Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar 25. nóvember 2024 08:20 Á ferð minni um okkar víðfema og fallega kjördæmi hef ég lent í allskyns vandræðum í öllum veðrum nú í nóvember. Ég er sannarlega ekki einn um það enda vegir landsins uppfullir af spennandi frambjóðendum í leit að sem flestum samtölum við fólkið í landinu. Frambjóðendur keppast nú við að birta myndir og myndbönd af skafrenningi, snjókomu, blindbyljum og fleira til. Allt til þess gert að sýna fólki hversu vandasamt það getur verið að ferðast um landið í nóvember. Sem betur fer er bara kosið á fjögurra ára fresti og oftast á vorin. Þess vegna er þetta nú frekar undantekning en hitt að frambjóðendur þurfi að vaða út í þetta veður og þessa færð í atkvæðaleit. Það á hinsvegar ekki við um alla þá sem ferðast daglega um á leið sinni til vinnu eða skóla á svo dreifbýlu svæði. Sérstaklega á þetta við um íþróttakrakkana okkar sem eru háð því að komast til keppna og jafnvel landsliðsæfinga allt árið um kring. Keppnir og æfingar fara fram víðsvegar um landið, þó oftast á höfuðborgarsvæðinu. Afleidd áhrif íþrótta á hagkerfi landsins, svosem veitingastaði, gististaði, vegasjoppur, íþróttaverslanir og fleira til eru gríðarlega mikil. Það er því okkur Framsóknarfólki mikið í mun að öll komist leiða sinna, á sem öruggastan hátt. Það væri auðvitað best að lofa bara betra veðri! Gera það að stóra kosningamálinu. Það er hinsvegar ógjörningur og óábyrgt að reyna að lofa því og það stendur Framsókn ekki fyrir. Framsókn vill byggja á traustum og öruggum grunni. Minni öfgum. Þess vegna vill Framsókn skoða útfærslur á ívilnunum til ferðaþjónustufyrirtækja sem eru með vel útbúin ökutæki og atvinnubílstjóra í vinnu við að keyra íþróttahópa, því öryggið er mikilvægt. Reyna að fækka þeim skiptum sem að þreyttir þjálfarar eða fararstjórar keyra með hóp af krökkum landshluta á milli. Þess vegna vill Framsókn útvíkka úrræðið sem Loftbrúin hefur verið. Fjölga skiptum eða koma henni að einhverju leyti inn til íþróttafélaga, svo hægt sé að fljúga landshluta á milli. Þess vegna hefur Framsókn aukið útgjöld til vegakerfisins töluvert á liðnum kjörtímabilum, til þess að auka öryggi á þjóðvegum. Þess vegna vill Framsókn auka framlag til Ferðajöfnunarsjóðs ÍSÍ, svo að íþróttafélög geti keypt góða þjónustu til þess að ferðast með íþróttabörn landsins. Þess vegna vill Framsókn skoða hugmyndir um hvernig hægt er að draga úr kostnaði við gistingu íþróttahópa, allt árið um kring. Þess vegna er er best að kjósa Framsókn. Minni öfgar, meiri Framsókn. Höfundur er fyrrum knattspyrnuþjálfari yngri flokka á landsbyggðinni og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Á ferð minni um okkar víðfema og fallega kjördæmi hef ég lent í allskyns vandræðum í öllum veðrum nú í nóvember. Ég er sannarlega ekki einn um það enda vegir landsins uppfullir af spennandi frambjóðendum í leit að sem flestum samtölum við fólkið í landinu. Frambjóðendur keppast nú við að birta myndir og myndbönd af skafrenningi, snjókomu, blindbyljum og fleira til. Allt til þess gert að sýna fólki hversu vandasamt það getur verið að ferðast um landið í nóvember. Sem betur fer er bara kosið á fjögurra ára fresti og oftast á vorin. Þess vegna er þetta nú frekar undantekning en hitt að frambjóðendur þurfi að vaða út í þetta veður og þessa færð í atkvæðaleit. Það á hinsvegar ekki við um alla þá sem ferðast daglega um á leið sinni til vinnu eða skóla á svo dreifbýlu svæði. Sérstaklega á þetta við um íþróttakrakkana okkar sem eru háð því að komast til keppna og jafnvel landsliðsæfinga allt árið um kring. Keppnir og æfingar fara fram víðsvegar um landið, þó oftast á höfuðborgarsvæðinu. Afleidd áhrif íþrótta á hagkerfi landsins, svosem veitingastaði, gististaði, vegasjoppur, íþróttaverslanir og fleira til eru gríðarlega mikil. Það er því okkur Framsóknarfólki mikið í mun að öll komist leiða sinna, á sem öruggastan hátt. Það væri auðvitað best að lofa bara betra veðri! Gera það að stóra kosningamálinu. Það er hinsvegar ógjörningur og óábyrgt að reyna að lofa því og það stendur Framsókn ekki fyrir. Framsókn vill byggja á traustum og öruggum grunni. Minni öfgum. Þess vegna vill Framsókn skoða útfærslur á ívilnunum til ferðaþjónustufyrirtækja sem eru með vel útbúin ökutæki og atvinnubílstjóra í vinnu við að keyra íþróttahópa, því öryggið er mikilvægt. Reyna að fækka þeim skiptum sem að þreyttir þjálfarar eða fararstjórar keyra með hóp af krökkum landshluta á milli. Þess vegna vill Framsókn útvíkka úrræðið sem Loftbrúin hefur verið. Fjölga skiptum eða koma henni að einhverju leyti inn til íþróttafélaga, svo hægt sé að fljúga landshluta á milli. Þess vegna hefur Framsókn aukið útgjöld til vegakerfisins töluvert á liðnum kjörtímabilum, til þess að auka öryggi á þjóðvegum. Þess vegna vill Framsókn auka framlag til Ferðajöfnunarsjóðs ÍSÍ, svo að íþróttafélög geti keypt góða þjónustu til þess að ferðast með íþróttabörn landsins. Þess vegna vill Framsókn skoða hugmyndir um hvernig hægt er að draga úr kostnaði við gistingu íþróttahópa, allt árið um kring. Þess vegna er er best að kjósa Framsókn. Minni öfgar, meiri Framsókn. Höfundur er fyrrum knattspyrnuþjálfari yngri flokka á landsbyggðinni og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar