Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar 28. janúar 2025 12:32 Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum þróast í átt að fjölbreyttara og öflugra samfélagi, þar sem ný verkefni og fyrirtæki hafa skapað verðmæti og bætt lífsgæði íbúa. Vegna þessara verkefna hefur verið hægt að ráðast í milljarða fjárfestingar í innviðum á seinustu árum svo sem fimleikahúsi, byggingu nýrra atvinnu- og íbúðahverfa, leikskóla, félagsþjónustu, leikvöllum og fl. Enn meira er fram undan svo sem nýr miðbær, stækkun á grunnskóla, frekari stækkun hafnarinnar, betri fráveita og lengi má áfram telja. Markmiðið er ætíð að sækja velferð fyrir íbúa á grundvelli verðmætasköpunar. Carbfix Nú stendur samfélagið enn á ný frammi fyrir verkefni sem kann að tryggja enn frekari sókn. Það verkefni var kynnt á vel sóttum íbúafundi í gær. Er þar um að ræða næsta skref í samstarfi við fyrirtækið Carbfix, sem undanfarin 12 ár hefur unnið að einu af stærstu loftslagsverkefnum landsins hér á Hellisheiði í Ölfusi. Verkefnið felst í því að binda koldíoxíð og breyta því í stein með því að dæla því niður í jörðina án skaða fyrir náttúruna. Þannig er vandinn greyptur í stein án vandkvæða. Okkur hér í Ölfusi er vel kunnugt um árangur þessa verkefnis enda hafa ekki komið upp neinir vankantar gagnvart sveitarfélaginu eða náttúrunni í þann rúma áratug sem samstarfið hefur staðið. Nú liggur fyrir sú spurning hvort stækka eigi verkefnið með því að taka á móti koldíoxíði frá fyrirtækjum í Evrópu sem vilja nýta sér íslenskt hugvit til að vinna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Sveitarfélagið er í einstakri stöðu til að meta slíka möguleika, enda verið virkur þátttakandi í því frá því að það hófst árið 2012. Þeir möguleikar verða metnir með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Efnahagsleg uppbygging og ábyrgð Samhliða þessum jákvæðu þróunartækifærum fylgja eðlilega spurningar og í sumum tilvikum áhyggjur. Þeir sem búa í sveitarfélaginu hafa fullan rétt á að fá ítarlegar upplýsingar um áhrif og ávinning af slíkum verkefnum. Sveitarfélagið hefur því lagt mikla áherslu á gegnsætt og heiðarlegt ferli þar sem íbúar eru upplýstir um allar hliðar mála og fá tækifæri til að koma að umræðunni og hafa á henni skoðun. Til að hefja vinnslu málsins var því haldin íbúafundur í gær þar sem málið var kynnt, spurningum svarað og tekið við ábendingum. Þar var um að ræða fyrsta skrefið og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægi upplýstrar umræðu Aðkoma íbúa að ákvarðanatöku er lykilatriði í verkefnum sem þessum. Með því að tryggja opið samtal og samráð má taka ákvarðanir sem stuðla að farsælli framtíð samfélagsins. Umræða um verkefni eins og stækkun Carbfix snýst ekki eingöngu um tæknileg atriði heldur einnig um siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á fjölmargar spurningar sem vakna í tengslum við verkefnið: Hvaða áhrif mun frekari þróun hafa á umhverfið? Hvernig er tryggt að vatnsból og önnur náttúruverðmæti verði varin? Hefur þetta skaðleg áhrif á aðra starfsemi? Hvað þýðir það fyrir atvinnulífið að taka á móti koldíoxíði frá öðrum löndum? Spurningarnar eru margar og spyrjendur eiga rétt á heiðarlegum svörum, og sveitarfélagið mun tryggja að þær verði ræddar á opnum og upplýstum vettvangi. Það eru íbúar sem skapa samfélagið og tryggja að það dafni. Með sameiginlegu átaki er hægt að nýta þau tækifæri sem felast í verkefnum eins og þessu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, án þess að fórna þeirri einstöku náttúru og lífsgæðum sem gera Ölfus að því sem það er í dag. Að öðrum kosti eiga þau ekki að koma til framkvæmda. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Ölfus Coda Terminal Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum þróast í átt að fjölbreyttara og öflugra samfélagi, þar sem ný verkefni og fyrirtæki hafa skapað verðmæti og bætt lífsgæði íbúa. Vegna þessara verkefna hefur verið hægt að ráðast í milljarða fjárfestingar í innviðum á seinustu árum svo sem fimleikahúsi, byggingu nýrra atvinnu- og íbúðahverfa, leikskóla, félagsþjónustu, leikvöllum og fl. Enn meira er fram undan svo sem nýr miðbær, stækkun á grunnskóla, frekari stækkun hafnarinnar, betri fráveita og lengi má áfram telja. Markmiðið er ætíð að sækja velferð fyrir íbúa á grundvelli verðmætasköpunar. Carbfix Nú stendur samfélagið enn á ný frammi fyrir verkefni sem kann að tryggja enn frekari sókn. Það verkefni var kynnt á vel sóttum íbúafundi í gær. Er þar um að ræða næsta skref í samstarfi við fyrirtækið Carbfix, sem undanfarin 12 ár hefur unnið að einu af stærstu loftslagsverkefnum landsins hér á Hellisheiði í Ölfusi. Verkefnið felst í því að binda koldíoxíð og breyta því í stein með því að dæla því niður í jörðina án skaða fyrir náttúruna. Þannig er vandinn greyptur í stein án vandkvæða. Okkur hér í Ölfusi er vel kunnugt um árangur þessa verkefnis enda hafa ekki komið upp neinir vankantar gagnvart sveitarfélaginu eða náttúrunni í þann rúma áratug sem samstarfið hefur staðið. Nú liggur fyrir sú spurning hvort stækka eigi verkefnið með því að taka á móti koldíoxíði frá fyrirtækjum í Evrópu sem vilja nýta sér íslenskt hugvit til að vinna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Sveitarfélagið er í einstakri stöðu til að meta slíka möguleika, enda verið virkur þátttakandi í því frá því að það hófst árið 2012. Þeir möguleikar verða metnir með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Efnahagsleg uppbygging og ábyrgð Samhliða þessum jákvæðu þróunartækifærum fylgja eðlilega spurningar og í sumum tilvikum áhyggjur. Þeir sem búa í sveitarfélaginu hafa fullan rétt á að fá ítarlegar upplýsingar um áhrif og ávinning af slíkum verkefnum. Sveitarfélagið hefur því lagt mikla áherslu á gegnsætt og heiðarlegt ferli þar sem íbúar eru upplýstir um allar hliðar mála og fá tækifæri til að koma að umræðunni og hafa á henni skoðun. Til að hefja vinnslu málsins var því haldin íbúafundur í gær þar sem málið var kynnt, spurningum svarað og tekið við ábendingum. Þar var um að ræða fyrsta skrefið og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægi upplýstrar umræðu Aðkoma íbúa að ákvarðanatöku er lykilatriði í verkefnum sem þessum. Með því að tryggja opið samtal og samráð má taka ákvarðanir sem stuðla að farsælli framtíð samfélagsins. Umræða um verkefni eins og stækkun Carbfix snýst ekki eingöngu um tæknileg atriði heldur einnig um siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á fjölmargar spurningar sem vakna í tengslum við verkefnið: Hvaða áhrif mun frekari þróun hafa á umhverfið? Hvernig er tryggt að vatnsból og önnur náttúruverðmæti verði varin? Hefur þetta skaðleg áhrif á aðra starfsemi? Hvað þýðir það fyrir atvinnulífið að taka á móti koldíoxíði frá öðrum löndum? Spurningarnar eru margar og spyrjendur eiga rétt á heiðarlegum svörum, og sveitarfélagið mun tryggja að þær verði ræddar á opnum og upplýstum vettvangi. Það eru íbúar sem skapa samfélagið og tryggja að það dafni. Með sameiginlegu átaki er hægt að nýta þau tækifæri sem felast í verkefnum eins og þessu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, án þess að fórna þeirri einstöku náttúru og lífsgæðum sem gera Ölfus að því sem það er í dag. Að öðrum kosti eiga þau ekki að koma til framkvæmda. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun