekki sérstaklega á óvart miðað við afstöðu ríkisstjórnarflokkana til fjölmiðla, sem birtist glögglega í Facebook færslu félags- og húsnæðismálaráðherra, sem bar þess merki að ráðherrann hefði sett ræðu frá Donald Trump í þýðingarvél Google og birt óbreytta, enda innihélt færslan makalausar ásakanir í garð fjölmiðlamanna sem hún sakaði um „falsfréttir“ án þess þó að hafa fyrir því að tiltaka hvaða atriði fréttarflutningsins voru rangar. Þetta féll heldur betur í kramið hjá stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar og fundu þingmenn og ráðherrar samstarfsflokkanna sig viljuga til að líka við færslu ráðherrans, svo hrifnir voru þeir af henni. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjölmiðlar sæti gagnrýni fyrir störf sín þegar tilefni er til. Hins vegar verður að gera þá kröfu til ráðamanna að gagnrýnin sé málefnaleg en ekki fengin að láni úr leikjafræðabók Bandaríkjaforseta. „Falsfréttirnar“ sem ekki hefði átt að segja Þessar „falsfréttir“ sem fóru svona mikið fyrir brjóstið á ríkisstjórnarflokkunum var umfjöllun um Flokk fólksins sem fékk fyrir mistök greidd framlög frá hinu opinbera sem þau hefðu aldrei átt að fá þar sem flokkurinn hafði aldrei skráð sig á stjórnmálaskrá Skattsins. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa verið í sífelldri vörn allar götur síðan og reynt að afvegaleiða umræðuna með fullyrðingu um að aðrir flokkar voru í sömu stöðu, þ.m.t. Sjálfstæðisflokkurinn, og því væri þetta bara ekkert mál. Svo var hins vegar ekki, enda breyttu aðrir flokkar skráningu sinni í samræmi við lögin árið 2022, sama ár og lögin tóku gildi, og fengu því greidd framlög fyrir árið 2022. Svo einfalt var það. Flokkur fólksins þáði aftur á móti framlög fyrir árin 2022-2024 án þess að hafa skráð sig, og hafa ekki gert enn. Þessi staðreynd virðist ekki eiga erindi til almennings að mati ríkisstjórnarflokkana og allar fréttir um hana eru hreinlega falsfréttir. Stóra herbergismálið Í lokin hneykslast Þórður á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki látið undan kröfu Samfylkingarinnar um að yfirgefa þingflokksherbergi sitt. Skipti það hann engu máli að krafa Samfylkingarinnar var í trássi við reglur Alþingis þar um, eins og staðfest var fyrir helgi af skrifstofustjóra Alþingis. Það er vonandi að Samfylkingin fari að eyða meiri tíma í að huga að mikilvægari málum í þinghúsinu, til dæmis að setja saman þingmálaskrá, frekar en að standa í einhverju óskiljanlegu stríði við aðra flokka um herbergi þeirra í þinghúsinu sem þeir hafa réttmætt tilkall til. Nú eða þau geta fengið Ingu Sæland til að hringja skrifstofustjóra Alþingis og minna hana á vald sitt og ítök í lögreglunni. Annað eins hefur gerst í þessari ríkisstjórn. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Einn þekktasti bloggari landsins er án efa Þórður Snær Júlíusson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Vöktu bloggfærslur hans verðskuldaða athygli í aðdraganda nýliðinna Alþingiskosninga, en nú hefur hann birt sína eina ótrúlegustu bloggfærslu hingað til undir titlinum „Af meintum boðflennum og tilfinningalegum herbergjum.“ á nýrri bloggsíðu sinni sem ber nafnið Kjarnyrt, sem er örlítið kaldhæðnisleg nafngift þar sem færslan er allt annað en kjarnyrt, heldur náði hann einhvern veginn að teygja hana í tæplega 2000 orð. Hin meinta hnignun fjölmiðla Þórður eyðir bróðurparti greinarinnar í að barma sér yfir meintri hnignun fjölmiðla en fer svo réttilega yfir mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og hlutverk þeirra að veita stjórnvöldum aðhald. Hann er hins vegar ekki fyrr búinn að sleppa orðinu þegar hann byrjar að kvarta sáran yfir því að tilteknir fjölmiðlar séu óheiðarlegir og annarlegar hvatir liggi að baki frétta þeirra sem koma ríkisstjórninni illa. Kemur þessi afstaða Þórðar reyndar ekki sérstaklega á óvart miðað við afstöðu ríkisstjórnarflokkana til fjölmiðla, sem birtist glögglega í Facebook færslu félags- og húsnæðismálaráðherra, sem bar þess merki að ráðherrann hefði sett ræðu frá Donald Trump í þýðingarvél Google og birt óbreytta, enda innihélt færslan makalausar ásakanir í garð fjölmiðlamanna sem hún sakaði um „falsfréttir“ án þess þó að hafa fyrir því að tiltaka hvaða atriði fréttarflutningsins voru rangar. Þetta féll heldur betur í kramið hjá stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar og fundu þingmenn og ráðherrar samstarfsflokkanna sig viljuga til að líka við færslu ráðherrans, svo hrifnir voru þeir af henni. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjölmiðlar sæti gagnrýni fyrir störf sín þegar tilefni er til. Hins vegar verður að gera þá kröfu til ráðamanna að gagnrýnin sé málefnaleg en ekki fengin að láni úr leikjafræðabók Bandaríkjaforseta. „Falsfréttirnar“ sem ekki hefði átt að segja Þessar „falsfréttir“ sem fóru svona mikið fyrir brjóstið á ríkisstjórnarflokkunum var umfjöllun um Flokk fólksins sem fékk fyrir mistök greidd framlög frá hinu opinbera sem þau hefðu aldrei átt að fá þar sem flokkurinn hafði aldrei skráð sig á stjórnmálaskrá Skattsins. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa verið í sífelldri vörn allar götur síðan og reynt að afvegaleiða umræðuna með fullyrðingu um að aðrir flokkar voru í sömu stöðu, þ.m.t. Sjálfstæðisflokkurinn, og því væri þetta bara ekkert mál. Svo var hins vegar ekki, enda breyttu aðrir flokkar skráningu sinni í samræmi við lögin árið 2022, sama ár og lögin tóku gildi, og fengu því greidd framlög fyrir árið 2022. Svo einfalt var það. Flokkur fólksins þáði aftur á móti framlög fyrir árin 2022-2024 án þess að hafa skráð sig, og hafa ekki gert enn. Þessi staðreynd virðist ekki eiga erindi til almennings að mati ríkisstjórnarflokkana og allar fréttir um hana eru hreinlega falsfréttir. Stóra herbergismálið Í lokin hneykslast Þórður á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki látið undan kröfu Samfylkingarinnar um að yfirgefa þingflokksherbergi sitt. Skipti það hann engu máli að krafa Samfylkingarinnar var í trássi við reglur Alþingis þar um, eins og staðfest var fyrir helgi af skrifstofustjóra Alþingis. Það er vonandi að Samfylkingin fari að eyða meiri tíma í að huga að mikilvægari málum í þinghúsinu, til dæmis að setja saman þingmálaskrá, frekar en að standa í einhverju óskiljanlegu stríði við aðra flokka um herbergi þeirra í þinghúsinu sem þeir hafa réttmætt tilkall til. Nú eða þau geta fengið Ingu Sæland til að hringja skrifstofustjóra Alþingis og minna hana á vald sitt og ítök í lögreglunni. Annað eins hefur gerst í þessari ríkisstjórn. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun