Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar 27. janúar 2025 10:47 Alveg eins langt og mitt minni nær, þá man ég eftir því að almennt hneykslaðist fólk á þeim kynslóðum fólks sem stóð hjá og gerði ekki neitt á meðan Nasistar tóku völdin í Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar og hneykslaðist enn meira á aðgerðaleysi stjórnvalda í öðrum löndum vegna uppgangs nasisma og fasisma víða í Evrópu, sérstaklega þó í Þýskalandi og Ítalíu. Nú er sagan að endurtaka sig og við horfum enn og aftur upp á afskiptaleysi og aðgerðaleysi almennra borgara og stjórnvalda víða um heim, gagnvart uppgangi nasisma og fasisma þar sem enn og aftur er byrjað á að ráðast gegn minnihluta hópum. Hvar eru hneykslunarraddirnar núna? Er fólk bara almennt sátt við uppgang og yfirgang fasískra afla í heiminum, eða er fólk, eins og í kringum 1930 svona afskipt af því það heldur að þetta komi því ekki við? En þar gæti almenningur ekki verið meira á rangri vegferð, því fasisminn stoppar aldrei við bara einn hóp og á endanum verða það allir sem tapa. Eins og stendur í frægu ljóði og má yfirfæra á það sem er að gerast í dag, eingöngu byrja á trans fólk í stað sósialista: First they came for the socialists, and I did not speak out—because I was not a socialist. Then they came for the trade unionists, and I did not speak out—because I was not a trade unionist. Then they came for the Jews, and I did not speak out—because I was not a Jew. Then they came for me—and there was no one left to speak for me. —Martin Niemöller Vissulega er við ofurefli að etja þar sem Trump hefur ríkustu menn veraldar í kringum sig og ofsatrúarfólk sem vill helst breyta BNA í ríki á borð við Gilead sem finnst í bókum Margret Atwood, The Handmaid's Tale. En þess mun mikilvægara að við sem teljum okkur vilja virða, ekki bara í orði heldur einnig verki, mannréttindi allra en ekki bara sumra, tökum höndum saman og fordæmum þá vegferð sem nýkjörinn forseti BNA er á. Ísland er agnarsmátt ríki, einungis rétt um 400.000 manns, en hefur samt sem áður rödd og áhrif sem nær til allra heimsálfa þessarar jarðar, sem við eigum öll saman, þar sem jafnvel má finna íslensk spor á Suðurskautslandinu. Einmitt í ljósi þeirra áhrifa sem við sem þjóð höfum er enn brýnna að við setjum þá kröfu á íslensk stjórnvöld og ráðafólk að fordæma opinberlega þessa aðför Trump gegn trans, Intersex, kynsegin, innflytjendum og þegar fram í sakir, öllum þeim hópum sem honum og þeim öflum sem hann í raun vinnur fyrir, hugnast ekki að séu til staðar í fyrirmyndaríkinu. Það er nefnilega ekki léttvæg aðgerð að útrýma fólki lagalega, eins og Trump hefur nú gert gagnvart trans fólki, kynsegin fólki og Intersex fólki, heldur hefur það í för með sér frekari aðför að þessum hópum. Trump hefur sjálfur sagt ætla að stoppa heilbrigðisþjónustu við trans fólk og nú þegar skrifað undir tilskipun þess efnis að trans konur (þrátt fyrir að hafa farið í gegnum kynstaðfestandi ferli og aðgerðir) sem hafa verið dæmdar í fangelsi, skuli þurfa að sitja í karlafangelsum og fái ekki það sín lífsnauðsynlegu lyf. Það að hormónalyf séu tekin af trans fólki, er í raun dauðadómur fyrir flest allt trans fólk. Þetta mun einnig hafa í för með sér að ofbeldisglæpum og morðum á trans fólki, sérstaklega trans konum, eigi eftir að margfaldast, ekki bara í BNA, heldur á heimsvísu. Þá á sjálfsvígum eftir að fjölga og flest allt trans fólk sem það getur, mun fela sig í skápnum á ný, sem er bara alls ekki það sama og það hætti að vera til. Þetta er grafalvarlegt mál og í framtíðinni mun sagan dæma öll þau sem tóku þá ákvörðun að vera meðvirk og styðjandi við þá kúgun og fjöldamorð sem eiga sér stað á einum jaðarsettasta minnihlutahóp mannkyns, þegar á heildina er litið. 1% þeirra ríkustu er í raun á þeirri vegferð að reyna að útrýma jaðarsettasta 1% mannkyns. Auðvitað mun það ekki takast, því það mun alltaf fæðast einstaklingar sem eru trans, alveg eins og það mun alltaf fæðast örvhentir einstaklingar og alveg eins og það er staðreynd að síðasta fíflið er enn ekki fætt. En svo því sé haldið til haga þá er 1% mannkyns um 80 milljón manns og því er eins og þess hatursöfl ætli sér að útrýma öllum Norðurlöndunum ásamt Þýskalandi, svo dæmið sé sett í samhengi sem fólk skilur. Hvað við segjum og gerum hefur áhrif og það mun hafa áhrif til framtíðar. Það að hunsa vandamálið, mun ekki sjálfkrafa leysa það og þetta vitum við öll. Það að halda áfram eins og ekkert skipti máli annað en súrir hrútspungar, handbolti og hitaveitan er leið til glötunar, ekki bara fyrir trans fólk á Íslandi, heldur okkur öll sem þjóðar og þau gildi sem við stöndum fyrir. Við erum kannski bara eitt titrandi smáblóm, en eitt lítið blóm hefur áhrif og ein sterk sameinuð rödd þjóðar hefur áhrif, alveg eins og einstaklingurinn hefur áhrif. Hversu mikilvæg okkar þjóðar á alþjóðagrundu var ekki einmitt rödd Vigdísar Finnbogadóttur? Og hversu mikilvæg var ekki rödd Hörð Torfa fyrir samfélag hinsegin fólks hér á landi? Og hversu mikilvæg voru ekki raddir allra þeirra einstaklinga sem hafa barist og jafnvel dáið fyrir bættum mannréttindum okkar allra? Hversu mikilvæg var ekki einnig rödd Martin Luther King Jr. Þegar hann sagði svo réttilega, sem á enn við í dag og mun eflaust alltaf eiga við: “Our lives begin to end the day we become silent about things that matter.” Það er því hreinlega móðgun við öll þau sem á undan okkur hafa gengið og barist að við þegjum nú, þegar okkar tími er kominn til að standa upp í hárinu á ofríki og ógn nasismans, hvort sem er í BNA eða á heimsvísu. Nú þegar verða þau okkar sem eru trans vör við gífurlega aukningu á anti-trans orðræðu í samfélaginu og nú þegar heyrast raddir hér á okkar eigin ljúfa landi sem vilja fara sömu leið og Trump. Jafnvel er að finna um allan heim, raddir samkynhneigðra einstaklinga sem halda að með því að styðja við anti-trans orðræðu, þá séu þeir óhultir. Bara á vefsíðum hvíta hússins má sjá, þar sem er búið að þurrka út allt LGBTQIA+ efni, að þessi helför hatursins mun ekki og ætlar sér ekki að stoppa eingöngu við trans fólk þegar kemur að hinsegin fólki í heild sinni. Og þó mörg okkar ætla sér að berjast áfram og ætla áfram að reyna að lifa okkar besta lífi, því við hreinlega höfum ekkert annað val, þá eru einnig mörg okkar sem gefast upp og hafa gefist upp gegn ofríki fáfræðis, fordóma og haturs. Þau fóru ekki sjálfviljug til sumarlandsins, heldur voru þau myrt í raun og veru af þessu hatri. Hversu mörg okkar þurfa að deyja til að stjórnvöld annarra landa fordæma þá vegferð sem BNA eru á? Hversu marga hópa þarf til þess að stjórnvöld annarra landa taki eftir og taki alvarlega þessa ógn? Ógn sem er alls ekki bundin við BNA, heldur er vaxandi um allan vestrænan heim, líka hér á Íslandi sem þó hefur státað sig af því að vera fremst á meðal þjóða þegar kemur að mannréttindum minnihlutahópa. En það er heldur ekki bara trans fólk og okkar líf sem er undir í þessari baráttu, heldur líf allra sem á einn eða annan hátt falla ekki snyrtilega inn í réttrúnaðarbox Trumpismans. Birtingamyndirnar eru einnig skýrar og á öld Internetsins og tíðra fréttaflutninga, þá fáum við að sjá hnignun lýðræðisins í beinni, þar sem eitt af fyrstu verkum Trump, fyrir utan að ráðast á trans fólk, var svo gott sem að leggja niður öll störf og stofnanir sem sinntu mannréttindamálum og réttindum allra minnihlutahópa, ekki bara trans fólks. En hryllingurinn stoppar ekki bara þar. Því eins og í hamfara vísindaskáldsögu rétt fyrir endalok mannkyns, þá er nú þegar búið að taka allar hömlur af þróun gervigreindar í BNA og veita fleiri hundruðum milljarða í þróun hennar þrátt fyrir viðvaranir helstu sérfræðinga um þróun gervigreindar og hvaða afleiðingar það kunni að hafa í för með sér að hafa enga varnagla til staðar (Teminator?!). Nú þegar er búið að gefa grænt ljós á að bora, bora og bora eftir olíu og gasi þrátt fyrir að hitastig jarðar er nú komið að þeim þolmörkum sem þjóðir heimsins í sátt við vísindasamfélagið sagði að mætti alls ekki fara yfir! Staðreyndin er hreinlega sú, eins og ég mun halda áfram að reyna að fá ykkur öll til að skylja, að það sem er að gerast í BNA hefur áhrif á okkur öll, áhrif á heiminn sem við búum í og á meðan við tökum ekki skýra og afdráttarlausa afstöðu gegn öllu þessu hatri og reynum að vera bara stillt og prúð og rugga engum bátum, á meðan okkar litla smáblóm gerir lítið annað en að bíða og biðja, þá munum við öll sem hér búum, þjást. Sum okkar fyrr en önnur, en ekkert okkar er undanskilið og ekkert okkar hefur efni á að gera ekki neitt! Fyrst komu þeir á eftir trans fólkinu… Höfundur er hún/she, leikkona, áhættu leikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Alveg eins langt og mitt minni nær, þá man ég eftir því að almennt hneykslaðist fólk á þeim kynslóðum fólks sem stóð hjá og gerði ekki neitt á meðan Nasistar tóku völdin í Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar og hneykslaðist enn meira á aðgerðaleysi stjórnvalda í öðrum löndum vegna uppgangs nasisma og fasisma víða í Evrópu, sérstaklega þó í Þýskalandi og Ítalíu. Nú er sagan að endurtaka sig og við horfum enn og aftur upp á afskiptaleysi og aðgerðaleysi almennra borgara og stjórnvalda víða um heim, gagnvart uppgangi nasisma og fasisma þar sem enn og aftur er byrjað á að ráðast gegn minnihluta hópum. Hvar eru hneykslunarraddirnar núna? Er fólk bara almennt sátt við uppgang og yfirgang fasískra afla í heiminum, eða er fólk, eins og í kringum 1930 svona afskipt af því það heldur að þetta komi því ekki við? En þar gæti almenningur ekki verið meira á rangri vegferð, því fasisminn stoppar aldrei við bara einn hóp og á endanum verða það allir sem tapa. Eins og stendur í frægu ljóði og má yfirfæra á það sem er að gerast í dag, eingöngu byrja á trans fólk í stað sósialista: First they came for the socialists, and I did not speak out—because I was not a socialist. Then they came for the trade unionists, and I did not speak out—because I was not a trade unionist. Then they came for the Jews, and I did not speak out—because I was not a Jew. Then they came for me—and there was no one left to speak for me. —Martin Niemöller Vissulega er við ofurefli að etja þar sem Trump hefur ríkustu menn veraldar í kringum sig og ofsatrúarfólk sem vill helst breyta BNA í ríki á borð við Gilead sem finnst í bókum Margret Atwood, The Handmaid's Tale. En þess mun mikilvægara að við sem teljum okkur vilja virða, ekki bara í orði heldur einnig verki, mannréttindi allra en ekki bara sumra, tökum höndum saman og fordæmum þá vegferð sem nýkjörinn forseti BNA er á. Ísland er agnarsmátt ríki, einungis rétt um 400.000 manns, en hefur samt sem áður rödd og áhrif sem nær til allra heimsálfa þessarar jarðar, sem við eigum öll saman, þar sem jafnvel má finna íslensk spor á Suðurskautslandinu. Einmitt í ljósi þeirra áhrifa sem við sem þjóð höfum er enn brýnna að við setjum þá kröfu á íslensk stjórnvöld og ráðafólk að fordæma opinberlega þessa aðför Trump gegn trans, Intersex, kynsegin, innflytjendum og þegar fram í sakir, öllum þeim hópum sem honum og þeim öflum sem hann í raun vinnur fyrir, hugnast ekki að séu til staðar í fyrirmyndaríkinu. Það er nefnilega ekki léttvæg aðgerð að útrýma fólki lagalega, eins og Trump hefur nú gert gagnvart trans fólki, kynsegin fólki og Intersex fólki, heldur hefur það í för með sér frekari aðför að þessum hópum. Trump hefur sjálfur sagt ætla að stoppa heilbrigðisþjónustu við trans fólk og nú þegar skrifað undir tilskipun þess efnis að trans konur (þrátt fyrir að hafa farið í gegnum kynstaðfestandi ferli og aðgerðir) sem hafa verið dæmdar í fangelsi, skuli þurfa að sitja í karlafangelsum og fái ekki það sín lífsnauðsynlegu lyf. Það að hormónalyf séu tekin af trans fólki, er í raun dauðadómur fyrir flest allt trans fólk. Þetta mun einnig hafa í för með sér að ofbeldisglæpum og morðum á trans fólki, sérstaklega trans konum, eigi eftir að margfaldast, ekki bara í BNA, heldur á heimsvísu. Þá á sjálfsvígum eftir að fjölga og flest allt trans fólk sem það getur, mun fela sig í skápnum á ný, sem er bara alls ekki það sama og það hætti að vera til. Þetta er grafalvarlegt mál og í framtíðinni mun sagan dæma öll þau sem tóku þá ákvörðun að vera meðvirk og styðjandi við þá kúgun og fjöldamorð sem eiga sér stað á einum jaðarsettasta minnihlutahóp mannkyns, þegar á heildina er litið. 1% þeirra ríkustu er í raun á þeirri vegferð að reyna að útrýma jaðarsettasta 1% mannkyns. Auðvitað mun það ekki takast, því það mun alltaf fæðast einstaklingar sem eru trans, alveg eins og það mun alltaf fæðast örvhentir einstaklingar og alveg eins og það er staðreynd að síðasta fíflið er enn ekki fætt. En svo því sé haldið til haga þá er 1% mannkyns um 80 milljón manns og því er eins og þess hatursöfl ætli sér að útrýma öllum Norðurlöndunum ásamt Þýskalandi, svo dæmið sé sett í samhengi sem fólk skilur. Hvað við segjum og gerum hefur áhrif og það mun hafa áhrif til framtíðar. Það að hunsa vandamálið, mun ekki sjálfkrafa leysa það og þetta vitum við öll. Það að halda áfram eins og ekkert skipti máli annað en súrir hrútspungar, handbolti og hitaveitan er leið til glötunar, ekki bara fyrir trans fólk á Íslandi, heldur okkur öll sem þjóðar og þau gildi sem við stöndum fyrir. Við erum kannski bara eitt titrandi smáblóm, en eitt lítið blóm hefur áhrif og ein sterk sameinuð rödd þjóðar hefur áhrif, alveg eins og einstaklingurinn hefur áhrif. Hversu mikilvæg okkar þjóðar á alþjóðagrundu var ekki einmitt rödd Vigdísar Finnbogadóttur? Og hversu mikilvæg var ekki rödd Hörð Torfa fyrir samfélag hinsegin fólks hér á landi? Og hversu mikilvæg voru ekki raddir allra þeirra einstaklinga sem hafa barist og jafnvel dáið fyrir bættum mannréttindum okkar allra? Hversu mikilvæg var ekki einnig rödd Martin Luther King Jr. Þegar hann sagði svo réttilega, sem á enn við í dag og mun eflaust alltaf eiga við: “Our lives begin to end the day we become silent about things that matter.” Það er því hreinlega móðgun við öll þau sem á undan okkur hafa gengið og barist að við þegjum nú, þegar okkar tími er kominn til að standa upp í hárinu á ofríki og ógn nasismans, hvort sem er í BNA eða á heimsvísu. Nú þegar verða þau okkar sem eru trans vör við gífurlega aukningu á anti-trans orðræðu í samfélaginu og nú þegar heyrast raddir hér á okkar eigin ljúfa landi sem vilja fara sömu leið og Trump. Jafnvel er að finna um allan heim, raddir samkynhneigðra einstaklinga sem halda að með því að styðja við anti-trans orðræðu, þá séu þeir óhultir. Bara á vefsíðum hvíta hússins má sjá, þar sem er búið að þurrka út allt LGBTQIA+ efni, að þessi helför hatursins mun ekki og ætlar sér ekki að stoppa eingöngu við trans fólk þegar kemur að hinsegin fólki í heild sinni. Og þó mörg okkar ætla sér að berjast áfram og ætla áfram að reyna að lifa okkar besta lífi, því við hreinlega höfum ekkert annað val, þá eru einnig mörg okkar sem gefast upp og hafa gefist upp gegn ofríki fáfræðis, fordóma og haturs. Þau fóru ekki sjálfviljug til sumarlandsins, heldur voru þau myrt í raun og veru af þessu hatri. Hversu mörg okkar þurfa að deyja til að stjórnvöld annarra landa fordæma þá vegferð sem BNA eru á? Hversu marga hópa þarf til þess að stjórnvöld annarra landa taki eftir og taki alvarlega þessa ógn? Ógn sem er alls ekki bundin við BNA, heldur er vaxandi um allan vestrænan heim, líka hér á Íslandi sem þó hefur státað sig af því að vera fremst á meðal þjóða þegar kemur að mannréttindum minnihlutahópa. En það er heldur ekki bara trans fólk og okkar líf sem er undir í þessari baráttu, heldur líf allra sem á einn eða annan hátt falla ekki snyrtilega inn í réttrúnaðarbox Trumpismans. Birtingamyndirnar eru einnig skýrar og á öld Internetsins og tíðra fréttaflutninga, þá fáum við að sjá hnignun lýðræðisins í beinni, þar sem eitt af fyrstu verkum Trump, fyrir utan að ráðast á trans fólk, var svo gott sem að leggja niður öll störf og stofnanir sem sinntu mannréttindamálum og réttindum allra minnihlutahópa, ekki bara trans fólks. En hryllingurinn stoppar ekki bara þar. Því eins og í hamfara vísindaskáldsögu rétt fyrir endalok mannkyns, þá er nú þegar búið að taka allar hömlur af þróun gervigreindar í BNA og veita fleiri hundruðum milljarða í þróun hennar þrátt fyrir viðvaranir helstu sérfræðinga um þróun gervigreindar og hvaða afleiðingar það kunni að hafa í för með sér að hafa enga varnagla til staðar (Teminator?!). Nú þegar er búið að gefa grænt ljós á að bora, bora og bora eftir olíu og gasi þrátt fyrir að hitastig jarðar er nú komið að þeim þolmörkum sem þjóðir heimsins í sátt við vísindasamfélagið sagði að mætti alls ekki fara yfir! Staðreyndin er hreinlega sú, eins og ég mun halda áfram að reyna að fá ykkur öll til að skylja, að það sem er að gerast í BNA hefur áhrif á okkur öll, áhrif á heiminn sem við búum í og á meðan við tökum ekki skýra og afdráttarlausa afstöðu gegn öllu þessu hatri og reynum að vera bara stillt og prúð og rugga engum bátum, á meðan okkar litla smáblóm gerir lítið annað en að bíða og biðja, þá munum við öll sem hér búum, þjást. Sum okkar fyrr en önnur, en ekkert okkar er undanskilið og ekkert okkar hefur efni á að gera ekki neitt! Fyrst komu þeir á eftir trans fólkinu… Höfundur er hún/she, leikkona, áhættu leikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun