Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar 27. nóvember 2024 07:02 Ísland er eyja í norður Atlantshafi. Sú staðsetning gerir það að verkum að þegar kemur að grænmeti þá höfum við tvo valkosti í boði. Við getum annaðhvort flutt það inn með skipum eða flugi, og borgað mikla álagningu fyrir vöru sem er ekki fersk, eða nýtt okkar grænu orku og hreina vatn til að rækta fyrsta flokks grænmeti á Íslandi. Í dag eru til staðar samningar um niðurgreiðslu raforkukostnaðar við gróðurhúsarækt, en þeir samningar duga ekki til að niðurgreiða nema hluta af þeim kostnaði sem gróðurhúsabændur verða fyrir vegna lýsingar og hitunar gróðurhúsa. Við í Flokki fólksins höfum lengi barist fyrir því að gróðurhúsabændur fái raforku-, hita- og flutningskostnað niðurgreiddan, svo að þeirra framleiðsla verði öflugri og neytendum bjóðist fyrsta flokks grænmeti á sanngjörnu verði. Jafnvel mætti hugsa sér að Ísland gæti einn daginn orðið útflutningsþjóð grænmetis ef við styðjum við gróðurhúsarækt með þessum hætti. Því miður er staðan þannig í dag að gróðurhúsin okkar greiða meira fyrir sína orku en álverin. Þetta teljum við í Flokki fólksins í hrópandi ósamræmi við hagsmuni þjóðarinnar. Nýverið bárust fréttir af því að grænmeti gæti hækkað um 12% næstu áramót þar sem orkukostnaðurinn mun hækka um fjórðung. Þetta er sökum orkuskortsins sem fráfarandi ríkisstjórn algjörlega mistókst að koma í veg fyrir. Ef Flokkur fólksins kemst í ríkisstjórn þá viljum við tryggja að hér verði hægt að rækta grænmeti í gróðurhúsum með okkar grænni orku og að neytendur fái að kaupa íslenskt grænmeti á góðu verði. Við viljum að gróðurhúsin fái niðurgreidda raforku og við viljum að orkan fari til þeirra en ekki til gagnavera og rafmyntagraftrar. Forgangsröðum fyrir fólkið fyrst! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Landbúnaður Orkumál Matvælaframleiðsla Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Ísland er eyja í norður Atlantshafi. Sú staðsetning gerir það að verkum að þegar kemur að grænmeti þá höfum við tvo valkosti í boði. Við getum annaðhvort flutt það inn með skipum eða flugi, og borgað mikla álagningu fyrir vöru sem er ekki fersk, eða nýtt okkar grænu orku og hreina vatn til að rækta fyrsta flokks grænmeti á Íslandi. Í dag eru til staðar samningar um niðurgreiðslu raforkukostnaðar við gróðurhúsarækt, en þeir samningar duga ekki til að niðurgreiða nema hluta af þeim kostnaði sem gróðurhúsabændur verða fyrir vegna lýsingar og hitunar gróðurhúsa. Við í Flokki fólksins höfum lengi barist fyrir því að gróðurhúsabændur fái raforku-, hita- og flutningskostnað niðurgreiddan, svo að þeirra framleiðsla verði öflugri og neytendum bjóðist fyrsta flokks grænmeti á sanngjörnu verði. Jafnvel mætti hugsa sér að Ísland gæti einn daginn orðið útflutningsþjóð grænmetis ef við styðjum við gróðurhúsarækt með þessum hætti. Því miður er staðan þannig í dag að gróðurhúsin okkar greiða meira fyrir sína orku en álverin. Þetta teljum við í Flokki fólksins í hrópandi ósamræmi við hagsmuni þjóðarinnar. Nýverið bárust fréttir af því að grænmeti gæti hækkað um 12% næstu áramót þar sem orkukostnaðurinn mun hækka um fjórðung. Þetta er sökum orkuskortsins sem fráfarandi ríkisstjórn algjörlega mistókst að koma í veg fyrir. Ef Flokkur fólksins kemst í ríkisstjórn þá viljum við tryggja að hér verði hægt að rækta grænmeti í gróðurhúsum með okkar grænni orku og að neytendur fái að kaupa íslenskt grænmeti á góðu verði. Við viljum að gróðurhúsin fái niðurgreidda raforku og við viljum að orkan fari til þeirra en ekki til gagnavera og rafmyntagraftrar. Forgangsröðum fyrir fólkið fyrst! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar