HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 09:53 Það er við hæfi í aðdraganda Alþingiskosninga að kjósendur hnippi í stjórnmálafólk og frambjóðendur og forvitnist um áherslur þeirra á sviði heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Það er ekki að ástæðulausu sem ég rétti upp hönd fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og landsbyggðina á þessum tímapunkti og tæpi á nokkrum atriðum sem lúta að nýsköpun, þjónustu, öryggi, mannauði, fjármögnun og stefnumótun. 35 þúsund manna þjónustusvæði HSU þjónar nú um 35 þúsund manns á víðfeðmu 31 þúsund ferkílómetra svæði þar sem dreifðar byggðir og krefjandi veðuraðstæður auka þörfina fyrir sveigjanlegar lausnir. Til að mæta þessari þróun er nauðsynlegt að styrkja innviði, þar með talið húsnæði og tækjabúnað, ásamt því að þróa úrræði á borð við heimaspítala og fjarheilbrigðisþjónustu. Slíkar tæknilausnir stytta ferðalög sjúklinga, bæta nýtingu sérfræðiþekkingar og tryggja aðgengi að þjónustu óháð búsetu. 43% fjölgun í sjúkraflutningum HSU ber ábyrgð á sjúkraflutningum á öllu Suðurlandi, frá Þorlákshöfn í vestri að Höfn í Hornafirði í austri. Svæðið spannar um 31 þúsund ferkílómetra. Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir sjúkraflutningum á Suðurlandi aukist verulega. Þróunina má að mestu rekja til fjölgunar íbúa, sem hefur aukist um 17% á síðustu fimm árum, ásamt því að svæðið tekur á móti um 80% allra ferðamanna sem heimsækja Ísland ár hvert. Auk þess eru á svæðinu um 8.000 sumarhús, sem mörg hver eru nýtt allt árið um kring. Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun fjölda sjúkraflutninga hjá HSU frá árinu 2020 til 2023, en þeim hefur fjölgað á tímabilinu um 43%. Til að bregðast við þessum vexti er nauðsynlegt að fjölga sjúkraflutningafólki hjá HSU og er ósk um þau útgjöld nú til meðferðar í heilbrigðisráðuneytinu. Yfirlit yfir fjölda útkalla sjúkraflutninga á Suðurlandi á tímabilinu 2020 til 2023. Tölurnar sýna annars vegar útköll í Árnessýslu og austur á Kirkjubæjarklaustur og hins vegar útköll á öllu starfssvæði HSU, þar með talið í Vestmannaeyjum og á Höfn. Heimaspítalinn fær frábærar viðtökur Með nýsköpunarverkefnum eins og fjarheilbrigðisþjónustu og Heimaspítala HSU höfum við hjá HSU unnið að því að bæta aðgengi að þjónustu og draga úr álagi á sjúkrahús. Heimaspítalinn hefur fengið frábærar viðtökur og við höfum hug á því að þróa þessa þjónustu áfram, enda bætir hann þjónustuna við skjólstæðinga okkar ásamt því að stuðla að betri nýtingu fjármagns og starfsauðlinda. Markmið Heimaspítala HSU er að styðja við sjálfstæða búsetu eldra fólks, auka öryggi skjólstæðinga og lífsgæði þeirra, fækka innlögnum á sjúkrahús og stytta innlagnartíma. Þjónustan snýst einkum um annars vegar læknis- og hjúkrunarþjónustu í heimahúsi og hins vegar líknarþjónustu í heimahúsi. Fjarvöktun með fjarheilbrigðistækni Fjarvöktun HSU með fjarheilbrigðistækni á það sameiginlegt með Heimaspítala HSU að hún er að mörgu leyti að styðja við sama skjólstæðingahópinn, fyrst og fremst eldra fólk. Fjarvöktunin styrkir eftirlit með skjólstæðingum með langvinna sjúkdóma og stuðlar að umbótum, nýbreytni og auknum gæðum í heilbrigðisþjónustu. HSU notast í þessu verkefni við norskan fjarvöktunarhugbúnað frá Dignio. Margvíslegur ávinningur fjarvöktunar Vöktunin fer þannig fram að skjólstæðingar framkvæma mælingar í heimahúsi sem síðan er fylgst með á skjáborði á heilsugæslunni. Um er að ræða stöðugar og samfelldar mælingar sem eru áreiðanlegri en tilfallandi stakar mælingar sem gerðar eru á stöð. Ávinningurinn er margskonar og skjólstæðingar bæði njóta og finna til aukins öryggis, vitandi að fylgst er náið með þeim. Þjónustan er því bæði hagkvæmari og skilvirkari en aðrar lausnir og hefur reynst afskaplega farsæl hjá HSU. Þessi þjónustu kemur sér sérstaklega vel á okkar þjónustusvæði þar sem vegalengdir geta verið miklar. Öflug heilbrigðisstofnun HSU gegnir lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi og er grundvöllur velferðar og öryggis íbúa og gesta á svæðinu. Með fjölbreytta þjónustu á sviði heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu sinnir HSU stærsta þjónustusvæði á landsbyggðinni. Stofnunin rekur 9 heilsugæslustöðvar á 10 starfsstöðvum, 2 sjúkrahús og 4 hjúkrunarheimili, auk þess sem hún sinnir bráðaþjónustu með 20 þúsund árlegum komum og sjúkraflutningum um allt umdæmið. Hjá HSU starfa núna um 850 starfsmenn í 550 stöðugildum og stofnuninni er árlega úthlutað um 11 til 12 milljörðum króna í fjárlögum til að sinna fjölbreyttum og umfangsmiklum verkefnum. Með um 35 þúsund manns á þjónustusvæði sínu og ört vaxandi eftirspurn fyrir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni stendur Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) frammi fyrir nýjum áskorunum og þjónustuþörf ört vaxandi umdæmis, sem nauðsynlegt er að stjórnvöld styðji við. Tæknilausnir skipta sköpum Markmið HSU er að tryggja örugga, faglega og aðgengilega heilbrigðisþjónustu fyrir öll, óháð búsetu, efnahag eða uppruna, og stuðla þannig að betri heilsu og lífsgæði íbúa á Suðurlandi. Svæðið er víðfeðmt og með dreifðar byggðir þar sem vegalengdir eru oft miklar og veðuraðstæður geta verið krefjandi. Til að mæta þessum áskorunum er nauðsynlegt að styrkja heilsugæslustöðvar á lykilstöðum og þróa úrræði á borð við fjarheilbrigðisþjónustu. Tæknilausnir geta skipt sköpum, ekki aðeins til að stytta ferðalög sjúklinga heldur einnig til að nýta betur tíma og sérfræðiþekkingu heilbrigðisstarfsfólks. Sveigjanleg viðbragðsþjónusta Ferðamannastraumurinn hefur jafnframt áhrif á heilbrigðisþjónustuna. Með mikinn fjölda ferðamanna þar sem náttúruperlur eins og Gullni hringurinn, Jökulsárlón og Skaftafell laða að sér gesti, er nauðsynlegt að bregðast við með sveigjanlegum lausnum. Þetta gæti falið í sér aukna neyðarþjónustu og viðbúnað til að takast á við bráðaástand, svo sem slys eða veikindi á afskekktum svæðum. Mannauður Til að tryggja góða heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að laða að hæft starfsfólk og bjóða því aðstöðu í takti við þarfir dagsins. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki er áskorun um allt land og Suðurland er engin undantekning. HSU þarf að bjóða samkeppnishæf laun, aðstöðu til starfsþróunar og vinnuumhverfi sem styður við jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Fjármögnun Ljóst er að heilbrigðiskerfið getur illa staðið undir öllum væntingum án nægilegrar fjármögnunar. HSU þarf fjármagn til að viðhalda og bæta innviði, endurnýja tæki og innleiða nýsköpunarverkefni. Þetta er sér í lagi mikilvægt á þjónustusvæði þar sem þarfir íbúa og ferðafólks eru síbreytilegar. Framtíðarsýn Langtímasýn og stefnumótun er sömuleiðis lykilatriði. HSU þarf að horfa til framtíðar og aðlagast breyttum samfélagsþörfum, þar á meðal vaxandi hlutverki lýðheilsu. Áhersla á forvarnir, eins og stuðning við heilsusamlega lifnaðarhætti og geðheilbrigði, getur skilað sér í betri lífsgæðum íbúa og minna álagi á heilbrigðiskerfið til lengri tíma litið. Aukið samstarf milli stofnana Þar sem umfangsmiklar sérhæfðar aðgerðir eru oft framkvæmdar á stærri sjúkrahúsum eins og Landspítala, er mikilvægt að byggja upp samstarf milli HSU og stærri heilbrigðisstofnana. Með slíku samstarfi er hægt að tryggja að íbúar Suðurlands fái bæði nauðsynlega grunnþjónustu á svæðinu og aðgengi að flóknari meðferðum eftir þörfum. Boltinn er hjá stjórnvöldum Með skýrri stefnu í aðgengi, fjármögnun, mannauði og samráði getur HSU lagt grunn að framúrskarandi heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. Á sama tíma eru miklar áskoranir fólgnar í íbúafjölgun á þjónustusvæðinu, vaxandi hlutfalli eldri borgara og vaxandi ákalli íbúa um bráðaviðbragð og öryggi óháð fjarlægðum. HSU er vissulega að mæta þessum ögrandi viðfangsefnum með nýsköpun á borð við Heimaspítalann og fjarvöktunarþjónustu. Mikilvægt er þó að fjármagn fylgi stóraukinni þjónustuþörf. Spyrjum þess vegna stjórnmálafólkið okkar: Hvernig ætla stjórnvöld að tryggja og styðja við vegferð HSU? Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er við hæfi í aðdraganda Alþingiskosninga að kjósendur hnippi í stjórnmálafólk og frambjóðendur og forvitnist um áherslur þeirra á sviði heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Það er ekki að ástæðulausu sem ég rétti upp hönd fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og landsbyggðina á þessum tímapunkti og tæpi á nokkrum atriðum sem lúta að nýsköpun, þjónustu, öryggi, mannauði, fjármögnun og stefnumótun. 35 þúsund manna þjónustusvæði HSU þjónar nú um 35 þúsund manns á víðfeðmu 31 þúsund ferkílómetra svæði þar sem dreifðar byggðir og krefjandi veðuraðstæður auka þörfina fyrir sveigjanlegar lausnir. Til að mæta þessari þróun er nauðsynlegt að styrkja innviði, þar með talið húsnæði og tækjabúnað, ásamt því að þróa úrræði á borð við heimaspítala og fjarheilbrigðisþjónustu. Slíkar tæknilausnir stytta ferðalög sjúklinga, bæta nýtingu sérfræðiþekkingar og tryggja aðgengi að þjónustu óháð búsetu. 43% fjölgun í sjúkraflutningum HSU ber ábyrgð á sjúkraflutningum á öllu Suðurlandi, frá Þorlákshöfn í vestri að Höfn í Hornafirði í austri. Svæðið spannar um 31 þúsund ferkílómetra. Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir sjúkraflutningum á Suðurlandi aukist verulega. Þróunina má að mestu rekja til fjölgunar íbúa, sem hefur aukist um 17% á síðustu fimm árum, ásamt því að svæðið tekur á móti um 80% allra ferðamanna sem heimsækja Ísland ár hvert. Auk þess eru á svæðinu um 8.000 sumarhús, sem mörg hver eru nýtt allt árið um kring. Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun fjölda sjúkraflutninga hjá HSU frá árinu 2020 til 2023, en þeim hefur fjölgað á tímabilinu um 43%. Til að bregðast við þessum vexti er nauðsynlegt að fjölga sjúkraflutningafólki hjá HSU og er ósk um þau útgjöld nú til meðferðar í heilbrigðisráðuneytinu. Yfirlit yfir fjölda útkalla sjúkraflutninga á Suðurlandi á tímabilinu 2020 til 2023. Tölurnar sýna annars vegar útköll í Árnessýslu og austur á Kirkjubæjarklaustur og hins vegar útköll á öllu starfssvæði HSU, þar með talið í Vestmannaeyjum og á Höfn. Heimaspítalinn fær frábærar viðtökur Með nýsköpunarverkefnum eins og fjarheilbrigðisþjónustu og Heimaspítala HSU höfum við hjá HSU unnið að því að bæta aðgengi að þjónustu og draga úr álagi á sjúkrahús. Heimaspítalinn hefur fengið frábærar viðtökur og við höfum hug á því að þróa þessa þjónustu áfram, enda bætir hann þjónustuna við skjólstæðinga okkar ásamt því að stuðla að betri nýtingu fjármagns og starfsauðlinda. Markmið Heimaspítala HSU er að styðja við sjálfstæða búsetu eldra fólks, auka öryggi skjólstæðinga og lífsgæði þeirra, fækka innlögnum á sjúkrahús og stytta innlagnartíma. Þjónustan snýst einkum um annars vegar læknis- og hjúkrunarþjónustu í heimahúsi og hins vegar líknarþjónustu í heimahúsi. Fjarvöktun með fjarheilbrigðistækni Fjarvöktun HSU með fjarheilbrigðistækni á það sameiginlegt með Heimaspítala HSU að hún er að mörgu leyti að styðja við sama skjólstæðingahópinn, fyrst og fremst eldra fólk. Fjarvöktunin styrkir eftirlit með skjólstæðingum með langvinna sjúkdóma og stuðlar að umbótum, nýbreytni og auknum gæðum í heilbrigðisþjónustu. HSU notast í þessu verkefni við norskan fjarvöktunarhugbúnað frá Dignio. Margvíslegur ávinningur fjarvöktunar Vöktunin fer þannig fram að skjólstæðingar framkvæma mælingar í heimahúsi sem síðan er fylgst með á skjáborði á heilsugæslunni. Um er að ræða stöðugar og samfelldar mælingar sem eru áreiðanlegri en tilfallandi stakar mælingar sem gerðar eru á stöð. Ávinningurinn er margskonar og skjólstæðingar bæði njóta og finna til aukins öryggis, vitandi að fylgst er náið með þeim. Þjónustan er því bæði hagkvæmari og skilvirkari en aðrar lausnir og hefur reynst afskaplega farsæl hjá HSU. Þessi þjónustu kemur sér sérstaklega vel á okkar þjónustusvæði þar sem vegalengdir geta verið miklar. Öflug heilbrigðisstofnun HSU gegnir lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi og er grundvöllur velferðar og öryggis íbúa og gesta á svæðinu. Með fjölbreytta þjónustu á sviði heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu sinnir HSU stærsta þjónustusvæði á landsbyggðinni. Stofnunin rekur 9 heilsugæslustöðvar á 10 starfsstöðvum, 2 sjúkrahús og 4 hjúkrunarheimili, auk þess sem hún sinnir bráðaþjónustu með 20 þúsund árlegum komum og sjúkraflutningum um allt umdæmið. Hjá HSU starfa núna um 850 starfsmenn í 550 stöðugildum og stofnuninni er árlega úthlutað um 11 til 12 milljörðum króna í fjárlögum til að sinna fjölbreyttum og umfangsmiklum verkefnum. Með um 35 þúsund manns á þjónustusvæði sínu og ört vaxandi eftirspurn fyrir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni stendur Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) frammi fyrir nýjum áskorunum og þjónustuþörf ört vaxandi umdæmis, sem nauðsynlegt er að stjórnvöld styðji við. Tæknilausnir skipta sköpum Markmið HSU er að tryggja örugga, faglega og aðgengilega heilbrigðisþjónustu fyrir öll, óháð búsetu, efnahag eða uppruna, og stuðla þannig að betri heilsu og lífsgæði íbúa á Suðurlandi. Svæðið er víðfeðmt og með dreifðar byggðir þar sem vegalengdir eru oft miklar og veðuraðstæður geta verið krefjandi. Til að mæta þessum áskorunum er nauðsynlegt að styrkja heilsugæslustöðvar á lykilstöðum og þróa úrræði á borð við fjarheilbrigðisþjónustu. Tæknilausnir geta skipt sköpum, ekki aðeins til að stytta ferðalög sjúklinga heldur einnig til að nýta betur tíma og sérfræðiþekkingu heilbrigðisstarfsfólks. Sveigjanleg viðbragðsþjónusta Ferðamannastraumurinn hefur jafnframt áhrif á heilbrigðisþjónustuna. Með mikinn fjölda ferðamanna þar sem náttúruperlur eins og Gullni hringurinn, Jökulsárlón og Skaftafell laða að sér gesti, er nauðsynlegt að bregðast við með sveigjanlegum lausnum. Þetta gæti falið í sér aukna neyðarþjónustu og viðbúnað til að takast á við bráðaástand, svo sem slys eða veikindi á afskekktum svæðum. Mannauður Til að tryggja góða heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að laða að hæft starfsfólk og bjóða því aðstöðu í takti við þarfir dagsins. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki er áskorun um allt land og Suðurland er engin undantekning. HSU þarf að bjóða samkeppnishæf laun, aðstöðu til starfsþróunar og vinnuumhverfi sem styður við jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Fjármögnun Ljóst er að heilbrigðiskerfið getur illa staðið undir öllum væntingum án nægilegrar fjármögnunar. HSU þarf fjármagn til að viðhalda og bæta innviði, endurnýja tæki og innleiða nýsköpunarverkefni. Þetta er sér í lagi mikilvægt á þjónustusvæði þar sem þarfir íbúa og ferðafólks eru síbreytilegar. Framtíðarsýn Langtímasýn og stefnumótun er sömuleiðis lykilatriði. HSU þarf að horfa til framtíðar og aðlagast breyttum samfélagsþörfum, þar á meðal vaxandi hlutverki lýðheilsu. Áhersla á forvarnir, eins og stuðning við heilsusamlega lifnaðarhætti og geðheilbrigði, getur skilað sér í betri lífsgæðum íbúa og minna álagi á heilbrigðiskerfið til lengri tíma litið. Aukið samstarf milli stofnana Þar sem umfangsmiklar sérhæfðar aðgerðir eru oft framkvæmdar á stærri sjúkrahúsum eins og Landspítala, er mikilvægt að byggja upp samstarf milli HSU og stærri heilbrigðisstofnana. Með slíku samstarfi er hægt að tryggja að íbúar Suðurlands fái bæði nauðsynlega grunnþjónustu á svæðinu og aðgengi að flóknari meðferðum eftir þörfum. Boltinn er hjá stjórnvöldum Með skýrri stefnu í aðgengi, fjármögnun, mannauði og samráði getur HSU lagt grunn að framúrskarandi heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. Á sama tíma eru miklar áskoranir fólgnar í íbúafjölgun á þjónustusvæðinu, vaxandi hlutfalli eldri borgara og vaxandi ákalli íbúa um bráðaviðbragð og öryggi óháð fjarlægðum. HSU er vissulega að mæta þessum ögrandi viðfangsefnum með nýsköpun á borð við Heimaspítalann og fjarvöktunarþjónustu. Mikilvægt er þó að fjármagn fylgi stóraukinni þjónustuþörf. Spyrjum þess vegna stjórnmálafólkið okkar: Hvernig ætla stjórnvöld að tryggja og styðja við vegferð HSU? Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun