Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 17. desember 2024 11:00 Sigur Miðflokksins í krakkakosningunum og góður árangur í skuggakosningum framhaldsskóla er mikið áhyggjuefni samkvæmt Heimildinni. Það mætti halda að ný ritstjórn Heimildarinnar sé búin að ákveða að miðillinn sé nú málsgagn fyrir Miðflokkinn, því enginn annar hefur fjallað jafn mikið um stórsigur Miðflokksins í Krakkakosningunum (25%) og að flokkurinn hafi verið næst stærstur í framhaldsskólum (19%). Í aðdraganda nýafstaðinna kosninga fór ég fyrir hönd Miðflokksins á 13 pallborð í framhaldsskólum. Þó pallborðin hafi verið skemmtileg voru það alltaf samtölin við nemendur sem voru mest gefandi. Áhugi ungs fólks á pólitík hefur sjaldan verið meiri og er viss vitundarvakning að eiga sér stað. Frekar en að lesa bara slagorð eða kjósa það sem foreldrar þeirra kjósa þá er ungt fólk raunverulega að lesa stefnur flokka. Ef ég ætti að setja það í eitt orð hvað skiptir þau máli þá væri það: Frelsi. Ungt fólk vill frelsi til að vera það sjálft, ferðast, geta keypt sér íbúð og vilja eiga launin sín frekar en að þau fari öll í skatta og skuldir. Þau skilja að þú uppskerð það sem þú sáir og tengja því ekki við málflutning vinstri flokka um að auka skattheimtu á duglegt fólk. Auðvitað eigi allir að skila sínu til samfélagsins en jafnt eigi yfir alla að ganga. Ungt fólk er orðið þreytt á réttrúnaði, að mega ekki hafa skoðun eða segja frá sinni upplifun. Þau eru þreytt á þeirri þróun að menntakerfið virðist byggja á því að mynda skoðanir fyrir þau frekar en að hjálpa þeim að geta myndað hana sjálf. Margir sögðu mér frá því að hafa fengið holskeflu af skammaryrðum frá kennurum í tíma þegar þau sögðust ætla að kjósa til hægri. Þau skilja ekki heldur afhverju þau eigi að sitja tíma kennda á tveimur tungumálum frekar en að kerfið geri betur og kenni erlendum nemendum íslensku. Það er því algjörlega galið þegar Ólafur Þ. Harðarson segir við Heimildina að þetta séu þýðingalitlar og ómarktækar niðurstöður skuggakosninga, eins og þessir nemendur gætu ekki tekið upplýstar ákvarðanir. Í framhaldsskólum voru yfir 3800 nemendur sem kusu í skuggakosningunum, það er meira en þrefalt magn þeirra sem taka þátt í Maskínu könnunum. Ólafur kippti sér lítið upp við það þegar hann rýndi í þær tölur en þær voru einmitt mun hliðhollari vinstri flokkum en niðurstöður skuggakosninganna, kannski bara tilviljun. Ungt fólk upplifir nefnilega líka að fjölmiðlar virðast reyna að mynda skoðanir fyrir þau og spurðu mig oft: „Hvert get ég farið til að finna hlutlausar upplýsingar?“ Þær eru þó því miður vandfundnar. Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af þessum kosningum þá er það að það glymur hæst í tómri tunnu og unga fólkið okkar veit það. Unga fólkið okkar hugsar í lausnum, þau vilja frelsi og skoðanir þeirra eru langt frá því að vera þýðingalitlar eða ómarktækar. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Sigur Miðflokksins í krakkakosningunum og góður árangur í skuggakosningum framhaldsskóla er mikið áhyggjuefni samkvæmt Heimildinni. Það mætti halda að ný ritstjórn Heimildarinnar sé búin að ákveða að miðillinn sé nú málsgagn fyrir Miðflokkinn, því enginn annar hefur fjallað jafn mikið um stórsigur Miðflokksins í Krakkakosningunum (25%) og að flokkurinn hafi verið næst stærstur í framhaldsskólum (19%). Í aðdraganda nýafstaðinna kosninga fór ég fyrir hönd Miðflokksins á 13 pallborð í framhaldsskólum. Þó pallborðin hafi verið skemmtileg voru það alltaf samtölin við nemendur sem voru mest gefandi. Áhugi ungs fólks á pólitík hefur sjaldan verið meiri og er viss vitundarvakning að eiga sér stað. Frekar en að lesa bara slagorð eða kjósa það sem foreldrar þeirra kjósa þá er ungt fólk raunverulega að lesa stefnur flokka. Ef ég ætti að setja það í eitt orð hvað skiptir þau máli þá væri það: Frelsi. Ungt fólk vill frelsi til að vera það sjálft, ferðast, geta keypt sér íbúð og vilja eiga launin sín frekar en að þau fari öll í skatta og skuldir. Þau skilja að þú uppskerð það sem þú sáir og tengja því ekki við málflutning vinstri flokka um að auka skattheimtu á duglegt fólk. Auðvitað eigi allir að skila sínu til samfélagsins en jafnt eigi yfir alla að ganga. Ungt fólk er orðið þreytt á réttrúnaði, að mega ekki hafa skoðun eða segja frá sinni upplifun. Þau eru þreytt á þeirri þróun að menntakerfið virðist byggja á því að mynda skoðanir fyrir þau frekar en að hjálpa þeim að geta myndað hana sjálf. Margir sögðu mér frá því að hafa fengið holskeflu af skammaryrðum frá kennurum í tíma þegar þau sögðust ætla að kjósa til hægri. Þau skilja ekki heldur afhverju þau eigi að sitja tíma kennda á tveimur tungumálum frekar en að kerfið geri betur og kenni erlendum nemendum íslensku. Það er því algjörlega galið þegar Ólafur Þ. Harðarson segir við Heimildina að þetta séu þýðingalitlar og ómarktækar niðurstöður skuggakosninga, eins og þessir nemendur gætu ekki tekið upplýstar ákvarðanir. Í framhaldsskólum voru yfir 3800 nemendur sem kusu í skuggakosningunum, það er meira en þrefalt magn þeirra sem taka þátt í Maskínu könnunum. Ólafur kippti sér lítið upp við það þegar hann rýndi í þær tölur en þær voru einmitt mun hliðhollari vinstri flokkum en niðurstöður skuggakosninganna, kannski bara tilviljun. Ungt fólk upplifir nefnilega líka að fjölmiðlar virðast reyna að mynda skoðanir fyrir þau og spurðu mig oft: „Hvert get ég farið til að finna hlutlausar upplýsingar?“ Þær eru þó því miður vandfundnar. Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af þessum kosningum þá er það að það glymur hæst í tómri tunnu og unga fólkið okkar veit það. Unga fólkið okkar hugsar í lausnum, þau vilja frelsi og skoðanir þeirra eru langt frá því að vera þýðingalitlar eða ómarktækar. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun