Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar 27. nóvember 2024 09:33 Kæru vinir. Flokkur fólksins hefur lagt hjarta sitt í þessa kosningabaráttu, þar er allt undir. Ég hef lagt mig alla fram undan farnar vikur, sem og mínir dásamlegu vinir og félagar á listanum. Ásta Lóa Þórsdóttir sem með þrautseigju sinni og einmuna elju hefur unnið stórsigur, Sigurður Helgi Pálmason í öðru sæti fer að öllu líkindum með henni á þing. Fullkomlega verðugur fulltrúi Reykjanesbæjar, bæjar sem rær lífróður og þarf nauðsynlega að fá sína rödd inn á Alþingi. Ég í þriðja sæti er sögð, mögulega geta verið vongóð um sæti sem þingmaður, en ég er ykkur að segja alveg sultuslök yfir því. Hlutirnir hafa tilhneigingu til að fara eins og þeir fara, en ég myndi að sjálfsögðu einhenda mér af fullri einlægni í það göfuga starf, ef að yrði. Færi í það með hjarta mínu og af hugsjón alla leið, með hagsmuni heimabyggðar minnar Þorlákshöfn og Ölfus í forgrunni. Mín einlæga von er sú, að önnur kosning, sem skiptir mig ekki minna máli verði felld á kjördag. Heidelberg Materials er alþjóðarisi sem sýnt hefur sig í að vera hörmulegur granni annara samfélaga í formi stórra og mengandi grjótmulningsverksmiðja, vill nú planta einni slíkri niður, alveg við fallega heimabæinn minn, í göngufæri við búðina, og ennþá nær nýja leikskólanum okkar. Þorlákshafnarbúar hafa barist svo hart gegn þeim áformum að aðdáunarvert verður að teljast. Ég er afar stolt að tilheyra svo frábæru og réttsýnu samfélagi. Húrra fyrir öllum þeim sem hafa látið vel í sér heyra og allar góðar vættir gefi að við berum gæfu til að fella þetta næstkomandi laugardag, landsins og afkomenda okkar vegna. Jónas Yngvi Ásgrímsson er í fjórða sæti á lista Flokks fólksins í Suður hann er ykkur að segja, algjör meistari, hann myndi setjast á Alþingi með reisn og afburða kunnáttu sína, kæmi til þess. Flokkur fólksins státar af einvala og samtaka fólki sem öll vinna að því sama, ábyrgum stefnumálum Flokks FÓLKSINS og ávallt út frá hagsmunum þegna þessa lands og heimilanna. Við berjumst fyrir hópa sem minna mega sín fátæka, fátæka eldri borgara og öryrkja. Fyrir gjörbyltu heilbrigðiskerfi um land allt, að efla heilsugæslur, úrræði fyrir geðsjúka, sem alltaf virðast lenda á veggjum í kerfinu, réttlæti fyrir Brca-bera sem reka sig á kostnaðarsamar hindranir ofan í grafalvarlegar stökkbreytingar í genum sem margfalda líkur á krabbameini. Fyrir helsjúka sem horfa framan í það að vera deyjandi, þurfa að reiða upp budduna aftur og aftur, ofan í það reiðarslag sem fylgir fyrirliggjandi ótímabærum dauða. Við viljum minnka álag á heilbrigðisstarfsfólk og setja mannúðarsjónarmið í forgang, kerfið á að vera hlýlegt og opið, ekki kalt og lokað þegar kemur að því að sjúkt fólk þarf að nýta sér það. Eflum á ný landsbyggðina með því að stórauka strandveiðar sem hleypa á ný lífi í sjávarþorp og hlúum bændastéttinni með öllum ráðum. Raforkuverð til garðyrkjubænda stefnir nú í að verða hækkað um 20% um næstu áramót og sennilega annað eins ári seinna. Þessu verðum við að bregðast við. Bætum samgöngur, borum jarðgöng, byggjum brýr og komum hringveginum í sómasamlegt horf. Flokkur fólksins hefur þegar unnið fádæma þrekvirki, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu, hugsið ykkur hverju væri hægt að koma í verk ef við kæmist til áhrifa. Það yrði hreinsað til og sópað, það er þegar komin titringur í suma valdamenn vegna þess. Inga Sæland mun ekki gefa eftir neinu þegar kemur að okkar kjarnamálum, svo það er full ástæða fyrir embættiskerfið og aðra flokka að virða okkar markmið og fyrir kjósendur að styðja okkar baráttu! Ég vil þakka öllum þeim sem að ég hef hitt í þessari stuttu kosningabaráttur fyrir einlægt og hlýlegt viðmót, hlakka til að hitta ykkur sem eftir eru, þetta tímabil hefur verið mér einstaklega dýrmætur skóli frá fyrsta degi. Áfram Flokkur fólksins, flokkurinn þinn. Við munum afnema verðtrygginguna, fyrirmynd þeirrar aðgerðar er þegar orðin til í húsnæðislánakerfi Danmerkur. Það er að lokum ein ófrávikjanleg krafa Flokks fólksins. Öll laun upp að 450.000 skulu vera skatta og skerðinga laus. Prinsipp mál sem Flokkur fólksins víkur ekki frá, enda er vel hægt að efna það loforð. Höfundur skipar 3. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru vinir. Flokkur fólksins hefur lagt hjarta sitt í þessa kosningabaráttu, þar er allt undir. Ég hef lagt mig alla fram undan farnar vikur, sem og mínir dásamlegu vinir og félagar á listanum. Ásta Lóa Þórsdóttir sem með þrautseigju sinni og einmuna elju hefur unnið stórsigur, Sigurður Helgi Pálmason í öðru sæti fer að öllu líkindum með henni á þing. Fullkomlega verðugur fulltrúi Reykjanesbæjar, bæjar sem rær lífróður og þarf nauðsynlega að fá sína rödd inn á Alþingi. Ég í þriðja sæti er sögð, mögulega geta verið vongóð um sæti sem þingmaður, en ég er ykkur að segja alveg sultuslök yfir því. Hlutirnir hafa tilhneigingu til að fara eins og þeir fara, en ég myndi að sjálfsögðu einhenda mér af fullri einlægni í það göfuga starf, ef að yrði. Færi í það með hjarta mínu og af hugsjón alla leið, með hagsmuni heimabyggðar minnar Þorlákshöfn og Ölfus í forgrunni. Mín einlæga von er sú, að önnur kosning, sem skiptir mig ekki minna máli verði felld á kjördag. Heidelberg Materials er alþjóðarisi sem sýnt hefur sig í að vera hörmulegur granni annara samfélaga í formi stórra og mengandi grjótmulningsverksmiðja, vill nú planta einni slíkri niður, alveg við fallega heimabæinn minn, í göngufæri við búðina, og ennþá nær nýja leikskólanum okkar. Þorlákshafnarbúar hafa barist svo hart gegn þeim áformum að aðdáunarvert verður að teljast. Ég er afar stolt að tilheyra svo frábæru og réttsýnu samfélagi. Húrra fyrir öllum þeim sem hafa látið vel í sér heyra og allar góðar vættir gefi að við berum gæfu til að fella þetta næstkomandi laugardag, landsins og afkomenda okkar vegna. Jónas Yngvi Ásgrímsson er í fjórða sæti á lista Flokks fólksins í Suður hann er ykkur að segja, algjör meistari, hann myndi setjast á Alþingi með reisn og afburða kunnáttu sína, kæmi til þess. Flokkur fólksins státar af einvala og samtaka fólki sem öll vinna að því sama, ábyrgum stefnumálum Flokks FÓLKSINS og ávallt út frá hagsmunum þegna þessa lands og heimilanna. Við berjumst fyrir hópa sem minna mega sín fátæka, fátæka eldri borgara og öryrkja. Fyrir gjörbyltu heilbrigðiskerfi um land allt, að efla heilsugæslur, úrræði fyrir geðsjúka, sem alltaf virðast lenda á veggjum í kerfinu, réttlæti fyrir Brca-bera sem reka sig á kostnaðarsamar hindranir ofan í grafalvarlegar stökkbreytingar í genum sem margfalda líkur á krabbameini. Fyrir helsjúka sem horfa framan í það að vera deyjandi, þurfa að reiða upp budduna aftur og aftur, ofan í það reiðarslag sem fylgir fyrirliggjandi ótímabærum dauða. Við viljum minnka álag á heilbrigðisstarfsfólk og setja mannúðarsjónarmið í forgang, kerfið á að vera hlýlegt og opið, ekki kalt og lokað þegar kemur að því að sjúkt fólk þarf að nýta sér það. Eflum á ný landsbyggðina með því að stórauka strandveiðar sem hleypa á ný lífi í sjávarþorp og hlúum bændastéttinni með öllum ráðum. Raforkuverð til garðyrkjubænda stefnir nú í að verða hækkað um 20% um næstu áramót og sennilega annað eins ári seinna. Þessu verðum við að bregðast við. Bætum samgöngur, borum jarðgöng, byggjum brýr og komum hringveginum í sómasamlegt horf. Flokkur fólksins hefur þegar unnið fádæma þrekvirki, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu, hugsið ykkur hverju væri hægt að koma í verk ef við kæmist til áhrifa. Það yrði hreinsað til og sópað, það er þegar komin titringur í suma valdamenn vegna þess. Inga Sæland mun ekki gefa eftir neinu þegar kemur að okkar kjarnamálum, svo það er full ástæða fyrir embættiskerfið og aðra flokka að virða okkar markmið og fyrir kjósendur að styðja okkar baráttu! Ég vil þakka öllum þeim sem að ég hef hitt í þessari stuttu kosningabaráttur fyrir einlægt og hlýlegt viðmót, hlakka til að hitta ykkur sem eftir eru, þetta tímabil hefur verið mér einstaklega dýrmætur skóli frá fyrsta degi. Áfram Flokkur fólksins, flokkurinn þinn. Við munum afnema verðtrygginguna, fyrirmynd þeirrar aðgerðar er þegar orðin til í húsnæðislánakerfi Danmerkur. Það er að lokum ein ófrávikjanleg krafa Flokks fólksins. Öll laun upp að 450.000 skulu vera skatta og skerðinga laus. Prinsipp mál sem Flokkur fólksins víkur ekki frá, enda er vel hægt að efna það loforð. Höfundur skipar 3. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun