Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 7. janúar 2025 22:00 Tinna Guðrún Alexandersdóttir spilaði vel fyrir Haukana í kvöld. Vísir/Diego Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar þrettánda umferð Bónus deild kvenna hóf göngu sína í kvöld. Haukar sitja í toppsæti deildarinnar en Njarðvík er í þéttum pakka rétt á eftir. Haukar styrktu stöðu sína á toppnum með sjö stiga sigri 75-82. Það voru Haukar sem tóku uppkastið og fóru strax að keyra á Njarðvíkurliðið. Diamond Alexis Battles setti fyrstu stig leiksins á töfluna fyrir gestina sem lagði svolítið tóninn fyrir hvað koma skyldi. Gestirnir og topplið deildarinnar sýndi á köflum af hverju þær eru á þeim stað sem þær eru með frábærum körfubolta. Haukar virtust skora úr nánast öllum skotum sem þær tóku og flugu snemma fram úr Njarðvíkurliðinu sem virkaði bara hálf slegið við þessa byrjun gestanna. Haukar voru sanngjarnt yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-30. Annar leikhluti byrjaði virkilega vel fyrir gestina og náðu þær að safna í gott forskot á Njarðvíkurliðið sem virtist ekki eiga nein svör. Haukar náði í sautján stiga forskot þegar best lét. Njarðvík var hins vegar ekkert á þeim buxunum að leggja árar í bát þrátt fyrir smá mótlæti og gerðu frábærlega í að saxa niður forskotið fyrir hálfleikinn. Þær náðu flottri endurkomu og náðu að vinna forskotið niður í aðeins fjögur stig fyrir hálfleikinn,47-51. Hauka komu betur út í seinni hálfleikinn og náði fljótt tökum á leiknum í þriðja leikhluta. Þær náðu að slíta sig aðeins frá Njarðvík en náðu þó ekki að hrista þær alveg af sér. Njarðvík náði góðu áhlaupi þegar leið á leikhlutann en flottur endir frá Haukum skilaði þeim skör framar með níu stiga forskot, 66-75. Gríðarleg barátta er það sem einkenndi einna helst fjórða leikhluta. Varnir beggja liða voru að halda þokkalega og þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum voru aðeins kominn sitthvor tvö stigin á töfluna frá liðunum. Varnir beggja liða voru að halda virkilega vel. Njarðvík fékk tækifæri til þess að hóta alvöru endurkomu og sömuleiðis fengu Haukar tækifæri til þess að ganga frá leiknum endanlega. Það fór svo að Haukar höfðu á endanum betur og fóru með stigin tvö með sér í hafnarfjörðin eftir sjö stiga sigur, 75-82. Atvik leiksins Erfitt að setja puttann á eitthvað eitt móment sérstaklega. Haukar hittu nánast af vild í fyrri hálfleik og spiluðu gríðarlega vel. Á sama tíma átti Njarðvík gott áhlaup til baka til að saxa á sautján stiga forskot. Þegar langt var liðið á fjórða leikhluta fékk Njarðvík tækifæri á því að minnka þetta niður og mómentið var svolítið með þeim. Emilie Hesseldal klikkar þá á tveimur vítum og Ena Viso kastar boltanum svo útaf stuttu seinna. Á því mómenti fannst manni trúin svolítið fara úr Njarðvík og Haukar eflast. Stjörnur og skúrkar Lore Devos var mjög flott í kvöld og ekki langt frá því að skila tvöfaldri tvennu með 18 stig og níu fráköst. Var Njarðvíkingum oft á tíðum mjög erfið. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var hrikalega öflug í liði Hauka í kvöld og endaði stigahæst með 23 stig. Var virkilega áberandi sérstaklega í fyrri hálfleik. Brittany Dinkins var mest áberandi í liði Njarðvíkur og setti 19 stig auk þess að gefa ellefu stoðsendingar. Ena Viso var stigahæst í liði Njarðvíkur með 22 stig. Dómarinn Njarðvíkingum fannst eflaust aðeins halla á sig í dómgæslunni í kvöld. Má jafnvel færa einhver rök fyrir því. Að því sögðu er samt erfitt að kenna dómgæslunni um hvernig fór í kvöld. Stemmingin og umgjörð Stemmningin og umgjörð í Njarðvík er alltaf upp á 10,5! Stemningin var heldur dauf í upphafi leiks en rættist aðeins úr henni eftir því sem leið á. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Auðvitað safnast alltaf einhverjir litlir hlutir“ „Svekkelsi að tapa fyrir góðu Haukaliði. Við þurfum bara að bæta ákveðna hluti og áfram gakk,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir tapið í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur sérstaklega í fyrri hálfleik en Njarðvík lenti sautján stigum undir á kafla en náðu að minnka það niður í fjögur stig fyrir hálfleik og var leikurinn mikil barátta eftir það. „Ánægður með að koma þessu í fjögur stig inn í hálfleikinn. Mér leið ekkert illa með stöðuna í hálfleik en það eru fullt af hlutum sem við komum til með að þurfa að kíkja á vídeóinu sem við gerðum ekki nægilega vel,“ sagði Einar Árni. „Þegar maður horfir á þetta svona hratt eftir leik þá eru of mörg „possession“ í öðrum og þriðja leikhluta þar sem við erum að slútta, missum sniðskot og opin þrist. Eitthvað í þeim dúr sem getur alltaf gerst en að andstæðingurinn fái fráköst og opin sniðskot hinu megin er dýrt. Það voru óþarfa körfur, þær skora þrjár körfur í fyrri hálfleik þar sem við erum bara að svindla á plönunum okkar gagnvart skot mönnum þeirra sem er fokdýrt,“ sagði Einar Árni. Einar Árni taldi upp móment í leiknum með tæknifeilum og slæmri ákvarðanatöku og mátti heyra á honum að það hafi kannski verið einna helst verið það sem hafi kastað leiknum frá sínu liði. „Já það er alveg hægt að segja það. Auðvitað safnast alltaf einhverjir litlir hlutir. Leikurinn er nú fallegur út á það. Það eru svo margir litlir hlutir sem að telja þegar stigin eru talin en auðvitað er mjög auðvelt að segja já að það eru móment þar sem við erum búnar að ná þessu niður í fjögur stig og við eigum möguleika á því að fara og koma þessu niður í tvö eða eitt. Við köstum útaf og þær setja þrist og við þurfum að byrja allt upp á nýtt að klippa á þetta. Þetta er langþreytt í þeim efnum,“ sagði Einar Árni. „Ég er samt ánægður með að stelpurnar gáfust aldrei upp og það var bara áræðni og þor. Við fengum fullt af góðum þriggja stiga skotum í seinni eins og í fyrri en það duttu ekki eins mörg í seinni en það er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og láta vaða. Trúa á sig og sitt,“ sagði Einar Árni. Emil Barja er þjálfari kvennaliðs Hauka.Vísir/Diego „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Haukar heimsóttu Njarðvík í IceMar-höllina í kvöld þegar þrettánda umferð Bónus deild kvenna hóf göngu sína. Eftir mikla baráttu og voru það gestirnir frá Hafnarfirði sem styrktu stöðu sína á toppnum með sjö stiga sigri 75-82. „Ótrúlega gott að vinna en mjög skrítinn leikur.“ Sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum og þær voru að setja allt ofan í fyrri hálfleik, kannski ekki mikill varnarleikur en breyttist mikið í seinni hálfleik og vörnin mun þéttari og kannski erfiðari skot. Ég var bara ánægður með að við enduðum sem sigurvegarar.“ Haukar leiddu á kafla með sautján stigum í fyrri hálfleik en fóru þó einungis með fjögurra stiga forskot inn í hálfleikinn. „Hann var mjög mikill rússíbani þessi leikur. Ég var líka mjög ánægður með hvað vörnin okkar kom svolítið saman og þjappaði sér í seinni hálfleik. Við vorum ekki að spila góða vörn fannst mér í fyrri hálfleik og vorum að gefa vitlausum leikmönnum opin skot og þær voru bara að setja skotin sín.“ Emil Barja var virkilega ánægður með vörnina hjá sínu liði í fjórða leikhluta og vildi jafnvel meina að hún hafi siglt þessu yfir línuna fyrir sitt lið. „Varnarleikurinn í fjórða fannst mér bara frábær hjá okkur. Við lokuðum á allt sem að þær reyndu að koma með í endan og mér fannst við mjög þéttar og mjög stífar. Það fannst mér það sem kláraði svolítið leikinn fyrir okkur.“ Það var ekki mikið skorað í fjórða leikhluta sem var lýsandi fyrir baráttuna inni á vellinum undir restina. „Þetta var mjög öðruvísi leikur kannski miðað við fyrri hálfleikinn. Þetta var mikil barátta og svo kom reyndar smá „panic“ hjá mínum stelpum í fjórða. Við vorum að taka mjög snemma skot þegar við hefðum kannski átt aðeins að róa okkur niður og við hefðum geta fundið ennþá betra skot en mjög gott að klára þetta.“ Það er gríðarlega þéttur pakki við topp deildarinnar og sterkur sigur Hauka styrkti stöðu þeirra á toppnum. „Mjög sterkur. Þetta er mjög jafnt núna. Þótt við séum efstar þá er ekki nema einn leikur og ef við hefðum tapað þessu þá veit ég ekki hvort þær hefðu farið fyrir ofan okkur en þá hefði þetta orðið rosalega jafnt þannig það er mjög gott að hafa unnið þessi lið við toppinn og við náum að halda okkur í efsta sæti.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar
Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar þrettánda umferð Bónus deild kvenna hóf göngu sína í kvöld. Haukar sitja í toppsæti deildarinnar en Njarðvík er í þéttum pakka rétt á eftir. Haukar styrktu stöðu sína á toppnum með sjö stiga sigri 75-82. Það voru Haukar sem tóku uppkastið og fóru strax að keyra á Njarðvíkurliðið. Diamond Alexis Battles setti fyrstu stig leiksins á töfluna fyrir gestina sem lagði svolítið tóninn fyrir hvað koma skyldi. Gestirnir og topplið deildarinnar sýndi á köflum af hverju þær eru á þeim stað sem þær eru með frábærum körfubolta. Haukar virtust skora úr nánast öllum skotum sem þær tóku og flugu snemma fram úr Njarðvíkurliðinu sem virkaði bara hálf slegið við þessa byrjun gestanna. Haukar voru sanngjarnt yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-30. Annar leikhluti byrjaði virkilega vel fyrir gestina og náðu þær að safna í gott forskot á Njarðvíkurliðið sem virtist ekki eiga nein svör. Haukar náði í sautján stiga forskot þegar best lét. Njarðvík var hins vegar ekkert á þeim buxunum að leggja árar í bát þrátt fyrir smá mótlæti og gerðu frábærlega í að saxa niður forskotið fyrir hálfleikinn. Þær náðu flottri endurkomu og náðu að vinna forskotið niður í aðeins fjögur stig fyrir hálfleikinn,47-51. Hauka komu betur út í seinni hálfleikinn og náði fljótt tökum á leiknum í þriðja leikhluta. Þær náðu að slíta sig aðeins frá Njarðvík en náðu þó ekki að hrista þær alveg af sér. Njarðvík náði góðu áhlaupi þegar leið á leikhlutann en flottur endir frá Haukum skilaði þeim skör framar með níu stiga forskot, 66-75. Gríðarleg barátta er það sem einkenndi einna helst fjórða leikhluta. Varnir beggja liða voru að halda þokkalega og þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum voru aðeins kominn sitthvor tvö stigin á töfluna frá liðunum. Varnir beggja liða voru að halda virkilega vel. Njarðvík fékk tækifæri til þess að hóta alvöru endurkomu og sömuleiðis fengu Haukar tækifæri til þess að ganga frá leiknum endanlega. Það fór svo að Haukar höfðu á endanum betur og fóru með stigin tvö með sér í hafnarfjörðin eftir sjö stiga sigur, 75-82. Atvik leiksins Erfitt að setja puttann á eitthvað eitt móment sérstaklega. Haukar hittu nánast af vild í fyrri hálfleik og spiluðu gríðarlega vel. Á sama tíma átti Njarðvík gott áhlaup til baka til að saxa á sautján stiga forskot. Þegar langt var liðið á fjórða leikhluta fékk Njarðvík tækifæri á því að minnka þetta niður og mómentið var svolítið með þeim. Emilie Hesseldal klikkar þá á tveimur vítum og Ena Viso kastar boltanum svo útaf stuttu seinna. Á því mómenti fannst manni trúin svolítið fara úr Njarðvík og Haukar eflast. Stjörnur og skúrkar Lore Devos var mjög flott í kvöld og ekki langt frá því að skila tvöfaldri tvennu með 18 stig og níu fráköst. Var Njarðvíkingum oft á tíðum mjög erfið. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var hrikalega öflug í liði Hauka í kvöld og endaði stigahæst með 23 stig. Var virkilega áberandi sérstaklega í fyrri hálfleik. Brittany Dinkins var mest áberandi í liði Njarðvíkur og setti 19 stig auk þess að gefa ellefu stoðsendingar. Ena Viso var stigahæst í liði Njarðvíkur með 22 stig. Dómarinn Njarðvíkingum fannst eflaust aðeins halla á sig í dómgæslunni í kvöld. Má jafnvel færa einhver rök fyrir því. Að því sögðu er samt erfitt að kenna dómgæslunni um hvernig fór í kvöld. Stemmingin og umgjörð Stemmningin og umgjörð í Njarðvík er alltaf upp á 10,5! Stemningin var heldur dauf í upphafi leiks en rættist aðeins úr henni eftir því sem leið á. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Auðvitað safnast alltaf einhverjir litlir hlutir“ „Svekkelsi að tapa fyrir góðu Haukaliði. Við þurfum bara að bæta ákveðna hluti og áfram gakk,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir tapið í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur sérstaklega í fyrri hálfleik en Njarðvík lenti sautján stigum undir á kafla en náðu að minnka það niður í fjögur stig fyrir hálfleik og var leikurinn mikil barátta eftir það. „Ánægður með að koma þessu í fjögur stig inn í hálfleikinn. Mér leið ekkert illa með stöðuna í hálfleik en það eru fullt af hlutum sem við komum til með að þurfa að kíkja á vídeóinu sem við gerðum ekki nægilega vel,“ sagði Einar Árni. „Þegar maður horfir á þetta svona hratt eftir leik þá eru of mörg „possession“ í öðrum og þriðja leikhluta þar sem við erum að slútta, missum sniðskot og opin þrist. Eitthvað í þeim dúr sem getur alltaf gerst en að andstæðingurinn fái fráköst og opin sniðskot hinu megin er dýrt. Það voru óþarfa körfur, þær skora þrjár körfur í fyrri hálfleik þar sem við erum bara að svindla á plönunum okkar gagnvart skot mönnum þeirra sem er fokdýrt,“ sagði Einar Árni. Einar Árni taldi upp móment í leiknum með tæknifeilum og slæmri ákvarðanatöku og mátti heyra á honum að það hafi kannski verið einna helst verið það sem hafi kastað leiknum frá sínu liði. „Já það er alveg hægt að segja það. Auðvitað safnast alltaf einhverjir litlir hlutir. Leikurinn er nú fallegur út á það. Það eru svo margir litlir hlutir sem að telja þegar stigin eru talin en auðvitað er mjög auðvelt að segja já að það eru móment þar sem við erum búnar að ná þessu niður í fjögur stig og við eigum möguleika á því að fara og koma þessu niður í tvö eða eitt. Við köstum útaf og þær setja þrist og við þurfum að byrja allt upp á nýtt að klippa á þetta. Þetta er langþreytt í þeim efnum,“ sagði Einar Árni. „Ég er samt ánægður með að stelpurnar gáfust aldrei upp og það var bara áræðni og þor. Við fengum fullt af góðum þriggja stiga skotum í seinni eins og í fyrri en það duttu ekki eins mörg í seinni en það er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og láta vaða. Trúa á sig og sitt,“ sagði Einar Árni. Emil Barja er þjálfari kvennaliðs Hauka.Vísir/Diego „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Haukar heimsóttu Njarðvík í IceMar-höllina í kvöld þegar þrettánda umferð Bónus deild kvenna hóf göngu sína. Eftir mikla baráttu og voru það gestirnir frá Hafnarfirði sem styrktu stöðu sína á toppnum með sjö stiga sigri 75-82. „Ótrúlega gott að vinna en mjög skrítinn leikur.“ Sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum og þær voru að setja allt ofan í fyrri hálfleik, kannski ekki mikill varnarleikur en breyttist mikið í seinni hálfleik og vörnin mun þéttari og kannski erfiðari skot. Ég var bara ánægður með að við enduðum sem sigurvegarar.“ Haukar leiddu á kafla með sautján stigum í fyrri hálfleik en fóru þó einungis með fjögurra stiga forskot inn í hálfleikinn. „Hann var mjög mikill rússíbani þessi leikur. Ég var líka mjög ánægður með hvað vörnin okkar kom svolítið saman og þjappaði sér í seinni hálfleik. Við vorum ekki að spila góða vörn fannst mér í fyrri hálfleik og vorum að gefa vitlausum leikmönnum opin skot og þær voru bara að setja skotin sín.“ Emil Barja var virkilega ánægður með vörnina hjá sínu liði í fjórða leikhluta og vildi jafnvel meina að hún hafi siglt þessu yfir línuna fyrir sitt lið. „Varnarleikurinn í fjórða fannst mér bara frábær hjá okkur. Við lokuðum á allt sem að þær reyndu að koma með í endan og mér fannst við mjög þéttar og mjög stífar. Það fannst mér það sem kláraði svolítið leikinn fyrir okkur.“ Það var ekki mikið skorað í fjórða leikhluta sem var lýsandi fyrir baráttuna inni á vellinum undir restina. „Þetta var mjög öðruvísi leikur kannski miðað við fyrri hálfleikinn. Þetta var mikil barátta og svo kom reyndar smá „panic“ hjá mínum stelpum í fjórða. Við vorum að taka mjög snemma skot þegar við hefðum kannski átt aðeins að róa okkur niður og við hefðum geta fundið ennþá betra skot en mjög gott að klára þetta.“ Það er gríðarlega þéttur pakki við topp deildarinnar og sterkur sigur Hauka styrkti stöðu þeirra á toppnum. „Mjög sterkur. Þetta er mjög jafnt núna. Þótt við séum efstar þá er ekki nema einn leikur og ef við hefðum tapað þessu þá veit ég ekki hvort þær hefðu farið fyrir ofan okkur en þá hefði þetta orðið rosalega jafnt þannig það er mjög gott að hafa unnið þessi lið við toppinn og við náum að halda okkur í efsta sæti.“