Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson og Anna María Jónsdóttir skrifa 26. nóvember 2024 07:40 Ísland er í fararbroddi meðal þjóða þegar kemur að jöfnuði í menntakerfinu. Félags- og efnahagslegir þættir hafa mun minni áhrif á námsárangur íslenskra barna en gengur og gerist í öðrum löndum. Þessi staða er ekki sjálfsögð; hún er ávöxtur kerfis sem hefur lagt áherslu á jafnt aðgengi að gæðum í menntun og traustan stuðning við öll börn, óháð bakgrunni þeirra. Þrátt fyrir þennan árangur má bæta ýmislegt í íslenska grunnskólakerfinu. Til dæmis hefur lesskilningur nemenda dalað á síðustu árum samkvæmt nýjustu niðurstöðum PISA. Þessi áskorun kallar á markviss viðbrögð og umbætur. En slíkar umbætur þurfa að byggja á styrkleikum kerfisins – ekki að grafa undan þeim. Þess vegna er mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart þeim stjórnmálaöflum sem gæla við eða kalla eftir stórauknum einkarekstri í grunnskólakerfinu. Rannsóknir sýna að einkarekstur í menntakerfum er líklegur til að ýta undir ójöfnuð. Í skólakerfum þar sem einkarekstur vegur þungt, eykst ójöfnuður af ýmsum toga. Efnahagslegur ójöfnuður eykst ef innheimt eru skólagjöld sem ekki eru á færi allra. Félagslegur ójöfnuður eykst ef einkaskólar fá að velja til sín nemendur, á meðan opinberir skólar standa þá frammi fyrir fjölbreyttari áskorunum án þess að fá það fjármagn sem þær kalla á. Slíkt elur líka á ójöfnuði vegna búsetu og þjónar þeim best sem þegar eru í sterkri efnahagslegri og félagslegri stöðu. Til að bregðast við þeim áskorunum sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir – svo sem með aukinni áherslu á lesskilning og jafnari stuðningi við fjölbreytta nemendahópa – þurfum við að styrkja það sem hefur virkað vel. Markviss stuðningur við kennara, fjölbreytt og aðgengilegt námsefni og sterkur faglegur stuðningur innan opinbera menntakerfisins er lykillinn að því að bæta stöðu nemenda án þess að ógna grunnstoðum jöfnuðar. Jöfnuður er ein af dýrmætustu auðlindum íslensks menntakerfis. Við getum gert betur – en við megum ekki fórna því sem þegar hefur áunnist. Samfylkingin er því mótfallin frekari einkavæðingu grunnskóla á Íslandi að ofantöldum ástæðum. Það fer gegn grunngildum jafnaðarstefnunnar að ýta undir ójöfnuð sama hvar hann er að finna en ekki síst þegar börn eiga í hlut. Við erum með blandað kerfi í dag sem byggir á sterkum hverfisskólum og við getum verið stolt af því kerfi. Höldum áfram að byggja upp sterkt opinbert skólakerfi án þess að stofna sérstöðu okkar í hættu. Höfundar eru kennarar og frambjóðendur Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er í fararbroddi meðal þjóða þegar kemur að jöfnuði í menntakerfinu. Félags- og efnahagslegir þættir hafa mun minni áhrif á námsárangur íslenskra barna en gengur og gerist í öðrum löndum. Þessi staða er ekki sjálfsögð; hún er ávöxtur kerfis sem hefur lagt áherslu á jafnt aðgengi að gæðum í menntun og traustan stuðning við öll börn, óháð bakgrunni þeirra. Þrátt fyrir þennan árangur má bæta ýmislegt í íslenska grunnskólakerfinu. Til dæmis hefur lesskilningur nemenda dalað á síðustu árum samkvæmt nýjustu niðurstöðum PISA. Þessi áskorun kallar á markviss viðbrögð og umbætur. En slíkar umbætur þurfa að byggja á styrkleikum kerfisins – ekki að grafa undan þeim. Þess vegna er mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart þeim stjórnmálaöflum sem gæla við eða kalla eftir stórauknum einkarekstri í grunnskólakerfinu. Rannsóknir sýna að einkarekstur í menntakerfum er líklegur til að ýta undir ójöfnuð. Í skólakerfum þar sem einkarekstur vegur þungt, eykst ójöfnuður af ýmsum toga. Efnahagslegur ójöfnuður eykst ef innheimt eru skólagjöld sem ekki eru á færi allra. Félagslegur ójöfnuður eykst ef einkaskólar fá að velja til sín nemendur, á meðan opinberir skólar standa þá frammi fyrir fjölbreyttari áskorunum án þess að fá það fjármagn sem þær kalla á. Slíkt elur líka á ójöfnuði vegna búsetu og þjónar þeim best sem þegar eru í sterkri efnahagslegri og félagslegri stöðu. Til að bregðast við þeim áskorunum sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir – svo sem með aukinni áherslu á lesskilning og jafnari stuðningi við fjölbreytta nemendahópa – þurfum við að styrkja það sem hefur virkað vel. Markviss stuðningur við kennara, fjölbreytt og aðgengilegt námsefni og sterkur faglegur stuðningur innan opinbera menntakerfisins er lykillinn að því að bæta stöðu nemenda án þess að ógna grunnstoðum jöfnuðar. Jöfnuður er ein af dýrmætustu auðlindum íslensks menntakerfis. Við getum gert betur – en við megum ekki fórna því sem þegar hefur áunnist. Samfylkingin er því mótfallin frekari einkavæðingu grunnskóla á Íslandi að ofantöldum ástæðum. Það fer gegn grunngildum jafnaðarstefnunnar að ýta undir ójöfnuð sama hvar hann er að finna en ekki síst þegar börn eiga í hlut. Við erum með blandað kerfi í dag sem byggir á sterkum hverfisskólum og við getum verið stolt af því kerfi. Höldum áfram að byggja upp sterkt opinbert skólakerfi án þess að stofna sérstöðu okkar í hættu. Höfundar eru kennarar og frambjóðendur Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmum.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun