Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. desember 2024 11:40 Beta-börnin munu væntanlega upplifa mikla framþróun í sýndarveruleikatækni sem og annarri tækni. Getty Fyrstu börn nýs árs verða jafnframt fyrstu börnin sem tilheyra nýrri kynslóð, Beta-kynslóðinni. Þau munu lifa með gervigreind frá blautu barnsbeini og finna fyrir alvarlegum afleiðingum hamfarahlýnunar. Lesendur Vísis eru kannski bara nýbúnir að frétta af Alpha-kynslóðinni en það eru börn fædd á bilinu 2010 til 2024. Næsta kynslóð tekur við 1. janúar 2025 og mun teygja sig alveg fram til 2039. Framtíðarfræðingurinn Mark McCrindle, sem fann upp á hugtakinu Alpha-kynslóð árið 2008, segir í bloggfærslu að Beta-kynslóðin muni „erfa heim sem tekst á við gríðarstórar félagslegar breytingar“. Þau muni þurfa að takast á við hamfarahlýnun, stórar breytingar á fólksfjölda og hraða þéttbýlisþróun víða um heim. Á meðan Alpha-börnin fæddust inn í heim þar sem snjallsímar höfðu algjörlega tekið við af hefðbundnum símum þá munu Beta-börnin fæðast í enn snjallvæddari heim þar sem gervigreind fer sífellt vaxandi. Beta-börnin munu því upplifa gríðarlega spennandi en ógnvekjandi tíma og mörg þeirra munu lifa fram á 22. öld. En þau munu líka missa af ýmsu. Þau munu til að mynda ekki fá að sjá margar af glæstustu íþróttastjörnum okkar tíma leika sína íþrótt, svo sem Serenu Williams, Roger Federer, Simone Biles, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og LeBron James (þó síðustu þrír sprikli kannski eitthvað næstu þrjú árin). En þau munu vafalaust sjá eitthvað stórkostlegt í staðinn. Skil milli ólíkra kynslóða eru oft ekki alveg skýr en síðustu kynslóðir eru gróflega á þessa leið: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946 til 1964. Kynslóð X er fólk fætt frá 1965 til 1979. Aldamótakynslóðin er fædd frá 1980 til ársins 1994. Zeta-kynslóðin er fólk sem er fætt 1995 til 2009. Alfa-kynslóðin er fædd á bilinu 2010 til 2024 Beta-kynslóðin tekur við 2025 og teygir sig til 2039 Börn og uppeldi Gervigreind Tímamót Áramót Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Lesendur Vísis eru kannski bara nýbúnir að frétta af Alpha-kynslóðinni en það eru börn fædd á bilinu 2010 til 2024. Næsta kynslóð tekur við 1. janúar 2025 og mun teygja sig alveg fram til 2039. Framtíðarfræðingurinn Mark McCrindle, sem fann upp á hugtakinu Alpha-kynslóð árið 2008, segir í bloggfærslu að Beta-kynslóðin muni „erfa heim sem tekst á við gríðarstórar félagslegar breytingar“. Þau muni þurfa að takast á við hamfarahlýnun, stórar breytingar á fólksfjölda og hraða þéttbýlisþróun víða um heim. Á meðan Alpha-börnin fæddust inn í heim þar sem snjallsímar höfðu algjörlega tekið við af hefðbundnum símum þá munu Beta-börnin fæðast í enn snjallvæddari heim þar sem gervigreind fer sífellt vaxandi. Beta-börnin munu því upplifa gríðarlega spennandi en ógnvekjandi tíma og mörg þeirra munu lifa fram á 22. öld. En þau munu líka missa af ýmsu. Þau munu til að mynda ekki fá að sjá margar af glæstustu íþróttastjörnum okkar tíma leika sína íþrótt, svo sem Serenu Williams, Roger Federer, Simone Biles, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og LeBron James (þó síðustu þrír sprikli kannski eitthvað næstu þrjú árin). En þau munu vafalaust sjá eitthvað stórkostlegt í staðinn. Skil milli ólíkra kynslóða eru oft ekki alveg skýr en síðustu kynslóðir eru gróflega á þessa leið: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946 til 1964. Kynslóð X er fólk fætt frá 1965 til 1979. Aldamótakynslóðin er fædd frá 1980 til ársins 1994. Zeta-kynslóðin er fólk sem er fætt 1995 til 2009. Alfa-kynslóðin er fædd á bilinu 2010 til 2024 Beta-kynslóðin tekur við 2025 og teygir sig til 2039
Börn og uppeldi Gervigreind Tímamót Áramót Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira