Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson og Anna María Jónsdóttir skrifa 26. nóvember 2024 07:40 Ísland er í fararbroddi meðal þjóða þegar kemur að jöfnuði í menntakerfinu. Félags- og efnahagslegir þættir hafa mun minni áhrif á námsárangur íslenskra barna en gengur og gerist í öðrum löndum. Þessi staða er ekki sjálfsögð; hún er ávöxtur kerfis sem hefur lagt áherslu á jafnt aðgengi að gæðum í menntun og traustan stuðning við öll börn, óháð bakgrunni þeirra. Þrátt fyrir þennan árangur má bæta ýmislegt í íslenska grunnskólakerfinu. Til dæmis hefur lesskilningur nemenda dalað á síðustu árum samkvæmt nýjustu niðurstöðum PISA. Þessi áskorun kallar á markviss viðbrögð og umbætur. En slíkar umbætur þurfa að byggja á styrkleikum kerfisins – ekki að grafa undan þeim. Þess vegna er mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart þeim stjórnmálaöflum sem gæla við eða kalla eftir stórauknum einkarekstri í grunnskólakerfinu. Rannsóknir sýna að einkarekstur í menntakerfum er líklegur til að ýta undir ójöfnuð. Í skólakerfum þar sem einkarekstur vegur þungt, eykst ójöfnuður af ýmsum toga. Efnahagslegur ójöfnuður eykst ef innheimt eru skólagjöld sem ekki eru á færi allra. Félagslegur ójöfnuður eykst ef einkaskólar fá að velja til sín nemendur, á meðan opinberir skólar standa þá frammi fyrir fjölbreyttari áskorunum án þess að fá það fjármagn sem þær kalla á. Slíkt elur líka á ójöfnuði vegna búsetu og þjónar þeim best sem þegar eru í sterkri efnahagslegri og félagslegri stöðu. Til að bregðast við þeim áskorunum sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir – svo sem með aukinni áherslu á lesskilning og jafnari stuðningi við fjölbreytta nemendahópa – þurfum við að styrkja það sem hefur virkað vel. Markviss stuðningur við kennara, fjölbreytt og aðgengilegt námsefni og sterkur faglegur stuðningur innan opinbera menntakerfisins er lykillinn að því að bæta stöðu nemenda án þess að ógna grunnstoðum jöfnuðar. Jöfnuður er ein af dýrmætustu auðlindum íslensks menntakerfis. Við getum gert betur – en við megum ekki fórna því sem þegar hefur áunnist. Samfylkingin er því mótfallin frekari einkavæðingu grunnskóla á Íslandi að ofantöldum ástæðum. Það fer gegn grunngildum jafnaðarstefnunnar að ýta undir ójöfnuð sama hvar hann er að finna en ekki síst þegar börn eiga í hlut. Við erum með blandað kerfi í dag sem byggir á sterkum hverfisskólum og við getum verið stolt af því kerfi. Höldum áfram að byggja upp sterkt opinbert skólakerfi án þess að stofna sérstöðu okkar í hættu. Höfundar eru kennarar og frambjóðendur Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ísland er í fararbroddi meðal þjóða þegar kemur að jöfnuði í menntakerfinu. Félags- og efnahagslegir þættir hafa mun minni áhrif á námsárangur íslenskra barna en gengur og gerist í öðrum löndum. Þessi staða er ekki sjálfsögð; hún er ávöxtur kerfis sem hefur lagt áherslu á jafnt aðgengi að gæðum í menntun og traustan stuðning við öll börn, óháð bakgrunni þeirra. Þrátt fyrir þennan árangur má bæta ýmislegt í íslenska grunnskólakerfinu. Til dæmis hefur lesskilningur nemenda dalað á síðustu árum samkvæmt nýjustu niðurstöðum PISA. Þessi áskorun kallar á markviss viðbrögð og umbætur. En slíkar umbætur þurfa að byggja á styrkleikum kerfisins – ekki að grafa undan þeim. Þess vegna er mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart þeim stjórnmálaöflum sem gæla við eða kalla eftir stórauknum einkarekstri í grunnskólakerfinu. Rannsóknir sýna að einkarekstur í menntakerfum er líklegur til að ýta undir ójöfnuð. Í skólakerfum þar sem einkarekstur vegur þungt, eykst ójöfnuður af ýmsum toga. Efnahagslegur ójöfnuður eykst ef innheimt eru skólagjöld sem ekki eru á færi allra. Félagslegur ójöfnuður eykst ef einkaskólar fá að velja til sín nemendur, á meðan opinberir skólar standa þá frammi fyrir fjölbreyttari áskorunum án þess að fá það fjármagn sem þær kalla á. Slíkt elur líka á ójöfnuði vegna búsetu og þjónar þeim best sem þegar eru í sterkri efnahagslegri og félagslegri stöðu. Til að bregðast við þeim áskorunum sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir – svo sem með aukinni áherslu á lesskilning og jafnari stuðningi við fjölbreytta nemendahópa – þurfum við að styrkja það sem hefur virkað vel. Markviss stuðningur við kennara, fjölbreytt og aðgengilegt námsefni og sterkur faglegur stuðningur innan opinbera menntakerfisins er lykillinn að því að bæta stöðu nemenda án þess að ógna grunnstoðum jöfnuðar. Jöfnuður er ein af dýrmætustu auðlindum íslensks menntakerfis. Við getum gert betur – en við megum ekki fórna því sem þegar hefur áunnist. Samfylkingin er því mótfallin frekari einkavæðingu grunnskóla á Íslandi að ofantöldum ástæðum. Það fer gegn grunngildum jafnaðarstefnunnar að ýta undir ójöfnuð sama hvar hann er að finna en ekki síst þegar börn eiga í hlut. Við erum með blandað kerfi í dag sem byggir á sterkum hverfisskólum og við getum verið stolt af því kerfi. Höldum áfram að byggja upp sterkt opinbert skólakerfi án þess að stofna sérstöðu okkar í hættu. Höfundar eru kennarar og frambjóðendur Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmum.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun