Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 13:02 Fullkomna fjarstæðu mætti kalla ef nokkurt þeirra fyrirtækja hér á landi sem færa reikningsskil sín í erlendum gjaldmiðlum léti sér detta í hug að halda ótilneydd aftur inn í íslenska krónuhagkerfið. Þessi fyrirtæki eru nú hálft þriðja hundrað með stóran hlut útflutningsframleiðslunnar og fer fjölgandi. Þau kæra sig alls ekki um að fara aftur í krónuhagkerfið og þar með í mun óhagkvæmara rekstrarumhverfi með hærri vöxtum og verri þjónustu frá íslenskum bönkum sem þau sleppa við með því að skipta við erlenda banka í raunverulegri samkeppni. Flest bendir til að innan skamms verði meirihluti reksturs íslenskra fyrirtækja færður í evrum eða dollurum og íslenska krónan komi þar hvergi nærrri. Þar með eru þverhausarnir sem ekki vilja einu sinni skoða að ganga í ESB og taka upp evru búnir að koma málum svo haganlega fyrir að þjóðin og fyrirtæki hennar skiptast í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör. Þetta er sannarlega staðan í dag og öll viðleitni til að losa þessa ósvinnu úr læðingi er lögð að jöfnu við landráð sem er auðvitað eins og hver annar kjánagangur. Þingkona Framsóknar, Ingibjörg Ísaksen, sagði í Mbl. 09.01.25: „Eflaust trúa því einhverjir að innganga í ESB leysi öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum vandræðum okkar í eitt skipti fyrir öll.” Slíkri og þvílíkri skilgreiningu hefur auðvitað enginn heilvita maður haldið fram. Þess vegna eru orð hennar út í hött. Aftur á móti hefur oft verið bent á að stærri gjaldmiðill myndi auðvelda baráttuna við verðbólgu og dýrtíð og von til að sjá árangur til lengri tíma hvað varðar efnahagsstjórn hér á landi; ekki einlægt þessar sveiflur og bráðareddingar sem vísa svo bara aftur á næsta verðbólguskeið með sínum illu afleiðingum eins og við höfum átt að venjast síðustu áratugi með minnsta gjaldmiðil í veröldinni. En til eru þeir stjórnmálamenn sem eiga erfitt með að læra af reynslunni. Nú þegar hafa öll öflugustu útflutningsfyrirtæki landsins forðað sér frá þessu sjálfskaparvíti til evru- eða dollarahagkerfisins; hafa það þess vegna miklu betra og sækjast ekki eftir að komast í hið rómaða krónuhagkerfi sem er einasta ávísun á mun verra rekstrarumhverfi. Unga framsóknarkonan ætlar því greinilega að bera áfram ábyrgð á afleiðingum þess að fyrirtækjum og einstaklingum verði mismunað svo freklega í framtíðinni. Við það skiptist þjóðin í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör og misrétti og mun í framtíðinni vekja alþjóðaathygli fyrir heimóttarleg viðbrögð og skaðlega nesjamennsku. Það er dálagleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fullkomna fjarstæðu mætti kalla ef nokkurt þeirra fyrirtækja hér á landi sem færa reikningsskil sín í erlendum gjaldmiðlum léti sér detta í hug að halda ótilneydd aftur inn í íslenska krónuhagkerfið. Þessi fyrirtæki eru nú hálft þriðja hundrað með stóran hlut útflutningsframleiðslunnar og fer fjölgandi. Þau kæra sig alls ekki um að fara aftur í krónuhagkerfið og þar með í mun óhagkvæmara rekstrarumhverfi með hærri vöxtum og verri þjónustu frá íslenskum bönkum sem þau sleppa við með því að skipta við erlenda banka í raunverulegri samkeppni. Flest bendir til að innan skamms verði meirihluti reksturs íslenskra fyrirtækja færður í evrum eða dollurum og íslenska krónan komi þar hvergi nærrri. Þar með eru þverhausarnir sem ekki vilja einu sinni skoða að ganga í ESB og taka upp evru búnir að koma málum svo haganlega fyrir að þjóðin og fyrirtæki hennar skiptast í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör. Þetta er sannarlega staðan í dag og öll viðleitni til að losa þessa ósvinnu úr læðingi er lögð að jöfnu við landráð sem er auðvitað eins og hver annar kjánagangur. Þingkona Framsóknar, Ingibjörg Ísaksen, sagði í Mbl. 09.01.25: „Eflaust trúa því einhverjir að innganga í ESB leysi öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum vandræðum okkar í eitt skipti fyrir öll.” Slíkri og þvílíkri skilgreiningu hefur auðvitað enginn heilvita maður haldið fram. Þess vegna eru orð hennar út í hött. Aftur á móti hefur oft verið bent á að stærri gjaldmiðill myndi auðvelda baráttuna við verðbólgu og dýrtíð og von til að sjá árangur til lengri tíma hvað varðar efnahagsstjórn hér á landi; ekki einlægt þessar sveiflur og bráðareddingar sem vísa svo bara aftur á næsta verðbólguskeið með sínum illu afleiðingum eins og við höfum átt að venjast síðustu áratugi með minnsta gjaldmiðil í veröldinni. En til eru þeir stjórnmálamenn sem eiga erfitt með að læra af reynslunni. Nú þegar hafa öll öflugustu útflutningsfyrirtæki landsins forðað sér frá þessu sjálfskaparvíti til evru- eða dollarahagkerfisins; hafa það þess vegna miklu betra og sækjast ekki eftir að komast í hið rómaða krónuhagkerfi sem er einasta ávísun á mun verra rekstrarumhverfi. Unga framsóknarkonan ætlar því greinilega að bera áfram ábyrgð á afleiðingum þess að fyrirtækjum og einstaklingum verði mismunað svo freklega í framtíðinni. Við það skiptist þjóðin í tvo hópa sem búa við gjörólík kjör og misrétti og mun í framtíðinni vekja alþjóðaathygli fyrir heimóttarleg viðbrögð og skaðlega nesjamennsku. Það er dálagleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun