Innlent

Heilsu­gæsla Suður­lands flytur frá Laugar­ási á Flúðir

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Heilsugæsla Suðurlands mun flytja í nýtt og nútímalegt húsnæði á Flúðum
Heilsugæsla Suðurlands mun flytja í nýtt og nútímalegt húsnæði á Flúðum Vísir/Vilhelm

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ákveðið að flytja starfsemi heilsugæslunnar frá Laugarási á Flúðir. Í ljósi stöðugrar uppbyggingar og fjölgunar íbúa í uppsveitum Suðurlands, var ákveðið að flytja starfsemina í nýtt og nútímalegt húsnæði á svæðinu, segir í tilkynningu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þar segir að þrjú tilboð hafi borist þegar auglýst var eftir húsnæði til að hýsa heilsugæsluna í janúar síðastliðnum. Eftir ítarlegt mat á tilboðunum var ákveðið að ganga til samninga við Hrunamannahrepp um að leigja húsnæði undir heilsugæslu HSU á Flúðum. Nýja húsnæðið sé fjárhagslega hagkvæmara en núverandi húsnæði, og hafi auk þess veri sérhannað til að mæta nútímakröfum heilbrigðisþjónustu.

Flutningur er fyrirhugaður vorið 2025.

Hugmyndir hafa verið uppi um flutningana um nokkurt skeið, en fram kom í fundargerð sveitarstjórnar Bláskógabyggðar í fyrra, að fyrirhugaðir flutningar gætu skaðað samstarf sveitarfélaga i Uppsveitum Árnessýslu á öllum sviðum. Til hafi staðið að rjúfa rúmlega aldarlanga samstöðu í Uppsveitum um heilsugæslu í Laugarási. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps sagði þá að augljóst væri að hentugra væri að heilsugæslan flytti á Flúðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×