Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2025 23:00 Sir Jim Ratcliffe ólst upp í Manchester og sem stuðningsmaður Manchester United. Paul Scholes sér engin merki um það og telur að Ratcliffe sé alveg sama um stuðningsmenn félagsins. Getty/Visionhaus/John Peters Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United og ellefufaldur Englandsmeistari með félaginu, er vægast ósáttur með innkomu Sir Jim Ratcliffe og INEOS fyrirtækisins inn í eigandahóp félagsins. Scholes fór svo langt að segja að hann hafi ekki séð neitt jákvætt í því sem INEOS menn hafa gert síðan þeir komu inn í félagið á síðasta ári. Fyrirtæki Ratcliffe eignaðist 27,7 prósent hlut í Manchester United í desember 2023 og jók síðan eignarhlut sinn enn frekar í síðasta mánuði. United hefur aldrei byrjað tímabil verr í ensku úrvalsdeildinni og fyrr í vetur var Erik ten Haag rekinn og Portúgalinn Ruben Amorim ráðinn í staðinn. Kveikjan af mikilli óánægju Scholes eru fréttir um hækkun miðaverðs upp í 66 pund, sem eru rúmlega ellefu þúsund og sex hundruð íslenskar krónur, og að það verði enginn afsláttur gefinn fyrir börn og ellilífeyrisþega. „[INEOS] menn hafa nú stjórnað United í næstum því heilt ár og allt sem er í gangi hjá þeim er neikvætt,“ sagði Scholes í þættinum The Overlap Football Fan Debate. ESPN segir frá. „Ég get ekki talið fram neitt jákvætt af því sem þeir hafa gert fyrir þetta fótboltafélag,“ sagði Scholes. Hver fréttin á fætur annarri af niðurskurði hefur líka hneykslað marga. „Hlutirnir eru að versna inn á fótboltavellinum og hefðu þeir þá ekki bara getað lækkað miðaverðið. Komið fram með eitthvað jákvætt. Hvernig getur þú beðið stuðningsfólk Manchester United um að borga meira miðað við það sem er í gangi inn á vellinum,“ spurði Scholes. „Hvernig geta þessir eigendur verið svo frakkir að hækka miðaverðið? Þetta er líklega versta tímabil félagsins og það fyrsta sem þeir gera er að hækka miðaverðið,“ sagði Scholes. „Það er bara ekkert jákvætt í gangi hjá þessu fótboltafélagi. Liðið er algjört meðallið og þeir gera ekkert fyrir stuðningsmennina,“ sagði Scholes. „Við erum með Sir Jim Ratcliffe sem hefur verið stuðningsmaður United síðan í æsku. Ef við berum hann saman við amerísku eigendurna þá sýnir þetta okkur að honum er alveg sama um fólkið í Manchester,“ sagði Scholes. “If you’ve got a family you’re looking at £300/£400!” 😬Scholsey calls out the crazy ticket prices in the Premier League! 🗣️ pic.twitter.com/IqISKHDvNd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) January 7, 2025 Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Scholes fór svo langt að segja að hann hafi ekki séð neitt jákvætt í því sem INEOS menn hafa gert síðan þeir komu inn í félagið á síðasta ári. Fyrirtæki Ratcliffe eignaðist 27,7 prósent hlut í Manchester United í desember 2023 og jók síðan eignarhlut sinn enn frekar í síðasta mánuði. United hefur aldrei byrjað tímabil verr í ensku úrvalsdeildinni og fyrr í vetur var Erik ten Haag rekinn og Portúgalinn Ruben Amorim ráðinn í staðinn. Kveikjan af mikilli óánægju Scholes eru fréttir um hækkun miðaverðs upp í 66 pund, sem eru rúmlega ellefu þúsund og sex hundruð íslenskar krónur, og að það verði enginn afsláttur gefinn fyrir börn og ellilífeyrisþega. „[INEOS] menn hafa nú stjórnað United í næstum því heilt ár og allt sem er í gangi hjá þeim er neikvætt,“ sagði Scholes í þættinum The Overlap Football Fan Debate. ESPN segir frá. „Ég get ekki talið fram neitt jákvætt af því sem þeir hafa gert fyrir þetta fótboltafélag,“ sagði Scholes. Hver fréttin á fætur annarri af niðurskurði hefur líka hneykslað marga. „Hlutirnir eru að versna inn á fótboltavellinum og hefðu þeir þá ekki bara getað lækkað miðaverðið. Komið fram með eitthvað jákvætt. Hvernig getur þú beðið stuðningsfólk Manchester United um að borga meira miðað við það sem er í gangi inn á vellinum,“ spurði Scholes. „Hvernig geta þessir eigendur verið svo frakkir að hækka miðaverðið? Þetta er líklega versta tímabil félagsins og það fyrsta sem þeir gera er að hækka miðaverðið,“ sagði Scholes. „Það er bara ekkert jákvætt í gangi hjá þessu fótboltafélagi. Liðið er algjört meðallið og þeir gera ekkert fyrir stuðningsmennina,“ sagði Scholes. „Við erum með Sir Jim Ratcliffe sem hefur verið stuðningsmaður United síðan í æsku. Ef við berum hann saman við amerísku eigendurna þá sýnir þetta okkur að honum er alveg sama um fólkið í Manchester,“ sagði Scholes. “If you’ve got a family you’re looking at £300/£400!” 😬Scholsey calls out the crazy ticket prices in the Premier League! 🗣️ pic.twitter.com/IqISKHDvNd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) January 7, 2025
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira