Fjarðabyggð gegn kjarasamningum Halla Gunnarsdóttir og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir skrifa 29. janúar 2025 08:16 Fyrir tæpu ári síðan voru undirritaðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði þar sem launafólk undirgekkst afar hóflegar launahækkanir á verðbólgutímum gegn því að atvinnurekendur héldu aftur af verðhækkunum og hið opinbera aftur af gjaldskrárhækkunum. Stóðu vonir til þess að þar með myndu skapast aðstæður til lægri verðbólgu og lækkunar vaxta og að kaupmáttur launafólks yrði varinn. Allt að 62% hækkun á leikskólagjöldum Fyrir sveitarfélög var miðað við að hámarki 3,5% hækkun á gjaldskrám og að sérstaklega ætti að horfa til þess að verja barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Vissulega er það áskorun fyrir fjölmörg sveitarfélög að halda aftur af gjaldskrárhækkunum og hafa sum reynt að teygja sig út fyrir rammann. Sú hækkun sem Fjarðabyggð hefur boðað á leikskólagjöldum sker sig hins vegar úr og ef bæjaryfirvöld hverfa ekki frá áformum sínum mun launafólk með leikskólabörn í sveitarfélaginu þurfa að taka á sig 24–62% hækkun á leikskólagjöldum, eftir lengd vistunartíma. Á fundi AFLs og VR með bæjarráði og bæjarstjóra Fjarðarbyggðar 27. janúar sl. kom skýrt fram að breytingunum væri ætlað að leysa mönnunarvanda leikskóla í sveitarfélaginu með því að fækka þeim klukkustundum og dögum sem börn eru í leikskóla. Er vísað til „fjárhagslegs hvata“ fyrir foreldra sem geta haft börn sín skemur og sjaldnar í leikskóla en í raun er um að ræða fjárhagslega refsingu fyrir foreldra sem vinna fulla vinnu og þarfnast leikskólavistar fyrir börn sín í samræmi við það. Til viðbótar við sex starfsdaga og tuttugu skyldubundna sumarfrísdaga er nú gert ráð fyrir tuttugu „skráningardögum“ sem foreldrum ber að greiða sérstakt gjald fyrir. Samanlagt eru þetta því um 46 dagar á ári, en rétt er að taka fram að ungt launafólk á almennum vinnumarkaði er alla jafna með 24 orlofsdaga á ári. Enn fremur kemur launafólk á almennum markaði yfirleitt úr fæðingarorlofi án orlofsréttinda þar sem ávinnsla orlofs stöðvast í fæðingarorlofi. Þetta setur því bæði mikla fjárhagslega og andlega pressu á foreldra ungra barna. Fjarðabyggð endurskoði ákvörðun sína Ljóst er að við ákvörðun sína tók Fjarðabyggð hvorki mið af gildandi kjarasamningum né af þeim áhrifum sem stefnumótunin getur haft á launafólk og á samfélagsgerðina. Fjárhagslegum byrðum er velt umhugsunarlaust yfir á herðar foreldra ungra barna og áhrif á jafnrétti kynjanna ekki ígrunduð. Bæjaryfirvöld vilja að hækkun frístundastyrks og takmörkun á hækkun fasteignagjalda séu tekin með í reikninginn. Þetta eru ágætar ákvarðanir út af fyrir sig, en þær breyta engu um hækkun leikskólagjalda sem leggst á ákveðinn hóp samfélagsins, það er að segja fullvinnandi foreldra ungra barna. Við berum vonir til þess að bæjarstjórn Fjarðabyggðar taki ákvörðun sína til endurskoðunar og vindi ofan af fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Verði svo ekki, er ljóst að sveitarfélagið gengur gegn gildandi kjarasamningum og stuðlar að ósátt á vinnumarkaði. Höfundar eru Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, og Halla Gunnarsdóttir, formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Kjaramál Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári síðan voru undirritaðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði þar sem launafólk undirgekkst afar hóflegar launahækkanir á verðbólgutímum gegn því að atvinnurekendur héldu aftur af verðhækkunum og hið opinbera aftur af gjaldskrárhækkunum. Stóðu vonir til þess að þar með myndu skapast aðstæður til lægri verðbólgu og lækkunar vaxta og að kaupmáttur launafólks yrði varinn. Allt að 62% hækkun á leikskólagjöldum Fyrir sveitarfélög var miðað við að hámarki 3,5% hækkun á gjaldskrám og að sérstaklega ætti að horfa til þess að verja barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Vissulega er það áskorun fyrir fjölmörg sveitarfélög að halda aftur af gjaldskrárhækkunum og hafa sum reynt að teygja sig út fyrir rammann. Sú hækkun sem Fjarðabyggð hefur boðað á leikskólagjöldum sker sig hins vegar úr og ef bæjaryfirvöld hverfa ekki frá áformum sínum mun launafólk með leikskólabörn í sveitarfélaginu þurfa að taka á sig 24–62% hækkun á leikskólagjöldum, eftir lengd vistunartíma. Á fundi AFLs og VR með bæjarráði og bæjarstjóra Fjarðarbyggðar 27. janúar sl. kom skýrt fram að breytingunum væri ætlað að leysa mönnunarvanda leikskóla í sveitarfélaginu með því að fækka þeim klukkustundum og dögum sem börn eru í leikskóla. Er vísað til „fjárhagslegs hvata“ fyrir foreldra sem geta haft börn sín skemur og sjaldnar í leikskóla en í raun er um að ræða fjárhagslega refsingu fyrir foreldra sem vinna fulla vinnu og þarfnast leikskólavistar fyrir börn sín í samræmi við það. Til viðbótar við sex starfsdaga og tuttugu skyldubundna sumarfrísdaga er nú gert ráð fyrir tuttugu „skráningardögum“ sem foreldrum ber að greiða sérstakt gjald fyrir. Samanlagt eru þetta því um 46 dagar á ári, en rétt er að taka fram að ungt launafólk á almennum vinnumarkaði er alla jafna með 24 orlofsdaga á ári. Enn fremur kemur launafólk á almennum markaði yfirleitt úr fæðingarorlofi án orlofsréttinda þar sem ávinnsla orlofs stöðvast í fæðingarorlofi. Þetta setur því bæði mikla fjárhagslega og andlega pressu á foreldra ungra barna. Fjarðabyggð endurskoði ákvörðun sína Ljóst er að við ákvörðun sína tók Fjarðabyggð hvorki mið af gildandi kjarasamningum né af þeim áhrifum sem stefnumótunin getur haft á launafólk og á samfélagsgerðina. Fjárhagslegum byrðum er velt umhugsunarlaust yfir á herðar foreldra ungra barna og áhrif á jafnrétti kynjanna ekki ígrunduð. Bæjaryfirvöld vilja að hækkun frístundastyrks og takmörkun á hækkun fasteignagjalda séu tekin með í reikninginn. Þetta eru ágætar ákvarðanir út af fyrir sig, en þær breyta engu um hækkun leikskólagjalda sem leggst á ákveðinn hóp samfélagsins, það er að segja fullvinnandi foreldra ungra barna. Við berum vonir til þess að bæjarstjórn Fjarðabyggðar taki ákvörðun sína til endurskoðunar og vindi ofan af fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Verði svo ekki, er ljóst að sveitarfélagið gengur gegn gildandi kjarasamningum og stuðlar að ósátt á vinnumarkaði. Höfundar eru Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, og Halla Gunnarsdóttir, formaður VR.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar