Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. desember 2024 11:40 Beta-börnin munu væntanlega upplifa mikla framþróun í sýndarveruleikatækni sem og annarri tækni. Getty Fyrstu börn nýs árs verða jafnframt fyrstu börnin sem tilheyra nýrri kynslóð, Beta-kynslóðinni. Þau munu lifa með gervigreind frá blautu barnsbeini og finna fyrir alvarlegum afleiðingum hamfarahlýnunar. Lesendur Vísis eru kannski bara nýbúnir að frétta af Alpha-kynslóðinni en það eru börn fædd á bilinu 2010 til 2024. Næsta kynslóð tekur við 1. janúar 2025 og mun teygja sig alveg fram til 2039. Framtíðarfræðingurinn Mark McCrindle, sem fann upp á hugtakinu Alpha-kynslóð árið 2008, segir í bloggfærslu að Beta-kynslóðin muni „erfa heim sem tekst á við gríðarstórar félagslegar breytingar“. Þau muni þurfa að takast á við hamfarahlýnun, stórar breytingar á fólksfjölda og hraða þéttbýlisþróun víða um heim. Á meðan Alpha-börnin fæddust inn í heim þar sem snjallsímar höfðu algjörlega tekið við af hefðbundnum símum þá munu Beta-börnin fæðast í enn snjallvæddari heim þar sem gervigreind fer sífellt vaxandi. Beta-börnin munu því upplifa gríðarlega spennandi en ógnvekjandi tíma og mörg þeirra munu lifa fram á 22. öld. En þau munu líka missa af ýmsu. Þau munu til að mynda ekki fá að sjá margar af glæstustu íþróttastjörnum okkar tíma leika sína íþrótt, svo sem Serenu Williams, Roger Federer, Simone Biles, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og LeBron James (þó síðustu þrír sprikli kannski eitthvað næstu þrjú árin). En þau munu vafalaust sjá eitthvað stórkostlegt í staðinn. Skil milli ólíkra kynslóða eru oft ekki alveg skýr en síðustu kynslóðir eru gróflega á þessa leið: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946 til 1964. Kynslóð X er fólk fætt frá 1965 til 1979. Aldamótakynslóðin er fædd frá 1980 til ársins 1994. Zeta-kynslóðin er fólk sem er fætt 1995 til 2009. Alfa-kynslóðin er fædd á bilinu 2010 til 2024 Beta-kynslóðin tekur við 2025 og teygir sig til 2039 Börn og uppeldi Gervigreind Tímamót Áramót Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Lesendur Vísis eru kannski bara nýbúnir að frétta af Alpha-kynslóðinni en það eru börn fædd á bilinu 2010 til 2024. Næsta kynslóð tekur við 1. janúar 2025 og mun teygja sig alveg fram til 2039. Framtíðarfræðingurinn Mark McCrindle, sem fann upp á hugtakinu Alpha-kynslóð árið 2008, segir í bloggfærslu að Beta-kynslóðin muni „erfa heim sem tekst á við gríðarstórar félagslegar breytingar“. Þau muni þurfa að takast á við hamfarahlýnun, stórar breytingar á fólksfjölda og hraða þéttbýlisþróun víða um heim. Á meðan Alpha-börnin fæddust inn í heim þar sem snjallsímar höfðu algjörlega tekið við af hefðbundnum símum þá munu Beta-börnin fæðast í enn snjallvæddari heim þar sem gervigreind fer sífellt vaxandi. Beta-börnin munu því upplifa gríðarlega spennandi en ógnvekjandi tíma og mörg þeirra munu lifa fram á 22. öld. En þau munu líka missa af ýmsu. Þau munu til að mynda ekki fá að sjá margar af glæstustu íþróttastjörnum okkar tíma leika sína íþrótt, svo sem Serenu Williams, Roger Federer, Simone Biles, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og LeBron James (þó síðustu þrír sprikli kannski eitthvað næstu þrjú árin). En þau munu vafalaust sjá eitthvað stórkostlegt í staðinn. Skil milli ólíkra kynslóða eru oft ekki alveg skýr en síðustu kynslóðir eru gróflega á þessa leið: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946 til 1964. Kynslóð X er fólk fætt frá 1965 til 1979. Aldamótakynslóðin er fædd frá 1980 til ársins 1994. Zeta-kynslóðin er fólk sem er fætt 1995 til 2009. Alfa-kynslóðin er fædd á bilinu 2010 til 2024 Beta-kynslóðin tekur við 2025 og teygir sig til 2039
Börn og uppeldi Gervigreind Tímamót Áramót Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira