Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 17. desember 2024 11:00 Sigur Miðflokksins í krakkakosningunum og góður árangur í skuggakosningum framhaldsskóla er mikið áhyggjuefni samkvæmt Heimildinni. Það mætti halda að ný ritstjórn Heimildarinnar sé búin að ákveða að miðillinn sé nú málsgagn fyrir Miðflokkinn, því enginn annar hefur fjallað jafn mikið um stórsigur Miðflokksins í Krakkakosningunum (25%) og að flokkurinn hafi verið næst stærstur í framhaldsskólum (19%). Í aðdraganda nýafstaðinna kosninga fór ég fyrir hönd Miðflokksins á 13 pallborð í framhaldsskólum. Þó pallborðin hafi verið skemmtileg voru það alltaf samtölin við nemendur sem voru mest gefandi. Áhugi ungs fólks á pólitík hefur sjaldan verið meiri og er viss vitundarvakning að eiga sér stað. Frekar en að lesa bara slagorð eða kjósa það sem foreldrar þeirra kjósa þá er ungt fólk raunverulega að lesa stefnur flokka. Ef ég ætti að setja það í eitt orð hvað skiptir þau máli þá væri það: Frelsi. Ungt fólk vill frelsi til að vera það sjálft, ferðast, geta keypt sér íbúð og vilja eiga launin sín frekar en að þau fari öll í skatta og skuldir. Þau skilja að þú uppskerð það sem þú sáir og tengja því ekki við málflutning vinstri flokka um að auka skattheimtu á duglegt fólk. Auðvitað eigi allir að skila sínu til samfélagsins en jafnt eigi yfir alla að ganga. Ungt fólk er orðið þreytt á réttrúnaði, að mega ekki hafa skoðun eða segja frá sinni upplifun. Þau eru þreytt á þeirri þróun að menntakerfið virðist byggja á því að mynda skoðanir fyrir þau frekar en að hjálpa þeim að geta myndað hana sjálf. Margir sögðu mér frá því að hafa fengið holskeflu af skammaryrðum frá kennurum í tíma þegar þau sögðust ætla að kjósa til hægri. Þau skilja ekki heldur afhverju þau eigi að sitja tíma kennda á tveimur tungumálum frekar en að kerfið geri betur og kenni erlendum nemendum íslensku. Það er því algjörlega galið þegar Ólafur Þ. Harðarson segir við Heimildina að þetta séu þýðingalitlar og ómarktækar niðurstöður skuggakosninga, eins og þessir nemendur gætu ekki tekið upplýstar ákvarðanir. Í framhaldsskólum voru yfir 3800 nemendur sem kusu í skuggakosningunum, það er meira en þrefalt magn þeirra sem taka þátt í Maskínu könnunum. Ólafur kippti sér lítið upp við það þegar hann rýndi í þær tölur en þær voru einmitt mun hliðhollari vinstri flokkum en niðurstöður skuggakosninganna, kannski bara tilviljun. Ungt fólk upplifir nefnilega líka að fjölmiðlar virðast reyna að mynda skoðanir fyrir þau og spurðu mig oft: „Hvert get ég farið til að finna hlutlausar upplýsingar?“ Þær eru þó því miður vandfundnar. Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af þessum kosningum þá er það að það glymur hæst í tómri tunnu og unga fólkið okkar veit það. Unga fólkið okkar hugsar í lausnum, þau vilja frelsi og skoðanir þeirra eru langt frá því að vera þýðingalitlar eða ómarktækar. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Sigur Miðflokksins í krakkakosningunum og góður árangur í skuggakosningum framhaldsskóla er mikið áhyggjuefni samkvæmt Heimildinni. Það mætti halda að ný ritstjórn Heimildarinnar sé búin að ákveða að miðillinn sé nú málsgagn fyrir Miðflokkinn, því enginn annar hefur fjallað jafn mikið um stórsigur Miðflokksins í Krakkakosningunum (25%) og að flokkurinn hafi verið næst stærstur í framhaldsskólum (19%). Í aðdraganda nýafstaðinna kosninga fór ég fyrir hönd Miðflokksins á 13 pallborð í framhaldsskólum. Þó pallborðin hafi verið skemmtileg voru það alltaf samtölin við nemendur sem voru mest gefandi. Áhugi ungs fólks á pólitík hefur sjaldan verið meiri og er viss vitundarvakning að eiga sér stað. Frekar en að lesa bara slagorð eða kjósa það sem foreldrar þeirra kjósa þá er ungt fólk raunverulega að lesa stefnur flokka. Ef ég ætti að setja það í eitt orð hvað skiptir þau máli þá væri það: Frelsi. Ungt fólk vill frelsi til að vera það sjálft, ferðast, geta keypt sér íbúð og vilja eiga launin sín frekar en að þau fari öll í skatta og skuldir. Þau skilja að þú uppskerð það sem þú sáir og tengja því ekki við málflutning vinstri flokka um að auka skattheimtu á duglegt fólk. Auðvitað eigi allir að skila sínu til samfélagsins en jafnt eigi yfir alla að ganga. Ungt fólk er orðið þreytt á réttrúnaði, að mega ekki hafa skoðun eða segja frá sinni upplifun. Þau eru þreytt á þeirri þróun að menntakerfið virðist byggja á því að mynda skoðanir fyrir þau frekar en að hjálpa þeim að geta myndað hana sjálf. Margir sögðu mér frá því að hafa fengið holskeflu af skammaryrðum frá kennurum í tíma þegar þau sögðust ætla að kjósa til hægri. Þau skilja ekki heldur afhverju þau eigi að sitja tíma kennda á tveimur tungumálum frekar en að kerfið geri betur og kenni erlendum nemendum íslensku. Það er því algjörlega galið þegar Ólafur Þ. Harðarson segir við Heimildina að þetta séu þýðingalitlar og ómarktækar niðurstöður skuggakosninga, eins og þessir nemendur gætu ekki tekið upplýstar ákvarðanir. Í framhaldsskólum voru yfir 3800 nemendur sem kusu í skuggakosningunum, það er meira en þrefalt magn þeirra sem taka þátt í Maskínu könnunum. Ólafur kippti sér lítið upp við það þegar hann rýndi í þær tölur en þær voru einmitt mun hliðhollari vinstri flokkum en niðurstöður skuggakosninganna, kannski bara tilviljun. Ungt fólk upplifir nefnilega líka að fjölmiðlar virðast reyna að mynda skoðanir fyrir þau og spurðu mig oft: „Hvert get ég farið til að finna hlutlausar upplýsingar?“ Þær eru þó því miður vandfundnar. Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af þessum kosningum þá er það að það glymur hæst í tómri tunnu og unga fólkið okkar veit það. Unga fólkið okkar hugsar í lausnum, þau vilja frelsi og skoðanir þeirra eru langt frá því að vera þýðingalitlar eða ómarktækar. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar