Beið fótbrotin í viku á Íslandi en komst strax í aðgerð á Spáni Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. febrúar 2024 08:10 Fanney Gísladóttir var komin í aðgerð þremur tímum eftir að hún kom á bráðamóttökuna á Spáni. Íslensk kona búsett á Spáni fótbrotnaði í heimsókn á Íslandi. Eftir að hafa beðið í viku eftir aðgerð fékk hún sig fullsadda og flaug til Spánar. Þremur tímum eftir að hún mætti á bráðamóttökuna var hún komin í aðgerð. Fanney Gísladóttir hefur búið á Spáni í tólf ár, er þar með lögheimili og rekur sína eigin snyrtistofu. Hún fer hins vegar reglulega heim til Íslands að heimsækja börnin sín og æskuslóðirnar í Vestmannaeyjum. Af því hún býr á Spáni er hún með evrópskt sjúkratryggingakort. „Ég fer núna 6. febrúar til Íslands. Daginn eftir að ég lendi er ég búin að vera innan við klukkutíma hjá dóttur minni á Selfossi þegar ég fer út að labba með barnabörnin og dett í hálku,“ segir hún. Í kjölfarið var hringt á sjúkrabíl og Fanney flutt á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem var tekin af henni röntgenmynd. „Svo var send beiðni á Landspítalann um aðgerð og ég send heim í hálkunni á hækjum,“ segir hún. Og þú sárkvalin? „Já, ég var kvalin. Send heim með þrjátíu stykki parkódín og panódíl sem ég á að taka inn. Í raun er þetta skammtur sem á að duga í þrjá til fjóra daga. Ég er ekki vön að taka sterk verkjalyf þannig ég tók bara eina töflu í einu svo það dugði mér lengur,“ segir Fanney. Við tók löng bið eftir símtali frá spítalanum. Flaug til Spánar frekar en að bíða lengur „Á mánudaginn var ég búin að bíða í fimm daga og hringi þá í Landspítalann til að spyrja hver staðan er. Þar er mér sagt að ég sé ekki komin á lista til að fara í aðgerð á næstu dögum. Þá runnu á mig tvær grímur,“ segir Fanney um biðina. Þegar þú hringir færðu þá að vita hvað það sé langt í aðgerðina? „Nei, ekkert hvar ég er í röðinni eða hvaða dag það verður. Bara að það verði hringt í mig fyrir klukkan tíu einhvern daginn og ég eigi að vera fastandi á hverjum morgni fram að því,“ segir hún. Fanney brotnaði rétt fyrir ofan ökkla og var sárkvalin. Þrátt fyrir það var hún send heim. „Maðurinn minn er þá hér á Spáni og ég hringi í hann. Við tökum ákvörðun samdægurs um að panta flug um kvöldið og ég fæ flug á miðvikudag, tveimur dögum síðar,“ segir Fanney. Hún flaug þá til Spánar með millilendingu í London og var komin um tíuleytið um kvöldið til Spánar. „Ég ákvað að fara strax um morguninn á bráðamóttökuna í Torrevieja-spítala og er komin hingað klukkan níu. Ég fer í skoðun og röntgenmyndatöku og það er verið að preppa mig fyrir aðgerð í hádeginu, þremur tímum eftir að ég mæti,“ segir Fanney um skjóta þjónustuna. Segja þjónustuna betri á Spáni en Íslandi Þau hjónin segjast á sínum tólf árum á Spáni aldrei upplifað viðlíka þjónustu í spænsku heilbrigðiskerfi og Fanney lenti í núna á Íslandi. Kerfið virðist skilvirkara og eftirfylgnin meiri. „Nú erum við búin að vera hér í áratug á Spáni og þurft að nota heilbrigðiskerfið hérna töluvert. Það hefur ekki enn komið upp sú stund ennþá að við höfum þurft að setja út á eitthvað. Það hefur verið rosalega vel hugsað um mann þó hlutirnir gerist ekki strax,“ skýtur Oddur Magnús, eiginmaður Fanneyjar, sem hefur verið að hlusta á símtalið. Þá bætir Fanney við að eftirfylgnin sé mun betri en á Íslandi. Læknar fylgi vel eftir sjúklingum sínum. Mynduð þið segja að kerfið sé skilvirkara og betra á Spáni en hér? „Ég myndi segja það hundrað prósent, ég hef alltaf fengið góða þjónustu hér á Spáni,“ segir Fanney og bætir við „Ég var orðin svo reið inni í mér að bíða svona lengi á Íslandi. Þegar ég fer þarna á miðvikudag þá er kominn sjöundi dagur og ekki enn búið að hringja í mig.“ „Rosalegt að fólk með beinbrot þurfi að bíða alveg upp í tvær vikur eftir aðgerð,“ segir hún að lokum. Spánn Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Fanney Gísladóttir hefur búið á Spáni í tólf ár, er þar með lögheimili og rekur sína eigin snyrtistofu. Hún fer hins vegar reglulega heim til Íslands að heimsækja börnin sín og æskuslóðirnar í Vestmannaeyjum. Af því hún býr á Spáni er hún með evrópskt sjúkratryggingakort. „Ég fer núna 6. febrúar til Íslands. Daginn eftir að ég lendi er ég búin að vera innan við klukkutíma hjá dóttur minni á Selfossi þegar ég fer út að labba með barnabörnin og dett í hálku,“ segir hún. Í kjölfarið var hringt á sjúkrabíl og Fanney flutt á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem var tekin af henni röntgenmynd. „Svo var send beiðni á Landspítalann um aðgerð og ég send heim í hálkunni á hækjum,“ segir hún. Og þú sárkvalin? „Já, ég var kvalin. Send heim með þrjátíu stykki parkódín og panódíl sem ég á að taka inn. Í raun er þetta skammtur sem á að duga í þrjá til fjóra daga. Ég er ekki vön að taka sterk verkjalyf þannig ég tók bara eina töflu í einu svo það dugði mér lengur,“ segir Fanney. Við tók löng bið eftir símtali frá spítalanum. Flaug til Spánar frekar en að bíða lengur „Á mánudaginn var ég búin að bíða í fimm daga og hringi þá í Landspítalann til að spyrja hver staðan er. Þar er mér sagt að ég sé ekki komin á lista til að fara í aðgerð á næstu dögum. Þá runnu á mig tvær grímur,“ segir Fanney um biðina. Þegar þú hringir færðu þá að vita hvað það sé langt í aðgerðina? „Nei, ekkert hvar ég er í röðinni eða hvaða dag það verður. Bara að það verði hringt í mig fyrir klukkan tíu einhvern daginn og ég eigi að vera fastandi á hverjum morgni fram að því,“ segir hún. Fanney brotnaði rétt fyrir ofan ökkla og var sárkvalin. Þrátt fyrir það var hún send heim. „Maðurinn minn er þá hér á Spáni og ég hringi í hann. Við tökum ákvörðun samdægurs um að panta flug um kvöldið og ég fæ flug á miðvikudag, tveimur dögum síðar,“ segir Fanney. Hún flaug þá til Spánar með millilendingu í London og var komin um tíuleytið um kvöldið til Spánar. „Ég ákvað að fara strax um morguninn á bráðamóttökuna í Torrevieja-spítala og er komin hingað klukkan níu. Ég fer í skoðun og röntgenmyndatöku og það er verið að preppa mig fyrir aðgerð í hádeginu, þremur tímum eftir að ég mæti,“ segir Fanney um skjóta þjónustuna. Segja þjónustuna betri á Spáni en Íslandi Þau hjónin segjast á sínum tólf árum á Spáni aldrei upplifað viðlíka þjónustu í spænsku heilbrigðiskerfi og Fanney lenti í núna á Íslandi. Kerfið virðist skilvirkara og eftirfylgnin meiri. „Nú erum við búin að vera hér í áratug á Spáni og þurft að nota heilbrigðiskerfið hérna töluvert. Það hefur ekki enn komið upp sú stund ennþá að við höfum þurft að setja út á eitthvað. Það hefur verið rosalega vel hugsað um mann þó hlutirnir gerist ekki strax,“ skýtur Oddur Magnús, eiginmaður Fanneyjar, sem hefur verið að hlusta á símtalið. Þá bætir Fanney við að eftirfylgnin sé mun betri en á Íslandi. Læknar fylgi vel eftir sjúklingum sínum. Mynduð þið segja að kerfið sé skilvirkara og betra á Spáni en hér? „Ég myndi segja það hundrað prósent, ég hef alltaf fengið góða þjónustu hér á Spáni,“ segir Fanney og bætir við „Ég var orðin svo reið inni í mér að bíða svona lengi á Íslandi. Þegar ég fer þarna á miðvikudag þá er kominn sjöundi dagur og ekki enn búið að hringja í mig.“ „Rosalegt að fólk með beinbrot þurfi að bíða alveg upp í tvær vikur eftir aðgerð,“ segir hún að lokum.
Spánn Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira