Tvö geimför á leið til tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 10:05 Falcon 9 eldflaug SpaceX skotið á loft með tvö tunglför innanborðs. AP/John Raoux Starfsmenn SpaceX skutu í morgun tveimur lendingarförum í einkaeigu af stað til tunglsins. Annað geimfarið er í eigu bandarísks fyrirtækisins og hitt í eigu japansks fyrirtækis en geimskotið virðist hafa heppnast vel. Geimförin voru send af stað með Falcon 9 eldflaug SpaceX, sem flaug svo aftur til jarðar og lenti á drónaskipinu Just read the instructions. A Falcon rocket lifts off from pad 39A in Florida for the 100th time! pic.twitter.com/aIQXrQFEux— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Prufukeyra tækni fyrir mannaðar ferðir Annað lendingarfarið er á vegum bandaríska fyrirtækisins Firefly Aerospace og heitir Blue Ghost. Því er ætlað að lenda á yfirborði tunglsins 2. mars. Lendingarstaðurinn er nærri fjallinu Mons Latreille, sem finna má á basaltsléttunni Mare Crisium. Fyrst mun það þó vera nærri því mánuð á braut um jörðina, áður en það fer af stað til tunglsins. Þar mun það einnig vera í nokkurn tíma á sporbraut áður en það að á lenda á yfirborðinu. Blue Ghost á að nota til rannsókna á tunglinu og til að prufukeyra tækni fyrir væntanlegar mannaðar geimferðir til tunglsins. Deployment of @Firefly_Space’s Blue Ghost lunar lander confirmed pic.twitter.com/6HpA2Xl7cM— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Í yfirlýsingu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) segir að geimfarið muni bora í yfirborð tunglsins og vera notað til að kanna tækni varðandi staðsetningarbúnað á tunglinu, geislunarþolinn tölvubúnað og leiðir til að forðast uppsöfnun tunglryks. Tilkynnt var desember að annað geimskot Artemis-áætlunarinnar eigi að fara fram í apríl 2026. Þá á að senda hóp geimfara á braut um tunglið en til stendur að lenda geimförum á tunglinu um mitt ár 2027. Sjá einnig: Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Einnig er vonast til þess að gögn frá geimfarinu geti svarað spurningum um áhrif geimveðurs á aðstæður hér á jörðinni. Með lítið hús til tunglsins Hitt geimfarið er á vegum japanska fyrirtækisins ispace og ber nafnið Resilience. Það mun vera nokkuð lengur á leiðinni til tunglsins og á að lenda þar eftir fjóra til fimm mánuði. Um borð í Resilience er lítil tungljeppi sem kallast Tenacious en hann á að nota til að safna tunglryki. Geimfarið ber einnig ýmsan vísindabúnað. Deployment of the @ispace_inc RESILIENCE lunar lander confirmed pic.twitter.com/ep3N05MkTm— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Þetta verður í annað sinn sem starfsmenn ispace reyna að lenda geimfari á yfirborði tunglsins. Það reyndu þeir síðast í apríl 2023 en hugbúnaðargalli leiddi til þess að lendingarfarið slökkti á hreyflum sínum hátt yfir yfirborði tunglsins og brotlenti því með tilheyrandi látum. Vísindabúnaðurinn um borð í Resilience er samkvæmt frétt SpaceNews frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þá er einnig um borð oggulítið hús sem hannað var af Mikael Genberg, sænskum listamanni, og ber nafnið Moonhouse. Bandaríkin Tunglið Geimurinn Japan Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Geimförin voru send af stað með Falcon 9 eldflaug SpaceX, sem flaug svo aftur til jarðar og lenti á drónaskipinu Just read the instructions. A Falcon rocket lifts off from pad 39A in Florida for the 100th time! pic.twitter.com/aIQXrQFEux— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Prufukeyra tækni fyrir mannaðar ferðir Annað lendingarfarið er á vegum bandaríska fyrirtækisins Firefly Aerospace og heitir Blue Ghost. Því er ætlað að lenda á yfirborði tunglsins 2. mars. Lendingarstaðurinn er nærri fjallinu Mons Latreille, sem finna má á basaltsléttunni Mare Crisium. Fyrst mun það þó vera nærri því mánuð á braut um jörðina, áður en það fer af stað til tunglsins. Þar mun það einnig vera í nokkurn tíma á sporbraut áður en það að á lenda á yfirborðinu. Blue Ghost á að nota til rannsókna á tunglinu og til að prufukeyra tækni fyrir væntanlegar mannaðar geimferðir til tunglsins. Deployment of @Firefly_Space’s Blue Ghost lunar lander confirmed pic.twitter.com/6HpA2Xl7cM— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Í yfirlýsingu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) segir að geimfarið muni bora í yfirborð tunglsins og vera notað til að kanna tækni varðandi staðsetningarbúnað á tunglinu, geislunarþolinn tölvubúnað og leiðir til að forðast uppsöfnun tunglryks. Tilkynnt var desember að annað geimskot Artemis-áætlunarinnar eigi að fara fram í apríl 2026. Þá á að senda hóp geimfara á braut um tunglið en til stendur að lenda geimförum á tunglinu um mitt ár 2027. Sjá einnig: Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Einnig er vonast til þess að gögn frá geimfarinu geti svarað spurningum um áhrif geimveðurs á aðstæður hér á jörðinni. Með lítið hús til tunglsins Hitt geimfarið er á vegum japanska fyrirtækisins ispace og ber nafnið Resilience. Það mun vera nokkuð lengur á leiðinni til tunglsins og á að lenda þar eftir fjóra til fimm mánuði. Um borð í Resilience er lítil tungljeppi sem kallast Tenacious en hann á að nota til að safna tunglryki. Geimfarið ber einnig ýmsan vísindabúnað. Deployment of the @ispace_inc RESILIENCE lunar lander confirmed pic.twitter.com/ep3N05MkTm— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Þetta verður í annað sinn sem starfsmenn ispace reyna að lenda geimfari á yfirborði tunglsins. Það reyndu þeir síðast í apríl 2023 en hugbúnaðargalli leiddi til þess að lendingarfarið slökkti á hreyflum sínum hátt yfir yfirborði tunglsins og brotlenti því með tilheyrandi látum. Vísindabúnaðurinn um borð í Resilience er samkvæmt frétt SpaceNews frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þá er einnig um borð oggulítið hús sem hannað var af Mikael Genberg, sænskum listamanni, og ber nafnið Moonhouse.
Bandaríkin Tunglið Geimurinn Japan Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent