Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, læknir sem starfaði sem verktaki hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Kirkjubæjarklaustri, kom skyndilega að lokuðum dyrunum hjá Sögu, kerfi sem sér um rafræna sjúkraskrá, þegar hann ætlaði að skrá dánarvottorð. Honum skilst að þjónustu hans sé ekki lengur óskað. Innlent 14.1.2025 14:41 Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Til skoðunar er að veita læknum sem starfa á landsbyggðinni ívilnanir á borð við að fella niður hluta af námslánum þeirra og jafnvel ráðast í skattaívilnanir. Heilbrigðisráðherra segir læknaskort í Rangárvallasýslu óásættanlegan og að forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar sé að bæta úr. Íbúar upplifa öryggisleysi. Innlent 6.1.2025 21:30 „Þetta er bara forkastanlegt“ Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega. Innlent 4.1.2025 20:31 Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. Innlent 4.1.2025 14:21 Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja á svæðinu. Suðurlandið gæti endað sem „eyðimörk“ heilbrigðisþjónustu ef ekki verði gripið inn í. Barnabarn manns sem lést í Rangárþingi á aðfangadag segir afa sinn ekki enn hafa verið úrskurðaðan látinn vegna læknaskorts. Innlent 3.1.2025 19:30 Bílvelta á Suðurlandi Enginn slasaðist í bílveltu við Suðurlandsveg, á milli Selfoss og Hellu í dag. Innlent 3.1.2025 14:07 Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. Innlent 3.1.2025 06:45 Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra hefur látið í sér heyra vegna þess að sýslan er læknalaus og læknar hafa lýst því hvernig stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands(HSU) hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Skoðun 2.1.2025 16:01 „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. Innlent 28.12.2024 17:00 Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. Innlent 28.12.2024 13:04 HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Það er við hæfi í aðdraganda Alþingiskosninga að kjósendur hnippi í stjórnmálafólk og frambjóðendur og forvitnist um áherslur þeirra á sviði heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Skoðun 28.11.2024 09:53 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Skoðun 31.10.2024 13:45 Þrír fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á heilsugæsluna á Selfossi eftir árekstur við Dyrhólaveg á Suðurlandi. Enginn er alvarlega slasaður en allir farþegar voru þó fluttir frá vettvangi til skoðunar. Innlent 31.7.2024 16:49 Ófagleg vinnubrögð HSU og FSRE Mikil umræða er þessa dagana um heilsugæslumál í Uppsveitum Árnessýslu. Engan skal undra þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hafa ákveðið að flytja Heilsugæsluna í Laugarási að Flúðum. Skoðun 20.6.2024 17:30 Heilsugæsla Suðurlands flytur frá Laugarási á Flúðir Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ákveðið að flytja starfsemi heilsugæslunnar frá Laugarási á Flúðir. Í ljósi stöðugrar uppbyggingar og fjölgunar íbúa í uppsveitum Suðurlands, var ákveðið að flytja starfsemina í nýtt og nútímalegt húsnæði á svæðinu, segir í tilkynningu. Innlent 13.6.2024 17:08 Forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins Sálfræðingur, sem vinnur í áfallateymi á bráðamóttöku Landspítalans, segir starfið mjög erfitt en á sama tíma gefandi því það séu forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins, en að það taki á. Innlent 11.5.2024 13:31 150 þolendum sinnt vegna ofbeldis í nánu sambandi Landsspítalinn hefur sinnt um 150 þolendum ofbeldis í nánu sambandi frá því að nýtt verkefni spítalans, sem kallast „Hof“ hófst í nóvember 2022 þar sem sérstakt áfallateymi er við störf á bráðamóttöku spítalans. Innlent 9.5.2024 13:31 Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Innlent 27.3.2024 18:34 Gervigreind hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands er nú í tilraunaverkefni þar sem gervigreind er notuð í myndgreiningu til stuðnings við lækna á vöktum. Forstjóri stofnunarinnar segir að gervigreind eigi eftir að koma sterk inn þegar heilbrigðiskerfið er annars vegar til að auka nákvæmni í allskonar greiningum. Innlent 16.3.2024 20:30 Um 70% af tíma heilbrigðisstarfsfólks er við tölvuna Heilbrigðisstarfsfólk ver allt að 70% af sínum tíma í vinnunni fyrir framan tölvuskjá við að skrá upplýsingar, gera beiðnir, skrifa vottorð og þess háttar, sem þýðir að ekki gefst mikill tími til að ræða við sjúklinginn sjálfan. Þetta kom meðal annars fram á vísindaráðstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Innlent 22.2.2024 20:31 Fækka heimsóknum á spítalann með appi í símanum Íbúum á Suðurlandi hefur síðustu misseri staðið til boða að nýta nýja lausn til fjarheilbrigðisþjónustu. Margrét Björk Ólafsdóttir hjúkrunarstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, segir að eftir að tæknin var innleidd hafi vitjunum fækkað og starfsfólk getað nýtt tíma sinn betur. Innlent 20.2.2024 15:47 Beið fótbrotin í viku á Íslandi en komst strax í aðgerð á Spáni Íslensk kona búsett á Spáni fótbrotnaði í heimsókn á Íslandi. Eftir að hafa beðið í viku eftir aðgerð fékk hún sig fullsadda og flaug til Spánar. Þremur tímum eftir að hún mætti á bráðamóttökuna var hún komin í aðgerð. Innlent 16.2.2024 08:10 Hólmfríður óttaðist um líf sitt Hólmfríður Magnúsdóttir, þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í fótbolta frá upphafi, kveðst hafa verið mjög hætt komin vegna veikinda í byrjun þessa árs. Hún hafði varla þrek til að labba fyrst eftir veikindin en hefur nú endurheimt heilsuna. Fótbolti 29.12.2023 09:30 Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi. Innlent 28.10.2023 13:00 Heilbrigðisráðherra reddaði vatninu í Aratungu Mikill kurr er á meðal íbúa í uppsveitum Árnessýslu, ekki síst í Bláskógabyggð verði niðurstaðan sú að loka eigi heilsugæslustöðinni í Laugarási og opna nýja stöð á Flúðum eða á öðrum þéttbýlisstöðum í uppsveitunum. Heilbrigðisráðherra mætt á fund með íbúum til að hlusta á þeirra sjónarmið. Innlent 18.10.2023 20:31 125 ára sunnlensk samstaða verði rofin með flutningi heilsugæslunnar Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að hugmyndir sem uppi séu um flutning heilsugæslunnar í Laugarási í nágrannasveitarfélag geti skaðað samstarf sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu á öllum sviðum. Það sé miður ef til standi að rjúfa rúmlega aldarlanga samstöðu í Uppsveitum um heilsugæslu í Laugarási. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps segir augljóst að hentugra sé að heilsugæslan flytjist á Flúðir. Innlent 7.6.2023 07:23 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. Innlent 7.5.2023 20:30 Líknardeild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi Nú er unnið að því að opna líknardeild á sjúkrahúsinu á Selfossi en engin slík deild hefur verið formlega til. Tvær stúkur Oddfellow á Selfossi hafa lagt sitt af mörkum við stofnun deildarinnar því þær gáfu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljónir króna. Innlent 1.4.2023 14:03 Níu hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum ráðnir til HSU Níu hjúkrunarfræðingar og einn geislafræðingur frá Filippseyjum hafa verið ráðnir til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og nú er leitað að átta starfsmönnum til viðbótar frá útlöndum. Innlent 13.3.2023 20:09 Bráðamóttaka á Selfossi á neyðarstigi vegna manneklu Bráðamóttaka á Selfossi verður á neyðarstigi um helgina vegna alvarlegrar manneklu. Innlent 11.2.2023 22:10 « ‹ 1 2 ›
Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, læknir sem starfaði sem verktaki hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Kirkjubæjarklaustri, kom skyndilega að lokuðum dyrunum hjá Sögu, kerfi sem sér um rafræna sjúkraskrá, þegar hann ætlaði að skrá dánarvottorð. Honum skilst að þjónustu hans sé ekki lengur óskað. Innlent 14.1.2025 14:41
Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Til skoðunar er að veita læknum sem starfa á landsbyggðinni ívilnanir á borð við að fella niður hluta af námslánum þeirra og jafnvel ráðast í skattaívilnanir. Heilbrigðisráðherra segir læknaskort í Rangárvallasýslu óásættanlegan og að forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar sé að bæta úr. Íbúar upplifa öryggisleysi. Innlent 6.1.2025 21:30
„Þetta er bara forkastanlegt“ Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega. Innlent 4.1.2025 20:31
Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. Innlent 4.1.2025 14:21
Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja á svæðinu. Suðurlandið gæti endað sem „eyðimörk“ heilbrigðisþjónustu ef ekki verði gripið inn í. Barnabarn manns sem lést í Rangárþingi á aðfangadag segir afa sinn ekki enn hafa verið úrskurðaðan látinn vegna læknaskorts. Innlent 3.1.2025 19:30
Bílvelta á Suðurlandi Enginn slasaðist í bílveltu við Suðurlandsveg, á milli Selfoss og Hellu í dag. Innlent 3.1.2025 14:07
Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. Innlent 3.1.2025 06:45
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra hefur látið í sér heyra vegna þess að sýslan er læknalaus og læknar hafa lýst því hvernig stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands(HSU) hafi með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til að starfa í Rangárþingi. Skoðun 2.1.2025 16:01
„Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. Innlent 28.12.2024 17:00
Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. Innlent 28.12.2024 13:04
HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Það er við hæfi í aðdraganda Alþingiskosninga að kjósendur hnippi í stjórnmálafólk og frambjóðendur og forvitnist um áherslur þeirra á sviði heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Skoðun 28.11.2024 09:53
10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Skoðun 31.10.2024 13:45
Þrír fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á heilsugæsluna á Selfossi eftir árekstur við Dyrhólaveg á Suðurlandi. Enginn er alvarlega slasaður en allir farþegar voru þó fluttir frá vettvangi til skoðunar. Innlent 31.7.2024 16:49
Ófagleg vinnubrögð HSU og FSRE Mikil umræða er þessa dagana um heilsugæslumál í Uppsveitum Árnessýslu. Engan skal undra þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hafa ákveðið að flytja Heilsugæsluna í Laugarási að Flúðum. Skoðun 20.6.2024 17:30
Heilsugæsla Suðurlands flytur frá Laugarási á Flúðir Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ákveðið að flytja starfsemi heilsugæslunnar frá Laugarási á Flúðir. Í ljósi stöðugrar uppbyggingar og fjölgunar íbúa í uppsveitum Suðurlands, var ákveðið að flytja starfsemina í nýtt og nútímalegt húsnæði á svæðinu, segir í tilkynningu. Innlent 13.6.2024 17:08
Forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins Sálfræðingur, sem vinnur í áfallateymi á bráðamóttöku Landspítalans, segir starfið mjög erfitt en á sama tíma gefandi því það séu forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins, en að það taki á. Innlent 11.5.2024 13:31
150 þolendum sinnt vegna ofbeldis í nánu sambandi Landsspítalinn hefur sinnt um 150 þolendum ofbeldis í nánu sambandi frá því að nýtt verkefni spítalans, sem kallast „Hof“ hófst í nóvember 2022 þar sem sérstakt áfallateymi er við störf á bráðamóttöku spítalans. Innlent 9.5.2024 13:31
Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Innlent 27.3.2024 18:34
Gervigreind hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands er nú í tilraunaverkefni þar sem gervigreind er notuð í myndgreiningu til stuðnings við lækna á vöktum. Forstjóri stofnunarinnar segir að gervigreind eigi eftir að koma sterk inn þegar heilbrigðiskerfið er annars vegar til að auka nákvæmni í allskonar greiningum. Innlent 16.3.2024 20:30
Um 70% af tíma heilbrigðisstarfsfólks er við tölvuna Heilbrigðisstarfsfólk ver allt að 70% af sínum tíma í vinnunni fyrir framan tölvuskjá við að skrá upplýsingar, gera beiðnir, skrifa vottorð og þess háttar, sem þýðir að ekki gefst mikill tími til að ræða við sjúklinginn sjálfan. Þetta kom meðal annars fram á vísindaráðstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Innlent 22.2.2024 20:31
Fækka heimsóknum á spítalann með appi í símanum Íbúum á Suðurlandi hefur síðustu misseri staðið til boða að nýta nýja lausn til fjarheilbrigðisþjónustu. Margrét Björk Ólafsdóttir hjúkrunarstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, segir að eftir að tæknin var innleidd hafi vitjunum fækkað og starfsfólk getað nýtt tíma sinn betur. Innlent 20.2.2024 15:47
Beið fótbrotin í viku á Íslandi en komst strax í aðgerð á Spáni Íslensk kona búsett á Spáni fótbrotnaði í heimsókn á Íslandi. Eftir að hafa beðið í viku eftir aðgerð fékk hún sig fullsadda og flaug til Spánar. Þremur tímum eftir að hún mætti á bráðamóttökuna var hún komin í aðgerð. Innlent 16.2.2024 08:10
Hólmfríður óttaðist um líf sitt Hólmfríður Magnúsdóttir, þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í fótbolta frá upphafi, kveðst hafa verið mjög hætt komin vegna veikinda í byrjun þessa árs. Hún hafði varla þrek til að labba fyrst eftir veikindin en hefur nú endurheimt heilsuna. Fótbolti 29.12.2023 09:30
Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi. Innlent 28.10.2023 13:00
Heilbrigðisráðherra reddaði vatninu í Aratungu Mikill kurr er á meðal íbúa í uppsveitum Árnessýslu, ekki síst í Bláskógabyggð verði niðurstaðan sú að loka eigi heilsugæslustöðinni í Laugarási og opna nýja stöð á Flúðum eða á öðrum þéttbýlisstöðum í uppsveitunum. Heilbrigðisráðherra mætt á fund með íbúum til að hlusta á þeirra sjónarmið. Innlent 18.10.2023 20:31
125 ára sunnlensk samstaða verði rofin með flutningi heilsugæslunnar Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að hugmyndir sem uppi séu um flutning heilsugæslunnar í Laugarási í nágrannasveitarfélag geti skaðað samstarf sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu á öllum sviðum. Það sé miður ef til standi að rjúfa rúmlega aldarlanga samstöðu í Uppsveitum um heilsugæslu í Laugarási. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps segir augljóst að hentugra sé að heilsugæslan flytjist á Flúðir. Innlent 7.6.2023 07:23
Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. Innlent 7.5.2023 20:30
Líknardeild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi Nú er unnið að því að opna líknardeild á sjúkrahúsinu á Selfossi en engin slík deild hefur verið formlega til. Tvær stúkur Oddfellow á Selfossi hafa lagt sitt af mörkum við stofnun deildarinnar því þær gáfu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljónir króna. Innlent 1.4.2023 14:03
Níu hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum ráðnir til HSU Níu hjúkrunarfræðingar og einn geislafræðingur frá Filippseyjum hafa verið ráðnir til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og nú er leitað að átta starfsmönnum til viðbótar frá útlöndum. Innlent 13.3.2023 20:09
Bráðamóttaka á Selfossi á neyðarstigi vegna manneklu Bráðamóttaka á Selfossi verður á neyðarstigi um helgina vegna alvarlegrar manneklu. Innlent 11.2.2023 22:10
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent