Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Kári Mímisson skrifar 5. janúar 2025 15:15 Frá leik Vals á Hlíðarenda fyrr á tímabilinu. vísir/Diego Valur tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna á þessu ári þegar 12. umferð Bónus deildar karla lauk. Svo fór að lokum að heimamenn unnu fjögra stiga sigur 83-79 eftir afar spennandi leik. Leikurinn fór vel af stað hér í dag en mikið jafnræði var með liðunum framan af. Valsarar náðu að slíta sig aðeins frá gestunum úr Garðabæ undir lok fyrsta leikhluta en tvær þriggja stiga körfur frá Hilmari Smára Henningssyni á lokamínútu leikhlutans gerðu það að verkum að munurinn var aðeins eitt stig. Það var áfram jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta og liðin skiptust á að leiða leikinn. Stjarnan varð þó fyrir áfalli þegar Ægir Þór Steinarsson þurfti að fara af velli eftir að hafa fengið högg í leiknum og spilaði hann því ekki meira með liðinu það sem eftir lifði leiks. Þegar það var um ein mínúta eftir af fyrri hálfleik þá náði Stjarnan ágætis kafla og tókst að fara inn í leikhlé með 7 stiga forskot. Staðan 42- 49 fyrir Stjörnuna í hálfleik. Stjarnan hélt uppteknum hætti til að byrja með í seinni hálfleik en um miðjan þriðja leikhluta kom frábær kafli hjá heimamönnum sem skoruðu 16 stig í röð. Varnarleikur liðsins var á þessum tímapunkti virkilega góður og minnti mikið á þann varnarleik sem stuðningsmenn liðsins þekkja svo vel. Stjarnan vaknaði þó aðeins til lífsins og náði að halda í við Val alveg fram á lokasekúndur leiksins sem voru æsispennandi. Þegar um 20 sekúndur voru eftir af leiknum unnu Stjörnumenn boltann og brunuðu fram. Hilmar Smári fann Shaquille Rombley undir körfunni en þeim hollenska tókst ekki að koma boltanum í körfuna og í staðinn þurftu bláklæddir að brjóta. Taiwo Badmus fór á línuna en tókst aðeins að skora úr öðru sínu seinna víti svo aftur fékk Stjarnan tækifæri til að jafna leikinn. Jase Febres fór í þriggja stiga skot sem geigaði og þaðan fór boltinn út fyrir endalínu. Við þetta myndaðist smá reikistefna hjá dómurum leiksins um það hver ætti boltann. Eftir smá umræður milli þríeykisins fékk Valur boltann. Stjarnan neyddist því aftur til þess að brjóta og í þetta sinn á Kára Jónssyni sem fór á línuna og setti bæði sín skot niður og munurinn því fimm stig þegar lítið var eftir. Hilmar Smári brunaði þó fram og setti niður þriggja stiga körfu og hélt vonum gestanna á floti. Stjarnan náði að brjóta strax í kjölfarið á Adam Ramstedt sem fór á línuna og gulltryggði sigur Valsmann með því að skora úr báðum sínum vítum. Lokatölur af Hlíðarenda því 83-79 fyrir Val sem lyfta sér úr fallsæti með þessum sigri. Atvik leiksins Það eru nokkur atvik sem koma til greina en ég verð þó að setja þetta á þetta þriggja stiga skot sem Jase Febres fór í undir lok leiksins. Ef skotið hefði farið niður þá voru ekki margar sekúndur eftir fyrir Valsmenn til að ná að knýja fram sigur en möguleikinn lifði á meðan enginn vissi hver ætti boltann. Eftir miklar samræður hjá dómurum leiksins þá dæma þeir Val boltann sem ég persónulega held að hafi verið rétt en mér þótti það undarlegt hvað þetta tók langan tíma. Áhorfendur fengu þó ágætis extra spennu í staðinn. Stjörnur og skúrkar Hilmar Smári Henningsson var frábær hjá Stjörnunni og sennilega besti maður vallarins. Þegar allt fór í lás hjá Stjörnunni þá var það í raun bara því Valsmönnum tókst að loka á hann og því miður fyrir gestina þá tókst engum að stíga upp í hans stað. Hilmar Smári endaði með 28 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Orri Gunnarsson átti ekki góðan leik hjá Stjörnunni sem og þá tókst öðrum leikmönnum liðsins ekki að stíga upp þegar liðið þurfti á þeim að halda. Hjá heimamönnum var Taiwo Badmus stigahæstur með 23 stig en næstur á eftir honum var það Kári Jónsson sem skoraði 16 stig. Heilt yfir þótti mér enginn skara fram úr hjá Val í dag og í raun áttu flestir fínan dag. Kristinn Pálsson fann sig ekki en í staðinn stigum menn upp eins og Adam Ramstedt og Hjálmar Stefánsson. Dómararnir Alltaf hægt að segja eitthvað en það er asnalegt að tuða í dómurum vil ég meina. Það eru tvö atvik sem hægt er að ræða. Ég skil ekki hvers vegna það tók svona langan tíma að dæma Val boltann þarna undir lokinn sérstaklega þar sem annar útidómaranna var búinn að benda innkastið fyrir Val. Að lokum held ég að þetta hafi verið rétt. Hitt atvikið er í fyrsta leikhluta og það eftir að Hilmar Smári skorar flautukörfu. Bjallan var klárlega búinn að hringja en ég held að hún hafi farið of snemma af stað og því bara negldu dómararnir bæði þessi atvik vel. Stemning og umgjörð Fín mæting í dag sem ber að fagna enda leiktíminn undarlegur. Þá var einhver annar leikur í gangi á sama tíma í annarri deild, í annarri íþrótt og í öðru landi sem ég ætla ekki að skrifa neitt meira um enda þykir mér það ekki eiga að hafa forgang fyrir leik tveggja liða sem gætu hæglega bæði orðið Íslandsmeistarar í vor. Auðvitað bara pirraður yfir því að tapa Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Jón Gautur Baldur Þór var augljóslega svekktur með tap sinna manna þegar hann mætti í viðtal að leik loknum. „Ég er auðvitað bara pirraður yfir því að tapa, það eru í raun bara þessi fyrstu viðbrögð eftir leikinn.“ Segir Baldur Þór strax að leik loknum. Hvað gerist hjá þínu liði þarna um miðbik þriðja leikhluta þegar Valur kemst nær að jafna leikinn og komast yfir? „Valsmenn gera vel, tekst að stoppa okkur og ná svo að skora nokkrum sinnum auðveldlega í bakið á okkur. Á sama tíma erum við ekki að skora né sækja hratt á þá. Það er í raun það sem gerist þarna í þriðja leikhluta.“ Ægir Þór spilaði lítið með Stjörnunni í dag og fer út af í öðrum leikhluta. Spurður út í ástæðuna á bakvið það segir Baldur að hann hafi orðið fyrir meiðslum. „Það eru bara meiðsli. Hann fær högg snemma leiks og er bara á öðrum fætinum. Þetta er langt tímabil og við tókum bara engar áhættu með hann í dag.“ Stjarnan er á toppi deildarinnar þrátt fyrir tapið hér í dag. Liðið hefur spilað mjög vel það sem af er móti sem kemur kannski ekki mörgum á óvart þar sem liðið gerði vel á leikmannamarkaðnum nú í sumar. Spurður að því hversu sáttur hann sé með spilamennsku liðsins það sem af er vetri segir Baldur eftirfarandi. „Við vorum auðvitað að tapa leik sem ég er ósáttur með en fram að þessum leik þá höfum við verið að spila vel sem ég er ánægður með. Við þurfum að vera betri en við vorum í dag, töpum of mörgum boltum og þeir ná of mikið af sóknarfráköstum. Við þurfum bara að ná þessum leik af okkur á morgun og svo mæta í vinnuna, vera grimmir á hverjum degi og bæta upp fyrir þetta.“ Bónus-deild karla Körfubolti Valur Stjarnan Tengdar fréttir Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn toppliði Stjörnunnar í 12. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Með sigrinum lyftir Valur sér úr fallsæti en Stjarnan er þó enn á toppnum þrátt fyrir þetta tap í dag. 5. janúar 2025 19:17
Valur tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna á þessu ári þegar 12. umferð Bónus deildar karla lauk. Svo fór að lokum að heimamenn unnu fjögra stiga sigur 83-79 eftir afar spennandi leik. Leikurinn fór vel af stað hér í dag en mikið jafnræði var með liðunum framan af. Valsarar náðu að slíta sig aðeins frá gestunum úr Garðabæ undir lok fyrsta leikhluta en tvær þriggja stiga körfur frá Hilmari Smára Henningssyni á lokamínútu leikhlutans gerðu það að verkum að munurinn var aðeins eitt stig. Það var áfram jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta og liðin skiptust á að leiða leikinn. Stjarnan varð þó fyrir áfalli þegar Ægir Þór Steinarsson þurfti að fara af velli eftir að hafa fengið högg í leiknum og spilaði hann því ekki meira með liðinu það sem eftir lifði leiks. Þegar það var um ein mínúta eftir af fyrri hálfleik þá náði Stjarnan ágætis kafla og tókst að fara inn í leikhlé með 7 stiga forskot. Staðan 42- 49 fyrir Stjörnuna í hálfleik. Stjarnan hélt uppteknum hætti til að byrja með í seinni hálfleik en um miðjan þriðja leikhluta kom frábær kafli hjá heimamönnum sem skoruðu 16 stig í röð. Varnarleikur liðsins var á þessum tímapunkti virkilega góður og minnti mikið á þann varnarleik sem stuðningsmenn liðsins þekkja svo vel. Stjarnan vaknaði þó aðeins til lífsins og náði að halda í við Val alveg fram á lokasekúndur leiksins sem voru æsispennandi. Þegar um 20 sekúndur voru eftir af leiknum unnu Stjörnumenn boltann og brunuðu fram. Hilmar Smári fann Shaquille Rombley undir körfunni en þeim hollenska tókst ekki að koma boltanum í körfuna og í staðinn þurftu bláklæddir að brjóta. Taiwo Badmus fór á línuna en tókst aðeins að skora úr öðru sínu seinna víti svo aftur fékk Stjarnan tækifæri til að jafna leikinn. Jase Febres fór í þriggja stiga skot sem geigaði og þaðan fór boltinn út fyrir endalínu. Við þetta myndaðist smá reikistefna hjá dómurum leiksins um það hver ætti boltann. Eftir smá umræður milli þríeykisins fékk Valur boltann. Stjarnan neyddist því aftur til þess að brjóta og í þetta sinn á Kára Jónssyni sem fór á línuna og setti bæði sín skot niður og munurinn því fimm stig þegar lítið var eftir. Hilmar Smári brunaði þó fram og setti niður þriggja stiga körfu og hélt vonum gestanna á floti. Stjarnan náði að brjóta strax í kjölfarið á Adam Ramstedt sem fór á línuna og gulltryggði sigur Valsmann með því að skora úr báðum sínum vítum. Lokatölur af Hlíðarenda því 83-79 fyrir Val sem lyfta sér úr fallsæti með þessum sigri. Atvik leiksins Það eru nokkur atvik sem koma til greina en ég verð þó að setja þetta á þetta þriggja stiga skot sem Jase Febres fór í undir lok leiksins. Ef skotið hefði farið niður þá voru ekki margar sekúndur eftir fyrir Valsmenn til að ná að knýja fram sigur en möguleikinn lifði á meðan enginn vissi hver ætti boltann. Eftir miklar samræður hjá dómurum leiksins þá dæma þeir Val boltann sem ég persónulega held að hafi verið rétt en mér þótti það undarlegt hvað þetta tók langan tíma. Áhorfendur fengu þó ágætis extra spennu í staðinn. Stjörnur og skúrkar Hilmar Smári Henningsson var frábær hjá Stjörnunni og sennilega besti maður vallarins. Þegar allt fór í lás hjá Stjörnunni þá var það í raun bara því Valsmönnum tókst að loka á hann og því miður fyrir gestina þá tókst engum að stíga upp í hans stað. Hilmar Smári endaði með 28 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Orri Gunnarsson átti ekki góðan leik hjá Stjörnunni sem og þá tókst öðrum leikmönnum liðsins ekki að stíga upp þegar liðið þurfti á þeim að halda. Hjá heimamönnum var Taiwo Badmus stigahæstur með 23 stig en næstur á eftir honum var það Kári Jónsson sem skoraði 16 stig. Heilt yfir þótti mér enginn skara fram úr hjá Val í dag og í raun áttu flestir fínan dag. Kristinn Pálsson fann sig ekki en í staðinn stigum menn upp eins og Adam Ramstedt og Hjálmar Stefánsson. Dómararnir Alltaf hægt að segja eitthvað en það er asnalegt að tuða í dómurum vil ég meina. Það eru tvö atvik sem hægt er að ræða. Ég skil ekki hvers vegna það tók svona langan tíma að dæma Val boltann þarna undir lokinn sérstaklega þar sem annar útidómaranna var búinn að benda innkastið fyrir Val. Að lokum held ég að þetta hafi verið rétt. Hitt atvikið er í fyrsta leikhluta og það eftir að Hilmar Smári skorar flautukörfu. Bjallan var klárlega búinn að hringja en ég held að hún hafi farið of snemma af stað og því bara negldu dómararnir bæði þessi atvik vel. Stemning og umgjörð Fín mæting í dag sem ber að fagna enda leiktíminn undarlegur. Þá var einhver annar leikur í gangi á sama tíma í annarri deild, í annarri íþrótt og í öðru landi sem ég ætla ekki að skrifa neitt meira um enda þykir mér það ekki eiga að hafa forgang fyrir leik tveggja liða sem gætu hæglega bæði orðið Íslandsmeistarar í vor. Auðvitað bara pirraður yfir því að tapa Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Jón Gautur Baldur Þór var augljóslega svekktur með tap sinna manna þegar hann mætti í viðtal að leik loknum. „Ég er auðvitað bara pirraður yfir því að tapa, það eru í raun bara þessi fyrstu viðbrögð eftir leikinn.“ Segir Baldur Þór strax að leik loknum. Hvað gerist hjá þínu liði þarna um miðbik þriðja leikhluta þegar Valur kemst nær að jafna leikinn og komast yfir? „Valsmenn gera vel, tekst að stoppa okkur og ná svo að skora nokkrum sinnum auðveldlega í bakið á okkur. Á sama tíma erum við ekki að skora né sækja hratt á þá. Það er í raun það sem gerist þarna í þriðja leikhluta.“ Ægir Þór spilaði lítið með Stjörnunni í dag og fer út af í öðrum leikhluta. Spurður út í ástæðuna á bakvið það segir Baldur að hann hafi orðið fyrir meiðslum. „Það eru bara meiðsli. Hann fær högg snemma leiks og er bara á öðrum fætinum. Þetta er langt tímabil og við tókum bara engar áhættu með hann í dag.“ Stjarnan er á toppi deildarinnar þrátt fyrir tapið hér í dag. Liðið hefur spilað mjög vel það sem af er móti sem kemur kannski ekki mörgum á óvart þar sem liðið gerði vel á leikmannamarkaðnum nú í sumar. Spurður að því hversu sáttur hann sé með spilamennsku liðsins það sem af er vetri segir Baldur eftirfarandi. „Við vorum auðvitað að tapa leik sem ég er ósáttur með en fram að þessum leik þá höfum við verið að spila vel sem ég er ánægður með. Við þurfum að vera betri en við vorum í dag, töpum of mörgum boltum og þeir ná of mikið af sóknarfráköstum. Við þurfum bara að ná þessum leik af okkur á morgun og svo mæta í vinnuna, vera grimmir á hverjum degi og bæta upp fyrir þetta.“
Bónus-deild karla Körfubolti Valur Stjarnan Tengdar fréttir Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn toppliði Stjörnunnar í 12. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Með sigrinum lyftir Valur sér úr fallsæti en Stjarnan er þó enn á toppnum þrátt fyrir þetta tap í dag. 5. janúar 2025 19:17
Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn toppliði Stjörnunnar í 12. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Með sigrinum lyftir Valur sér úr fallsæti en Stjarnan er þó enn á toppnum þrátt fyrir þetta tap í dag. 5. janúar 2025 19:17