Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir og Trausti Björgvinsson skrifa 8. janúar 2025 17:02 Í dag sitjum við uppi með risavaxið grænt gímald við Álfabakka og í Hlíðarendahverfi eru íbúar að fara að missa dagsbirtu og útsýni vegna nágrannabyggingar sem er að fara að rísa. Þessi dæmi uppfylla núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð hvað varðar dagsljós og útsýni. Dagsljós og útsýni íbúa á þessum svæðum hefur verið skert til muna með tilheyrandi afleiðingum fyrir þeirra heilsu og vellíðan. Augljóst þykir að núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð tryggir ekki rétt fólksins til dagsljóss og útsýnis. Núverandi skipulagsreglugerð kveður á um að taka skal tillit til sólarhæðar og skuggavarps við ákvörðun um fjarlægð milli byggingarreita. Í reglugerðinni er hins vegar ekki skilgreint hvað væri ásættanlegt skuggavarp. Þegar skilagögn með deiliskipulagi eru skoðuð þá virðast hönnuðir afhenda skuggavörp á jafndægri og á sumarsólstöðum ca. á bilinu kl. 8-16. Þetta eru bestu aðstæður þar sem einungis er skoðaður tími sem sólin er hæst á lofti yfir betri helmingi ársins þegar kemur að ljósvist. Gögnunum er yfirleitt skilað í tvívídd sem sýnir hvernig skuggarnir leggjast yfir umrædda lóð og aðliggjandi lóðir. Svo virðist sem skil á gögnum um skuggavarp uppfylli kröfur núverandi skipulagsreglugerðar óháð því hversu mikið skuggavarp í raun og veru er til staðar. Þróunaraðilar mannvirkja geta því undir núverandi skipulagsreglugerð byggt án nokkurs tillits til skuggavarps því það er ekki skilgreint hversu mikið skuggavarp er ásættanlegt. Hvað er til ráða? Lausnin liggur í auknum skýrleika regluverks. Við einföldum regluverkið á þrennan hátt. Í fyrsta lagi með því að skýra hvers óskað er af hönnuðum varðandi gæði. Í öðru lagi með því að skýra hvaða gögnum þarf að skila inn til að sýna fram á gæðin og í þriðja lagi með því að skýra hvað gögnin þurfa að innihalda. Þá er hægt að yfirfara sambærileg gögn og flýta fyrir afgreiðslu. Þannig er markmiðinu náð um einfaldað regluverk. Við einföldum regluverkið með því að skilgreina ásættanlegt skuggavarp og þannig eyðum við efa og flækjustigi sem annars verður túlkunaratriði þeirra sem að koma að málinu. Því þegar kröfurnar eru óskýrar verða niðurstöðurnar eftir því og græn gímöld rísa við hliðina á íbúðarhúsnæði. Það sýnir sagan. Þegar kröfur til skuggavarps eru skýrar og byggðar á vísindalegum grunni þá er einfalt fyrir alla að meta, hanna og byggja mannvirki í sátt við nærumhverfið. Ef okkur langar til að skilgreina ásættanlegt skuggavarp væri hægt að tilgreina hvaða dagsetningar og tíma dags á að sýna skuggavörp. Það er einnig hægt að tilgreina hvar skuggarnir mega liggja og hve lengi. Sem dæmi um þetta eru viðmið í núgildandi Aðalskiplagi Reykjavíkurborgar um að helmingur dvalarsvæðis skuli vera skuggalaus þann 1. maí í fimm klukkustundir á tímabilinu kl. 9-17. Önnur lönd setja sem dæmi viðmið um að úthliðar byggingar séu skuggalausar í ákveðinn fjölda klukkutíma á dag, auk viðmiða um skuggalausa fjarlægð frá útveggjum í ákveðinn fjölda klukkustunda dagsins. Þannig er verið að skoða möguleika fyrir aðkomu sólar inn um glugga, á svalir, á gangstéttir eða garðsvæði upp við byggingar. Núverandi byggingareglugerð segir að hanna og byggja skuli þannig að öll birtuskilyrði og ljósmagn sé í fullu samræmi við þá starfsemi sem fer fram við eða innan mannvirkisins. Fyrir kröfur fyrir raflýsingu er vísað í staðal fyrir atvinnustarfsemi en fyrir dagsljós eru engar kröfur. Það eru kröfur um hve stór gluggaflötur skal vera sem hlutfall af gólffleti en það segir okkur ekkert um ljósið sem kemur inn um þá glugga þegar við erum farin að byggja fimm hæða byggingar í nokkra metra fjarlægð frá viðeigandi glugga. Í samráðsgátt stjórnvalda liggur fyrir tillaga að breytingu á byggingarreglugerð fyrir Ljósvist sem skýrir hvaða kröfur eru gerðar til að tryggja lágmarksgæði í byggingum.1 Þessar breytingartillögur þurfa að taka gildi og samráðsgáttin gerir ráð fyrir að gildistíminn sé 1. mars næst komandi. Ef sú innleiðing á að takast vel þurfa leiðbeiningar að liggja fyrir við gildistöku og ekki er hafin vinna við það að undirrituðum vitandi. Höfundar fagna því mikið að það sé yfirlýst markmið nýrrar ríkistjórnar að regluverk í mannvirkja- og skipulagsmálum verði einfaldað! Núna verður spennandi að sjá hversu hratt skýrleikinn getur komið inn til að koma í veg fyrir fleiri skipulagsslys með tilheyrandi afleiðingum fyrir kostnað og heilsu þjóðar. Höfundar eru annars vegar PHD-verkfræðingur hjá Lotu og hins vegar framkvæmdarstjóri Lotu og stuðningsmaður betri ljósvistar í lífi fólks. 1 https://island.is/samradsgatt/mal/3843 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag sitjum við uppi með risavaxið grænt gímald við Álfabakka og í Hlíðarendahverfi eru íbúar að fara að missa dagsbirtu og útsýni vegna nágrannabyggingar sem er að fara að rísa. Þessi dæmi uppfylla núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð hvað varðar dagsljós og útsýni. Dagsljós og útsýni íbúa á þessum svæðum hefur verið skert til muna með tilheyrandi afleiðingum fyrir þeirra heilsu og vellíðan. Augljóst þykir að núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð tryggir ekki rétt fólksins til dagsljóss og útsýnis. Núverandi skipulagsreglugerð kveður á um að taka skal tillit til sólarhæðar og skuggavarps við ákvörðun um fjarlægð milli byggingarreita. Í reglugerðinni er hins vegar ekki skilgreint hvað væri ásættanlegt skuggavarp. Þegar skilagögn með deiliskipulagi eru skoðuð þá virðast hönnuðir afhenda skuggavörp á jafndægri og á sumarsólstöðum ca. á bilinu kl. 8-16. Þetta eru bestu aðstæður þar sem einungis er skoðaður tími sem sólin er hæst á lofti yfir betri helmingi ársins þegar kemur að ljósvist. Gögnunum er yfirleitt skilað í tvívídd sem sýnir hvernig skuggarnir leggjast yfir umrædda lóð og aðliggjandi lóðir. Svo virðist sem skil á gögnum um skuggavarp uppfylli kröfur núverandi skipulagsreglugerðar óháð því hversu mikið skuggavarp í raun og veru er til staðar. Þróunaraðilar mannvirkja geta því undir núverandi skipulagsreglugerð byggt án nokkurs tillits til skuggavarps því það er ekki skilgreint hversu mikið skuggavarp er ásættanlegt. Hvað er til ráða? Lausnin liggur í auknum skýrleika regluverks. Við einföldum regluverkið á þrennan hátt. Í fyrsta lagi með því að skýra hvers óskað er af hönnuðum varðandi gæði. Í öðru lagi með því að skýra hvaða gögnum þarf að skila inn til að sýna fram á gæðin og í þriðja lagi með því að skýra hvað gögnin þurfa að innihalda. Þá er hægt að yfirfara sambærileg gögn og flýta fyrir afgreiðslu. Þannig er markmiðinu náð um einfaldað regluverk. Við einföldum regluverkið með því að skilgreina ásættanlegt skuggavarp og þannig eyðum við efa og flækjustigi sem annars verður túlkunaratriði þeirra sem að koma að málinu. Því þegar kröfurnar eru óskýrar verða niðurstöðurnar eftir því og græn gímöld rísa við hliðina á íbúðarhúsnæði. Það sýnir sagan. Þegar kröfur til skuggavarps eru skýrar og byggðar á vísindalegum grunni þá er einfalt fyrir alla að meta, hanna og byggja mannvirki í sátt við nærumhverfið. Ef okkur langar til að skilgreina ásættanlegt skuggavarp væri hægt að tilgreina hvaða dagsetningar og tíma dags á að sýna skuggavörp. Það er einnig hægt að tilgreina hvar skuggarnir mega liggja og hve lengi. Sem dæmi um þetta eru viðmið í núgildandi Aðalskiplagi Reykjavíkurborgar um að helmingur dvalarsvæðis skuli vera skuggalaus þann 1. maí í fimm klukkustundir á tímabilinu kl. 9-17. Önnur lönd setja sem dæmi viðmið um að úthliðar byggingar séu skuggalausar í ákveðinn fjölda klukkutíma á dag, auk viðmiða um skuggalausa fjarlægð frá útveggjum í ákveðinn fjölda klukkustunda dagsins. Þannig er verið að skoða möguleika fyrir aðkomu sólar inn um glugga, á svalir, á gangstéttir eða garðsvæði upp við byggingar. Núverandi byggingareglugerð segir að hanna og byggja skuli þannig að öll birtuskilyrði og ljósmagn sé í fullu samræmi við þá starfsemi sem fer fram við eða innan mannvirkisins. Fyrir kröfur fyrir raflýsingu er vísað í staðal fyrir atvinnustarfsemi en fyrir dagsljós eru engar kröfur. Það eru kröfur um hve stór gluggaflötur skal vera sem hlutfall af gólffleti en það segir okkur ekkert um ljósið sem kemur inn um þá glugga þegar við erum farin að byggja fimm hæða byggingar í nokkra metra fjarlægð frá viðeigandi glugga. Í samráðsgátt stjórnvalda liggur fyrir tillaga að breytingu á byggingarreglugerð fyrir Ljósvist sem skýrir hvaða kröfur eru gerðar til að tryggja lágmarksgæði í byggingum.1 Þessar breytingartillögur þurfa að taka gildi og samráðsgáttin gerir ráð fyrir að gildistíminn sé 1. mars næst komandi. Ef sú innleiðing á að takast vel þurfa leiðbeiningar að liggja fyrir við gildistöku og ekki er hafin vinna við það að undirrituðum vitandi. Höfundar fagna því mikið að það sé yfirlýst markmið nýrrar ríkistjórnar að regluverk í mannvirkja- og skipulagsmálum verði einfaldað! Núna verður spennandi að sjá hversu hratt skýrleikinn getur komið inn til að koma í veg fyrir fleiri skipulagsslys með tilheyrandi afleiðingum fyrir kostnað og heilsu þjóðar. Höfundar eru annars vegar PHD-verkfræðingur hjá Lotu og hins vegar framkvæmdarstjóri Lotu og stuðningsmaður betri ljósvistar í lífi fólks. 1 https://island.is/samradsgatt/mal/3843
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar