Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. mars 2024 18:34 Hátt í hundrað manns hafa látist vegna alvarlegra atvika í íslenskri heilbrigðisþjónustu á síðustu þremur árum. Vísir Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Heilbrigðisstofnunum ber lögum samkvæmt að skrá öll óvænt atvik sem verða í heilbrigðisþjónustu, vinna úr þeim og tilkynna til embættis Landlæknis. Embættið sér svo um að taka tölurnar saman og heldur utan um rannsókn málanna. Ber að láta sjúklinga eða aðstandendur vita Alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu er lögum samkvæmt skilgreint sem óvænt atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni, svo sem dauða eða varanlegum örkumlum. Jafnframt skal lögum samkvæmt upplýsa sjúkling um hið óvænta atvik án ástæðulausra tafa og nánustu aðstandendur hans þegar það á við. Landlæknir fær tilkynningar frá heilbrigðisstofnunum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á landinu. Síðustu þrjú ár hefur 91 dauðsfall verið flokkað sem alvarlegt atvik. Vísir Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni var fjöldi alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu sextíu á síðasta ári, þau voru 47 árið 2022 og 64 árið 2021. Af þessum alvarlegu atvikum hafa árlega verið um og yfir þrjátíu tilkynningar þar sem um dauðsfall var að ræða síðustu þrjú ár. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Örkuml ekki sérstaklega skráð Samkvæmt skriflegu svari Landlæknisembættisins er ekki mögulegt að fá upplýsingar um tilkynningar um alvarleg atvik þar sem dauðsföll höfðu orðið á heilbrigðisstofnunum fyrir 2021 án frekari úrvinnslu á gögnum en fréttastofa óskaði eftir upplýsingum fyrir síðustu fimm ár. Þá heldur embættið ekki skrá yfir örkuml sem kunna að verða vegna alvarlegra atvika. Fram kemur í svari embættisins við fyrirspurn fréttastofu að unnið sé að því að innleiða nýtt skráningarkerfi sem muni auðvelda alla tölfræðiúrvinnslu. Landlæknir gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Þá var ekki unnt að fá viðbrögð frá stjórnendum Landspítalans sem er stærsta heilbrigðisstofnun landsins, vegna málsins í dag. Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Heilbrigðisstofnunum ber lögum samkvæmt að skrá öll óvænt atvik sem verða í heilbrigðisþjónustu, vinna úr þeim og tilkynna til embættis Landlæknis. Embættið sér svo um að taka tölurnar saman og heldur utan um rannsókn málanna. Ber að láta sjúklinga eða aðstandendur vita Alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu er lögum samkvæmt skilgreint sem óvænt atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni, svo sem dauða eða varanlegum örkumlum. Jafnframt skal lögum samkvæmt upplýsa sjúkling um hið óvænta atvik án ástæðulausra tafa og nánustu aðstandendur hans þegar það á við. Landlæknir fær tilkynningar frá heilbrigðisstofnunum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á landinu. Síðustu þrjú ár hefur 91 dauðsfall verið flokkað sem alvarlegt atvik. Vísir Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni var fjöldi alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu sextíu á síðasta ári, þau voru 47 árið 2022 og 64 árið 2021. Af þessum alvarlegu atvikum hafa árlega verið um og yfir þrjátíu tilkynningar þar sem um dauðsfall var að ræða síðustu þrjú ár. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Örkuml ekki sérstaklega skráð Samkvæmt skriflegu svari Landlæknisembættisins er ekki mögulegt að fá upplýsingar um tilkynningar um alvarleg atvik þar sem dauðsföll höfðu orðið á heilbrigðisstofnunum fyrir 2021 án frekari úrvinnslu á gögnum en fréttastofa óskaði eftir upplýsingum fyrir síðustu fimm ár. Þá heldur embættið ekki skrá yfir örkuml sem kunna að verða vegna alvarlegra atvika. Fram kemur í svari embættisins við fyrirspurn fréttastofu að unnið sé að því að innleiða nýtt skráningarkerfi sem muni auðvelda alla tölfræðiúrvinnslu. Landlæknir gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Þá var ekki unnt að fá viðbrögð frá stjórnendum Landspítalans sem er stærsta heilbrigðisstofnun landsins, vegna málsins í dag.
Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira