Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 17. desember 2024 11:00 Sigur Miðflokksins í krakkakosningunum og góður árangur í skuggakosningum framhaldsskóla er mikið áhyggjuefni samkvæmt Heimildinni. Það mætti halda að ný ritstjórn Heimildarinnar sé búin að ákveða að miðillinn sé nú málsgagn fyrir Miðflokkinn, því enginn annar hefur fjallað jafn mikið um stórsigur Miðflokksins í Krakkakosningunum (25%) og að flokkurinn hafi verið næst stærstur í framhaldsskólum (19%). Í aðdraganda nýafstaðinna kosninga fór ég fyrir hönd Miðflokksins á 13 pallborð í framhaldsskólum. Þó pallborðin hafi verið skemmtileg voru það alltaf samtölin við nemendur sem voru mest gefandi. Áhugi ungs fólks á pólitík hefur sjaldan verið meiri og er viss vitundarvakning að eiga sér stað. Frekar en að lesa bara slagorð eða kjósa það sem foreldrar þeirra kjósa þá er ungt fólk raunverulega að lesa stefnur flokka. Ef ég ætti að setja það í eitt orð hvað skiptir þau máli þá væri það: Frelsi. Ungt fólk vill frelsi til að vera það sjálft, ferðast, geta keypt sér íbúð og vilja eiga launin sín frekar en að þau fari öll í skatta og skuldir. Þau skilja að þú uppskerð það sem þú sáir og tengja því ekki við málflutning vinstri flokka um að auka skattheimtu á duglegt fólk. Auðvitað eigi allir að skila sínu til samfélagsins en jafnt eigi yfir alla að ganga. Ungt fólk er orðið þreytt á réttrúnaði, að mega ekki hafa skoðun eða segja frá sinni upplifun. Þau eru þreytt á þeirri þróun að menntakerfið virðist byggja á því að mynda skoðanir fyrir þau frekar en að hjálpa þeim að geta myndað hana sjálf. Margir sögðu mér frá því að hafa fengið holskeflu af skammaryrðum frá kennurum í tíma þegar þau sögðust ætla að kjósa til hægri. Þau skilja ekki heldur afhverju þau eigi að sitja tíma kennda á tveimur tungumálum frekar en að kerfið geri betur og kenni erlendum nemendum íslensku. Það er því algjörlega galið þegar Ólafur Þ. Harðarson segir við Heimildina að þetta séu þýðingalitlar og ómarktækar niðurstöður skuggakosninga, eins og þessir nemendur gætu ekki tekið upplýstar ákvarðanir. Í framhaldsskólum voru yfir 3800 nemendur sem kusu í skuggakosningunum, það er meira en þrefalt magn þeirra sem taka þátt í Maskínu könnunum. Ólafur kippti sér lítið upp við það þegar hann rýndi í þær tölur en þær voru einmitt mun hliðhollari vinstri flokkum en niðurstöður skuggakosninganna, kannski bara tilviljun. Ungt fólk upplifir nefnilega líka að fjölmiðlar virðast reyna að mynda skoðanir fyrir þau og spurðu mig oft: „Hvert get ég farið til að finna hlutlausar upplýsingar?“ Þær eru þó því miður vandfundnar. Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af þessum kosningum þá er það að það glymur hæst í tómri tunnu og unga fólkið okkar veit það. Unga fólkið okkar hugsar í lausnum, þau vilja frelsi og skoðanir þeirra eru langt frá því að vera þýðingalitlar eða ómarktækar. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Sigur Miðflokksins í krakkakosningunum og góður árangur í skuggakosningum framhaldsskóla er mikið áhyggjuefni samkvæmt Heimildinni. Það mætti halda að ný ritstjórn Heimildarinnar sé búin að ákveða að miðillinn sé nú málsgagn fyrir Miðflokkinn, því enginn annar hefur fjallað jafn mikið um stórsigur Miðflokksins í Krakkakosningunum (25%) og að flokkurinn hafi verið næst stærstur í framhaldsskólum (19%). Í aðdraganda nýafstaðinna kosninga fór ég fyrir hönd Miðflokksins á 13 pallborð í framhaldsskólum. Þó pallborðin hafi verið skemmtileg voru það alltaf samtölin við nemendur sem voru mest gefandi. Áhugi ungs fólks á pólitík hefur sjaldan verið meiri og er viss vitundarvakning að eiga sér stað. Frekar en að lesa bara slagorð eða kjósa það sem foreldrar þeirra kjósa þá er ungt fólk raunverulega að lesa stefnur flokka. Ef ég ætti að setja það í eitt orð hvað skiptir þau máli þá væri það: Frelsi. Ungt fólk vill frelsi til að vera það sjálft, ferðast, geta keypt sér íbúð og vilja eiga launin sín frekar en að þau fari öll í skatta og skuldir. Þau skilja að þú uppskerð það sem þú sáir og tengja því ekki við málflutning vinstri flokka um að auka skattheimtu á duglegt fólk. Auðvitað eigi allir að skila sínu til samfélagsins en jafnt eigi yfir alla að ganga. Ungt fólk er orðið þreytt á réttrúnaði, að mega ekki hafa skoðun eða segja frá sinni upplifun. Þau eru þreytt á þeirri þróun að menntakerfið virðist byggja á því að mynda skoðanir fyrir þau frekar en að hjálpa þeim að geta myndað hana sjálf. Margir sögðu mér frá því að hafa fengið holskeflu af skammaryrðum frá kennurum í tíma þegar þau sögðust ætla að kjósa til hægri. Þau skilja ekki heldur afhverju þau eigi að sitja tíma kennda á tveimur tungumálum frekar en að kerfið geri betur og kenni erlendum nemendum íslensku. Það er því algjörlega galið þegar Ólafur Þ. Harðarson segir við Heimildina að þetta séu þýðingalitlar og ómarktækar niðurstöður skuggakosninga, eins og þessir nemendur gætu ekki tekið upplýstar ákvarðanir. Í framhaldsskólum voru yfir 3800 nemendur sem kusu í skuggakosningunum, það er meira en þrefalt magn þeirra sem taka þátt í Maskínu könnunum. Ólafur kippti sér lítið upp við það þegar hann rýndi í þær tölur en þær voru einmitt mun hliðhollari vinstri flokkum en niðurstöður skuggakosninganna, kannski bara tilviljun. Ungt fólk upplifir nefnilega líka að fjölmiðlar virðast reyna að mynda skoðanir fyrir þau og spurðu mig oft: „Hvert get ég farið til að finna hlutlausar upplýsingar?“ Þær eru þó því miður vandfundnar. Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af þessum kosningum þá er það að það glymur hæst í tómri tunnu og unga fólkið okkar veit það. Unga fólkið okkar hugsar í lausnum, þau vilja frelsi og skoðanir þeirra eru langt frá því að vera þýðingalitlar eða ómarktækar. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun