Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 27. desember 2024 13:02 Ég bý svo gott sem í Múmíndal. Svo ég einfaldi, helstu áhyggjuefnin eru hvort ég eigi að kaupa nýjan síma í bænum eða úti á Leifsstöð. Stríðsátök hafa aldrei klagað upp á mig þó ég lesi um slíkt í blöðum og bókum. Maður furðar sig, er forvitinn og fær í magann. En aldrei hef ég fundið fyrir þessu á eigin skinni. Ég get því ómögulega gert mér í hugarlund hvernig það er að lifa við stríðshörmungar og það stöðugt. Mörg vitum við hvernig það er að missa og ábyggilega hefur gefið allhressilega á lífsbátinn í gegnum tíðina líka. Ef við erum heppin, er hægt að rétta kúrsinn af. Og halda áfram að lifa. Stríð er annað. Eitthvað allt annað. Þar eru engar hendingar, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Ekki er hægt að tala um stríð í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“, sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Og orðhengilsháttur er óþarfi hér. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan í Palestínu í dag er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Alþjóðasamfélagið hefur reynt af veikum mætti að álykta gegn þessu,sporna við þessu, en allt kemur fyrir ekki. Er mennska valkvæð? Svo virðist vera. Ríkisstjórnir „velja“ sér stríð. Grátbólgnir ráðamenn hérlendis barma sér yfir óréttætinu sem verið að beita viss lönd og allt kapp er sett á stuðning og það að verja „vestræn gildi“. Á nákvæmlega sama tíma heyrist ekki múkk yfir þeim óskapnaði sem í gangi er á Gaza, litla fingri ekki lyft af þeim löndum sem hampa áðurnefndum gildum. Tvískinnungurinn alger. Ég sá myndband af brosandi palestínskum blaðamanni fyrir nokkrum dögum. Hann og félagar hans voru að matast og það var gleði í lofti, enda átti kona hans von á þeirra fyrsta barni hvað úr hverju. Hann og félagar hans voru allir drepnir skömmu síðar. Í kjölfarið hélt ísraelski herinn svo áfram að sprengja í kringum síðasta starfhæfa sjúkrahúsið í norður-Gaza. Það var eitthvað undarlega róandi – þó ekki nema í andartak – að sjá þennan mann, sem nú er látinn, brosandi. Hann var með sama brosið og við öll. Því mennska er ekki valkvæð, getur ekki verið það. Í síðasta pistli mínum sagði ég: „Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og ég sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau.“ Nei, ég hef ekki fundið fyrir neinu af þessu á eigin skinni en samt sé ég, veit og skil. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ég bý svo gott sem í Múmíndal. Svo ég einfaldi, helstu áhyggjuefnin eru hvort ég eigi að kaupa nýjan síma í bænum eða úti á Leifsstöð. Stríðsátök hafa aldrei klagað upp á mig þó ég lesi um slíkt í blöðum og bókum. Maður furðar sig, er forvitinn og fær í magann. En aldrei hef ég fundið fyrir þessu á eigin skinni. Ég get því ómögulega gert mér í hugarlund hvernig það er að lifa við stríðshörmungar og það stöðugt. Mörg vitum við hvernig það er að missa og ábyggilega hefur gefið allhressilega á lífsbátinn í gegnum tíðina líka. Ef við erum heppin, er hægt að rétta kúrsinn af. Og halda áfram að lifa. Stríð er annað. Eitthvað allt annað. Þar eru engar hendingar, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Ekki er hægt að tala um stríð í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“, sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Og orðhengilsháttur er óþarfi hér. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan í Palestínu í dag er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Alþjóðasamfélagið hefur reynt af veikum mætti að álykta gegn þessu,sporna við þessu, en allt kemur fyrir ekki. Er mennska valkvæð? Svo virðist vera. Ríkisstjórnir „velja“ sér stríð. Grátbólgnir ráðamenn hérlendis barma sér yfir óréttætinu sem verið að beita viss lönd og allt kapp er sett á stuðning og það að verja „vestræn gildi“. Á nákvæmlega sama tíma heyrist ekki múkk yfir þeim óskapnaði sem í gangi er á Gaza, litla fingri ekki lyft af þeim löndum sem hampa áðurnefndum gildum. Tvískinnungurinn alger. Ég sá myndband af brosandi palestínskum blaðamanni fyrir nokkrum dögum. Hann og félagar hans voru að matast og það var gleði í lofti, enda átti kona hans von á þeirra fyrsta barni hvað úr hverju. Hann og félagar hans voru allir drepnir skömmu síðar. Í kjölfarið hélt ísraelski herinn svo áfram að sprengja í kringum síðasta starfhæfa sjúkrahúsið í norður-Gaza. Það var eitthvað undarlega róandi – þó ekki nema í andartak – að sjá þennan mann, sem nú er látinn, brosandi. Hann var með sama brosið og við öll. Því mennska er ekki valkvæð, getur ekki verið það. Í síðasta pistli mínum sagði ég: „Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og ég sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau.“ Nei, ég hef ekki fundið fyrir neinu af þessu á eigin skinni en samt sé ég, veit og skil. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun