Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. desember 2024 11:40 Beta-börnin munu væntanlega upplifa mikla framþróun í sýndarveruleikatækni sem og annarri tækni. Getty Fyrstu börn nýs árs verða jafnframt fyrstu börnin sem tilheyra nýrri kynslóð, Beta-kynslóðinni. Þau munu lifa með gervigreind frá blautu barnsbeini og finna fyrir alvarlegum afleiðingum hamfarahlýnunar. Lesendur Vísis eru kannski bara nýbúnir að frétta af Alpha-kynslóðinni en það eru börn fædd á bilinu 2010 til 2024. Næsta kynslóð tekur við 1. janúar 2025 og mun teygja sig alveg fram til 2039. Framtíðarfræðingurinn Mark McCrindle, sem fann upp á hugtakinu Alpha-kynslóð árið 2008, segir í bloggfærslu að Beta-kynslóðin muni „erfa heim sem tekst á við gríðarstórar félagslegar breytingar“. Þau muni þurfa að takast á við hamfarahlýnun, stórar breytingar á fólksfjölda og hraða þéttbýlisþróun víða um heim. Á meðan Alpha-börnin fæddust inn í heim þar sem snjallsímar höfðu algjörlega tekið við af hefðbundnum símum þá munu Beta-börnin fæðast í enn snjallvæddari heim þar sem gervigreind fer sífellt vaxandi. Beta-börnin munu því upplifa gríðarlega spennandi en ógnvekjandi tíma og mörg þeirra munu lifa fram á 22. öld. En þau munu líka missa af ýmsu. Þau munu til að mynda ekki fá að sjá margar af glæstustu íþróttastjörnum okkar tíma leika sína íþrótt, svo sem Serenu Williams, Roger Federer, Simone Biles, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og LeBron James (þó síðustu þrír sprikli kannski eitthvað næstu þrjú árin). En þau munu vafalaust sjá eitthvað stórkostlegt í staðinn. Skil milli ólíkra kynslóða eru oft ekki alveg skýr en síðustu kynslóðir eru gróflega á þessa leið: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946 til 1964. Kynslóð X er fólk fætt frá 1965 til 1979. Aldamótakynslóðin er fædd frá 1980 til ársins 1994. Zeta-kynslóðin er fólk sem er fætt 1995 til 2009. Alfa-kynslóðin er fædd á bilinu 2010 til 2024 Beta-kynslóðin tekur við 2025 og teygir sig til 2039 Börn og uppeldi Gervigreind Tímamót Áramót Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Lesendur Vísis eru kannski bara nýbúnir að frétta af Alpha-kynslóðinni en það eru börn fædd á bilinu 2010 til 2024. Næsta kynslóð tekur við 1. janúar 2025 og mun teygja sig alveg fram til 2039. Framtíðarfræðingurinn Mark McCrindle, sem fann upp á hugtakinu Alpha-kynslóð árið 2008, segir í bloggfærslu að Beta-kynslóðin muni „erfa heim sem tekst á við gríðarstórar félagslegar breytingar“. Þau muni þurfa að takast á við hamfarahlýnun, stórar breytingar á fólksfjölda og hraða þéttbýlisþróun víða um heim. Á meðan Alpha-börnin fæddust inn í heim þar sem snjallsímar höfðu algjörlega tekið við af hefðbundnum símum þá munu Beta-börnin fæðast í enn snjallvæddari heim þar sem gervigreind fer sífellt vaxandi. Beta-börnin munu því upplifa gríðarlega spennandi en ógnvekjandi tíma og mörg þeirra munu lifa fram á 22. öld. En þau munu líka missa af ýmsu. Þau munu til að mynda ekki fá að sjá margar af glæstustu íþróttastjörnum okkar tíma leika sína íþrótt, svo sem Serenu Williams, Roger Federer, Simone Biles, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og LeBron James (þó síðustu þrír sprikli kannski eitthvað næstu þrjú árin). En þau munu vafalaust sjá eitthvað stórkostlegt í staðinn. Skil milli ólíkra kynslóða eru oft ekki alveg skýr en síðustu kynslóðir eru gróflega á þessa leið: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946 til 1964. Kynslóð X er fólk fætt frá 1965 til 1979. Aldamótakynslóðin er fædd frá 1980 til ársins 1994. Zeta-kynslóðin er fólk sem er fætt 1995 til 2009. Alfa-kynslóðin er fædd á bilinu 2010 til 2024 Beta-kynslóðin tekur við 2025 og teygir sig til 2039
Börn og uppeldi Gervigreind Tímamót Áramót Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira