Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar 10. janúar 2025 12:02 Blaðamenn Morgunblaðsins hafa verið ræstir út á yfirsnúningi til að reyna að skapa þá ásýnd að landsbyggðarþingmenn séu að sækja sér aukapening með því að skrá lögheimili sín í þeim kjördæmum sem þeir eru þingmenn fyrir. Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun, heldur hefur hún fyrst og fremst snúist um að sverta þingmenn Flokks fólksins. Væntanlega er það vegna þess að ritstjórn Morgunblaðsins telur flokkinn vera höfuðandstæðinga auðmannanna sem eiga blaðið. Áratugum saman hafa slíkar greiðslur verið greiddar, stærstur hluti þeirra til þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, án þess að Morgunblaðið hafi gefið því gaum, en um leið og Flokkur fólksins kemst í ríkisstjórn, þá þykir Morgunblaðinu mjög mikilvægt að taka þetta til ítarlegrar umfjöllunar. Staðreyndin er sú að allir þingmenn landsbyggðarkjördæma fá þessar greiðslur óháð skráðu lögheimili, enda eru þær lögbundnar og ætlaðar til að gera þeim kleift að sinna hlutverki sínu gagnvart kjósendum kjördæmisins. Ef við tökum mig sem dæmi, nýkjörinn þingmann Norðausturkjördæmis, þá er heimili mitt annars vegar á Sauðárkróki, þar sem ég hef búið um áratugaskeið og hins vegar er ég með aðsetur hjá aldraðri móður minni í Norðurmýrinni í Reykjavík. Lögheimilið er engu að síður á Laugarvegi á Siglufirði, hjá skyldfólki þar sem ég hef haft annan fótinn inn á heimilinu frá barnæsku, m.a. þegar ég vann í fiski hjá Þormóði ramma. Ég hef engan ávinning af því að skrá lögheimili mitt á Siglufirði, annan en að geta kosið mig sjálfan í Alþingiskosningum. En mér finnst bæði sjálfsagt og eðlilegt að útsvarið mitt renni til þess kjördæmis sem ég er kjörinn fulltrúi fyrir. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Blaðamenn Morgunblaðsins hafa verið ræstir út á yfirsnúningi til að reyna að skapa þá ásýnd að landsbyggðarþingmenn séu að sækja sér aukapening með því að skrá lögheimili sín í þeim kjördæmum sem þeir eru þingmenn fyrir. Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun, heldur hefur hún fyrst og fremst snúist um að sverta þingmenn Flokks fólksins. Væntanlega er það vegna þess að ritstjórn Morgunblaðsins telur flokkinn vera höfuðandstæðinga auðmannanna sem eiga blaðið. Áratugum saman hafa slíkar greiðslur verið greiddar, stærstur hluti þeirra til þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, án þess að Morgunblaðið hafi gefið því gaum, en um leið og Flokkur fólksins kemst í ríkisstjórn, þá þykir Morgunblaðinu mjög mikilvægt að taka þetta til ítarlegrar umfjöllunar. Staðreyndin er sú að allir þingmenn landsbyggðarkjördæma fá þessar greiðslur óháð skráðu lögheimili, enda eru þær lögbundnar og ætlaðar til að gera þeim kleift að sinna hlutverki sínu gagnvart kjósendum kjördæmisins. Ef við tökum mig sem dæmi, nýkjörinn þingmann Norðausturkjördæmis, þá er heimili mitt annars vegar á Sauðárkróki, þar sem ég hef búið um áratugaskeið og hins vegar er ég með aðsetur hjá aldraðri móður minni í Norðurmýrinni í Reykjavík. Lögheimilið er engu að síður á Laugarvegi á Siglufirði, hjá skyldfólki þar sem ég hef haft annan fótinn inn á heimilinu frá barnæsku, m.a. þegar ég vann í fiski hjá Þormóði ramma. Ég hef engan ávinning af því að skrá lögheimili mitt á Siglufirði, annan en að geta kosið mig sjálfan í Alþingiskosningum. En mér finnst bæði sjálfsagt og eðlilegt að útsvarið mitt renni til þess kjördæmis sem ég er kjörinn fulltrúi fyrir. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun