Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Aron Guðmundsson skrifar 8. janúar 2025 08:32 Emilía segir það lúxusvandamál að hafa þurft að velja á milli þess að vera gjaldgeng í íslenska eða danska landsliðið í fótbolta. Ákvörðunin var henni erfið en á endanum valdi hún Ísland. Vísir/Einar Emilía Kiær Ásgeirsdóttur segir það hafa verið lúxusvandamál að þurfa að velja á milli íslenska og danska landsliðsins í fótbolta. Á endanum valdi hún Ísland og dreymir um að komast á stórmót með liðinu í sumar. Emilía samdi við þýska stórliðið RB Leipzig fyrir áramót. Fullkominn endapunktur á frábæru ári þar sem að hún tok meðal annars stóra ákvörðun, kaus að leika fyrir íslenska landsliðið, ekki það danska. „Ég held ég hafi farið í gegnum allt þegar að ég var að vega og meta hvað ég vildi gera. Í lokin snerist þetta þó bara um það hvað mig langaði mest til að gera. Báðir staðir eru góðir fyrir fótboltamann að fá landsleiki og það að fá landsleiki er í sjálfu sér bara stór heiður. Þetta var smá lúxusvandamál fyrir mig að hafa því það er æðislegur hluti af fótboltanum að geta verið í lands og spila fyrir þjóð sína. Bæði knattspyrnusamböndin vissu af því að ég vildi taka þessa ákvörðun núna eða væri hið minnsta að hugsa um það. Þá náttúrulega talar maður við báða aðila, heyrir í þeim en allt á góðu nótunum.“ Faðir Emilíu er íslenskur, móðir hennar dönsk og í Danmörku hefur hún að mestu hlotið fótboltalegt uppeldi og meðal annars spilað fyrir yngri landslið Danmerkur. Þau voru ekkert að setja pressu á þig með því að reyna toga þig í aðra hvora áttina? „Nei ekki þannig. Það væri fyndið ef það hefði verið þannig en nei ég á fjölskyldu sem styður mig ótrúlega mikið í því sem að ég geri og því sem að mig finnst skemmtilegt, sem er fótboltinn. Það var bara æðislegt að finna fyrir stuðningi þeirra beggja og traustinu að leyfa mig að taka þessa ákvörðun. Ég veit að þetta var mín ákvörðun og þetta var þægilegt ferli þrátt fyrir að það hafi einnig verið mjög erfitt.“ Emilía kom við sögu í nokkrum landsleikjum með A-landsliði Íslands á síðasta ári. Hér er hún í baráttunni gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna.Vísir/Getty En bæði danskan og íslenskan eru í hávegum hafðar á heimili fjölskyldunnar úti í Danmörku. „Þetta er klárlega öðruvísi en á hefðbundnum heimilum og ef maður myndi taka gesti heim til sín sem þekktu ekki aðstæðurnar hjá okkur þá yrðu þau smá rugluð því við skiptum á milli íslenskunnar og dönskunnar mjög náttúrulega í setningum. Þetta væri því ábyggilega smá skrítið og flókið fyrir aðra en fúnkerar fyrir okkur.“ Fyrstu landsleikir Emilíu fyrir Íslands hönd komu á síðasta ári og hún er þakklát leikmönnum liðsins fyrir að hafa tekið vel á móti sér. Fram undan er stórt ár hjá íslenska landsliðinu, hápunkturinn óneitanlega EM í sumar. Þar vill Emilía vera og telur skref sitt til Leipzig hjálpa. Emilía í treyju RB Leipzig.Mynd: RB Leipzig „Já væntanlega. Ég er að taka þetta skref því ég vil bæta mig sem leikmaður. Ef að ég get gert það þá eykur það líkurnar mínar á að komast á EM sem er stórt markmið. Það að fara á stórmót, og það yrði þá fyrsta stórmótið mitt, er klikkað að hugsa út í. En vonandi líka að með því að bæta mig sem leikmaður get ég líka hjálpað liðinu meira. Þá getum við sem lið náð lengra sem er markmið okkar allra. Það er þess vegna sem við mætum í landsliðið frá mismunandi stöðum.“ Möguleiki á að ná EM sæti sem væri draumur að rætast fyrir Emilíu. „Maður hefur alltaf verið í stofunni heima og horft á stórmótin. Alla leikina hjá bæði Danmörku og Íslandi sem og úrslitaleikina. Það er klikkað að hugsa út í að maður gæti sjálfur verið þar. Þetta er þó það sem maður hugsar út í.“ En með tenginguna við Ísland og Danmörku í huga. Með hvorri þjóðinni myndi Emilía halda ef þær myndu mætast á vellinum í hvaða íþrótt sem er? „Klárlega fylgir því blönduð tilfinning því maður hefur tengingu við bæði löndin. Maður þekkir leikmenn beggja landa. Ég fylgist með áfram með danska landsliðinu jafnvel og ég gerði áður en ég kaus að velja íslenska landsliðið. Ég spila fyrir íslenska landsliðið núna og ef ég er að horfa á leik vil ég náttúrulega að íslensku þjóðinni gangi sem best.“ Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Fótbolti Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, orðið markadrottning og unnið titla, tekur íslenska landsliðskonan í fótbolta. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir nú næsta skref á sínum ferli. Hún hefur samið við þýska liðið RB Leipzig. Hún telur þetta rétta tímapunktinn á sínum ferli til að opna næsta kafla. 3. janúar 2025 09:03 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Emilía samdi við þýska stórliðið RB Leipzig fyrir áramót. Fullkominn endapunktur á frábæru ári þar sem að hún tok meðal annars stóra ákvörðun, kaus að leika fyrir íslenska landsliðið, ekki það danska. „Ég held ég hafi farið í gegnum allt þegar að ég var að vega og meta hvað ég vildi gera. Í lokin snerist þetta þó bara um það hvað mig langaði mest til að gera. Báðir staðir eru góðir fyrir fótboltamann að fá landsleiki og það að fá landsleiki er í sjálfu sér bara stór heiður. Þetta var smá lúxusvandamál fyrir mig að hafa því það er æðislegur hluti af fótboltanum að geta verið í lands og spila fyrir þjóð sína. Bæði knattspyrnusamböndin vissu af því að ég vildi taka þessa ákvörðun núna eða væri hið minnsta að hugsa um það. Þá náttúrulega talar maður við báða aðila, heyrir í þeim en allt á góðu nótunum.“ Faðir Emilíu er íslenskur, móðir hennar dönsk og í Danmörku hefur hún að mestu hlotið fótboltalegt uppeldi og meðal annars spilað fyrir yngri landslið Danmerkur. Þau voru ekkert að setja pressu á þig með því að reyna toga þig í aðra hvora áttina? „Nei ekki þannig. Það væri fyndið ef það hefði verið þannig en nei ég á fjölskyldu sem styður mig ótrúlega mikið í því sem að ég geri og því sem að mig finnst skemmtilegt, sem er fótboltinn. Það var bara æðislegt að finna fyrir stuðningi þeirra beggja og traustinu að leyfa mig að taka þessa ákvörðun. Ég veit að þetta var mín ákvörðun og þetta var þægilegt ferli þrátt fyrir að það hafi einnig verið mjög erfitt.“ Emilía kom við sögu í nokkrum landsleikjum með A-landsliði Íslands á síðasta ári. Hér er hún í baráttunni gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna.Vísir/Getty En bæði danskan og íslenskan eru í hávegum hafðar á heimili fjölskyldunnar úti í Danmörku. „Þetta er klárlega öðruvísi en á hefðbundnum heimilum og ef maður myndi taka gesti heim til sín sem þekktu ekki aðstæðurnar hjá okkur þá yrðu þau smá rugluð því við skiptum á milli íslenskunnar og dönskunnar mjög náttúrulega í setningum. Þetta væri því ábyggilega smá skrítið og flókið fyrir aðra en fúnkerar fyrir okkur.“ Fyrstu landsleikir Emilíu fyrir Íslands hönd komu á síðasta ári og hún er þakklát leikmönnum liðsins fyrir að hafa tekið vel á móti sér. Fram undan er stórt ár hjá íslenska landsliðinu, hápunkturinn óneitanlega EM í sumar. Þar vill Emilía vera og telur skref sitt til Leipzig hjálpa. Emilía í treyju RB Leipzig.Mynd: RB Leipzig „Já væntanlega. Ég er að taka þetta skref því ég vil bæta mig sem leikmaður. Ef að ég get gert það þá eykur það líkurnar mínar á að komast á EM sem er stórt markmið. Það að fara á stórmót, og það yrði þá fyrsta stórmótið mitt, er klikkað að hugsa út í. En vonandi líka að með því að bæta mig sem leikmaður get ég líka hjálpað liðinu meira. Þá getum við sem lið náð lengra sem er markmið okkar allra. Það er þess vegna sem við mætum í landsliðið frá mismunandi stöðum.“ Möguleiki á að ná EM sæti sem væri draumur að rætast fyrir Emilíu. „Maður hefur alltaf verið í stofunni heima og horft á stórmótin. Alla leikina hjá bæði Danmörku og Íslandi sem og úrslitaleikina. Það er klikkað að hugsa út í að maður gæti sjálfur verið þar. Þetta er þó það sem maður hugsar út í.“ En með tenginguna við Ísland og Danmörku í huga. Með hvorri þjóðinni myndi Emilía halda ef þær myndu mætast á vellinum í hvaða íþrótt sem er? „Klárlega fylgir því blönduð tilfinning því maður hefur tengingu við bæði löndin. Maður þekkir leikmenn beggja landa. Ég fylgist með áfram með danska landsliðinu jafnvel og ég gerði áður en ég kaus að velja íslenska landsliðið. Ég spila fyrir íslenska landsliðið núna og ef ég er að horfa á leik vil ég náttúrulega að íslensku þjóðinni gangi sem best.“
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Fótbolti Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, orðið markadrottning og unnið titla, tekur íslenska landsliðskonan í fótbolta. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir nú næsta skref á sínum ferli. Hún hefur samið við þýska liðið RB Leipzig. Hún telur þetta rétta tímapunktinn á sínum ferli til að opna næsta kafla. 3. janúar 2025 09:03 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
„Það er betra að sakna á þennan hátt“ Eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, orðið markadrottning og unnið titla, tekur íslenska landsliðskonan í fótbolta. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir nú næsta skref á sínum ferli. Hún hefur samið við þýska liðið RB Leipzig. Hún telur þetta rétta tímapunktinn á sínum ferli til að opna næsta kafla. 3. janúar 2025 09:03
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti