Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar 15. janúar 2025 11:32 Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið lífæð fyrir innanlandsflug, sjúkraflug og almenna flugstarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir mikilvægi hans hefur flugvöllurinn verið í hættu undanfarinn áratug vegna markvissra aðgerða í þágu niðurrifs. Árið 2013 lagði Reykjavíkurborg fram aðalskipulag sem fól í sér markvisst niðurrif á Reykjavíkurflugvelli. Í því stóð að neyðarbrautin skildi vera aflögð sama ár, norður-suður brautin yrði aflögð 2016 og flugstarfsemin yrði með öllu aflögð 2024. Þetta var sett fram án þess að nokkar lausnir væru fyrir hendi fyrir þá mikilvægu starfsemi sem fer fram á flugvellinum. Flugsamfélagið mótmælti harðlega og metfjölda undirskrifta safnað fyrir óbreyttri starfsemi vallarins. Þjóðfélagsþrýstingurinn var slíkur að borgin hrökklaðist til baka með aðalskipulagið og neyddist til að semja við ríkið og setja málið í sáttaferil. Sáttin fólst í víðtækri leit að flugvallarstæði, þeirri stærstu hingað til, og að flugvöllurinn fengi að vera áfram á skipulagi. Hliðarsamkomulag var gert sem gerði ráð fyrir lokun einnar af þremur brautum vallarins. Þar voru jafnfram önnur mikilvæg samningsatriði auk þess sem samið var um fellingu trjáa í þágu flugstarfseminnar. Nú, rúmum áratug síðar, má segja að borginni sé að takast með þrengingum og sinnuleysi að ná upphaflegum markmiðum aðalskipulagsins frá 2013. Einni flugbraut hefur verið lokað, Samgöngustofa hefur farið fram á lokun annarrar og uppbygging íbúðahverfa í næsta nágrenni vallarins hefur vakið upp mótmæli íbúa gegn flugstarfsemi. Borgin boðar frekari uppbyggingu íbúahverfa og tréin standa enn. Engar lausnir fyrir mikilvægan og fjölbreyttan flugrekstur eru í sjónmáli. Loforð um að standa vörð um rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar eru orðin tóm. Flugsamfélagið hefur lagt sig fram um að leita sátta og lausna í þessu áratuga þrætumáli. Lausnirnar eru ekki fyrir hendi og sáttin lítil sem engin. Nú er þolinmæðin á þrotum – framtíð Reykjavíkurflugvallar og þeirrar starfsemi sem þar er verður að tryggja áður en það verður of seint. Höfundur er forseti Flugmálafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið lífæð fyrir innanlandsflug, sjúkraflug og almenna flugstarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir mikilvægi hans hefur flugvöllurinn verið í hættu undanfarinn áratug vegna markvissra aðgerða í þágu niðurrifs. Árið 2013 lagði Reykjavíkurborg fram aðalskipulag sem fól í sér markvisst niðurrif á Reykjavíkurflugvelli. Í því stóð að neyðarbrautin skildi vera aflögð sama ár, norður-suður brautin yrði aflögð 2016 og flugstarfsemin yrði með öllu aflögð 2024. Þetta var sett fram án þess að nokkar lausnir væru fyrir hendi fyrir þá mikilvægu starfsemi sem fer fram á flugvellinum. Flugsamfélagið mótmælti harðlega og metfjölda undirskrifta safnað fyrir óbreyttri starfsemi vallarins. Þjóðfélagsþrýstingurinn var slíkur að borgin hrökklaðist til baka með aðalskipulagið og neyddist til að semja við ríkið og setja málið í sáttaferil. Sáttin fólst í víðtækri leit að flugvallarstæði, þeirri stærstu hingað til, og að flugvöllurinn fengi að vera áfram á skipulagi. Hliðarsamkomulag var gert sem gerði ráð fyrir lokun einnar af þremur brautum vallarins. Þar voru jafnfram önnur mikilvæg samningsatriði auk þess sem samið var um fellingu trjáa í þágu flugstarfseminnar. Nú, rúmum áratug síðar, má segja að borginni sé að takast með þrengingum og sinnuleysi að ná upphaflegum markmiðum aðalskipulagsins frá 2013. Einni flugbraut hefur verið lokað, Samgöngustofa hefur farið fram á lokun annarrar og uppbygging íbúðahverfa í næsta nágrenni vallarins hefur vakið upp mótmæli íbúa gegn flugstarfsemi. Borgin boðar frekari uppbyggingu íbúahverfa og tréin standa enn. Engar lausnir fyrir mikilvægan og fjölbreyttan flugrekstur eru í sjónmáli. Loforð um að standa vörð um rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar eru orðin tóm. Flugsamfélagið hefur lagt sig fram um að leita sátta og lausna í þessu áratuga þrætumáli. Lausnirnar eru ekki fyrir hendi og sáttin lítil sem engin. Nú er þolinmæðin á þrotum – framtíð Reykjavíkurflugvallar og þeirrar starfsemi sem þar er verður að tryggja áður en það verður of seint. Höfundur er forseti Flugmálafélags Íslands.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar