Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 18. desember 2024 07:32 NATO var stofnað árið 1949. Það þýddi að löndin sem hófu evrópusamrunann, sem endaði svo með stofnun Evrópusambandsins (ESB), þurftu aldrei að hafa miklar áhyggjur af eigin varnarmálum. NATO skildi sjá um öryggismálin, en Evrópa skyldi einbeita sér að því að verða rík álfa með sameiginlegum markaði ESB, efnahaguppbyggingu o.s.frv. Leiðtogaríki NATO er Bandaríkin í annarri heimsálfu fjarri Evrópu. Útvistun öryggismála Evrópu til Bandaríkjanna þýddi að ESB gat ekki haft, og hefur aldrei haft, alveg sjálfstæða utanríkisstefnu. Þetta kerfi getur virkað sæmilega þegar hagsmunir fara saman og friður ríkir. Staðan breytist á ófriðartímum þegar hagsmunir eru ólíkir. Í núverandi stríði í Úkraínu er Evrópa í aukahlutverki. Bandaríkin bera enn hitann og þungann af vörnum Úkraínu. Rússland er í viðskiptabanni og harðnandi viðskiptastríð við Kína framundan. Veik staða Evrópu Evrópa er nú í vondum málum í efnahags- og öryggismálum. Þegar velja þarf á milli öryggis- og efnahagsmála verða öryggismál aðalatriði, efnahagsmálin fá minna vægi. Hagkerfi ESB í heild eru nú veikburða. Veik forysta í Frakklandi og Þýskalandi. Óvissa hjá ESB vegna endurkomu Donalds Trumps í Hvíta húsið og mögulegs tollastríðs við Kína. Við þetta bætast svo afleiðingar stríðsins í Úkraínu, refsiaðgerðir gegn Rússlandi, sem hafa hamlað hagvexti hjá ESB og lamað Þýska hagkerfið. Evrópa á kafi í hervæðingu við þessar aðstæður, sem dregur úr getunni til að halda uppi velferðarkerfum og eykur á pólitískan óstöðugleika með stjórnarkreppum. Sé litið á hagvöxt í Evrópu í heild síðasta aldarfjórðung er frammistaðan léleg. Hagvöxtur á evrusvæðinu frá því að evran var tekin upp árið 1999 til 2024 var að meðaltali 1,4% á ári en 1,6% á hjá ESB í heild. Hagvöxtur í stærstu hagkerfum Evrópu fyrir sama tímabil var að meðaltali 1,4% á ári í Frakklandi, 1,2% í Þýskalandi, 0,6% á Ítalíu. Hagvöxtur í Bandaríkjunum fyrir sama tímabil, frá 1999 til 2024 var að meðaltali 2,3% á ári en 8,1% í Kína. Ísland getur sæmilega vel við unað að með 3,1% hagvöxt að meðaltali á ári frá 1999 til 2024. Seðlabanki Evrópu hefur nýlega varað við fjármálaóstöðugleika á evrusvæðinu vegna skuldastöðu þar á meðal Frakklands og Ítalíu sem eru stærstu hagkerfi ESB á eftir Þýskalandi þar sem nú er stjórnarkreppa. Viðskiptastríð við Kína Til viðbótar við stríðið við í Úkraínu vofir nú yfir tollastríð við Kína. Árangur Kína í efnahagsmálum er einstakur í heiminum, ekkert land hefur lyft fleira fólki úr fátækt en Kína. Uppgangurinn í Kína hefur líka örvað heimshagkerfið. Undandarið hefur hægt á hagvexti í Kína sem er eðlilegt þegar landið verður ríkara og nær hærra tekjustigi. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hagvöxtur í Kína 5,3% árið 2023 og en var 0,4% á evrusvæðinu og 0,5% hjá ESB og loks 2,9% hjá Bandaríkjunum. Þetta er góð niðurstaða fyrir Kína, viðunandi staða fyrir Bandaríkin, en afleit staða fyrir Evrópu. Kína er útflutningsdrifið hagkerfi og lítill hagvöxtur hjá ESB kemur niður á hagvexti í Kína. Auðvitað er líka öldrun í Kína, en öldrun er líka vandamál víða í Evrópu og verður í Bandaríkjunum ef straumur innflytjenda inní landið verður stöðvaður eða mikið hægt á honum. Bandaríkin eru samfélag innflytjenda sem hefur verið einn megin styrkur landsins. Allir munu tapa á frekara tollastríði við Kína, ekki síst Evrópa, Ísland ekki undanskilið. Það er ekki á það bætandi fyrir Evrópu. Úkraínustríðið og önnur líkleg átakasvæði í Evrópu Það hefur lengi verið ljóst að semja þurfti um lok Úkraínustríðsins og NATO aðild landsins sem fyrst var lofað fyrir 16 árum veður ekki að veruleika á næstunni. Samningarnir um stríðslok sem hugsanlega gætu fengist nú verða líka mun lakari þeim sem hægt hefði verði að ná við upphaf stríðsins. Ekkert traust er til staðar nú og líklegt er að Rússar reyni að ná meira landsvæði undir sig áður en hugsanlegar samningaviðræður geta farið fram. Kaja Kallas utanríkismála- og öryggisstefnustjóri ESB og varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins talar um að brjóta Rússland í mörg smáríki. Ekki mun það stuðla að friði eða byggja upp traust. Og ekki mun það flýta fyrir stríðslokum í Úkraínu eða auka öryggi Eystrasaltsríkjanna. Það geta hæglega orðið frekari átök í Evrópu á næstunni.Rússar líta svo á að verið sé að umkringja sig og um það nefni ég hér þrjú dæmi: Svartahafið, Eystrasaltið og Norðurslóðir. Önnur líkleg átakasvæði eru Georgía, Moldóva og til lengri tíma Hvíta-Rússland. Svartahafið. Úkraínustríðið snýst að verulegu leyti um yfirráð yfir Svaratahafinu. Að Svartahafinu liggja Búlgaría, Georgía, Rúmenía, Rússland, Türkiye og Úkraína. Búlgaría, Rúmenía og Türkiye eru aðilar að NATO og á NATO fundinum fræga í Búkarest í apríl 2008 var talað um að Georgía og Úkraínu færu líka í NATO. Þá hefði Rússland orðið eina landið við Svartahafið sem ekki er í NATO. Eystrasaltið. Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Eistland, Lettland, Litáen, Pólland, Þýskaland og loks Rússland liggja að Eystrasaltinu. Af þessum níu löndum eru öll NATO ríki nema Rússland. Rússland hefur aðgang að Eystrasalti við St. Pétursborg, milli Finnlands og Eistlands og svo við Kaliningrad, sem er hluti af Rússlandi á milli Litáen og Póllands. Mikil spenna er nú á Eystrasaltinu. Norðurslóðir. Mikilvægi norðurslóða fer vaxandi m.a. vegna loftslagsbreytinga. Siglingaleiðir eru að opnast og miklar auðlindir sem áður voru óaðgengilegar verða nú nýtanlegar. Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein ástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Líkur á átökum á norðurslóðum fer vaxandi. Staða Íslands Mín tilfinning er að Íslendingar hafi mun minni áhyggjur að öryggismálum en maður verður var við á hinum Norðurlöndunum, að ekki sé talað um Eystrasaltsríkin. Staða Íslands er líka betri en margra annarra Evrópuríka vegna fjarlægðar við flest líkleg átakasvæði. Samt getur dregið til tíðinda á norðurslóðum hvenær sem er. Þau NATO ríki sem eru næst Rússlandi eins og Eystrasaltsríkin, Finnland og Pólland eru líkleg að auka sín útgjöld til varnarmála mest. Sögulega séð hefur Ísland aldrei átt í átökum við Rússland eða Sovétríkin eins og mörg lönd á meginlangi Evrópu. Ísland er stofnaðili að NATO frá 1949 og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin síðan 1951. Samskipti Íslands við Bandaríkin hafa verið góð allan tímann þó ólíkar skoðanir hafi verið um framkvæmd varnarsamningsins t.d. hvort á Íslandi eigi að vera fastur flugher eins og áður var. Landhelgisgæslan kemur næst því að geta talist eitthvað í líkingu við Íslenskan her og sérsveit ríkislögreglustjóra er einnig mikilvæg. Landhelgisgæslan hefur verið fjársvelt og lykilinnviðir eins og sæstrengir til Íslands eru illa varðir fyrir vikið. Utanríkisráðuneytið fer með varnarmál fyrir Ísland en bæði Landhelgisgæslan og sérsveit ríkislögreglustjóra heyra undir dómsmálaráðuneytið. Þetta er ákveðinn galli í stjórnskipulagi Íslands ef vinna á markvisst að því að efla varnir landsins. Best væri að það ráðuneyti sem fer með varnarmál fari líka með málefni Landhelgisgæslunnar og að hún verði efld til muna, líka til geta gengt auknu hlutverki á ófriðartímum. Þetta hlýtur að vera meðal umræðuefna í núverandi stjórnarmyndunarviðræðum. Ísland hefur líka beina hagsmuni að auka eftirlit og öryggi á Norður Atlandshafi og verja landhelgina sem var færð út í áföngum í 200 mílur, barátta sem stóð 74 ár (frá 1901 til 1975). Öflugri Landhelgisgæsla væri líka mikilvægt framlag til NATO sem þarf að styrkja stöðu sína á norðurslóðum. Ný heimsmynd án heimstyrjaldar? Stórveldasamkeppnin milli Bandaríkjanna, Kína og Rússlands heldur áfram og mun harðna. Við þessar aðstæður er Evrópa að mörgu leyti leiksoppur, í aukahlutverki á eigin grund. Evrópa er undir öryggisregnhlíf Bandaríkjanna og sumir leiðtogar Evrópu óttast að þessi öryggisregnhlíf kunni að hverfa. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna vill að Evrópa sjái meira um sig sjálf í öryggismálum og borgi meira. Sú þróun sem hófst á Bretton Woods fundinum í Bandaríkjunum 1944, að auðvelda og auka viðskipti milli landa öllum til hagsbóta, hefur stöðvast. Stríð geysar í Evrópu. Framundan eru svo harðnandi viðskiptastríð þar sem allir tapa, sem geta svo leitt til fleiri styrjalda, ekki bara í Evrópu heldur líka í Asíu. Þegar lönd óttast um öryggi sitt fórna þau sínum efnahagshagsmunum. Það verður erfitt að rjúfa þennan vítahring. Eitt er víst að núverandi heimsskipan er í uppnámi og er að líða undir lok og ný heimskipan mun taka á sig mynd. Vonandi gerist það án heimstyrjaldar? Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Utanríkismál NATO Evrópusambandið Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
NATO var stofnað árið 1949. Það þýddi að löndin sem hófu evrópusamrunann, sem endaði svo með stofnun Evrópusambandsins (ESB), þurftu aldrei að hafa miklar áhyggjur af eigin varnarmálum. NATO skildi sjá um öryggismálin, en Evrópa skyldi einbeita sér að því að verða rík álfa með sameiginlegum markaði ESB, efnahaguppbyggingu o.s.frv. Leiðtogaríki NATO er Bandaríkin í annarri heimsálfu fjarri Evrópu. Útvistun öryggismála Evrópu til Bandaríkjanna þýddi að ESB gat ekki haft, og hefur aldrei haft, alveg sjálfstæða utanríkisstefnu. Þetta kerfi getur virkað sæmilega þegar hagsmunir fara saman og friður ríkir. Staðan breytist á ófriðartímum þegar hagsmunir eru ólíkir. Í núverandi stríði í Úkraínu er Evrópa í aukahlutverki. Bandaríkin bera enn hitann og þungann af vörnum Úkraínu. Rússland er í viðskiptabanni og harðnandi viðskiptastríð við Kína framundan. Veik staða Evrópu Evrópa er nú í vondum málum í efnahags- og öryggismálum. Þegar velja þarf á milli öryggis- og efnahagsmála verða öryggismál aðalatriði, efnahagsmálin fá minna vægi. Hagkerfi ESB í heild eru nú veikburða. Veik forysta í Frakklandi og Þýskalandi. Óvissa hjá ESB vegna endurkomu Donalds Trumps í Hvíta húsið og mögulegs tollastríðs við Kína. Við þetta bætast svo afleiðingar stríðsins í Úkraínu, refsiaðgerðir gegn Rússlandi, sem hafa hamlað hagvexti hjá ESB og lamað Þýska hagkerfið. Evrópa á kafi í hervæðingu við þessar aðstæður, sem dregur úr getunni til að halda uppi velferðarkerfum og eykur á pólitískan óstöðugleika með stjórnarkreppum. Sé litið á hagvöxt í Evrópu í heild síðasta aldarfjórðung er frammistaðan léleg. Hagvöxtur á evrusvæðinu frá því að evran var tekin upp árið 1999 til 2024 var að meðaltali 1,4% á ári en 1,6% á hjá ESB í heild. Hagvöxtur í stærstu hagkerfum Evrópu fyrir sama tímabil var að meðaltali 1,4% á ári í Frakklandi, 1,2% í Þýskalandi, 0,6% á Ítalíu. Hagvöxtur í Bandaríkjunum fyrir sama tímabil, frá 1999 til 2024 var að meðaltali 2,3% á ári en 8,1% í Kína. Ísland getur sæmilega vel við unað að með 3,1% hagvöxt að meðaltali á ári frá 1999 til 2024. Seðlabanki Evrópu hefur nýlega varað við fjármálaóstöðugleika á evrusvæðinu vegna skuldastöðu þar á meðal Frakklands og Ítalíu sem eru stærstu hagkerfi ESB á eftir Þýskalandi þar sem nú er stjórnarkreppa. Viðskiptastríð við Kína Til viðbótar við stríðið við í Úkraínu vofir nú yfir tollastríð við Kína. Árangur Kína í efnahagsmálum er einstakur í heiminum, ekkert land hefur lyft fleira fólki úr fátækt en Kína. Uppgangurinn í Kína hefur líka örvað heimshagkerfið. Undandarið hefur hægt á hagvexti í Kína sem er eðlilegt þegar landið verður ríkara og nær hærra tekjustigi. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var hagvöxtur í Kína 5,3% árið 2023 og en var 0,4% á evrusvæðinu og 0,5% hjá ESB og loks 2,9% hjá Bandaríkjunum. Þetta er góð niðurstaða fyrir Kína, viðunandi staða fyrir Bandaríkin, en afleit staða fyrir Evrópu. Kína er útflutningsdrifið hagkerfi og lítill hagvöxtur hjá ESB kemur niður á hagvexti í Kína. Auðvitað er líka öldrun í Kína, en öldrun er líka vandamál víða í Evrópu og verður í Bandaríkjunum ef straumur innflytjenda inní landið verður stöðvaður eða mikið hægt á honum. Bandaríkin eru samfélag innflytjenda sem hefur verið einn megin styrkur landsins. Allir munu tapa á frekara tollastríði við Kína, ekki síst Evrópa, Ísland ekki undanskilið. Það er ekki á það bætandi fyrir Evrópu. Úkraínustríðið og önnur líkleg átakasvæði í Evrópu Það hefur lengi verið ljóst að semja þurfti um lok Úkraínustríðsins og NATO aðild landsins sem fyrst var lofað fyrir 16 árum veður ekki að veruleika á næstunni. Samningarnir um stríðslok sem hugsanlega gætu fengist nú verða líka mun lakari þeim sem hægt hefði verði að ná við upphaf stríðsins. Ekkert traust er til staðar nú og líklegt er að Rússar reyni að ná meira landsvæði undir sig áður en hugsanlegar samningaviðræður geta farið fram. Kaja Kallas utanríkismála- og öryggisstefnustjóri ESB og varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins talar um að brjóta Rússland í mörg smáríki. Ekki mun það stuðla að friði eða byggja upp traust. Og ekki mun það flýta fyrir stríðslokum í Úkraínu eða auka öryggi Eystrasaltsríkjanna. Það geta hæglega orðið frekari átök í Evrópu á næstunni.Rússar líta svo á að verið sé að umkringja sig og um það nefni ég hér þrjú dæmi: Svartahafið, Eystrasaltið og Norðurslóðir. Önnur líkleg átakasvæði eru Georgía, Moldóva og til lengri tíma Hvíta-Rússland. Svartahafið. Úkraínustríðið snýst að verulegu leyti um yfirráð yfir Svaratahafinu. Að Svartahafinu liggja Búlgaría, Georgía, Rúmenía, Rússland, Türkiye og Úkraína. Búlgaría, Rúmenía og Türkiye eru aðilar að NATO og á NATO fundinum fræga í Búkarest í apríl 2008 var talað um að Georgía og Úkraínu færu líka í NATO. Þá hefði Rússland orðið eina landið við Svartahafið sem ekki er í NATO. Eystrasaltið. Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Eistland, Lettland, Litáen, Pólland, Þýskaland og loks Rússland liggja að Eystrasaltinu. Af þessum níu löndum eru öll NATO ríki nema Rússland. Rússland hefur aðgang að Eystrasalti við St. Pétursborg, milli Finnlands og Eistlands og svo við Kaliningrad, sem er hluti af Rússlandi á milli Litáen og Póllands. Mikil spenna er nú á Eystrasaltinu. Norðurslóðir. Mikilvægi norðurslóða fer vaxandi m.a. vegna loftslagsbreytinga. Siglingaleiðir eru að opnast og miklar auðlindir sem áður voru óaðgengilegar verða nú nýtanlegar. Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein ástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Líkur á átökum á norðurslóðum fer vaxandi. Staða Íslands Mín tilfinning er að Íslendingar hafi mun minni áhyggjur að öryggismálum en maður verður var við á hinum Norðurlöndunum, að ekki sé talað um Eystrasaltsríkin. Staða Íslands er líka betri en margra annarra Evrópuríka vegna fjarlægðar við flest líkleg átakasvæði. Samt getur dregið til tíðinda á norðurslóðum hvenær sem er. Þau NATO ríki sem eru næst Rússlandi eins og Eystrasaltsríkin, Finnland og Pólland eru líkleg að auka sín útgjöld til varnarmála mest. Sögulega séð hefur Ísland aldrei átt í átökum við Rússland eða Sovétríkin eins og mörg lönd á meginlangi Evrópu. Ísland er stofnaðili að NATO frá 1949 og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin síðan 1951. Samskipti Íslands við Bandaríkin hafa verið góð allan tímann þó ólíkar skoðanir hafi verið um framkvæmd varnarsamningsins t.d. hvort á Íslandi eigi að vera fastur flugher eins og áður var. Landhelgisgæslan kemur næst því að geta talist eitthvað í líkingu við Íslenskan her og sérsveit ríkislögreglustjóra er einnig mikilvæg. Landhelgisgæslan hefur verið fjársvelt og lykilinnviðir eins og sæstrengir til Íslands eru illa varðir fyrir vikið. Utanríkisráðuneytið fer með varnarmál fyrir Ísland en bæði Landhelgisgæslan og sérsveit ríkislögreglustjóra heyra undir dómsmálaráðuneytið. Þetta er ákveðinn galli í stjórnskipulagi Íslands ef vinna á markvisst að því að efla varnir landsins. Best væri að það ráðuneyti sem fer með varnarmál fari líka með málefni Landhelgisgæslunnar og að hún verði efld til muna, líka til geta gengt auknu hlutverki á ófriðartímum. Þetta hlýtur að vera meðal umræðuefna í núverandi stjórnarmyndunarviðræðum. Ísland hefur líka beina hagsmuni að auka eftirlit og öryggi á Norður Atlandshafi og verja landhelgina sem var færð út í áföngum í 200 mílur, barátta sem stóð 74 ár (frá 1901 til 1975). Öflugri Landhelgisgæsla væri líka mikilvægt framlag til NATO sem þarf að styrkja stöðu sína á norðurslóðum. Ný heimsmynd án heimstyrjaldar? Stórveldasamkeppnin milli Bandaríkjanna, Kína og Rússlands heldur áfram og mun harðna. Við þessar aðstæður er Evrópa að mörgu leyti leiksoppur, í aukahlutverki á eigin grund. Evrópa er undir öryggisregnhlíf Bandaríkjanna og sumir leiðtogar Evrópu óttast að þessi öryggisregnhlíf kunni að hverfa. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna vill að Evrópa sjái meira um sig sjálf í öryggismálum og borgi meira. Sú þróun sem hófst á Bretton Woods fundinum í Bandaríkjunum 1944, að auðvelda og auka viðskipti milli landa öllum til hagsbóta, hefur stöðvast. Stríð geysar í Evrópu. Framundan eru svo harðnandi viðskiptastríð þar sem allir tapa, sem geta svo leitt til fleiri styrjalda, ekki bara í Evrópu heldur líka í Asíu. Þegar lönd óttast um öryggi sitt fórna þau sínum efnahagshagsmunum. Það verður erfitt að rjúfa þennan vítahring. Eitt er víst að núverandi heimsskipan er í uppnámi og er að líða undir lok og ný heimskipan mun taka á sig mynd. Vonandi gerist það án heimstyrjaldar? Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun