Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2025 21:42 Rauða línan táknar þá kafla sem búið er að endurbyggja. Grænan línan sýnir þann verkhluta sem núna er að hefjast. Bláa línan táknar lokaáfangann. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um verkefnið en grafísk mynd Vegagerðarinnar sýnir veglínuna. Leggja á sjö kílómetra kafla úr Dynjandisvogi og upp á heiðina auk þess sem 800 metra afleggjari verður lagður að fossinum. Þar sem leggja á veginn um friðland Dynjanda var val á vegstæði þar viðkvæmt og virtist um tíma stefna í átök um hvernig veglínan yrði um voginn. Ein hugmyndin var að skera veginn inn í fjallshlíð ofan Búðavíkur en önnur að láta hann fylgja að mestu núverandi vegstæði, með þeim beygjum sem fylgja. Málamiðlun um millileið náðist sem sátt virðist um. Svona verða gatnamótin að fossinum Dynjanda. Til vinstri sést hvernig vegurinn verður lagður upp úr Búðavík í Dynjandisvogi. Til hægri sést veglína upp Dynjandisdal.Vegagerðin Um Dynjandisdal er núverandi veglínu að mestu fylgt en mesta breytingin verður á kaflanum þar sem vegurinn fer upp á sjálfa heiðina. Við Afréttarvatn var valin ný veglína á tveggja og hálfs kílómetra kafla. Þegar tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag reyndist áætlaður verktakakostnaður vera upp á 1.762 milljónir króna. Þrjú tilboð bárust: Lægsta boð átti Borgarverk í Borgarnesi, upp á 1.482 milljónir króna. Það reyndist vera 84 prósent af áætluðum kostnaði. Hin tvö tilboðin voru bæði yfir kostnaðaráætlun. Suðurverk bauð 1.820 milljónir króna, um 3 prósent yfir áætlun, en Ístak átti hæsta boð, upp á 2.250 milljónir króna, sem var 28 prósent yfir áætlun. Tilboðin voru kynnt í fréttatíma Stöðvar 2.Stöð 2/skjáskot Þetta var eitt af þeim verkum sem átti að bjóða út í fyrra en voru söltuð vegna þess að peningarnir voru teknir í vanfjármagnað Hornafjarðarfljót. Hafa Vestfirðingar verið mjög ósáttir við þá seinkun enda átti þessi vegagerð að fylgja Dýrafjarðargöngum sem voru opnuð árið 2020. Það er reyndar þegar búið að klára fyrstu tvo áfangana, samtals 25 kílómetra kafla milli Mjólkárvirkjunar og Flókalundar. Þriðji áfanginn, sem núna er að hefjast, á að klárast haustið 2026. Þar með næst stór áfangi í því að gera vesturleiðina svokölluðu að aðaltengingu Vestfjarða við aðra landshluta en þetta verður stysta leiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Hér sést fyrirhugað verk. Fossinn Dynjandi ofarlega til hægri. Sjö kílómetra vegarkafli verður lagður úr Dynjandisvogi og upp á heiðina. Að fossinum verður lagður nýr 800 metra kafli.Vegagerðin Þá er hins vegar fjórði áfanginn eftir, tenging Bíldudals við Dynjandisheiði. Vestfirðingar þrýsta mjög á þá framkvæmd til að ná því markmiði að tengja saman byggðir á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum með heilsársvegi. Bíldudalsleggurinn styttir einnig leiðina fyrir þungaflutninga með laxaafurðir um 44 kílómetra. Flutningabílarnir frá Bíldudal þurfa núna að aka um þrjá fjallvegi á leiðinni yfir í Vatnsfjörð; yfir Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði. Þá hefði Bíldudalsleggurinn komið sér vel í gær þegar leiðin um Raknadalshlíð í Patreksfirði og Kleifaheiði var lokuð vegna snjóflóðahættu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Byggðamál Ferðaþjónusta Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Bæjarstjórn kaus milliveginn sem vegstæði við Dynjanda Niðurstaða virðist fengin um hvernig Vestfjarðavegur verður lagður við fossinn Dynjanda en tekist var á um tvær mismunandi veglínur í gegnum friðlandið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar valdi að fara milliveginn. 23. nóvember 2022 21:21 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um verkefnið en grafísk mynd Vegagerðarinnar sýnir veglínuna. Leggja á sjö kílómetra kafla úr Dynjandisvogi og upp á heiðina auk þess sem 800 metra afleggjari verður lagður að fossinum. Þar sem leggja á veginn um friðland Dynjanda var val á vegstæði þar viðkvæmt og virtist um tíma stefna í átök um hvernig veglínan yrði um voginn. Ein hugmyndin var að skera veginn inn í fjallshlíð ofan Búðavíkur en önnur að láta hann fylgja að mestu núverandi vegstæði, með þeim beygjum sem fylgja. Málamiðlun um millileið náðist sem sátt virðist um. Svona verða gatnamótin að fossinum Dynjanda. Til vinstri sést hvernig vegurinn verður lagður upp úr Búðavík í Dynjandisvogi. Til hægri sést veglína upp Dynjandisdal.Vegagerðin Um Dynjandisdal er núverandi veglínu að mestu fylgt en mesta breytingin verður á kaflanum þar sem vegurinn fer upp á sjálfa heiðina. Við Afréttarvatn var valin ný veglína á tveggja og hálfs kílómetra kafla. Þegar tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag reyndist áætlaður verktakakostnaður vera upp á 1.762 milljónir króna. Þrjú tilboð bárust: Lægsta boð átti Borgarverk í Borgarnesi, upp á 1.482 milljónir króna. Það reyndist vera 84 prósent af áætluðum kostnaði. Hin tvö tilboðin voru bæði yfir kostnaðaráætlun. Suðurverk bauð 1.820 milljónir króna, um 3 prósent yfir áætlun, en Ístak átti hæsta boð, upp á 2.250 milljónir króna, sem var 28 prósent yfir áætlun. Tilboðin voru kynnt í fréttatíma Stöðvar 2.Stöð 2/skjáskot Þetta var eitt af þeim verkum sem átti að bjóða út í fyrra en voru söltuð vegna þess að peningarnir voru teknir í vanfjármagnað Hornafjarðarfljót. Hafa Vestfirðingar verið mjög ósáttir við þá seinkun enda átti þessi vegagerð að fylgja Dýrafjarðargöngum sem voru opnuð árið 2020. Það er reyndar þegar búið að klára fyrstu tvo áfangana, samtals 25 kílómetra kafla milli Mjólkárvirkjunar og Flókalundar. Þriðji áfanginn, sem núna er að hefjast, á að klárast haustið 2026. Þar með næst stór áfangi í því að gera vesturleiðina svokölluðu að aðaltengingu Vestfjarða við aðra landshluta en þetta verður stysta leiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Hér sést fyrirhugað verk. Fossinn Dynjandi ofarlega til hægri. Sjö kílómetra vegarkafli verður lagður úr Dynjandisvogi og upp á heiðina. Að fossinum verður lagður nýr 800 metra kafli.Vegagerðin Þá er hins vegar fjórði áfanginn eftir, tenging Bíldudals við Dynjandisheiði. Vestfirðingar þrýsta mjög á þá framkvæmd til að ná því markmiði að tengja saman byggðir á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum með heilsársvegi. Bíldudalsleggurinn styttir einnig leiðina fyrir þungaflutninga með laxaafurðir um 44 kílómetra. Flutningabílarnir frá Bíldudal þurfa núna að aka um þrjá fjallvegi á leiðinni yfir í Vatnsfjörð; yfir Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði. Þá hefði Bíldudalsleggurinn komið sér vel í gær þegar leiðin um Raknadalshlíð í Patreksfirði og Kleifaheiði var lokuð vegna snjóflóðahættu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Byggðamál Ferðaþjónusta Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Bæjarstjórn kaus milliveginn sem vegstæði við Dynjanda Niðurstaða virðist fengin um hvernig Vestfjarðavegur verður lagður við fossinn Dynjanda en tekist var á um tvær mismunandi veglínur í gegnum friðlandið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar valdi að fara milliveginn. 23. nóvember 2022 21:21 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50
Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36
Bæjarstjórn kaus milliveginn sem vegstæði við Dynjanda Niðurstaða virðist fengin um hvernig Vestfjarðavegur verður lagður við fossinn Dynjanda en tekist var á um tvær mismunandi veglínur í gegnum friðlandið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar valdi að fara milliveginn. 23. nóvember 2022 21:21