Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar 2. desember 2024 11:32 Skautafélag Reykjavíkur hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og er stærsta skautafélag landsins. Árið 2023 æfðu yfir 800 iðkendur hjá félaginu í listskautum og íshokkí. Báðar þessar greinar deila einu 1800 m2 svelli í Skautahöllinni í Laugardal ásamt því að opið er fyrir almenning alla virka daga og um helgar. Félagið þjónar skautaiðkendum á öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar. Félagið fær úthlutað samtals 50 klukkustundum á viku á ís undir æfingar á þessu eina svelli sem er langt frá því að mæta þörfum félagsins. Af þessum tímum eru 20% fyrir klukkan 16 á virkum dögum og rúm 10% eftir klukkan 21 á virkum kvöldum. Þetta eru tímar sem nýtast illa og einungis standa eftir 35 góðir ístímar fyrir bæði íshokkí og listskauta til að deila fyrir alla flokka frá börnum og upp í fullorðna, frá byrjendum upp í afreksstarf. Nú er staðan orðin þannig að skortur á ístíma kemur í veg fyrir að félagið geti stækkað mikið meira. Listskautadeildin er sprungin og krakkar settir á biðlista til að eiga möguleika á því að æfa og íshokkídeildin er í vandræðum með að koma fyrir öllum flokkum nú þegar uppbyggingarstarf síðustu ára er farið að skila sér upp í eldri flokka. Íshokkídeildin nálgast þreföldun á iðkendafjölda 18 ára og yngri síðan 2017. Þörfin fyrir meiri ístíma er því gífurleg og áríðandi að bæta úr því sem allra fyrst. Árið 2021 gerði ÍBR greiningu á ístímum félagsins og var þar staðfest þessi mikla þörf. Samkvæmt greiningunni þyrfti félagið 15-20 fleiri tíma á viku bara til að uppfylla lágmarksþörfina eða 30-40% meiri ístíma. Síðan þá hefur iðkendum fjölgað mjög mikið og fleiri flokkar bæst við og þörfin því enn meiri í dag. Árið 2020 skilaði stýrihópur um stefnu í íþróttamálum forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. Þar lenti viðbygging við Skautahöllina með æfingasvelli mjög ofarlega eða í 6. sæti. Verkefnin voru metin út frá bæði fjárhagslegum og félagslegum forsendum. Þrátt fyrir hversu brýnt verkefnið er og hversu ofarlega það lenti hefur því miðað hægt. Félagið er þakklátt fyrir það sem nú þegar hefur verið gert í Skautahöllinni en nýr LED skjár, klukka og sæti í stúku voru sett upp síðasta vetur. Síðasta sumar voru battar í kringum ísinn endurnýjaðir sem löngu voru úr sér gengnir enda upprunalegir frá því að skautasvellið var byggt sem útisvell árið 1990. En betur má ef duga skal. Aðstaða sem nútímaíþróttafólk þarf til að ná árangri eins og upphitunarsvæði og þrek- og lyftingaraðstaða er ekki til staðar í Skautahöllinni en gert er ráð fyrir því í drögum að viðbyggingu ásamt skrifstofu, veislusal, fleiri klefum, geymslum og öðru sem lyft getur starfi félagsins upp á hærra plan. Skautaíþróttir eru í dauðafæri við að festa sig almennilega í sessi í Reykjavík en félagið þarf meiri ístíma og betri aðstöðu til þess að tryggja framgang þessara frábæru íþrótta. Metnaðarfullir sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum við uppbyggingu félagsins og tryggt stöðugleika í stjórnun og þjálfun undanfarin ár en þarf nú stuðning Reykjavíkurborgar til að stækka höllina og tryggja fleiri ístíma svo skautaíþróttir geti haldið áfram að stækka og eflast í Laugardalnum. Ég skora á Reykjavíkurborg að tryggja framgang þessa mikilvæga verkefnis og ýta undir fjölbreytta flóru íþrótta þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Höfundur er grafískur hönnuður og situr í stjórn Skautafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skautaíþróttir Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skautafélag Reykjavíkur hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og er stærsta skautafélag landsins. Árið 2023 æfðu yfir 800 iðkendur hjá félaginu í listskautum og íshokkí. Báðar þessar greinar deila einu 1800 m2 svelli í Skautahöllinni í Laugardal ásamt því að opið er fyrir almenning alla virka daga og um helgar. Félagið þjónar skautaiðkendum á öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar. Félagið fær úthlutað samtals 50 klukkustundum á viku á ís undir æfingar á þessu eina svelli sem er langt frá því að mæta þörfum félagsins. Af þessum tímum eru 20% fyrir klukkan 16 á virkum dögum og rúm 10% eftir klukkan 21 á virkum kvöldum. Þetta eru tímar sem nýtast illa og einungis standa eftir 35 góðir ístímar fyrir bæði íshokkí og listskauta til að deila fyrir alla flokka frá börnum og upp í fullorðna, frá byrjendum upp í afreksstarf. Nú er staðan orðin þannig að skortur á ístíma kemur í veg fyrir að félagið geti stækkað mikið meira. Listskautadeildin er sprungin og krakkar settir á biðlista til að eiga möguleika á því að æfa og íshokkídeildin er í vandræðum með að koma fyrir öllum flokkum nú þegar uppbyggingarstarf síðustu ára er farið að skila sér upp í eldri flokka. Íshokkídeildin nálgast þreföldun á iðkendafjölda 18 ára og yngri síðan 2017. Þörfin fyrir meiri ístíma er því gífurleg og áríðandi að bæta úr því sem allra fyrst. Árið 2021 gerði ÍBR greiningu á ístímum félagsins og var þar staðfest þessi mikla þörf. Samkvæmt greiningunni þyrfti félagið 15-20 fleiri tíma á viku bara til að uppfylla lágmarksþörfina eða 30-40% meiri ístíma. Síðan þá hefur iðkendum fjölgað mjög mikið og fleiri flokkar bæst við og þörfin því enn meiri í dag. Árið 2020 skilaði stýrihópur um stefnu í íþróttamálum forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. Þar lenti viðbygging við Skautahöllina með æfingasvelli mjög ofarlega eða í 6. sæti. Verkefnin voru metin út frá bæði fjárhagslegum og félagslegum forsendum. Þrátt fyrir hversu brýnt verkefnið er og hversu ofarlega það lenti hefur því miðað hægt. Félagið er þakklátt fyrir það sem nú þegar hefur verið gert í Skautahöllinni en nýr LED skjár, klukka og sæti í stúku voru sett upp síðasta vetur. Síðasta sumar voru battar í kringum ísinn endurnýjaðir sem löngu voru úr sér gengnir enda upprunalegir frá því að skautasvellið var byggt sem útisvell árið 1990. En betur má ef duga skal. Aðstaða sem nútímaíþróttafólk þarf til að ná árangri eins og upphitunarsvæði og þrek- og lyftingaraðstaða er ekki til staðar í Skautahöllinni en gert er ráð fyrir því í drögum að viðbyggingu ásamt skrifstofu, veislusal, fleiri klefum, geymslum og öðru sem lyft getur starfi félagsins upp á hærra plan. Skautaíþróttir eru í dauðafæri við að festa sig almennilega í sessi í Reykjavík en félagið þarf meiri ístíma og betri aðstöðu til þess að tryggja framgang þessara frábæru íþrótta. Metnaðarfullir sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum við uppbyggingu félagsins og tryggt stöðugleika í stjórnun og þjálfun undanfarin ár en þarf nú stuðning Reykjavíkurborgar til að stækka höllina og tryggja fleiri ístíma svo skautaíþróttir geti haldið áfram að stækka og eflast í Laugardalnum. Ég skora á Reykjavíkurborg að tryggja framgang þessa mikilvæga verkefnis og ýta undir fjölbreytta flóru íþrótta þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Höfundur er grafískur hönnuður og situr í stjórn Skautafélags Reykjavíkur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun