Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. desember 2024 07:03 Jón Orri Sigurðarson og Sara Björk Hauksdóttir kynntust á stefnumótaappi í sumar en fengu fyrir tilviljun svo frábæra hugmynd að þau ákváðu að láta rómantíkina vera, fókusera frekar á að vera vinir og viðskiptafélagar og stofnuðu fyrirtækið Guyde. Eygló Gísladóttur „Við erum að blása lífi í allar þessar týndu sögur,“ segir Jón Orri Sigurðarson annar af tveimur stofnendum fyrirtækisins Guyde sem nú vinnur að því að þróa leiðsöguapp sem svo sannarlega gæti komið Íslendingum og öðrum til góða á ferðalögum um landið. Appið mun reyndar geta talað öll tungumál og því nýtast um allan heim, en til að byrja með fáum við að heyra um það, hvernig Guyde appið er hugsað til þess að gefa okkur skemmtilegan fróðleik og sögur hvar sem við erum stödd um landið. „Það er pínu spaugilegt til þess að hugsa að Smitten hafi leitt okkur saman sem félaga í business,“ segir Sara Hauksdóttir, hinn eigandi Guyde. Því já; Sara og Jón Orri kynntust á stefnumótaappinu Smitten í sumar, en eftir að hafa fengið frábæra hugmynd um nýsköpun í ferðaþjónustunni, ákváðu þau að fókusera frekar á að verða vinir og viðskiptafélagar. „Og að fara í gegnum svona startup ferli er meðganga út af fyrir sig. Það eru alveg smá þjáningar, en samt er þetta svo spennandi og eftirvæntingin eftir „fæðingunni“ er mikil. Svo tekur uppeldið við,“ segir Sara. Nýverið stóð KLAK fyrir viðskiptahraðlinum Startup Tourism, sem fyrst var haldinn árið 2015 en hefur verið í hléi frá Covid, þar til nú í haust. Af því tilefni, segir Atvinnulífið í gær og í dag frá skemmtilegum dæmum um nýjungar í ferðaþjónustunni. Þú veist ekki hvað þú veist ekki Sara er myndlistarmaður sem býr á Akranesi. Hún segir áhuga sinn á samruna tækni og listar hafa hafist árið 2019, en Jón Orri er tölvunarfræðingur. Þau segjast bæði hafa mikinn áhuga á gervigreindinni, sem Jón Orri segir augljósa blöndu við það sem koma skal með Guyde appinu. Því það sem leiðsöguappið mun gera er að nýta sér allar þær upplýsingar sem til eru um hvaða stað sem er í heiminum, þannig að þegar fólk er á ferðalagi þá er það einfaldlega matað af þeim fróðleik sem þegar er til um hvern stað. „Þú getur líka talað við appið eða sagt því að nú sértu með börn í bílnum og viljir fróðleik og upplýsingar í samræmi við það,“ segir Sara og Jón bætir við: „En almennt mun appið einfaldlega læra að þekkja þig; hvaða upplýsingar þú vilt, hvers konar fróðleik þú vilt.“ Enda af nægu af taka; þjóðsögur, sagnfræði, landfræðilegar upplýsingar, menning og svo framvegis. Allt þetta tekur gervigreindin saman á augabragði og matar þig síðan af þeim upplýsingum sem þú helst kýst að fá á þínu ferðalagi. „Við Íslendingar erum sökkerar fyrir hlutum sem við getum ekki verið viss um. Meirihluti okkar afneitar til að mynda ekki tilvist álfa. Það er svo ótrúlega margt sem leynist undir yfirborði hluta,“ segir Sara og bætir við: Ef við horfum til dæmis á sjóinn, þá sjáum við bara yfirborðið en það er margt sem býr undir. Guyde hjálpar okkur að afhjúpa þessa þekkingu, það gárar sjóinn og jafnvel dýfir sér ofan í hann; þú veist ekki hvað þú veist ekki.“ Stefnan er tekin á fjármögnun eftir áramót og að fyrsta útgáfa af appinu sé kynnt til sögunnar næsta sumar. Nú þegar hefur Guyde hlotið styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands og strax í kjölfarið tók Startup Tourism við. Það er því heilmargt í gangi hjá Guyde en í dag ætlum við að heyra meira um það, hvernig hugmyndin varð til. Sara er myndlistarmaður en Jón Orri tölvunarfræðingur. Þegar þau hittust var Sara með málarastíflu, sem Jón Orri bauðst til að hjálpa henni að losa með því að mála með henni mynd. Og þegar þau máluðu myndina, vaknaði hugmyndin um leiðsöguappið Guyde. Stuttu síðar hlaut Guyde sinn fyrsta nýsköpunarstyrk, frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Voru að mála þegar hugmyndin fæddist Það var í byrjun júlí sem Jón Orri og Sara kynntust á Smitten. „Þegar við hittumst fyrst var ég ný komin af tónleikum með Nick Cave. Ég er tiltölulega ný skilin og fyrir tilviljun var sætið við hliðina á mér autt. Tónleikarnir með Cave voru átakanlegir en þetta auða sæti jók einhvern veginn á eymd mína og ég grét helminginn af tónleikunum. Ég held að það hafi hvatt mig áfram í að tala við Jón Orra og ég spurði hann hvort hann vildi kíkja rúnt. Við keyrðum út í Gróttu og þrátt fyrir rok gengum við þar út fjöruna. Við tengdumst strax sterkum vinaböndum.“ Sara segir að á þessum tíma hafi hún verið með málarastíflu. Jón Orri heimsótti hana upp á Skaga og bauðst til að mála með henni á striga til að losa um stífluna. Og viti menn: Ný hugmynd fæddist. „Við byrjuðum að mála saman á striga og þegar við vorum að mála byrjuðum við að tala um þessa hugmynd að appi og tókum þá ákvörðun að láta að þessu verða,“ segir Sara. Frá því þá hafa þau einbeitt sér að því að vinna að hugmyndinni og útfæra. Það gangi vel, þótt þau séu í leiðinni að kynnast. „Mér finnst við ná ótrúlega vel saman þótt við séum bara enn að kynnast. Við urðum strax mjög góðir vinir og ákváðum að fókusera á það enda í raun hvorugt alveg tilbúið í samband þegar að við hittumst,“ segir Sara og Jón Orri kinkar kolli. Sem fyrirtæki var Guyde stofnað í haust og segja Sara og Jón Orri að hlutirnir hafi í raun raðast frekar hratt upp. Styrkurinn frá Uppbyggingarsjóði hafi í senn verið smá spark í rassinn en eins staðfesting á að þau væru með góða hugmynd. Startup Tourism hefði síðan verði algjör snilld að taka þátt í. „Hraðallinn var svakalegur og ekkert smá faglegur. Nú skilur maður mun betur hvers vegna nýsköpunarfyrirtæki eru mun lífseigari sem fara í gegnum svona hraðla. Við vorum mötuð af öllu sem við þurftum að heyra til að átta okkur betur á því hvað þarf til að hlutirnir gangi upp. Fyrir okkur var þetta eins og að vinna í lottói að vera valinn til þátttöku.“ Það verður óþarfi að gúggla og gúggla um staði, bæi og áfangastaði á ferðalögum því Guyde appið mun mata ferðalanga með hvaða upplýsingum sem það helst kýs segja Jón Orri og Sara. Þau segjast skilja það betur nú hvers vegna nýsköpunarfyrirtæki eru lífseigari eftir þátttöku í hraðli eins og Startup Tourism hjá KLAK. Sá hraðall hafi verið eins og lottóvinningur að vera valin í.Eygló Gísladóttur (tv), einkasafn Verður óþarfi að gúggla og gúggla Það skemmtilega er að bæði Jón Orri og Sara segjast bæði hafa upplifað þessa þörf á ferðalögum að vita meira um staði. Enda er maður alltaf að gúggla og gúggla. Að minnsta kosti ég,“ segir Jón Orri og án efa margir sem kinka kolli honum til samlætis. Því hver kannast ekki við að gúggla endalaust um staði, bæi og áfangastaði á ferðalögum? En nú þegar gervigreindin er komin til sögunnar opnast tækifærin alveg upp á gátt. „Því í raun eru aðrir búnir að vinna undirbúningsvinnuna okkar, það er svo mikið til af skráðum upplýsingum um alla staði.“ Sara segir frá skemmtilegu dæmi. „Einn daginn birtust við hunda gönguleiðina mína skilti sem Akranesbær hafði sett upp með sögulegum fróðleik um nágrennið. Ég komst þá að því að við fjöruna mína var sker sem var hvorki meira né minna en álfakirkja og á skiltinu gat ég lesið sögu um samskipta álfa og manna við þetta sker. Þetta skapaði innan í mér einhverja alveg nýja tengingu við svæðið. En það er einmitt þetta sem okkur langar að gera með Guyde.“ Með tilstilli gervigreindarinnar eru tungumál ekki lengur hindrun. Hugmyndin er því að appið verði leiðandi app sem leiðsöguapp um allan heim. Til að byrja með horfa þau á enskuna sem fyrsta tungumálið í appinu en það mun breytast síðar. Alls kyns hugmyndir eru líka aðrar á teikniborðinu og nýju viðskiptafélagarnir segjast mjög spennt fyrir komandi misserum. „Við ákváðum til dæmis að setja hljóðheim undir sögurnar, til þess að auka á upplifunina. Þannig að ef saga er spennandi þá er hljóð undir sem magnar upplifunina, rétt eins og í bíómynd. Ef þú keyrir framhjá sjónum en heyrir ekki í honum, þá geturðu samt heyrt öldunið. Okkur langar líka mikið að hafa leiki í appinu. Það er eitthvað sem við munum bæta við í næstu útgáfum,“ segir Sara að lokum. Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01 Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Það gerast alls konar hlutir sem eru mannlegir og sjálfvirknivæðingin ræður ekkert við,“ segir Þórhildur Edda Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sweeply. 18. nóvember 2024 07:00 „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu,“ segir Kjartan Óli Guðmundsson, annar stofnandi brugghússins Grugg & Makk. 4. nóvember 2024 07:02 Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Við setjum plast í tunnuna sem nánast fyllist strax. Þannig að þegar tunnan er full fer fólk að stíga í tunnuna og hoppa á plastinu til að þjappa því niður. Ég þar á meðal,“ segir Börkur Smári Kristinsson, rekstrarstjóri Pure North Recycling. 30. október 2024 07:02 „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Ég viðurkenni að ég var sjokkeraður. Að átta mig á því hvernig einhver annar gæti haft svona mikil áhrif á mig og mína framtíð. Að aðgerðir og gjörðir annarra gætu haft þær afleiðingar að ég varð ekki aðeins atvinnulaus heldur stóð ég ekki lengur undir mínum fjárhagskyldum,“ segir Kári Þór Rúnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Cliezen. 28. október 2024 07:01 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Appið mun reyndar geta talað öll tungumál og því nýtast um allan heim, en til að byrja með fáum við að heyra um það, hvernig Guyde appið er hugsað til þess að gefa okkur skemmtilegan fróðleik og sögur hvar sem við erum stödd um landið. „Það er pínu spaugilegt til þess að hugsa að Smitten hafi leitt okkur saman sem félaga í business,“ segir Sara Hauksdóttir, hinn eigandi Guyde. Því já; Sara og Jón Orri kynntust á stefnumótaappinu Smitten í sumar, en eftir að hafa fengið frábæra hugmynd um nýsköpun í ferðaþjónustunni, ákváðu þau að fókusera frekar á að verða vinir og viðskiptafélagar. „Og að fara í gegnum svona startup ferli er meðganga út af fyrir sig. Það eru alveg smá þjáningar, en samt er þetta svo spennandi og eftirvæntingin eftir „fæðingunni“ er mikil. Svo tekur uppeldið við,“ segir Sara. Nýverið stóð KLAK fyrir viðskiptahraðlinum Startup Tourism, sem fyrst var haldinn árið 2015 en hefur verið í hléi frá Covid, þar til nú í haust. Af því tilefni, segir Atvinnulífið í gær og í dag frá skemmtilegum dæmum um nýjungar í ferðaþjónustunni. Þú veist ekki hvað þú veist ekki Sara er myndlistarmaður sem býr á Akranesi. Hún segir áhuga sinn á samruna tækni og listar hafa hafist árið 2019, en Jón Orri er tölvunarfræðingur. Þau segjast bæði hafa mikinn áhuga á gervigreindinni, sem Jón Orri segir augljósa blöndu við það sem koma skal með Guyde appinu. Því það sem leiðsöguappið mun gera er að nýta sér allar þær upplýsingar sem til eru um hvaða stað sem er í heiminum, þannig að þegar fólk er á ferðalagi þá er það einfaldlega matað af þeim fróðleik sem þegar er til um hvern stað. „Þú getur líka talað við appið eða sagt því að nú sértu með börn í bílnum og viljir fróðleik og upplýsingar í samræmi við það,“ segir Sara og Jón bætir við: „En almennt mun appið einfaldlega læra að þekkja þig; hvaða upplýsingar þú vilt, hvers konar fróðleik þú vilt.“ Enda af nægu af taka; þjóðsögur, sagnfræði, landfræðilegar upplýsingar, menning og svo framvegis. Allt þetta tekur gervigreindin saman á augabragði og matar þig síðan af þeim upplýsingum sem þú helst kýst að fá á þínu ferðalagi. „Við Íslendingar erum sökkerar fyrir hlutum sem við getum ekki verið viss um. Meirihluti okkar afneitar til að mynda ekki tilvist álfa. Það er svo ótrúlega margt sem leynist undir yfirborði hluta,“ segir Sara og bætir við: Ef við horfum til dæmis á sjóinn, þá sjáum við bara yfirborðið en það er margt sem býr undir. Guyde hjálpar okkur að afhjúpa þessa þekkingu, það gárar sjóinn og jafnvel dýfir sér ofan í hann; þú veist ekki hvað þú veist ekki.“ Stefnan er tekin á fjármögnun eftir áramót og að fyrsta útgáfa af appinu sé kynnt til sögunnar næsta sumar. Nú þegar hefur Guyde hlotið styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands og strax í kjölfarið tók Startup Tourism við. Það er því heilmargt í gangi hjá Guyde en í dag ætlum við að heyra meira um það, hvernig hugmyndin varð til. Sara er myndlistarmaður en Jón Orri tölvunarfræðingur. Þegar þau hittust var Sara með málarastíflu, sem Jón Orri bauðst til að hjálpa henni að losa með því að mála með henni mynd. Og þegar þau máluðu myndina, vaknaði hugmyndin um leiðsöguappið Guyde. Stuttu síðar hlaut Guyde sinn fyrsta nýsköpunarstyrk, frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Voru að mála þegar hugmyndin fæddist Það var í byrjun júlí sem Jón Orri og Sara kynntust á Smitten. „Þegar við hittumst fyrst var ég ný komin af tónleikum með Nick Cave. Ég er tiltölulega ný skilin og fyrir tilviljun var sætið við hliðina á mér autt. Tónleikarnir með Cave voru átakanlegir en þetta auða sæti jók einhvern veginn á eymd mína og ég grét helminginn af tónleikunum. Ég held að það hafi hvatt mig áfram í að tala við Jón Orra og ég spurði hann hvort hann vildi kíkja rúnt. Við keyrðum út í Gróttu og þrátt fyrir rok gengum við þar út fjöruna. Við tengdumst strax sterkum vinaböndum.“ Sara segir að á þessum tíma hafi hún verið með málarastíflu. Jón Orri heimsótti hana upp á Skaga og bauðst til að mála með henni á striga til að losa um stífluna. Og viti menn: Ný hugmynd fæddist. „Við byrjuðum að mála saman á striga og þegar við vorum að mála byrjuðum við að tala um þessa hugmynd að appi og tókum þá ákvörðun að láta að þessu verða,“ segir Sara. Frá því þá hafa þau einbeitt sér að því að vinna að hugmyndinni og útfæra. Það gangi vel, þótt þau séu í leiðinni að kynnast. „Mér finnst við ná ótrúlega vel saman þótt við séum bara enn að kynnast. Við urðum strax mjög góðir vinir og ákváðum að fókusera á það enda í raun hvorugt alveg tilbúið í samband þegar að við hittumst,“ segir Sara og Jón Orri kinkar kolli. Sem fyrirtæki var Guyde stofnað í haust og segja Sara og Jón Orri að hlutirnir hafi í raun raðast frekar hratt upp. Styrkurinn frá Uppbyggingarsjóði hafi í senn verið smá spark í rassinn en eins staðfesting á að þau væru með góða hugmynd. Startup Tourism hefði síðan verði algjör snilld að taka þátt í. „Hraðallinn var svakalegur og ekkert smá faglegur. Nú skilur maður mun betur hvers vegna nýsköpunarfyrirtæki eru mun lífseigari sem fara í gegnum svona hraðla. Við vorum mötuð af öllu sem við þurftum að heyra til að átta okkur betur á því hvað þarf til að hlutirnir gangi upp. Fyrir okkur var þetta eins og að vinna í lottói að vera valinn til þátttöku.“ Það verður óþarfi að gúggla og gúggla um staði, bæi og áfangastaði á ferðalögum því Guyde appið mun mata ferðalanga með hvaða upplýsingum sem það helst kýs segja Jón Orri og Sara. Þau segjast skilja það betur nú hvers vegna nýsköpunarfyrirtæki eru lífseigari eftir þátttöku í hraðli eins og Startup Tourism hjá KLAK. Sá hraðall hafi verið eins og lottóvinningur að vera valin í.Eygló Gísladóttur (tv), einkasafn Verður óþarfi að gúggla og gúggla Það skemmtilega er að bæði Jón Orri og Sara segjast bæði hafa upplifað þessa þörf á ferðalögum að vita meira um staði. Enda er maður alltaf að gúggla og gúggla. Að minnsta kosti ég,“ segir Jón Orri og án efa margir sem kinka kolli honum til samlætis. Því hver kannast ekki við að gúggla endalaust um staði, bæi og áfangastaði á ferðalögum? En nú þegar gervigreindin er komin til sögunnar opnast tækifærin alveg upp á gátt. „Því í raun eru aðrir búnir að vinna undirbúningsvinnuna okkar, það er svo mikið til af skráðum upplýsingum um alla staði.“ Sara segir frá skemmtilegu dæmi. „Einn daginn birtust við hunda gönguleiðina mína skilti sem Akranesbær hafði sett upp með sögulegum fróðleik um nágrennið. Ég komst þá að því að við fjöruna mína var sker sem var hvorki meira né minna en álfakirkja og á skiltinu gat ég lesið sögu um samskipta álfa og manna við þetta sker. Þetta skapaði innan í mér einhverja alveg nýja tengingu við svæðið. En það er einmitt þetta sem okkur langar að gera með Guyde.“ Með tilstilli gervigreindarinnar eru tungumál ekki lengur hindrun. Hugmyndin er því að appið verði leiðandi app sem leiðsöguapp um allan heim. Til að byrja með horfa þau á enskuna sem fyrsta tungumálið í appinu en það mun breytast síðar. Alls kyns hugmyndir eru líka aðrar á teikniborðinu og nýju viðskiptafélagarnir segjast mjög spennt fyrir komandi misserum. „Við ákváðum til dæmis að setja hljóðheim undir sögurnar, til þess að auka á upplifunina. Þannig að ef saga er spennandi þá er hljóð undir sem magnar upplifunina, rétt eins og í bíómynd. Ef þú keyrir framhjá sjónum en heyrir ekki í honum, þá geturðu samt heyrt öldunið. Okkur langar líka mikið að hafa leiki í appinu. Það er eitthvað sem við munum bæta við í næstu útgáfum,“ segir Sara að lokum.
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01 Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Það gerast alls konar hlutir sem eru mannlegir og sjálfvirknivæðingin ræður ekkert við,“ segir Þórhildur Edda Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sweeply. 18. nóvember 2024 07:00 „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu,“ segir Kjartan Óli Guðmundsson, annar stofnandi brugghússins Grugg & Makk. 4. nóvember 2024 07:02 Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Við setjum plast í tunnuna sem nánast fyllist strax. Þannig að þegar tunnan er full fer fólk að stíga í tunnuna og hoppa á plastinu til að þjappa því niður. Ég þar á meðal,“ segir Börkur Smári Kristinsson, rekstrarstjóri Pure North Recycling. 30. október 2024 07:02 „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Ég viðurkenni að ég var sjokkeraður. Að átta mig á því hvernig einhver annar gæti haft svona mikil áhrif á mig og mína framtíð. Að aðgerðir og gjörðir annarra gætu haft þær afleiðingar að ég varð ekki aðeins atvinnulaus heldur stóð ég ekki lengur undir mínum fjárhagskyldum,“ segir Kári Þór Rúnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Cliezen. 28. október 2024 07:01 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01
Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Það gerast alls konar hlutir sem eru mannlegir og sjálfvirknivæðingin ræður ekkert við,“ segir Þórhildur Edda Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sweeply. 18. nóvember 2024 07:00
„Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu,“ segir Kjartan Óli Guðmundsson, annar stofnandi brugghússins Grugg & Makk. 4. nóvember 2024 07:02
Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Við setjum plast í tunnuna sem nánast fyllist strax. Þannig að þegar tunnan er full fer fólk að stíga í tunnuna og hoppa á plastinu til að þjappa því niður. Ég þar á meðal,“ segir Börkur Smári Kristinsson, rekstrarstjóri Pure North Recycling. 30. október 2024 07:02
„Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Ég viðurkenni að ég var sjokkeraður. Að átta mig á því hvernig einhver annar gæti haft svona mikil áhrif á mig og mína framtíð. Að aðgerðir og gjörðir annarra gætu haft þær afleiðingar að ég varð ekki aðeins atvinnulaus heldur stóð ég ekki lengur undir mínum fjárhagskyldum,“ segir Kári Þór Rúnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Cliezen. 28. október 2024 07:01