24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar 24. janúar 2025 07:02 24. janúar er merkilegur. Þann dag fer Ísland á ,,yfirdrátt” gagnvart vistkerfum Móður jarðar. Samtök fræðimanna sem kenna sig við www.footprintnetwork.org taka saman ítarlegt yfirlit yfir þá skuld sem mannkyn stendur í við Móður jörð. Á síðasta ári markaði fyrsti ágúst svokallaðan Jarðardag, þegar mannkyn í heild fór á yfirdrátt og eyddi auðmagni náttúrunnar (e. biocapacity) umfram það sem jörðin getur gefið af sér. Til að standa undir öllum umsvifum mannkyns á ári þarf 1.7 jarðir. Vistspor Íslands er með því allra stærsta á mann í heiminum. Margar þjóðir, þær ríkustu, sem við berum okkur saman við, kalla á fjórar plánetur ef allir íbúar jarðarinnar lifðu eins og þær. Vistspor vísar í hve mikið auðmagn náttúrunnar er til reiðu með sjálfbærri nýtingu og hins vegar hve mikið er tekið. Íslendingar eru með stóran yfirdrátt: Ef allir lifðu eins og við þyrfti nálægt sjö plánetum. Heimsdagatalið: Hér má sjá dagatal sýnir hvenær í ár hin ýmsu ríki fara á ,,yfirskot”. Katar í byrjun febrúar, svo Lúxemborg og Singapore um miðan febrúa. Dagatalið sýnir ekki Ísland, en ég hef fengið þetta reiknað og við erum 24 janúar!!! Með öðrum orðum: Ef allir lifðu hátt eins og við væri heimurinn kominn á yfirdrátt strax í dag. En af því að við erum svo snemma í árinu og flestir aðrir miklu síðar er hinn mikli skuldadagur heimsins alls í ár væntanlega kringum mánaðamótin júlí-ágúst eins og í fyrra, en það verður tilkynnt í júní. Skuldadagurinn heimafyrir Á www.footprintnetwork.org má líka sjá hve ágengar þjóðir eru í samskiptum við eigin vistkerfi. Hér má sjá landkort sem sýnir ,,inneign” eða ,,yfirdrátt” hinna ýmsu ríkja gagnvart eigin vistkerfum. Skilgreiningin er þessi: Yfirdráttardagurlands er sá dagur sem íbúar þess hafa nýtt jafn mikið úr náttúrunni og vistkerfi landsins endurnýjast á öllu árinu. Í stuttu máli: Fótspor landsins byrjar að fara yfir eigin getu náttúrunnar. Sum lönd taka minna en vistkerfi þeirra standa undir. Flest þau ríku taka mun meira. Reikningur Íslands kemur fram á síðunni. Þar má líka sjá ,,greiðsluhallann” á hvern einstakling meðal þjóða - og Íslendinga líka. Þróunin er sýnd á tímakvarða allt frá árinu 1961.Þarna á síðunni eru mjög fróðleg gögn og jafnvel hægt að taka próf sem sýnir persónulegt álag á vistkerfin fyrir hvern og einn. Þótt Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir auðmagn náttúrunnar (biocapacity) á hvern einstakling er neyslan svo mikil að við förum í stóran yfirdrátt. Kynnið ykkur málin Allir dagar eftir 24. janúar eru það sem við tökum umfram það sem jörðin okkar stendur undir í auðmagni náttúrunnar. Við tölum stundum um burðarþol vistkerfanna. Eða í stóra samhenginu: Þolmörk jarðar. Þær heimildir sem hér eru kynntar eru ítarlegar, rannsóknirnar á bakvið skýrðar og aðferðirnar við mælingarnar ljósar. Höfundur er sjálfstætt starfandi, höfundur og ráðgjafi. Ps. Á Samstöðinni má sjá ítarlegt viðtal um þetta efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Stefán Jón Hafstein Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
24. janúar er merkilegur. Þann dag fer Ísland á ,,yfirdrátt” gagnvart vistkerfum Móður jarðar. Samtök fræðimanna sem kenna sig við www.footprintnetwork.org taka saman ítarlegt yfirlit yfir þá skuld sem mannkyn stendur í við Móður jörð. Á síðasta ári markaði fyrsti ágúst svokallaðan Jarðardag, þegar mannkyn í heild fór á yfirdrátt og eyddi auðmagni náttúrunnar (e. biocapacity) umfram það sem jörðin getur gefið af sér. Til að standa undir öllum umsvifum mannkyns á ári þarf 1.7 jarðir. Vistspor Íslands er með því allra stærsta á mann í heiminum. Margar þjóðir, þær ríkustu, sem við berum okkur saman við, kalla á fjórar plánetur ef allir íbúar jarðarinnar lifðu eins og þær. Vistspor vísar í hve mikið auðmagn náttúrunnar er til reiðu með sjálfbærri nýtingu og hins vegar hve mikið er tekið. Íslendingar eru með stóran yfirdrátt: Ef allir lifðu eins og við þyrfti nálægt sjö plánetum. Heimsdagatalið: Hér má sjá dagatal sýnir hvenær í ár hin ýmsu ríki fara á ,,yfirskot”. Katar í byrjun febrúar, svo Lúxemborg og Singapore um miðan febrúa. Dagatalið sýnir ekki Ísland, en ég hef fengið þetta reiknað og við erum 24 janúar!!! Með öðrum orðum: Ef allir lifðu hátt eins og við væri heimurinn kominn á yfirdrátt strax í dag. En af því að við erum svo snemma í árinu og flestir aðrir miklu síðar er hinn mikli skuldadagur heimsins alls í ár væntanlega kringum mánaðamótin júlí-ágúst eins og í fyrra, en það verður tilkynnt í júní. Skuldadagurinn heimafyrir Á www.footprintnetwork.org má líka sjá hve ágengar þjóðir eru í samskiptum við eigin vistkerfi. Hér má sjá landkort sem sýnir ,,inneign” eða ,,yfirdrátt” hinna ýmsu ríkja gagnvart eigin vistkerfum. Skilgreiningin er þessi: Yfirdráttardagurlands er sá dagur sem íbúar þess hafa nýtt jafn mikið úr náttúrunni og vistkerfi landsins endurnýjast á öllu árinu. Í stuttu máli: Fótspor landsins byrjar að fara yfir eigin getu náttúrunnar. Sum lönd taka minna en vistkerfi þeirra standa undir. Flest þau ríku taka mun meira. Reikningur Íslands kemur fram á síðunni. Þar má líka sjá ,,greiðsluhallann” á hvern einstakling meðal þjóða - og Íslendinga líka. Þróunin er sýnd á tímakvarða allt frá árinu 1961.Þarna á síðunni eru mjög fróðleg gögn og jafnvel hægt að taka próf sem sýnir persónulegt álag á vistkerfin fyrir hvern og einn. Þótt Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir auðmagn náttúrunnar (biocapacity) á hvern einstakling er neyslan svo mikil að við förum í stóran yfirdrátt. Kynnið ykkur málin Allir dagar eftir 24. janúar eru það sem við tökum umfram það sem jörðin okkar stendur undir í auðmagni náttúrunnar. Við tölum stundum um burðarþol vistkerfanna. Eða í stóra samhenginu: Þolmörk jarðar. Þær heimildir sem hér eru kynntar eru ítarlegar, rannsóknirnar á bakvið skýrðar og aðferðirnar við mælingarnar ljósar. Höfundur er sjálfstætt starfandi, höfundur og ráðgjafi. Ps. Á Samstöðinni má sjá ítarlegt viðtal um þetta efni.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun