Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 4. desember 2024 12:00 Vissuð þið að fræðin segja okkur að það þarf að leiðrétta kjör kvennastétta áður en ráðist er í það að lengja fæðingarorlof enn frekar. Af hverju ? Jú af því að ef við gerum það ekki þá vinnur lengingin gegn því að konur nái jöfnum rétti á við karla. Hvernig þá ? Á meðan við erum með fjölmennar kvennastéttir sem haldið er niðri launalega séð þá veljast þeir aðilar sem í þeim starfa oft frekar til að sinna börnum heima en sá aðili sem hefur hærri laun því hann er látinn afla tekna utan heimilis. Þetta hefur í för með sér að láglaunafólk er oft styttra á vinnumarkaði en þeir sem eru með hærri laun og þar af leiðandi með minni réttindi í lok starfsævi sinnar. Snjóboltaáhrifin gilda í þessu eins og öðru. Núna er boltinn í höndum nýrrar ríkisstjórnar. Það er núna eða aldrei. Verkfalli kennara hefur verið frestað til 31. janúar 2025 og tímann fram að því þarf að nýta vel. Kennarastéttin er stór kvennastétt sem hefur verið haldið niðri allt of lengi. Eiginlega það lengi að komið er að þolmörkum á mörgum sviðum skólakerfisins og ungt fólk sér sig ekki starfa við kennslu í framtíðinni. Hvernig skóla viljum við hér á landi ? Til að halda í gott fólk og fá nýtt inn í stéttina þá þarf að jafna laun á milli markaða og skapa viðunandi starfsskilyrði. Þessir þættir þurfa að vera í lagi til að viðhalda öflugu skólakerfi. Við vitum að það eru sveitafélög sem hafa lítið bolmagn til að reka skólana og þau eiga ekki að fá að halda láglaunastefnu kennara gangandi. Því er mikilvægt að ríkið stígi inn í jöfnuna. Vinnumarkaðslíkanið sem byggir á samræmdri láglaunastefnu er að vinna gegn kvennastéttum og jafnrétti í landinu. Við þurfum að breyta þessu og núna er rétti tíminn til að leiðrétta laun kennara. Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp til að fá laun í takt við menntun. Því ef þú hefur áhuga á að vinna með börnum þá er voðinn vís og þú gætir lent í fátækragildru eða misst heilsuna vegna álags. Það er dýrt að mennta sig. Ung fólk veit það og það veit líka hver afleiðan af lágum launum er. Upplýsingaflæðið er meira í dag en fyrir tíma veraldarvefsins þegar ég var að velja mér háskólanám. Mitt val stóð á milli þess að velja lögfræði eða kennaranám. Ég held ég væri allavega ekki í sömu sporum og ég er í dag ef ég hefði valið lögfræðina. Hafið þið heyrt um kjarabaráttu lögfræðinga ? Ekki ég heldur. En núna er komið að kennurum. Verkföll eru ekki þjóðaríþrótt kennara heldur áskapað vandamál stjórnvalda. Kennarar hafa lengi reynt að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og er verkfallsvopnið eina vopnið sem virðist bíta. Ástandið þarf ekki að vera svona. Þessu er hægt að breyta og skora ég því á stjórnvöld að gera það. Við erum þjóð sem vill jafnrétti, sýnum það í verki. Höfundur er kennari í stjórn KFR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Vissuð þið að fræðin segja okkur að það þarf að leiðrétta kjör kvennastétta áður en ráðist er í það að lengja fæðingarorlof enn frekar. Af hverju ? Jú af því að ef við gerum það ekki þá vinnur lengingin gegn því að konur nái jöfnum rétti á við karla. Hvernig þá ? Á meðan við erum með fjölmennar kvennastéttir sem haldið er niðri launalega séð þá veljast þeir aðilar sem í þeim starfa oft frekar til að sinna börnum heima en sá aðili sem hefur hærri laun því hann er látinn afla tekna utan heimilis. Þetta hefur í för með sér að láglaunafólk er oft styttra á vinnumarkaði en þeir sem eru með hærri laun og þar af leiðandi með minni réttindi í lok starfsævi sinnar. Snjóboltaáhrifin gilda í þessu eins og öðru. Núna er boltinn í höndum nýrrar ríkisstjórnar. Það er núna eða aldrei. Verkfalli kennara hefur verið frestað til 31. janúar 2025 og tímann fram að því þarf að nýta vel. Kennarastéttin er stór kvennastétt sem hefur verið haldið niðri allt of lengi. Eiginlega það lengi að komið er að þolmörkum á mörgum sviðum skólakerfisins og ungt fólk sér sig ekki starfa við kennslu í framtíðinni. Hvernig skóla viljum við hér á landi ? Til að halda í gott fólk og fá nýtt inn í stéttina þá þarf að jafna laun á milli markaða og skapa viðunandi starfsskilyrði. Þessir þættir þurfa að vera í lagi til að viðhalda öflugu skólakerfi. Við vitum að það eru sveitafélög sem hafa lítið bolmagn til að reka skólana og þau eiga ekki að fá að halda láglaunastefnu kennara gangandi. Því er mikilvægt að ríkið stígi inn í jöfnuna. Vinnumarkaðslíkanið sem byggir á samræmdri láglaunastefnu er að vinna gegn kvennastéttum og jafnrétti í landinu. Við þurfum að breyta þessu og núna er rétti tíminn til að leiðrétta laun kennara. Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp til að fá laun í takt við menntun. Því ef þú hefur áhuga á að vinna með börnum þá er voðinn vís og þú gætir lent í fátækragildru eða misst heilsuna vegna álags. Það er dýrt að mennta sig. Ung fólk veit það og það veit líka hver afleiðan af lágum launum er. Upplýsingaflæðið er meira í dag en fyrir tíma veraldarvefsins þegar ég var að velja mér háskólanám. Mitt val stóð á milli þess að velja lögfræði eða kennaranám. Ég held ég væri allavega ekki í sömu sporum og ég er í dag ef ég hefði valið lögfræðina. Hafið þið heyrt um kjarabaráttu lögfræðinga ? Ekki ég heldur. En núna er komið að kennurum. Verkföll eru ekki þjóðaríþrótt kennara heldur áskapað vandamál stjórnvalda. Kennarar hafa lengi reynt að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og er verkfallsvopnið eina vopnið sem virðist bíta. Ástandið þarf ekki að vera svona. Þessu er hægt að breyta og skora ég því á stjórnvöld að gera það. Við erum þjóð sem vill jafnrétti, sýnum það í verki. Höfundur er kennari í stjórn KFR.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun