Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar 3. febrúar 2025 11:02 Einn þekktasti bloggari landsins er án efa Þórður Snær Júlíusson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Vöktu bloggfærslur hans verðskuldaða athygli í aðdraganda nýliðinna Alþingiskosninga, en nú hefur hann birt sína eina ótrúlegustu bloggfærslu hingað til undir titlinum „Af meintum boðflennum og tilfinningalegum herbergjum.“ á nýrri bloggsíðu sinni sem ber nafnið Kjarnyrt, sem er örlítið kaldhæðnisleg nafngift þar sem færslan er allt annað en kjarnyrt, heldur náði hann einhvern veginn að teygja hana í tæplega 2000 orð. Hin meinta hnignun fjölmiðla Þórður eyðir bróðurparti greinarinnar í að barma sér yfir meintri hnignun fjölmiðla en fer svo réttilega yfir mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og hlutverk þeirra að veita stjórnvöldum aðhald. Hann er hins vegar ekki fyrr búinn að sleppa orðinu þegar hann byrjar að kvarta sáran yfir því að tilteknir fjölmiðlar séu óheiðarlegir og annarlegar hvatir liggi að baki frétta þeirra sem koma ríkisstjórninni illa. Kemur þessi afstaða Þórðar reyndar ekki sérstaklega á óvart miðað við afstöðu ríkisstjórnarflokkana til fjölmiðla, sem birtist glögglega í Facebook færslu félags- og húsnæðismálaráðherra, sem bar þess merki að ráðherrann hefði sett ræðu frá Donald Trump í þýðingarvél Google og birt óbreytta, enda innihélt færslan makalausar ásakanir í garð fjölmiðlamanna sem hún sakaði um „falsfréttir“ án þess þó að hafa fyrir því að tiltaka hvaða atriði fréttarflutningsins voru rangar. Þetta féll heldur betur í kramið hjá stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar og fundu þingmenn og ráðherrar samstarfsflokkanna sig viljuga til að líka við færslu ráðherrans, svo hrifnir voru þeir af henni. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjölmiðlar sæti gagnrýni fyrir störf sín þegar tilefni er til. Hins vegar verður að gera þá kröfu til ráðamanna að gagnrýnin sé málefnaleg en ekki fengin að láni úr leikjafræðabók Bandaríkjaforseta. „Falsfréttirnar“ sem ekki hefði átt að segja Þessar „falsfréttir“ sem fóru svona mikið fyrir brjóstið á ríkisstjórnarflokkunum var umfjöllun um Flokk fólksins sem fékk fyrir mistök greidd framlög frá hinu opinbera sem þau hefðu aldrei átt að fá þar sem flokkurinn hafði aldrei skráð sig á stjórnmálaskrá Skattsins. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa verið í sífelldri vörn allar götur síðan og reynt að afvegaleiða umræðuna með fullyrðingu um að aðrir flokkar voru í sömu stöðu, þ.m.t. Sjálfstæðisflokkurinn, og því væri þetta bara ekkert mál. Svo var hins vegar ekki, enda breyttu aðrir flokkar skráningu sinni í samræmi við lögin árið 2022, sama ár og lögin tóku gildi, og fengu því greidd framlög fyrir árið 2022. Svo einfalt var það. Flokkur fólksins þáði aftur á móti framlög fyrir árin 2022-2024 án þess að hafa skráð sig, og hafa ekki gert enn. Þessi staðreynd virðist ekki eiga erindi til almennings að mati ríkisstjórnarflokkana og allar fréttir um hana eru hreinlega falsfréttir. Stóra herbergismálið Í lokin hneykslast Þórður á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki látið undan kröfu Samfylkingarinnar um að yfirgefa þingflokksherbergi sitt. Skipti það hann engu máli að krafa Samfylkingarinnar var í trássi við reglur Alþingis þar um, eins og staðfest var fyrir helgi af skrifstofustjóra Alþingis. Það er vonandi að Samfylkingin fari að eyða meiri tíma í að huga að mikilvægari málum í þinghúsinu, til dæmis að setja saman þingmálaskrá, frekar en að standa í einhverju óskiljanlegu stríði við aðra flokka um herbergi þeirra í þinghúsinu sem þeir hafa réttmætt tilkall til. Nú eða þau geta fengið Ingu Sæland til að hringja skrifstofustjóra Alþingis og minna hana á vald sitt og ítök í lögreglunni. Annað eins hefur gerst í þessari ríkisstjórn. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Einn þekktasti bloggari landsins er án efa Þórður Snær Júlíusson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Vöktu bloggfærslur hans verðskuldaða athygli í aðdraganda nýliðinna Alþingiskosninga, en nú hefur hann birt sína eina ótrúlegustu bloggfærslu hingað til undir titlinum „Af meintum boðflennum og tilfinningalegum herbergjum.“ á nýrri bloggsíðu sinni sem ber nafnið Kjarnyrt, sem er örlítið kaldhæðnisleg nafngift þar sem færslan er allt annað en kjarnyrt, heldur náði hann einhvern veginn að teygja hana í tæplega 2000 orð. Hin meinta hnignun fjölmiðla Þórður eyðir bróðurparti greinarinnar í að barma sér yfir meintri hnignun fjölmiðla en fer svo réttilega yfir mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og hlutverk þeirra að veita stjórnvöldum aðhald. Hann er hins vegar ekki fyrr búinn að sleppa orðinu þegar hann byrjar að kvarta sáran yfir því að tilteknir fjölmiðlar séu óheiðarlegir og annarlegar hvatir liggi að baki frétta þeirra sem koma ríkisstjórninni illa. Kemur þessi afstaða Þórðar reyndar ekki sérstaklega á óvart miðað við afstöðu ríkisstjórnarflokkana til fjölmiðla, sem birtist glögglega í Facebook færslu félags- og húsnæðismálaráðherra, sem bar þess merki að ráðherrann hefði sett ræðu frá Donald Trump í þýðingarvél Google og birt óbreytta, enda innihélt færslan makalausar ásakanir í garð fjölmiðlamanna sem hún sakaði um „falsfréttir“ án þess þó að hafa fyrir því að tiltaka hvaða atriði fréttarflutningsins voru rangar. Þetta féll heldur betur í kramið hjá stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar og fundu þingmenn og ráðherrar samstarfsflokkanna sig viljuga til að líka við færslu ráðherrans, svo hrifnir voru þeir af henni. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjölmiðlar sæti gagnrýni fyrir störf sín þegar tilefni er til. Hins vegar verður að gera þá kröfu til ráðamanna að gagnrýnin sé málefnaleg en ekki fengin að láni úr leikjafræðabók Bandaríkjaforseta. „Falsfréttirnar“ sem ekki hefði átt að segja Þessar „falsfréttir“ sem fóru svona mikið fyrir brjóstið á ríkisstjórnarflokkunum var umfjöllun um Flokk fólksins sem fékk fyrir mistök greidd framlög frá hinu opinbera sem þau hefðu aldrei átt að fá þar sem flokkurinn hafði aldrei skráð sig á stjórnmálaskrá Skattsins. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa verið í sífelldri vörn allar götur síðan og reynt að afvegaleiða umræðuna með fullyrðingu um að aðrir flokkar voru í sömu stöðu, þ.m.t. Sjálfstæðisflokkurinn, og því væri þetta bara ekkert mál. Svo var hins vegar ekki, enda breyttu aðrir flokkar skráningu sinni í samræmi við lögin árið 2022, sama ár og lögin tóku gildi, og fengu því greidd framlög fyrir árið 2022. Svo einfalt var það. Flokkur fólksins þáði aftur á móti framlög fyrir árin 2022-2024 án þess að hafa skráð sig, og hafa ekki gert enn. Þessi staðreynd virðist ekki eiga erindi til almennings að mati ríkisstjórnarflokkana og allar fréttir um hana eru hreinlega falsfréttir. Stóra herbergismálið Í lokin hneykslast Þórður á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki látið undan kröfu Samfylkingarinnar um að yfirgefa þingflokksherbergi sitt. Skipti það hann engu máli að krafa Samfylkingarinnar var í trássi við reglur Alþingis þar um, eins og staðfest var fyrir helgi af skrifstofustjóra Alþingis. Það er vonandi að Samfylkingin fari að eyða meiri tíma í að huga að mikilvægari málum í þinghúsinu, til dæmis að setja saman þingmálaskrá, frekar en að standa í einhverju óskiljanlegu stríði við aðra flokka um herbergi þeirra í þinghúsinu sem þeir hafa réttmætt tilkall til. Nú eða þau geta fengið Ingu Sæland til að hringja skrifstofustjóra Alþingis og minna hana á vald sitt og ítök í lögreglunni. Annað eins hefur gerst í þessari ríkisstjórn. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun