Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar 27. janúar 2025 11:01 Nú hefur komið í ljós að bæði Flokkur fólksins og Vinstri græn fengu styrki sem eru ætlaðir stjórnmálasamtökum – án þess að flokkarnir væru skráðir stjórnmálasamtök í stjórnmálasamtakaskrá hjá Skattinum. Sem er afdráttarlaust og ótvírætt skilyrði styrkveitingarinnar. Hvað segir stjórnsýslufræðingur í slíku máli? Um er að ræða 240 milljónir til Flokks fólksins og til Vinstri grænna fóru „amk. 207 milljónir” – skv. Morgunblaðinu 27. jan 2025. Vinstri græn virðast hafa skráð sig í stjórnmálasamtakaskrá í lok mars 2023 – hafi flokkurinn hins vegar gert það eftir 25. janúar 2024 fékk hann auk þess 100 milljónir heimildarlaust. Í þessu efni gerist tvennt: Fjársýsla ríkisins gerir mistök með því að greiða út styrki án heimildar og viðkomandi flokkar tóku við fé sem þeim bar ekki. Hið opinbera – sem jafnvel umfram aðrar skyldur ber að fara vel með almannafé – getur ekki annað gert en að afturkalla styrkina og krefjast endurgreiðslu. Það getur ekki sleppt því að sækja málið. Um háar upphæðir er að ræða til aðila sem óhjákvæmilega verða vegna stöðu sinnar gagnvart almenningi að hafa allt sitt á hreinu. Raunar líka þótt svo væri ekki. Má minna á ofgreiðslur til æðstu embættismanna ríkisins í fyrra, en það mál fór til dómstóla. Það unnu reyndar embættismennirnir, m.a. á þeirri forsendu að þeir hefðu verið í góðri trú, en ekki tekið vísvitandi við ofgreiðslu. Tæplega gildir það sama um Flokk fólksins og Vinstri græn og gilti um embættismennina því skilyrði styrkveitingarinnar eru skýrt og greinilega tilgreint efst í lögunum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Þau lög hafa flokksmenn orðið að lesa, bæði vegna þessa styrks og annarra styrkja sem veittir eru á grundvelli þeirra laga. Þau lög eru biblía stjórnmálaframboða. Æðstu embættismenn ríkisins höfðu engar sambærilegar upplýsingar og gátu ekki séð fyrir að launagreiðslur þeirra væru of háar. Í þessu felst svo afdráttarlaus munur að telja verður víst að ríkið ynni dómsmál gegn Flokki fólksins og Vinstri grænum. Þá er ljóst að starfsmenn Fjársýslu ríkisins hafa gert sig seka um vanrækslu – þeir áttu að kanna hvort skilyrðum fjárveitingarinnar væri fullnægt – og þeir gera það óneitanlega þegar þeir greiða aðra styrki og til síður mikilvægra aðila. Svo stórt er þetta mál – upp á 400-500 milljónir kr. – að eðlilegt er að forstöðumaður Fjársýslunnar verði áminntur fyrir vanrækslu í starfi. Hvað geta flokkarnir gert? Hið augljósa svar er að þeir verða að leita til félagsmanna sinna eftir styrkveitingum. Það er hin heiðarlega og siðlega leið. Hins vegar gæti það verið erfitt – og hin íslenska leið, að fara í gjaldþrot, gæti orðið þrautaráðið. Það liggur beint við hjá Vinstri grænum sem ekki hefur marga fylgismenn lengur (endurgreiðslur flokksmanna yrðu 41.616 kr. pr. hvert atkvæði sem flokkurinn fékk 30. nóv. s.l. eða 61.720 ef flokkurinn skráði sig eftir 25. jan. 2024). Flokkur fólksins hefur hins vegar mikið fleiri fylgismenn, en honum er leikur einn að leggja niður flokksfélagið sem þarf að endurgreiða ríkinu og stofna ný stjórnmálasamtök á næsta landsfundi – þ.e. hafa kennitöluskipti. Þótt flokkurinn sem bauð fram hverfi þannig af sjónarsviðinu hefur það engin áhrif á þingmennsku þingmanna flokksins – þeir eru orðnir alþingismenn og það verður ekki af þeim tekið. Þá er það ósagt – sem mörgum mun þykja skemmtilegt – að stjórnmálasamtök sem voru rétt skráð á árunum sem um ræðir eiga tvímælalausan rétt á að fá frá ríkinu það fé sem ofgreitt var til Flokks fólksins og Vinstri grænna. Morgunblaðið hefur reiknað þessar kröfur út og gefum því orðið: „Sjálfstæðisflokkurinn var hlunnfarinn um 115-145 milljónir, eftir því hvenær árs 2024 VG hlaut skráningu hjá Skattinum, Framsóknarflokkurinn um 81-103 milljónir, Samfylkingin [varð] af 47-59 milljónum, Píratar af 40-51 milljón, Viðreisn af 39-49 milljónum, Miðflokkurinn af 26-33 milljónum og Sósíalistaflokkurinn af 19-24 milljónum.“ (Mbl. 27. jan. 2025). Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur komið í ljós að bæði Flokkur fólksins og Vinstri græn fengu styrki sem eru ætlaðir stjórnmálasamtökum – án þess að flokkarnir væru skráðir stjórnmálasamtök í stjórnmálasamtakaskrá hjá Skattinum. Sem er afdráttarlaust og ótvírætt skilyrði styrkveitingarinnar. Hvað segir stjórnsýslufræðingur í slíku máli? Um er að ræða 240 milljónir til Flokks fólksins og til Vinstri grænna fóru „amk. 207 milljónir” – skv. Morgunblaðinu 27. jan 2025. Vinstri græn virðast hafa skráð sig í stjórnmálasamtakaskrá í lok mars 2023 – hafi flokkurinn hins vegar gert það eftir 25. janúar 2024 fékk hann auk þess 100 milljónir heimildarlaust. Í þessu efni gerist tvennt: Fjársýsla ríkisins gerir mistök með því að greiða út styrki án heimildar og viðkomandi flokkar tóku við fé sem þeim bar ekki. Hið opinbera – sem jafnvel umfram aðrar skyldur ber að fara vel með almannafé – getur ekki annað gert en að afturkalla styrkina og krefjast endurgreiðslu. Það getur ekki sleppt því að sækja málið. Um háar upphæðir er að ræða til aðila sem óhjákvæmilega verða vegna stöðu sinnar gagnvart almenningi að hafa allt sitt á hreinu. Raunar líka þótt svo væri ekki. Má minna á ofgreiðslur til æðstu embættismanna ríkisins í fyrra, en það mál fór til dómstóla. Það unnu reyndar embættismennirnir, m.a. á þeirri forsendu að þeir hefðu verið í góðri trú, en ekki tekið vísvitandi við ofgreiðslu. Tæplega gildir það sama um Flokk fólksins og Vinstri græn og gilti um embættismennina því skilyrði styrkveitingarinnar eru skýrt og greinilega tilgreint efst í lögunum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Þau lög hafa flokksmenn orðið að lesa, bæði vegna þessa styrks og annarra styrkja sem veittir eru á grundvelli þeirra laga. Þau lög eru biblía stjórnmálaframboða. Æðstu embættismenn ríkisins höfðu engar sambærilegar upplýsingar og gátu ekki séð fyrir að launagreiðslur þeirra væru of háar. Í þessu felst svo afdráttarlaus munur að telja verður víst að ríkið ynni dómsmál gegn Flokki fólksins og Vinstri grænum. Þá er ljóst að starfsmenn Fjársýslu ríkisins hafa gert sig seka um vanrækslu – þeir áttu að kanna hvort skilyrðum fjárveitingarinnar væri fullnægt – og þeir gera það óneitanlega þegar þeir greiða aðra styrki og til síður mikilvægra aðila. Svo stórt er þetta mál – upp á 400-500 milljónir kr. – að eðlilegt er að forstöðumaður Fjársýslunnar verði áminntur fyrir vanrækslu í starfi. Hvað geta flokkarnir gert? Hið augljósa svar er að þeir verða að leita til félagsmanna sinna eftir styrkveitingum. Það er hin heiðarlega og siðlega leið. Hins vegar gæti það verið erfitt – og hin íslenska leið, að fara í gjaldþrot, gæti orðið þrautaráðið. Það liggur beint við hjá Vinstri grænum sem ekki hefur marga fylgismenn lengur (endurgreiðslur flokksmanna yrðu 41.616 kr. pr. hvert atkvæði sem flokkurinn fékk 30. nóv. s.l. eða 61.720 ef flokkurinn skráði sig eftir 25. jan. 2024). Flokkur fólksins hefur hins vegar mikið fleiri fylgismenn, en honum er leikur einn að leggja niður flokksfélagið sem þarf að endurgreiða ríkinu og stofna ný stjórnmálasamtök á næsta landsfundi – þ.e. hafa kennitöluskipti. Þótt flokkurinn sem bauð fram hverfi þannig af sjónarsviðinu hefur það engin áhrif á þingmennsku þingmanna flokksins – þeir eru orðnir alþingismenn og það verður ekki af þeim tekið. Þá er það ósagt – sem mörgum mun þykja skemmtilegt – að stjórnmálasamtök sem voru rétt skráð á árunum sem um ræðir eiga tvímælalausan rétt á að fá frá ríkinu það fé sem ofgreitt var til Flokks fólksins og Vinstri grænna. Morgunblaðið hefur reiknað þessar kröfur út og gefum því orðið: „Sjálfstæðisflokkurinn var hlunnfarinn um 115-145 milljónir, eftir því hvenær árs 2024 VG hlaut skráningu hjá Skattinum, Framsóknarflokkurinn um 81-103 milljónir, Samfylkingin [varð] af 47-59 milljónum, Píratar af 40-51 milljón, Viðreisn af 39-49 milljónum, Miðflokkurinn af 26-33 milljónum og Sósíalistaflokkurinn af 19-24 milljónum.“ (Mbl. 27. jan. 2025). Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar