27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar 16. desember 2024 12:02 Á leiðinni í vinnuna í morgun gekk ég niður Laugaveginn frá Snorrabraut að Lækjargötu og gerði óvísindalega rannsókn. Ég taldi 27 lundabúðir, 24 gististaði, og 73 verslanir sem voru einungis markaðssettar ferðamönnum. Ég gafst upp á að telja fjölda ferðamanna, en auðvelt var að telja Íslendinga sem ég mætti - þeir voru aðeins fjórir. Það ætti ekki að koma að óvart, enda eru 70% íbúða götunnar skráðar á Airbnb. Þessi þróun er áhyggjuefni. Það er algengt að aðalgötur stórborga séu undirlagðar túrisma, en smæð Reykjavíkur gerir áhrif þess alvarlegri. Strikið í Kaupmannahöfn og Ramblan í Barcelona eru dæmi um staði sem ferðamenn streyma að, en heimamenn þessara borga hafa önnur tækifæri til að upplifa eigin borgarmenningu. Reykjavík hefur hins vegar aðeins Laugaveg, Hverfisgötu og hliðargötur þeirra. Það þarf því ekki mikið til svo allur miðbærinn sé undirlagður túrisma. Mér sýnist að það hafi þegar gerst. Íbúðin á Frakkastíg sem amma bjó einu sinni í hýsir nú átta manna Euro-rail hóp og í Hjartagarðinum þar sem ég lærði að gera ollie er risið lúxushótel sem selur lavasalt og lundapúða. No skateboarding allowed! Íslendingar geta nær gleymt því að búa í miðbæ höfuðborgar sinnar og hafa í raun lítið þangað að sækja nema þau ætli að kaupa ullarpeysu. Ég ræddi við samstarfskonu mína um þetta og hún sagði: “Það var íslensk menning í miðbænum, mikið af hönnuðum og listamönnum. Ég var með fatnað í hönnunarverslunum sem ungir hönnuðir héldu úti. Ég labbaði um hverfið mitt og heilsaði nánast hverjum einasta manni. Svo byrjaði regnkápunum að fjölga og ekki leið á löngu að ekkert var eftir. Leigan var svo há að eingöngu lundabúðafólk og veitingastaðir höfðu efni á henni.” Ferðaþjónustan hefur þannig þrýst heimamönnum út úr miðbænum sem þeir hafa sjálfir mótað og komið í veg fyrir að þeir fái að njóta hans. Það er alvarleg staða. Miðbærinn á að vera eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn þar sem þeir upplifa eigin borgarmenningu og sækja verslanir og þjónustu sem höfða til þeirra og þeir hafa efni á. Óheftur túrismi í miðbænum kemur í veg fyrir þau lífsgæði. Til að halda í unga fólkið okkar verðum við að geta keppt við aðrar borgir hvað þetta varðar. Til að vernda borgarmenningu Reykjavíkur þarf ríkið að innheimta frekari gjöld af ferðaþjónustunni. Slík gjöld ætti meðal annars að nýta til að styðja við innlenda menningu í miðbænum. Án slíkra inngripa getur innlend menning ekki keppt við kaupmátt ferðamanna. Svo þarf að leita leiða til að dreifa ferðamannastraumnum víðar um landið, svo sem með greiðum samgöngum á landsbyggðinni og fjárhagslegum hvötum fyrir fyrirtæki utan Reykjavíkur. Þrengja þarf verulega reglur um Airbnb í miðbænum. Sambærilegar aðgerðir hafa verið framkvæmdar víða án þess að hafa neikvæð áhrif á ferðamannastraum. Við förum jú til Lundúna þó við fáum ekki gistingu á Downing Street og ferðamenn munu áfram koma hingað þó þau fái ekki gistingu í póstnúmerinu 101. Ísland hefur upp á margt að bjóða sem við getum verið stolt af og við eigum ekki að vera feimin við að setja ferðaþjónustunni mörk eða stýra henni í ákveðinn farveg. Þetta snýst um framtíðarsýn. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein. Þess vegna þarf hún skýran ramma stjórnvalda svo hún geti vaxið í sátt við innlenda menningu og heimamenn. Rétt eins og útgerðin fær ekki að klára fiskinn í sjónum ætti ferðaþjónustan ekki að fá að leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur. Höfundur er íbúi í Reykjavík og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Verslun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á leiðinni í vinnuna í morgun gekk ég niður Laugaveginn frá Snorrabraut að Lækjargötu og gerði óvísindalega rannsókn. Ég taldi 27 lundabúðir, 24 gististaði, og 73 verslanir sem voru einungis markaðssettar ferðamönnum. Ég gafst upp á að telja fjölda ferðamanna, en auðvelt var að telja Íslendinga sem ég mætti - þeir voru aðeins fjórir. Það ætti ekki að koma að óvart, enda eru 70% íbúða götunnar skráðar á Airbnb. Þessi þróun er áhyggjuefni. Það er algengt að aðalgötur stórborga séu undirlagðar túrisma, en smæð Reykjavíkur gerir áhrif þess alvarlegri. Strikið í Kaupmannahöfn og Ramblan í Barcelona eru dæmi um staði sem ferðamenn streyma að, en heimamenn þessara borga hafa önnur tækifæri til að upplifa eigin borgarmenningu. Reykjavík hefur hins vegar aðeins Laugaveg, Hverfisgötu og hliðargötur þeirra. Það þarf því ekki mikið til svo allur miðbærinn sé undirlagður túrisma. Mér sýnist að það hafi þegar gerst. Íbúðin á Frakkastíg sem amma bjó einu sinni í hýsir nú átta manna Euro-rail hóp og í Hjartagarðinum þar sem ég lærði að gera ollie er risið lúxushótel sem selur lavasalt og lundapúða. No skateboarding allowed! Íslendingar geta nær gleymt því að búa í miðbæ höfuðborgar sinnar og hafa í raun lítið þangað að sækja nema þau ætli að kaupa ullarpeysu. Ég ræddi við samstarfskonu mína um þetta og hún sagði: “Það var íslensk menning í miðbænum, mikið af hönnuðum og listamönnum. Ég var með fatnað í hönnunarverslunum sem ungir hönnuðir héldu úti. Ég labbaði um hverfið mitt og heilsaði nánast hverjum einasta manni. Svo byrjaði regnkápunum að fjölga og ekki leið á löngu að ekkert var eftir. Leigan var svo há að eingöngu lundabúðafólk og veitingastaðir höfðu efni á henni.” Ferðaþjónustan hefur þannig þrýst heimamönnum út úr miðbænum sem þeir hafa sjálfir mótað og komið í veg fyrir að þeir fái að njóta hans. Það er alvarleg staða. Miðbærinn á að vera eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn þar sem þeir upplifa eigin borgarmenningu og sækja verslanir og þjónustu sem höfða til þeirra og þeir hafa efni á. Óheftur túrismi í miðbænum kemur í veg fyrir þau lífsgæði. Til að halda í unga fólkið okkar verðum við að geta keppt við aðrar borgir hvað þetta varðar. Til að vernda borgarmenningu Reykjavíkur þarf ríkið að innheimta frekari gjöld af ferðaþjónustunni. Slík gjöld ætti meðal annars að nýta til að styðja við innlenda menningu í miðbænum. Án slíkra inngripa getur innlend menning ekki keppt við kaupmátt ferðamanna. Svo þarf að leita leiða til að dreifa ferðamannastraumnum víðar um landið, svo sem með greiðum samgöngum á landsbyggðinni og fjárhagslegum hvötum fyrir fyrirtæki utan Reykjavíkur. Þrengja þarf verulega reglur um Airbnb í miðbænum. Sambærilegar aðgerðir hafa verið framkvæmdar víða án þess að hafa neikvæð áhrif á ferðamannastraum. Við förum jú til Lundúna þó við fáum ekki gistingu á Downing Street og ferðamenn munu áfram koma hingað þó þau fái ekki gistingu í póstnúmerinu 101. Ísland hefur upp á margt að bjóða sem við getum verið stolt af og við eigum ekki að vera feimin við að setja ferðaþjónustunni mörk eða stýra henni í ákveðinn farveg. Þetta snýst um framtíðarsýn. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein. Þess vegna þarf hún skýran ramma stjórnvalda svo hún geti vaxið í sátt við innlenda menningu og heimamenn. Rétt eins og útgerðin fær ekki að klára fiskinn í sjónum ætti ferðaþjónustan ekki að fá að leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur. Höfundur er íbúi í Reykjavík og háskólanemi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun