Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar 27. nóvember 2024 17:21 Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir stórum vandamálum og þau snerta okkur öll. Fólk húkir á biðlistum, stjórnun er óskilvirk og kerfið er oftar en ekki of flókið fyrir þá sem þurfa að treysta á það. Fyrir einstakling eins og mig,með ADHD, virðist kerfið oft ekki fært um að veita þá þjónustu sem ég þarf á að halda. Þvert á móti standa í vegi fyrir henni. ADHD gerir að verkum að ég þarf skýra, einfalda ferla og stuðning í að halda utan um margþætt atriði. En þegar ég þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda, mætti ég hindrunum sem voru margar hverjar tilkomnar vegna skipulagslegrar óreiðu. Þetta er því miður ekki aðeins mín saga heldur þetta er reynsla margra sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda á hverjum degi. Það hafa ekki allir sterkt bakland, ég er einn af þeim heppnu sem fékk stuðning frá vinum og vandamönnum. Ég get verið ákveðinn og kemst áfram á þrjósku. Margir sem eru að berjast við andleg veikindi hafa ekki sama sjálfstraust og stuðning og ég, þess vegna þurfum við heilbrigðiskerfi sem tekur á móti fólki og þjónustar það af samkennd, umburðalyndi og kærleik. Viðreisn hefur sett fram stefnu sem leggur áherslu á bæði aðgerðir og nýsköpun í þágu heilbrigðiskerfisins. Það er ekki nóg að dæla meiri peningum í kerfið án þess að sjá til þess að þeir nýtist betur. Við þurfum að tryggja að skipulag sé þannig úr garði gert að einstaklingar fái þjónustu við hæfi, á réttum tíma, án þess að þvælast í óþarflega flóknum ferlum. Ég hef persónulega upplifað það að einföldun í þjónustu myndi bæta líf mitt til muna og ég veit að það sama á við um aðra sem búa við flókið ástand eins og ADHD eða aðra heilsubresti. Að sjálfsögðu þarf að leggja áherslu á að fjölga starfsfólki en það eitt og sér er ekki nóg. Það verður að innleiða nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Viðreisn leggur áherslu á að kerfið verði skilvirkara með því að nýta tæknilausnir, opna fyrir aukna fjölbreytni í þjónustu og auðvelda aðgang að upplýsingum. Þetta eru lausnir sem ekki bara létta á kerfinu, heldur auka lífsgæði þeirra sem nýta sér það. Þegar ég horfi til framtíðar vil ég sjá heilbrigðiskerfi sem vinnur með fólki, ekki á móti því. Viðreisn sýnir að hægt er að fara nýjar leiðir – leiðir sem byggja á betri meðferð fjármuna, nútímavæðingu og mannúðlegri nálgun. Við eigum ekki að sætta okkur við gamaldags kerfi sem þjónar ekki lengur þörfum samfélagsins. Þess vegna ætla ég að kjósa Viðreisn! Fyrir heilbrigðiskerfi sem virkar fyrir okkur öll! Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er markþjálfi og einstaklingur með ADHD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir stórum vandamálum og þau snerta okkur öll. Fólk húkir á biðlistum, stjórnun er óskilvirk og kerfið er oftar en ekki of flókið fyrir þá sem þurfa að treysta á það. Fyrir einstakling eins og mig,með ADHD, virðist kerfið oft ekki fært um að veita þá þjónustu sem ég þarf á að halda. Þvert á móti standa í vegi fyrir henni. ADHD gerir að verkum að ég þarf skýra, einfalda ferla og stuðning í að halda utan um margþætt atriði. En þegar ég þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda, mætti ég hindrunum sem voru margar hverjar tilkomnar vegna skipulagslegrar óreiðu. Þetta er því miður ekki aðeins mín saga heldur þetta er reynsla margra sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda á hverjum degi. Það hafa ekki allir sterkt bakland, ég er einn af þeim heppnu sem fékk stuðning frá vinum og vandamönnum. Ég get verið ákveðinn og kemst áfram á þrjósku. Margir sem eru að berjast við andleg veikindi hafa ekki sama sjálfstraust og stuðning og ég, þess vegna þurfum við heilbrigðiskerfi sem tekur á móti fólki og þjónustar það af samkennd, umburðalyndi og kærleik. Viðreisn hefur sett fram stefnu sem leggur áherslu á bæði aðgerðir og nýsköpun í þágu heilbrigðiskerfisins. Það er ekki nóg að dæla meiri peningum í kerfið án þess að sjá til þess að þeir nýtist betur. Við þurfum að tryggja að skipulag sé þannig úr garði gert að einstaklingar fái þjónustu við hæfi, á réttum tíma, án þess að þvælast í óþarflega flóknum ferlum. Ég hef persónulega upplifað það að einföldun í þjónustu myndi bæta líf mitt til muna og ég veit að það sama á við um aðra sem búa við flókið ástand eins og ADHD eða aðra heilsubresti. Að sjálfsögðu þarf að leggja áherslu á að fjölga starfsfólki en það eitt og sér er ekki nóg. Það verður að innleiða nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Viðreisn leggur áherslu á að kerfið verði skilvirkara með því að nýta tæknilausnir, opna fyrir aukna fjölbreytni í þjónustu og auðvelda aðgang að upplýsingum. Þetta eru lausnir sem ekki bara létta á kerfinu, heldur auka lífsgæði þeirra sem nýta sér það. Þegar ég horfi til framtíðar vil ég sjá heilbrigðiskerfi sem vinnur með fólki, ekki á móti því. Viðreisn sýnir að hægt er að fara nýjar leiðir – leiðir sem byggja á betri meðferð fjármuna, nútímavæðingu og mannúðlegri nálgun. Við eigum ekki að sætta okkur við gamaldags kerfi sem þjónar ekki lengur þörfum samfélagsins. Þess vegna ætla ég að kjósa Viðreisn! Fyrir heilbrigðiskerfi sem virkar fyrir okkur öll! Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er markþjálfi og einstaklingur með ADHD.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar