Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar 27. desember 2024 15:01 Hagfræðileg hugleiðing fyrir forsætisráðherra, efnahagsráðherra, seðlabankastjóra og aðalhagfræðing Seðlabanka Íslands. Austurrísku hagfræðingarnir í upphafi síðustu aldar voru eðlisfræðingar, þeir skoðuðu atferli og beittu aðferðum eðlisfræðinnar á haghegðun og hagræna þætti. Samkvæmt kenningu hagfræðingsins Karls Mengers, sem ekki hefur verið hrakin, þá leiðir rýrnun innra virðis greiðslumyntar til samsvarandi hækkunar á nafnverði allrar vöruflórunnar. Með öðrum orðum sagt; Ef verðhækkanir eru eingöngu peningatengdar breytast verðhlutföll ekki eða lítið milli vara eftir hækkunarferlið. Þegar seðlabankar reyna að leggja mat á kjarnaverðbólgu eða undirliggjandi verðbólgu er í raun verið að leggja mat á þennan sameiginlega þátt verðbreytinganna sem stafar frá peningum, þ.e. sem stafar frá rýrnun innra virðis greiðslumyntar. Seðlabankar sem best standa sig hafa slíka kjarnavísitölu að leiðarljósi við ákvarðanir stýrivaxta. Bent er á að þótt Seðlabanki Íslands þykist gera þetta þá tala verkin annarri tungu. Verkin segja okkur að Seðlabanka Íslands sé slétt sama um peningatengda verðbólgu. Hann gerði þann óskunda að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi til að vinna gegn hækkun húsnæðisverðs, sem á litla eða enga tenginu við rýrnun greiðslumyntarinnar og hefur þar með laskað samfélagið á breiðum grundvelli. Seðlabankastjóri virðist ekki vita að verðstöðugleiki næst bestur til lengri tíma ef peningastjórnendur vinna heildrænt að því að viðhalda innra virði greiðslumyntarinnar. Vönduð vinnubrögð við mat á kjarnaverðbólgunni er forsenda. Önnur forsenda er traust til raunhagkerfisins til verðlagningar greiðslumyntarinnar. Henda þarf þá hækjum vaxtamunar við útlönd og sverum raunvöxtum, sér í lagi í upphafi verðbólguskells. Þriðja forsendan er markviss stjórn á peningamagninu. Minnsta mögulega flökt á vísitölu neysluverðs er aukaafurð slíkra vinnubragða. Samkvæmt fyrrgreindri kenningu Mengers jafngildir innra virði greiðslumyntar verðgildi þeirrar sömu greiðslumyntar, sem ákvarðar með einingum sínum (krónum og aurum) hvað hlutir kosta. Ennfremur, samkvæmt kenningu Mengers er vísitala neysluverðs mat á breytingum ytra virðis greiðslumyntar. Með öðrum orðum má segja samkvæmt þessu að það geti breyst hvað hægt er að kaupa fyrir greiðslumynt jafnvel þótt verðgildi hennar sé óbreytt (þ.e. innra virðið). Þetta gerist þegar eitthvert atvik verður í umhverfi stakrar vöru sem breytir hlutfallslegu verði hennar í samanburði við aðrar vörur. Til dæmis ef uppskerubrestur verður á kartöflum vegna frostakafla að hausti getur það leitt til verðhækkunar. Verðhækkun kartaflna er þá raunhækkun því kartöflurnar hafa hækkað í verði hlutfallslega miðað við aðrar vörur. Verðgildi greiðslumyntarinnar er þá óbreytt en ytra virði hennar hefur lækkað. Ákvörðunareiginleikar greiðslumyntarinnar um verðgildi og verðmæti hluta hafa þó ekki breyst. Greiðslumyntin hefur ekki rýrnað. Þegar við þessar aðstæður íslensk verðtrygging hækkar verðtryggð lán í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs hefur raunveruleg eign verið færð frá skuldara í hendur fjármálstofnunar. Samkvæmt Ólafslögum var verðtryggingu ætlað að koma í veg fyrir eignatilfærslur í verðbólgu. Verðtryggingu er ætlað að leiðrétta fyrir rýrnun greiðslumyntarinnar samkvæmt núgildandi lögum. Verðtryggingin eins og hún er framkvæmd mistekst að uppfylla þessi markmið laganna því hún tekur í lögskiptum mið af breytingum á ytra virði greiðslumyntarinnar en ekki innra virðinu eins og ætti að vera, ef tilgangi laga um verðtryggingu væri fylgt. Skiptir þetta máli? Oft litlu en á stundum koma tímabil þar sem verulega gliðnar milli breytinga á innra virði greiðslumyntarinnar og breytinga á ytra virðinu. Á árunum 2004 til 2006 gliðnaði verulega vegna þess að olía og húsnæði sem hafa mikið vægi í vísitölu neysluverðs ruku upp í verði vegna atvika sem ekki tengdust peningum. Um 70% hækkunar vísitölunnar stafaði frá raunhækkun þessara tveggja vara á þessu tímabili. Raunverulegum eignum skuldugra með verðtryggð lán var mokað frá þeim. Það sama en í minna mæli hefur átt sér stað undanfarin misseri því húsnæði hefur hækkað ört að raunvirði vegna skorts og hefur raunhækkun húsnæðisverðs verið stór partur af hækkun vísitölunnar. Verðtrygging sem átti að koma í veg fyrir eignatilfærslur hefur í óða önn mokað raunverulegum eignum frá skuldugum fjölskyldum til lánastofnana. Lög um verðtryggingu uppfylla hvorki sinn eigin tilgang né eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Afnám verðtryggingar með pennastriki mun því ekki leiða til tjóns fyrir ríkissjóð því ólögleg lög falla niður bótalaust. Þetta voru míkró áhrifin. Makró áhrifin eru þau að vaxtastig í landinu er hærra með verðtryggingu. Óverðtryggðar peningaeignir bera hærri vexti eftir því sem hlutfall peningalegra eigna í verðtryggingu er hærra. Þetta stafar af því að óverðtryggðar eignir taka á sig meira fall í verðbólgu eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall heildareignanna. Verðtrygging framleiðir peninga til að viðhalda verðgildi verðtryggðra eigna og býr til nýja peninga þegar raunhækkanir einstakra vara hækka vísitöluna umfram það sem rýrnun innra virðis greiðslumyntarinnar gefur tilefni til. Verðbólgan á Íslandi hefur því langan hala vegna verðtryggingarinnar. Tilvist verðtryggingar fer því gegn lögfestu markmiði um verðstöðugleika. Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands setti nýlega fram þá villukenningu að verðtrygging hafi ekki áhrif á miðlun peningastefnunnar. Seðlabankastjóri hefur vísað til þessarar villukenningar aðalhagfræðings í vörn fyrir tilvist verðtryggingarinnar. Þeir félagar (og öll þjóðin) súpa nú seyðið af villukenningunni og munu halda því áfram um sinn því verðtryggingin er ekki hætt að prenta peninga til viðhalds verðbólgunni. Félagarnir eru nú fastir í háum vöxtum vegna þessa og þegar vextir verða loksins færðir í námunda við vexti nágrannalandanna fáum við annað verðbólguskot þegar greiðslumyntin fær verðgildi sem grundvallast af þrótti raunhagkerfisins en ekki vaxtamun við útlönd. Í framhjáhlaupi er rétt að benda á aðra brotalöm í starfsemi Seðlabankans sem tengist þessu málefni. Raunvextir voru vanmetnir síðustu misseri af því að þeir hafa verið miðaðir við vísitölu neysluverðs í stað vísitölu sem rekur breytingar á innra virði greiðslumyntarinnar. Af þessum sökum hafa stýrivextir verið keyrðir of hátt með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið. Sama gerðist fyrir hrun. Við þekkjum afleiðingarnar. Nýr fjármála- og efnahagsráðherra, sem alið hefur manninn í kirkju verðtryggingartrúarinnar, hagfræðideild Háskóla Íslands, sagði í fræðiritgerð árið 2012 að ekkert benti til að verðtryggð lán séu sérstaklega óhagstæð fyrir lánþega. Skorað er á ráðherrann að stíga fram og andmæla þeim rökum sem sett eru fram hér um ólögmæti verðtryggingar og tjón af völdum hennar fyrir lánþegann og samfélagið í heild? Skorað er á forsætisráðherra að gera hið sama. Nauðsynlegt er að forsætisráðherra, lærður hagfræðingur, kafi ofan í þessi mál því augljóst er undirrituðum að efnahagsmálum Íslands verður ekki stjórnað með verðtryggingu sprelllifandi. Orð forsætisráðherra þau að hann muni styðja Seðlabankann og núverandi stefnu hans og þau orð í nýjum stjórnarsáttmála að stigið verði skref til að minnka vægi verðtryggingar benda ekki til að honum sé fyllilega ljóst hversu tæpur lagagrundvöllurinn er og hversu mikið það tjón er sem verðtryggingin og blindan gagnvart henni hefur leitt yfir þjóðina. Ekki er þó við forsætisráðherra að sakast heldur fílinn sem stendur í stofunni miðri, hagfræðideild Háskóla Íslands. Forsætisráðherra má hafa í huga að almenningur veit að verðtryggingin er misskiptingarskepna sem sést á því að um 80% þjóðarinnar hefur kallað eftir afnámi hennar þegar hún er spurð í könnunum alla þessa öld. Virkar lýðræðið? Fullyrða má að betra hefði verið fyrir Ísland og íslenska þjóð ef kennslan við hagfræðideild Háskóla Íslands hefði tekið mið af fræðigreininni hagfræði í stað duttlunga sem urðu til við eldhúsborð Jóns Baldvins Hannibalssonar, hvar þeir félagar hann, Jón Sigurðsson og Sighvatur Björgvinsson kokkuðu upp verðtrygginguna og sem Gylfi Þ. Gíslason klæddi svo í búning lagafrumvarps. Það er harmþrungið íslenskri þjóð að Háskóli Íslands, æðsta menntastofnun þjóðarinnar, skuli hafa fóstrað sértrúarsöfnuð í áratugi sem trúir í blindni á pár þeirra félaga í denn og sem varð grunnurinn að Ólafslögum.Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Hagfræðileg hugleiðing fyrir forsætisráðherra, efnahagsráðherra, seðlabankastjóra og aðalhagfræðing Seðlabanka Íslands. Austurrísku hagfræðingarnir í upphafi síðustu aldar voru eðlisfræðingar, þeir skoðuðu atferli og beittu aðferðum eðlisfræðinnar á haghegðun og hagræna þætti. Samkvæmt kenningu hagfræðingsins Karls Mengers, sem ekki hefur verið hrakin, þá leiðir rýrnun innra virðis greiðslumyntar til samsvarandi hækkunar á nafnverði allrar vöruflórunnar. Með öðrum orðum sagt; Ef verðhækkanir eru eingöngu peningatengdar breytast verðhlutföll ekki eða lítið milli vara eftir hækkunarferlið. Þegar seðlabankar reyna að leggja mat á kjarnaverðbólgu eða undirliggjandi verðbólgu er í raun verið að leggja mat á þennan sameiginlega þátt verðbreytinganna sem stafar frá peningum, þ.e. sem stafar frá rýrnun innra virðis greiðslumyntar. Seðlabankar sem best standa sig hafa slíka kjarnavísitölu að leiðarljósi við ákvarðanir stýrivaxta. Bent er á að þótt Seðlabanki Íslands þykist gera þetta þá tala verkin annarri tungu. Verkin segja okkur að Seðlabanka Íslands sé slétt sama um peningatengda verðbólgu. Hann gerði þann óskunda að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi til að vinna gegn hækkun húsnæðisverðs, sem á litla eða enga tenginu við rýrnun greiðslumyntarinnar og hefur þar með laskað samfélagið á breiðum grundvelli. Seðlabankastjóri virðist ekki vita að verðstöðugleiki næst bestur til lengri tíma ef peningastjórnendur vinna heildrænt að því að viðhalda innra virði greiðslumyntarinnar. Vönduð vinnubrögð við mat á kjarnaverðbólgunni er forsenda. Önnur forsenda er traust til raunhagkerfisins til verðlagningar greiðslumyntarinnar. Henda þarf þá hækjum vaxtamunar við útlönd og sverum raunvöxtum, sér í lagi í upphafi verðbólguskells. Þriðja forsendan er markviss stjórn á peningamagninu. Minnsta mögulega flökt á vísitölu neysluverðs er aukaafurð slíkra vinnubragða. Samkvæmt fyrrgreindri kenningu Mengers jafngildir innra virði greiðslumyntar verðgildi þeirrar sömu greiðslumyntar, sem ákvarðar með einingum sínum (krónum og aurum) hvað hlutir kosta. Ennfremur, samkvæmt kenningu Mengers er vísitala neysluverðs mat á breytingum ytra virðis greiðslumyntar. Með öðrum orðum má segja samkvæmt þessu að það geti breyst hvað hægt er að kaupa fyrir greiðslumynt jafnvel þótt verðgildi hennar sé óbreytt (þ.e. innra virðið). Þetta gerist þegar eitthvert atvik verður í umhverfi stakrar vöru sem breytir hlutfallslegu verði hennar í samanburði við aðrar vörur. Til dæmis ef uppskerubrestur verður á kartöflum vegna frostakafla að hausti getur það leitt til verðhækkunar. Verðhækkun kartaflna er þá raunhækkun því kartöflurnar hafa hækkað í verði hlutfallslega miðað við aðrar vörur. Verðgildi greiðslumyntarinnar er þá óbreytt en ytra virði hennar hefur lækkað. Ákvörðunareiginleikar greiðslumyntarinnar um verðgildi og verðmæti hluta hafa þó ekki breyst. Greiðslumyntin hefur ekki rýrnað. Þegar við þessar aðstæður íslensk verðtrygging hækkar verðtryggð lán í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs hefur raunveruleg eign verið færð frá skuldara í hendur fjármálstofnunar. Samkvæmt Ólafslögum var verðtryggingu ætlað að koma í veg fyrir eignatilfærslur í verðbólgu. Verðtryggingu er ætlað að leiðrétta fyrir rýrnun greiðslumyntarinnar samkvæmt núgildandi lögum. Verðtryggingin eins og hún er framkvæmd mistekst að uppfylla þessi markmið laganna því hún tekur í lögskiptum mið af breytingum á ytra virði greiðslumyntarinnar en ekki innra virðinu eins og ætti að vera, ef tilgangi laga um verðtryggingu væri fylgt. Skiptir þetta máli? Oft litlu en á stundum koma tímabil þar sem verulega gliðnar milli breytinga á innra virði greiðslumyntarinnar og breytinga á ytra virðinu. Á árunum 2004 til 2006 gliðnaði verulega vegna þess að olía og húsnæði sem hafa mikið vægi í vísitölu neysluverðs ruku upp í verði vegna atvika sem ekki tengdust peningum. Um 70% hækkunar vísitölunnar stafaði frá raunhækkun þessara tveggja vara á þessu tímabili. Raunverulegum eignum skuldugra með verðtryggð lán var mokað frá þeim. Það sama en í minna mæli hefur átt sér stað undanfarin misseri því húsnæði hefur hækkað ört að raunvirði vegna skorts og hefur raunhækkun húsnæðisverðs verið stór partur af hækkun vísitölunnar. Verðtrygging sem átti að koma í veg fyrir eignatilfærslur hefur í óða önn mokað raunverulegum eignum frá skuldugum fjölskyldum til lánastofnana. Lög um verðtryggingu uppfylla hvorki sinn eigin tilgang né eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Afnám verðtryggingar með pennastriki mun því ekki leiða til tjóns fyrir ríkissjóð því ólögleg lög falla niður bótalaust. Þetta voru míkró áhrifin. Makró áhrifin eru þau að vaxtastig í landinu er hærra með verðtryggingu. Óverðtryggðar peningaeignir bera hærri vexti eftir því sem hlutfall peningalegra eigna í verðtryggingu er hærra. Þetta stafar af því að óverðtryggðar eignir taka á sig meira fall í verðbólgu eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall heildareignanna. Verðtrygging framleiðir peninga til að viðhalda verðgildi verðtryggðra eigna og býr til nýja peninga þegar raunhækkanir einstakra vara hækka vísitöluna umfram það sem rýrnun innra virðis greiðslumyntarinnar gefur tilefni til. Verðbólgan á Íslandi hefur því langan hala vegna verðtryggingarinnar. Tilvist verðtryggingar fer því gegn lögfestu markmiði um verðstöðugleika. Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands setti nýlega fram þá villukenningu að verðtrygging hafi ekki áhrif á miðlun peningastefnunnar. Seðlabankastjóri hefur vísað til þessarar villukenningar aðalhagfræðings í vörn fyrir tilvist verðtryggingarinnar. Þeir félagar (og öll þjóðin) súpa nú seyðið af villukenningunni og munu halda því áfram um sinn því verðtryggingin er ekki hætt að prenta peninga til viðhalds verðbólgunni. Félagarnir eru nú fastir í háum vöxtum vegna þessa og þegar vextir verða loksins færðir í námunda við vexti nágrannalandanna fáum við annað verðbólguskot þegar greiðslumyntin fær verðgildi sem grundvallast af þrótti raunhagkerfisins en ekki vaxtamun við útlönd. Í framhjáhlaupi er rétt að benda á aðra brotalöm í starfsemi Seðlabankans sem tengist þessu málefni. Raunvextir voru vanmetnir síðustu misseri af því að þeir hafa verið miðaðir við vísitölu neysluverðs í stað vísitölu sem rekur breytingar á innra virði greiðslumyntarinnar. Af þessum sökum hafa stýrivextir verið keyrðir of hátt með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið. Sama gerðist fyrir hrun. Við þekkjum afleiðingarnar. Nýr fjármála- og efnahagsráðherra, sem alið hefur manninn í kirkju verðtryggingartrúarinnar, hagfræðideild Háskóla Íslands, sagði í fræðiritgerð árið 2012 að ekkert benti til að verðtryggð lán séu sérstaklega óhagstæð fyrir lánþega. Skorað er á ráðherrann að stíga fram og andmæla þeim rökum sem sett eru fram hér um ólögmæti verðtryggingar og tjón af völdum hennar fyrir lánþegann og samfélagið í heild? Skorað er á forsætisráðherra að gera hið sama. Nauðsynlegt er að forsætisráðherra, lærður hagfræðingur, kafi ofan í þessi mál því augljóst er undirrituðum að efnahagsmálum Íslands verður ekki stjórnað með verðtryggingu sprelllifandi. Orð forsætisráðherra þau að hann muni styðja Seðlabankann og núverandi stefnu hans og þau orð í nýjum stjórnarsáttmála að stigið verði skref til að minnka vægi verðtryggingar benda ekki til að honum sé fyllilega ljóst hversu tæpur lagagrundvöllurinn er og hversu mikið það tjón er sem verðtryggingin og blindan gagnvart henni hefur leitt yfir þjóðina. Ekki er þó við forsætisráðherra að sakast heldur fílinn sem stendur í stofunni miðri, hagfræðideild Háskóla Íslands. Forsætisráðherra má hafa í huga að almenningur veit að verðtryggingin er misskiptingarskepna sem sést á því að um 80% þjóðarinnar hefur kallað eftir afnámi hennar þegar hún er spurð í könnunum alla þessa öld. Virkar lýðræðið? Fullyrða má að betra hefði verið fyrir Ísland og íslenska þjóð ef kennslan við hagfræðideild Háskóla Íslands hefði tekið mið af fræðigreininni hagfræði í stað duttlunga sem urðu til við eldhúsborð Jóns Baldvins Hannibalssonar, hvar þeir félagar hann, Jón Sigurðsson og Sighvatur Björgvinsson kokkuðu upp verðtrygginguna og sem Gylfi Þ. Gíslason klæddi svo í búning lagafrumvarps. Það er harmþrungið íslenskri þjóð að Háskóli Íslands, æðsta menntastofnun þjóðarinnar, skuli hafa fóstrað sértrúarsöfnuð í áratugi sem trúir í blindni á pár þeirra félaga í denn og sem varð grunnurinn að Ólafslögum.Höfundur er vélaverkfræðingur.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun