Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 4. desember 2024 12:00 Vissuð þið að fræðin segja okkur að það þarf að leiðrétta kjör kvennastétta áður en ráðist er í það að lengja fæðingarorlof enn frekar. Af hverju ? Jú af því að ef við gerum það ekki þá vinnur lengingin gegn því að konur nái jöfnum rétti á við karla. Hvernig þá ? Á meðan við erum með fjölmennar kvennastéttir sem haldið er niðri launalega séð þá veljast þeir aðilar sem í þeim starfa oft frekar til að sinna börnum heima en sá aðili sem hefur hærri laun því hann er látinn afla tekna utan heimilis. Þetta hefur í för með sér að láglaunafólk er oft styttra á vinnumarkaði en þeir sem eru með hærri laun og þar af leiðandi með minni réttindi í lok starfsævi sinnar. Snjóboltaáhrifin gilda í þessu eins og öðru. Núna er boltinn í höndum nýrrar ríkisstjórnar. Það er núna eða aldrei. Verkfalli kennara hefur verið frestað til 31. janúar 2025 og tímann fram að því þarf að nýta vel. Kennarastéttin er stór kvennastétt sem hefur verið haldið niðri allt of lengi. Eiginlega það lengi að komið er að þolmörkum á mörgum sviðum skólakerfisins og ungt fólk sér sig ekki starfa við kennslu í framtíðinni. Hvernig skóla viljum við hér á landi ? Til að halda í gott fólk og fá nýtt inn í stéttina þá þarf að jafna laun á milli markaða og skapa viðunandi starfsskilyrði. Þessir þættir þurfa að vera í lagi til að viðhalda öflugu skólakerfi. Við vitum að það eru sveitafélög sem hafa lítið bolmagn til að reka skólana og þau eiga ekki að fá að halda láglaunastefnu kennara gangandi. Því er mikilvægt að ríkið stígi inn í jöfnuna. Vinnumarkaðslíkanið sem byggir á samræmdri láglaunastefnu er að vinna gegn kvennastéttum og jafnrétti í landinu. Við þurfum að breyta þessu og núna er rétti tíminn til að leiðrétta laun kennara. Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp til að fá laun í takt við menntun. Því ef þú hefur áhuga á að vinna með börnum þá er voðinn vís og þú gætir lent í fátækragildru eða misst heilsuna vegna álags. Það er dýrt að mennta sig. Ung fólk veit það og það veit líka hver afleiðan af lágum launum er. Upplýsingaflæðið er meira í dag en fyrir tíma veraldarvefsins þegar ég var að velja mér háskólanám. Mitt val stóð á milli þess að velja lögfræði eða kennaranám. Ég held ég væri allavega ekki í sömu sporum og ég er í dag ef ég hefði valið lögfræðina. Hafið þið heyrt um kjarabaráttu lögfræðinga ? Ekki ég heldur. En núna er komið að kennurum. Verkföll eru ekki þjóðaríþrótt kennara heldur áskapað vandamál stjórnvalda. Kennarar hafa lengi reynt að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og er verkfallsvopnið eina vopnið sem virðist bíta. Ástandið þarf ekki að vera svona. Þessu er hægt að breyta og skora ég því á stjórnvöld að gera það. Við erum þjóð sem vill jafnrétti, sýnum það í verki. Höfundur er kennari í stjórn KFR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Vissuð þið að fræðin segja okkur að það þarf að leiðrétta kjör kvennastétta áður en ráðist er í það að lengja fæðingarorlof enn frekar. Af hverju ? Jú af því að ef við gerum það ekki þá vinnur lengingin gegn því að konur nái jöfnum rétti á við karla. Hvernig þá ? Á meðan við erum með fjölmennar kvennastéttir sem haldið er niðri launalega séð þá veljast þeir aðilar sem í þeim starfa oft frekar til að sinna börnum heima en sá aðili sem hefur hærri laun því hann er látinn afla tekna utan heimilis. Þetta hefur í för með sér að láglaunafólk er oft styttra á vinnumarkaði en þeir sem eru með hærri laun og þar af leiðandi með minni réttindi í lok starfsævi sinnar. Snjóboltaáhrifin gilda í þessu eins og öðru. Núna er boltinn í höndum nýrrar ríkisstjórnar. Það er núna eða aldrei. Verkfalli kennara hefur verið frestað til 31. janúar 2025 og tímann fram að því þarf að nýta vel. Kennarastéttin er stór kvennastétt sem hefur verið haldið niðri allt of lengi. Eiginlega það lengi að komið er að þolmörkum á mörgum sviðum skólakerfisins og ungt fólk sér sig ekki starfa við kennslu í framtíðinni. Hvernig skóla viljum við hér á landi ? Til að halda í gott fólk og fá nýtt inn í stéttina þá þarf að jafna laun á milli markaða og skapa viðunandi starfsskilyrði. Þessir þættir þurfa að vera í lagi til að viðhalda öflugu skólakerfi. Við vitum að það eru sveitafélög sem hafa lítið bolmagn til að reka skólana og þau eiga ekki að fá að halda láglaunastefnu kennara gangandi. Því er mikilvægt að ríkið stígi inn í jöfnuna. Vinnumarkaðslíkanið sem byggir á samræmdri láglaunastefnu er að vinna gegn kvennastéttum og jafnrétti í landinu. Við þurfum að breyta þessu og núna er rétti tíminn til að leiðrétta laun kennara. Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp til að fá laun í takt við menntun. Því ef þú hefur áhuga á að vinna með börnum þá er voðinn vís og þú gætir lent í fátækragildru eða misst heilsuna vegna álags. Það er dýrt að mennta sig. Ung fólk veit það og það veit líka hver afleiðan af lágum launum er. Upplýsingaflæðið er meira í dag en fyrir tíma veraldarvefsins þegar ég var að velja mér háskólanám. Mitt val stóð á milli þess að velja lögfræði eða kennaranám. Ég held ég væri allavega ekki í sömu sporum og ég er í dag ef ég hefði valið lögfræðina. Hafið þið heyrt um kjarabaráttu lögfræðinga ? Ekki ég heldur. En núna er komið að kennurum. Verkföll eru ekki þjóðaríþrótt kennara heldur áskapað vandamál stjórnvalda. Kennarar hafa lengi reynt að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og er verkfallsvopnið eina vopnið sem virðist bíta. Ástandið þarf ekki að vera svona. Þessu er hægt að breyta og skora ég því á stjórnvöld að gera það. Við erum þjóð sem vill jafnrétti, sýnum það í verki. Höfundur er kennari í stjórn KFR.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun