Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2025 13:31 Fyrir góðum tuttugu árum síðan sat ég á bar með góðri vinkonu minni, nánar tiltekið á Ölstofu Kormáks & Skjaldar í þeim reykjarmekki sem þá þótti eðlilegur fyrir bari. Vinkona mín bjó erlendis og alltaf þegar hún kom heim settumst við niður og fórum yfir málin. Oftast kom hún með eitthvert nýtt sjónarhorn og einmitt þarna sat hún og sagði mér að það væri gott að búa á Íslandi. Lífsgæði væru frekar mikil og þægilegt að vera til. Ég reyndi eitthvað að malda í móinn, hér væri bæði vont veður og spilling og eflaust tíndi ég fleira til sem þá var í deiglunni. Hún gaf sig ekki, en bætti því að það sem gæti gert Ísland betra væri fólksfjölgun. „Við þurfum að ná milljón,“ sagði hún, það væri einfaldlega betra að vera fleiri við að halda úti góðu og réttlátu samfélagi. Ljóst var að við myndum ekki ná því hratt með tveimur komma eitthvað börnum á hverja konu samkvæmt mældri fæðingartíðni þess tíma. Fólksfjölgunin þyrfti að koma til með öðrum hætti. Úr 1% í 17% Þetta ár var 1% félagsfólks VR af erlendu bergi brotið og um 7% starfandi á vinnumarkaði voru innflytjendur. Frjálst flæði fólks hafði tekið gildi, nokkuð sem margir óttuðust að myndi fara illa með bæði vinnumarkað og samfélag. Og þótt fjöldi fólks væri jákvæður gagnvart aukinni fjölbreytni, þá var það ekki algengt sjónarmið að fólksfjölgun með innflutningi ætti beinlínis að vera markmið í sjálfu sér. Síðan þá hefur mikið breyst. Um 17% félagsfólks VR kemur erlendis frá og starfar við ýmis ólík störf. Sum þeirra standa vaktina í Krónunni og önnur leggja lóð á vogarskálarnar við framleiðslu gervilima hjá Össuri. Hjá Alvotech starfar fólk af yfir sextíu þjóðernum og allir sem starfa hjá CCP vita að fjölbreytni er stór þáttur í velgengni fyrirtækisins. Og þegar þú tekur flugið úr landi með Icelandair er ekki ólíklegt að við innritunarborðið sitji aðfluttur Íslendingur sem hefur skapað sér líf á Íslandi. Upptalning eins og þessi gæti haldið áfram lengi, enda er atvinnuþátttaka innflytjenda hærri en innfæddra og það er óhætt að segja að án aðflutts fólks væri gott sem ómögulegt að reka fjölda fyrirtækja og stofnana. Hins vegar er verðugt að staldra við og spyrja hvernig tekist hefur til við að búa til eina heild úr okkur öllum sem nú lifum og störfum á Íslandi. Átaksverkefni um inngildingu VR hleypir í dag af stokkunum átaksverkefni um inngildingu á vinnustöðum. Á árum áður var venjan að tala um aðlögun og í henni fólst að aðflutt fólk ætti að aðlagast þeim sem fyrir voru. Minnihlutinn átti að verða eins og meirihlutinn. Við sem höfum tekið þátt í jafnréttisbaráttunni þekkjum þá áherslu vel frá fyrri tíð að konum á vinnumarkaði væri gert að aðlagast ríkjandi karlamenningu ef þær ætluðu sér framgang í starfi eða yfirleitt til að geta haft skoðanir á málefnum líðandi stundar. Síðar kom í ljós að ríkjandi karlamenning var kannski ekkert sú besta, hvorki fyrir starfsemina né starfsandann. Inngilding færir ábyrgðina hins vegar yfir á hópinn í heild sinni. Í henni felst að við aðlögumst hvert öðru og leyfum fjölbreytileikanum að njóta sín, okkur öllum til heilla. VR hefur iðulega staðið fyrir átaksverkefnum sem fela í sér vitundarvakningu um samfélagsgerðina og áhrif rótgróinna hugmynda á vinnustaðamenningu. Við hefjum nú upp raust okkar, að frumkvæði jafnréttis- og mannréttindanefndar félagsins, til að stuðla að því að innflytjendur á vinnumarkaði njóti sanngjarna kjara og fái móttökur og stuðning sem gerir þeim kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Við hvetjum hvert annað til að horfa til þess hvað við getum gert í okkar eigin starfsumhverfi og með hvaða hætti við getum stuðlað að inngildingu, fremur en útilokun og afturför. Við erum ekki orðin ein milljón, eins og vinkona mín óskaði okkur fyrir tuttugu árum síðan. Við erum hins vegar hætt að reykja inni á skemmtistöðum (blessunarlega) og við höfum lært ýmislegt sem gerir okkur betri í að vera samfélag. Okkur hefur fjölgað, en við eigum talsvert í land með að tryggja að við eigum öll pláss í stærra samfélagi, fáum öll notið virðingar og verðleika okkar. Leggjumst á eitt um að tryggja inngildingu á vinnumarkaði. Kynntu þér málið á www.vr.is. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Sjá meira
Fyrir góðum tuttugu árum síðan sat ég á bar með góðri vinkonu minni, nánar tiltekið á Ölstofu Kormáks & Skjaldar í þeim reykjarmekki sem þá þótti eðlilegur fyrir bari. Vinkona mín bjó erlendis og alltaf þegar hún kom heim settumst við niður og fórum yfir málin. Oftast kom hún með eitthvert nýtt sjónarhorn og einmitt þarna sat hún og sagði mér að það væri gott að búa á Íslandi. Lífsgæði væru frekar mikil og þægilegt að vera til. Ég reyndi eitthvað að malda í móinn, hér væri bæði vont veður og spilling og eflaust tíndi ég fleira til sem þá var í deiglunni. Hún gaf sig ekki, en bætti því að það sem gæti gert Ísland betra væri fólksfjölgun. „Við þurfum að ná milljón,“ sagði hún, það væri einfaldlega betra að vera fleiri við að halda úti góðu og réttlátu samfélagi. Ljóst var að við myndum ekki ná því hratt með tveimur komma eitthvað börnum á hverja konu samkvæmt mældri fæðingartíðni þess tíma. Fólksfjölgunin þyrfti að koma til með öðrum hætti. Úr 1% í 17% Þetta ár var 1% félagsfólks VR af erlendu bergi brotið og um 7% starfandi á vinnumarkaði voru innflytjendur. Frjálst flæði fólks hafði tekið gildi, nokkuð sem margir óttuðust að myndi fara illa með bæði vinnumarkað og samfélag. Og þótt fjöldi fólks væri jákvæður gagnvart aukinni fjölbreytni, þá var það ekki algengt sjónarmið að fólksfjölgun með innflutningi ætti beinlínis að vera markmið í sjálfu sér. Síðan þá hefur mikið breyst. Um 17% félagsfólks VR kemur erlendis frá og starfar við ýmis ólík störf. Sum þeirra standa vaktina í Krónunni og önnur leggja lóð á vogarskálarnar við framleiðslu gervilima hjá Össuri. Hjá Alvotech starfar fólk af yfir sextíu þjóðernum og allir sem starfa hjá CCP vita að fjölbreytni er stór þáttur í velgengni fyrirtækisins. Og þegar þú tekur flugið úr landi með Icelandair er ekki ólíklegt að við innritunarborðið sitji aðfluttur Íslendingur sem hefur skapað sér líf á Íslandi. Upptalning eins og þessi gæti haldið áfram lengi, enda er atvinnuþátttaka innflytjenda hærri en innfæddra og það er óhætt að segja að án aðflutts fólks væri gott sem ómögulegt að reka fjölda fyrirtækja og stofnana. Hins vegar er verðugt að staldra við og spyrja hvernig tekist hefur til við að búa til eina heild úr okkur öllum sem nú lifum og störfum á Íslandi. Átaksverkefni um inngildingu VR hleypir í dag af stokkunum átaksverkefni um inngildingu á vinnustöðum. Á árum áður var venjan að tala um aðlögun og í henni fólst að aðflutt fólk ætti að aðlagast þeim sem fyrir voru. Minnihlutinn átti að verða eins og meirihlutinn. Við sem höfum tekið þátt í jafnréttisbaráttunni þekkjum þá áherslu vel frá fyrri tíð að konum á vinnumarkaði væri gert að aðlagast ríkjandi karlamenningu ef þær ætluðu sér framgang í starfi eða yfirleitt til að geta haft skoðanir á málefnum líðandi stundar. Síðar kom í ljós að ríkjandi karlamenning var kannski ekkert sú besta, hvorki fyrir starfsemina né starfsandann. Inngilding færir ábyrgðina hins vegar yfir á hópinn í heild sinni. Í henni felst að við aðlögumst hvert öðru og leyfum fjölbreytileikanum að njóta sín, okkur öllum til heilla. VR hefur iðulega staðið fyrir átaksverkefnum sem fela í sér vitundarvakningu um samfélagsgerðina og áhrif rótgróinna hugmynda á vinnustaðamenningu. Við hefjum nú upp raust okkar, að frumkvæði jafnréttis- og mannréttindanefndar félagsins, til að stuðla að því að innflytjendur á vinnumarkaði njóti sanngjarna kjara og fái móttökur og stuðning sem gerir þeim kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Við hvetjum hvert annað til að horfa til þess hvað við getum gert í okkar eigin starfsumhverfi og með hvaða hætti við getum stuðlað að inngildingu, fremur en útilokun og afturför. Við erum ekki orðin ein milljón, eins og vinkona mín óskaði okkur fyrir tuttugu árum síðan. Við erum hins vegar hætt að reykja inni á skemmtistöðum (blessunarlega) og við höfum lært ýmislegt sem gerir okkur betri í að vera samfélag. Okkur hefur fjölgað, en við eigum talsvert í land með að tryggja að við eigum öll pláss í stærra samfélagi, fáum öll notið virðingar og verðleika okkar. Leggjumst á eitt um að tryggja inngildingu á vinnumarkaði. Kynntu þér málið á www.vr.is. Höfundur er formaður VR.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun