11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar 24. nóvember 2024 18:32 Píratar munu aldrei líða spillingu og fúsk og ekki mynda ríkisstjórn með flokkum sem hafa orðið uppvísir að slíku. Öflugur þingflokkur Pírata bætir gæði ríkisstjórnar svo um munar. Píratar eru með raunhæfar og nútímalegar aðferðir til að bregðast við verðbólgunni. Þeir vita að stýrivextir eru ekki eina verkfærið til að ná niður verðbólgunni og bjóða fram aðgerðir sem hefði mátt grípa til miklu fyrr í stað þess sinnu- og getuleysis sem hefur verið ríkjandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Píratar vita að öruggt þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi og hafa raunhæfa áætlun í húsnæðismálum til að bregðast við ástandinu. Áætlun sem byggir á fjölþættum aðgerðum sem ráðast að rót vandans, þ.e. ríkjandi framboðsskorti. Píratar leggja líka áherslu á að bæta lélega réttarstöðu leigjenda. Píratar trúa á efnahagslegt réttlæti og sanngirni umfram hefðbundna hægri og vinstri stefnu. Fjárhagsstaða heimilanna á ekki að þurfa að ráðast af því hvaðan pólitískir vindar blása hverju sinni. Skattkerfið á fyrst og fremst að vera sanngjarnt og setja byrðarnar á þau sem geta borið þær. Píratar munu ekki líða leyndarhyggju. Gagnsæi og upplýsingafrelsi er kjarnamál Pírata og þeir hafa sýnt í verki að þeir geta fylgt því eftir, bæði í stjórnarandstöðu og í meirihluta. Þeir viðurkenna lykilhlutverk frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og leggja áherslu á aðhald almennings með valdhöfum því þeir vita að það leiðir til betri ákvarðanatöku. Píratar ætla að standa vörð um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og tryggja aðgengi óháð búsetu og efnahag. Píratar eru ekki með það á stefnuskránni að ráðast í aukna einkavæðingu á opinberri þjónustu. Píratar eru með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna, aðrar þingkosningarnar í röð, og getuna til að fylgja henni eftir í ríkisstjórn. Píratar átta sig á mikilvægi þess að grípa til afgerandi og afdráttarlausra aðgerða í loftslagsmálum en átta sig líka á því hvað það eru mörg tækifæri í grænni ríkisstjórn. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum. Jafnvel þegar aðrir flokkar eru til í að gefa afslátt af réttindum jaðarsettra hópa munu Píratar ávallt spyrna við fæti. Íslenskt samfélag er betra þegar við gætum að réttindum samborgara okkar. Við getum líka öll lent í því á einhverjum tímapunkti að vera í minnihluta og að manréttindum okkar sé ógnað. Þá vil ég heldur hafa Pírata með mér í liði. Píratar hafa alltaf stutt við jafnrétti, við réttindi kvenna, við réttindi samkynhneigðra, transfólks og hinsegin samfélagsins í heild. Píratar setja það í forgang að sporna gegn bakslaginu sem er að eiga sér stað í hinsegin málum. Píratar taka ákvarðanir byggðar á upplýsingum en ekki pólitískum kreðsum. Gagnrýnin hugsun og upplýst ákvarðanataka er djúpt í menningunni hjá Pírötum og hluti af grunnstefnunni sem hefur staðið allt frá stofnun flokksins. Í framvarðarsveit Pírata er afar frambærilegt fólk með fjölbreytta reynslu víðsvegar úr þjóðfélaginu, á sviði stjórnmála og bæði úr opinbera- og einkageiranum. Ég vona að kjósendur sem leggja áherslu á þessi mál taki það alvarlega til skoðunar hvort að Píratar geti jafnvel verið besti valkosturinn í kjörklefanum. Það er nefnilega öruggt með Pírata að þú veist að hverju þú gengur þegar þú greiðir þeim atkvæði. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Karl Magnússon Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Píratar munu aldrei líða spillingu og fúsk og ekki mynda ríkisstjórn með flokkum sem hafa orðið uppvísir að slíku. Öflugur þingflokkur Pírata bætir gæði ríkisstjórnar svo um munar. Píratar eru með raunhæfar og nútímalegar aðferðir til að bregðast við verðbólgunni. Þeir vita að stýrivextir eru ekki eina verkfærið til að ná niður verðbólgunni og bjóða fram aðgerðir sem hefði mátt grípa til miklu fyrr í stað þess sinnu- og getuleysis sem hefur verið ríkjandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Píratar vita að öruggt þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi og hafa raunhæfa áætlun í húsnæðismálum til að bregðast við ástandinu. Áætlun sem byggir á fjölþættum aðgerðum sem ráðast að rót vandans, þ.e. ríkjandi framboðsskorti. Píratar leggja líka áherslu á að bæta lélega réttarstöðu leigjenda. Píratar trúa á efnahagslegt réttlæti og sanngirni umfram hefðbundna hægri og vinstri stefnu. Fjárhagsstaða heimilanna á ekki að þurfa að ráðast af því hvaðan pólitískir vindar blása hverju sinni. Skattkerfið á fyrst og fremst að vera sanngjarnt og setja byrðarnar á þau sem geta borið þær. Píratar munu ekki líða leyndarhyggju. Gagnsæi og upplýsingafrelsi er kjarnamál Pírata og þeir hafa sýnt í verki að þeir geta fylgt því eftir, bæði í stjórnarandstöðu og í meirihluta. Þeir viðurkenna lykilhlutverk frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og leggja áherslu á aðhald almennings með valdhöfum því þeir vita að það leiðir til betri ákvarðanatöku. Píratar ætla að standa vörð um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og tryggja aðgengi óháð búsetu og efnahag. Píratar eru ekki með það á stefnuskránni að ráðast í aukna einkavæðingu á opinberri þjónustu. Píratar eru með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna, aðrar þingkosningarnar í röð, og getuna til að fylgja henni eftir í ríkisstjórn. Píratar átta sig á mikilvægi þess að grípa til afgerandi og afdráttarlausra aðgerða í loftslagsmálum en átta sig líka á því hvað það eru mörg tækifæri í grænni ríkisstjórn. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum. Jafnvel þegar aðrir flokkar eru til í að gefa afslátt af réttindum jaðarsettra hópa munu Píratar ávallt spyrna við fæti. Íslenskt samfélag er betra þegar við gætum að réttindum samborgara okkar. Við getum líka öll lent í því á einhverjum tímapunkti að vera í minnihluta og að manréttindum okkar sé ógnað. Þá vil ég heldur hafa Pírata með mér í liði. Píratar hafa alltaf stutt við jafnrétti, við réttindi kvenna, við réttindi samkynhneigðra, transfólks og hinsegin samfélagsins í heild. Píratar setja það í forgang að sporna gegn bakslaginu sem er að eiga sér stað í hinsegin málum. Píratar taka ákvarðanir byggðar á upplýsingum en ekki pólitískum kreðsum. Gagnrýnin hugsun og upplýst ákvarðanataka er djúpt í menningunni hjá Pírötum og hluti af grunnstefnunni sem hefur staðið allt frá stofnun flokksins. Í framvarðarsveit Pírata er afar frambærilegt fólk með fjölbreytta reynslu víðsvegar úr þjóðfélaginu, á sviði stjórnmála og bæði úr opinbera- og einkageiranum. Ég vona að kjósendur sem leggja áherslu á þessi mál taki það alvarlega til skoðunar hvort að Píratar geti jafnvel verið besti valkosturinn í kjörklefanum. Það er nefnilega öruggt með Pírata að þú veist að hverju þú gengur þegar þú greiðir þeim atkvæði. Höfundur er lögfræðingur
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar